Gengi krónunnar - hentar útflutnigsfyrirtækjum

Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í viðskiptafræði (Fréttabl.í dag) telur ekki líklegt að miklar breytingar verði í gengi krónunnar á næstunni, bandaríkjadalur verði á bilinu 110 til 130 kr, að veikt gengi krónunnar henti útflutningsgreinum vel. Ennfremur segir prófessorinn: ...''Til að komast úr úr kreppunni þurfa Íslendingar að beina sjónum sínum að útflutningi, og byggja á sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og þjónustu,...

Framangreint álit prófessorsins segir allt sem segja þarf um þá staðreynd að kreppan verður leyst fyrst og síðast með  verðmætasköpum úr auðlindum okkar, sjávarútvegi, almennum iðnaði og þjónustu. Auk þess þarf aðhald til að viðskiptajöfnuður við önnur lönd verði í jafnvægi.

Stjórnarvöld ættu að beina sjónum sínum að framangreindum staðreyndum frekar en ætla að leysa allan vanda með inngöngu í ESB nú um stundir; hvað þá að  veikja sjávarútvegsfyrirtæki með ranglátri skattheimtu er fyrirsjáanlega dregur úr getu þeirra til verðmætasköpunar.

 

kljhæjæjlæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband