Kvótinn - kominn til að vera

Kvótakerfið er komið til að vera vegna þess að auðlindin er takmörkuð hins vegar þyrfti umræðan fremur að snúast um hvernig sníða megi af vankanta kerfisins. Hin hliðin á kvótakerfinu eru fyrirtækin er veiða fiskinn og hafa til þess óumdeilanlegan atvinnurétt samkvæmt stjórnarskrá. Einn af göllum kvótakerfisins er hvatinn til að henda fiski, sem ekki er verðmætur, þar togast á hagsmunir um að fá sem mestan arð af veiðiheimildinni  til verðmætasköpunar fyrir þjóðina - og betri afkomu sjómanna og verkafólks; engin lög geta komið í veg fyrir  brottkast vegna þess að þau eru á skjön við lífsafkomu  framangreindra aðila.

Vitað er að allt síðan á dögum nýsköpunartogaranna hefur verið hent ósöluhæfum fiski; þá hentu togararnir heilu förmunum af smáfiski til að geta veitt söluhæfa vöru í staðin. Ekki liggur fyrir hvort brottkast á fiski í meira en sextíu ár hefur haft áhrif á minnkun fiskistofna hér við land; hvort það hefur meiri áhrif en hvalir og aðrar skepnur éta fiskinn sér til viðhalds í náttúrunni?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband