Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Efling landsbyggðar - er verðmætasköpun

Sá veldur er á heldur hvernig mun ganga að rétta við fjárhaginn þótt lánið fáist í þjóðfélagi þar sem allt er í rúst efnislega og siðferðilega. Erfitt mun reynast að bæta siðferðilegu hliðina með einu pennastriki frekar en efnislegu þættina.  Þau fyrirtæki sem eru líkleg til a skapa verðmæti haldi áfram  en óhjákvæmilegt að önnur hætti rekstri.

Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endurskoða. Auka veiðar/vinnslu með ströndum landsins er gefa bæði útflutningsverðmæti og atvinnutækifæri. Þegar undirrituð kom fyrst til Bakkafjarðar um 1990 skilað þessi litla byggð einum milljarði (núvirði?) í grásleppuhrognum til útflutnings þar fyrir utan var útflutningur saltfisks í verulegum mæli. Dæmi um hvernig farið hefur með slík byggðarlög með  skerðingu veiðiheimilda er olli því að  blómlegt atvinnulíf og mannlíf hefur að mestu leyti verið lagt í rúst.

Það er þjóðhagslegur veruleiki að auka aflaheimildir í sjávarbyggðum allt í kringum landið  ekki síst smærri byggðum þar sem getur dafnað útgerð - og landbúnaður. Undanfarna áratugi hefur þessum greinum verðið gert erfitt fyrir um rekstur; óskiljanlegt í landi þar sem þessar greinar ættu að bera uppi stærsta hlutann af atvinnu og byggðaþróun úti á landsbyggðinni- þar sem ferðamennska hefði jafnframt en betri skilyrði til að dafna samtímis.

 

Hver hefur árangurinn verið   vegna markvissrar eyðingar minni byggða landsins til sjávar og sveita? Hér á höfuðborgarsvæðinu standa auðar nýbyggingar  engum til gagns - svo ekki sé minnst á íbúðir með myntkörfulán er ekki standa undir eigin virði - þar við bætist atvinnuleysi í stórum stíl. Árangurinn af samþjöppun fólksins þar sem ekki er nægileg verðmætasköpun til að standa undir sér.

 

Þegar  "Nýa Ísland" rís úr rústum pappírskerfisins á það framtíð sína í eigin gæðum og verðmætasköpun ekki síst úti á landsbyggðinni; ef við berum gæfu til að standa utan við ESB!


mbl.is Niðurstöðu að vænta undir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB við smáþjóð

Hvað er að heyra ESB hefði sagt upp EESsamningnum við okkur ef ekki hefðu verið samþykktar greiðslur Icesave í Bretlandi er hefði nánast þýtt viðskiptabann. ESB hefur ekki síður spillt fjármálakerfi en Ísland; engin raunveruleg velferðarsjónarmið ráða í "Brussel- pappírsverkssmiðju" skrifræðisins- er aðeins yfirvarp þar sem hagsmunir snúast um vernda eigin hag aðrir eru aukaatriði.

Undarlegt ef þjóðin samþykkir inngöngu en langur vegur er þangað til sú atkvæðagreiðsla fer fram; engin vissa að hún verði nauðsynlegt ef ESB rofnar innan frá.

 

 

 

 


mbl.is Eignir Landsbankans enn undir stjórn Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni þjóðlegur foringi áfram

Klaufaskapur Bjarna Harðarsonar með netpóstinn til fjölmiðla veikti auðvitað stöðu Guðna en varð jafnframt styrkur hans til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Guðni getur ekki sætt sig við að traðkað sé á honum og fylgismönnum hans í næstu kosningum af ESBsinnum er ekki hafa nokkurn áhugar á að viðhalda íslenskum landbúnaði og iðnaði er hlýtur að standa undir verðmætasköpun þjóðarinnar ásamt fiski og áli.

Nú geta ESBsinnar/Framsókn dansað á eigin forsendum og atkvæðum sem þeim fylgja. Útspil Guðna er að líkindum fyrsta skrefið í þeim pólitísku sprengingum er verða fyrir næsti kosningar og eru nauðsynlegar til að skýra línurnar fyrir almenning. CoolHappy

 


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB á smáþjóð.

Hvað er að heyra ætlaði ESB að rifta EESsamningi við okkur ef við geiddum ekki Icesavereikninga í Bretlandi. Það hefði verið nánast viðskiptabann þjóðin sett upp við vegg. ESB hefur ekki velferðarmarkmið að leiðarljósi er aðeins slagorð til að fela yfirgang eiginhagsmunastefnu. Fjármálkerfi ESB er ekki síður gallað en hér á Íslandi - vonandi koma pappírsbréfavafningar skrifræðisins í Brussel - og bankakerfisins þar betur  í ljós innan tíðar.

Gæti orðið til þess að ESB biði verulega hnekki innan frá - þá eru engar líkur til inngöngu Íslands og er það vel.

 

 

 

 


Hver fékk lánaða þúsund milljarða ?

Hvaða einstaklingur fékk lánaða þúsund milljarða hjá stærstu bönkunum þremur og hvaða verðmæti liggja að baki því láni. Nú ættu fjölmiðlar að upplýsa okkur; t.d.  Sigmundur Ernir í Kompási alveg upplagt mál fyrir þann þátt - nema ef það hentaði ekki eigendum 365???
mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreingerning bankanna og stjórnvalda sem fyrst.

Inn í hvers konar "Nýja-Ísland" eru þjóðin að fara með  sama fólkinu er nú stjórnar peningamálum ríkisbankanna. Ekki vantar menntafólkið á háskólastigi  bæði hagfræðingar og sérfræðingar fyrrverandi banka kenna seðlabankanum um - er það einn þátturinn í áróðri þeirra sem svífast einskis til að viðhalda stjórnlausu kerfi þar sem lögmál frumskógarins gilda?

Völd seðlabankans  voru skert samkvæmt erlendri fyrirmynd, fært  til fjármálaeftirlits. Hvers vegna fór eftirlitið  ekki í fjölmiðla og varaði fólk við - nei það mátti ekki gat valdið verðlækkun á "pappírsbréfum" um allan heim. Allir urðu að dansa með nauðugir viljugir. Getur sama fólkið verið trúverðugt áfram í bönkunum til ráðleggingar og stjórnunar - og nú veður um í fjölmiðlum til að afsaka sig með áróðri á seðlabankann?

Spilavítin á Las Vegas eru smábóla samanborið við fjárglæframenn bankann er í krafti menntunar og spunaáróður í fjölmiðlum til almennings gerðu allt fjármálaeftirlit hjákátlegt og óþarft. Spilin verða að koma upp á borðið og þeir að víkja sem ábyrgð bera. Til er vel menntað fólk með siðferðilega  sýn er getur vakið trúverðugleika þjóðarinnar sem allra fyrst.

Alvarlegast hvað varðar pólitísku hliðina er að Samfylkingin dansar á hliðarlínu telur sig ekki bera neina ábyrgð á ástandinu. Nú reynir á Geir Haarde að gera allt til að spilin verði sett upp á borðið - þá kemur í ljós að Samfylkingin ber ekki minni ábyrgð en Sjálfstæðiflokkurinn?


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni á krossgötum

Erfitt að slá frá sér brottför Guðna úr Framsókn er hafði yfir 60% fylgi í formannskosningu, skynsamlegt af honum að gefa ekki færi á sér í fjölmiðlum fyrst um sinn. Margir munu vakna við vondan draum er hafa talið sig í Framsókn með stuðningi við Guðna. Nú er mikill þrýstingur að ganga í ESB vegna efnahagsörðugleika tækifærið notað að telja almenningi trú um það sé lausn á efnahagskreppunni.

Skrifræðið og pappírinn í Brussel eru ekki einnar íslenskrar krónu virði fyrir okkur. Eftir það sem á undan er gengið gæti þjóðinni staðið til boða að ganga inn með  "flýtimeðferð" til að komast yfir auðlindirnar sem eru  áþreifanlegri verðmæti en pappírspeningarnir í Brussel  þegar upp verður staðið.

 

Tími Guðna mun koma aftur enginn vafi!!!


mbl.is Dómsmálaráðherra: „Alþingi verður svipminna og leiðinlegra"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn deild í Samfylkingunni?

Staða flokksins er ljós ekki þörf fyrir hann lengur liggur beint við að sameinast Samfylkingunni; hvers vegna kemur það Valgerði á óvart ekki endalaust hægt að hunsa andstæðinga ESB - og þeim jafnvel ýtt út úr flokknum?

 

 



mbl.is Afsögn Guðna kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni heldur þjóðlegri stefnu - Íslandi allt!

Mikil tíðindi og ill að Guðni Ágústsson hefur sagt af sér störfum fyrir Framsókn með honum hverfur ímynd flokksins  um þjóðhollustu; að byggja tilveru þjóðarinnar á eigin landsgæðum og menntun en  geta jafnframt lagt sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna.

 

Enginn vafi að hann heldur vopnum sínum og mun koma sterkur til leiks í fyllingu tímans. Undirrituð lýsir yfir sínum stuðningi í bráð og lengd.

 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar vinir Íslands?

Milliganga Frakka er þakkarverð telja má þá vinveittari okkur en Breta og Þjóðverja. Hins vegar stendur eftir terroristastimpillinn er settur var á Ísland. Erfitt fyrir Ísland að fá almennt séð uppreisn æru með slíkar ásakanir í framtíðinni.

 

Nóg hvernig íslenskir fjármálagarkar hafa farið með sparifé almennings, lífeyrissjóði og félagasamtaka hérlendir og erlendis. Virðist vera vandamálið á heimsmælikvarða er verður að leysa með samskiptareglum þjóða í milli. Spurningin stendur eftir hvers vegna settu Bretar á okkur teeroristastimpilinn? Annars vegar vegna slakrar stöðu Brown forsætisráðherra til að afla sér fylgis  hins vegar til að leiða athyglina frá eigin fjármálabraski bæði við Íslendinga og aðrar þjóðir.


mbl.is Ánægður með samninginn við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband