Sala/framsal kvóta eðlilegur rekstur

Lögin um takmörkun fiskveiða voru nauðsynleg aðgerð en setti takmörk á veiðar minna varð til skiptanna fyrir útgerðir. Jafnframt virðist ekki hafa verið reynt að gera sér grein fyrir rekstrarlegri afkomu og hvað þurfti mikla veiði til að standa undir rekstri þótt hagræðing veiða væri  æskileg.

Framsal veiðiheimilda er mikilvæg til að útgerðir geti skipst á heimildum og  veitt allar tegundir. Á þessu fiskveiðiári hafa útgerðir ekki getað náð ýsukvótanum vegna þess að þorskkvótinn er uppurinn. Samt sem áður er reksturinn byggður upp með það fyrir augum að geta náð því sem má veiða. Ef útgerð leigir kvóta vegna þess að hann næst ekki verður útgerðin  að fá verð vegna rekstursins. Hér vantar rekstrarlegt mat hvað er sanngjarnt að greiða en það getur líka verð háð markaðsaðstæðum í útflutningi hverju sinni  sanngjarnt að útgerðin fái þar einnig hluta. Að setja fiskveiðiheimildir á markað er ósanngjörn leið og mun gera reksturinn enn erfiðari og valda gjaldþroti útgerða.

Þegar fiskveiðar voru skertar fór smábátaútgerðina verst út úr skerðingunni rekstrarlega. Þótt hagræðing væri nauðsynleg og bátarnir stækkuðu urðu margir svo illa úti, að þeir urðu að hætta og áttu í mörgum tilfellum ekki fyrir skuldum. Hins vegar höfðu aðrir svo lítinn kvóta að það borgaði sig betur að leigja hann en veiða til að lifa af. Smábátaútgerðir voru í flestum tilfellum fjölskyldufyrirtæki urðu gjaldþrota og fólki í smærri byggðum snarfækkaði.

Allt tal um að "þjóðin eigi kvótann" er rakalaust bull, kvótinn má aldrei lenda í því öngstræti að verða boðinn út en skoða  framsalið með rekstrarlega þáttinn í huga og leiðrétta ranglætið.

Þeir smábátasjómenn sem hættu af framagreindum ástæðum verður ekki bættur skaðinn en á næsta fiskveiðiári mætti úthluta þeim sem eftir lifa viðbótar heimild til veiða í smærri byggðum  eftir því sem þurfa þætti á hverju ári en (að kostnaðarlausu) yrði ekki varanlegur byggðakvóti heldur úthlutað eftir ákveðnum reglum árlega þar sem væri vel rekin fiskvinnsla á viðkomandi stað en óháð þeirri kvótaheimild er viðkomandi útgerð hefur til umráða. Fiskveiðiheimildinni yrði haldið eftir hjá ráðherra þegar úthlutað yrði  veiðum fyrir fiskveiðiárið.

Brask með kvóta þeirra sem ekki sækja sjó ætti að afnema ef rétt reynist eða bankar geti notað hann sem "framvirka veðsetningu". Sá kvóti sem fylgir hverju skipi er nauðsynlegur til að tryggja reksturinn og að menn geti keypt sér varanlegan kvóta þegar vel gengur og markaðsaðstæður leyfa. Skip/bátur sem hefur ekki varanlegan kvóta er ekki rekstrarlega mögulegt. Varanlegur veiðiheimild  tryggir atvinnutækifæri útgerðarinnar;  eðlilega endurnýjun á tækjum á búnaði og er fyllilega réttmætt til að viðhalda góðum rekstri í fiskveiðum.

Annars vegar er svo allt annað mál að fiskimiðin tilheyra auðvitað landinu og þjóðinni í heild sinni en hinsvegar er framkvæmd veiðanna sem er fyrst og fremst venjulegur rekstur í fyrirtæki nema að því leiti að veiði er takmörkuð sem verður að taka með inn í reksturinn sem þarf  að vera með hagkvæmum hætti til að skapa þjóðinni verðmæti.


mbl.is Vill kvótann á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband