Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
2.11.2008 | 13:55
Ný stjórnarmyndun og síðan kosningar?
Vinir okkar eru ekki lengur Bretar og Bandaríkjamenn nema þegar hagstætt er að líta til landfræðilegrar stöðu og auðlinda landsins. Áhugi ESB á er af sama toga að komast yfir auðlindirnar fá afraksturinn með sjálfdæmi eftir inngöngu í ESB; sjálfstæði lítillar þjóðar byggjast á frjálsum viðskiptum sem víðast en ekki innan stórra efnahagbandalaga er snúast um að halda eigin framleiðslu í háu verði.
Þá fara hagsmunir okkar betur saman með Norðurlandaþjóðum, Kanada og Rússlandi. Auðlindir norðursins á þessum slóðum eru sameiginlegir hagsmunir er skynsamlegt veður að framfylgja ;hvað varðar félagsvelferðarkerfi og styrkjum í allt mögulegt og ómögulegt hjá ESB hafa ekki orðið raunveruleiki í núverandi kreppu, smærri þjóðir eiga lítið bakland hjá ESB þegar á reynir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook
1.11.2008 | 21:39
Allraheilagramessa
Allraheilagramessa var ein af helgustu hátíðum í kaþólsku og þekkt hér með íslensku nafni frá elstu tímum. Messunni var haldið fram yfir siðaskipti (Lútherskan sið) til 1770. Eftirfarandi texti úr Jesaja er lesin á Allraheilagramessu:
Biblían:
Jes 60. 19-21
19Sólin verður ekki framar ljós þitt um daga
og tunglið ekki birta þín um nætur
heldur verður Drottinn þér eilíft ljós
og Guð þinn verður þér dýrðarljómi.
20Sól þín gengur aldrei til viðar
og tungl þitt minnkar ekki framar
því að Drottinn verður þér eilíft ljós
og sorgardagar þínir á enda.
21Allir þegnar þínir eru réttlátir,
þeir munu ævinlega eiga landið.
Þeir eru garður Drottins sem ég hef gróðursett,
handaverk hans
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook
1.11.2008 | 12:31
Hverjir bera ábyrgð í útrásinni?
Útrásin var byggð upp með sterkri samstöðu bankanna með stöðugum auglýsingum út á við með greiningaraðilum bankanna er komu reglulega fram í fjölmiðlun til að dásama fjármálaundrið,má nefna Ingólf Bender hjá Glitni og Eddu Rós Karlsdóttur hjá Landsbanka. Fjölmiðlar reyndust útrásinni tryggir þjónar án nokkurrar gagnrýni. Forseti lýðveldisins nýtti forsetaembættið og kom fram sem sérstakur verndari "fjármálagarkanna" í orði og á borði. Þá má nefna til sögunnar virta háskóla -og viðskiptafræðinga er verðlaunuðu sérstaklega fyrir "fjármálasnilldina".Raunveruleg staða var, að pólitískt vald varð af framangreindum ástæðum veikt, lítið sem ekkert varð aðgert. Ef Geir Haarde vissi um að ástandið væri alvarlegt má telja víst ef hann hefði reynt að grípa inn, hefðu orðið stjórnarslit, haft alvarlegar afleiðingar og gert stöðu þjóðarinnar enn verri. Áhrifamenn útrásarinnar og Samfylkingarinnar hefðu að líkindum hafið heiftarlega árás með hjálp fjölmiðla er hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Undirrituð telur að Geir Haarde hafi leitað lags til að breyta stöðunni; og tekist þrátt fyrir erfiðar aðstæður en engir góðir kostir voru til staðar. Pólitískar aðgerðir gátu ekki komið að gagni fyrr en útárásarvíkingarnir urðu að leita sér hjálpar hjá Seðlabankanum með fjármál Glitnis, þá loksins ver mögulegt að snúa til betri vegnar en kostaði hrun bankakerfisins.
Hvernig Sjálfstæðisflokknum gengur að verjast áframhaldandi árásum og koma á stöðugleika hjá þjóðinni er undir því komið að Geir Haarde standi af sér fárviðri þeirra sem enn trúa á óhefta fjármálastefnu á ábyrgð þjóðarinnar.
Áhrifamenn í viðskiptalífinun er studdu útrásina:
Dómnefndina er var skipuð valinkunnu fólki á viðskiptasviði ásamt háskólamenntuðum fræðimönnum til að verðlauna útrásina:
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
![]() |
Aðvörunin verði rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook