Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.10.2008 | 22:26
Ljóð: Jóhann Gunnar Sigurðsson
II. HEIMA
Ennþá sé ég þig aftur,
ástkæra sveitin.
Söm eru fjöllin og fellin
og fossar og dalir.
En svo er ég umbreyttur orðinn,
að áður ég gladdist,
nú geng ég um grundir og mela
með grátstaf í hálsi.
Á ég að segja þér sögu,
sveitin mín góða?
Manstu eftir ljósinu ljúfa,
sem lýsti þér forðum?
Manstu eftir blóminu blíða,
sem brosti þá fegurst?
Manstu eftir Huldu, sem hjá þér
í hvömmunum undi?
Hvers vegna er þokan að þéttast
og þyngjast á fjöllum?
Vera má héraðið hryggist
af harmtölum mínum.
Eða er það að gráta
unglinga glaða
tvo, sem týndust að heiman
í tröllbyggða hella?
Fallega sól, ertu flúin
í felur við skýin?
Þó væri þörf á þér núna,
svo þornaði af steinum.
Sendu mér geisla, svo gráti
geti ég varizt.
Mér er svo örðugt um andann
og erfitt um hjartað.
22.10.2008 | 21:21
Sigmar hlutdrægur?
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 20:32
Forætisráðherra traustvekjandi
Forsætisráðherra komst vel frá viðtali Kastljóss í kveld hyggst ekki boða til kosninga; ef svo væri þá yrði kastaða á glæ þeirri von að vinna sig út úr vandanum. Sama má segja um seðlabankastjórnina til hvers ætti að reka hana? Árásir á Davíð Oddsson eru fremur áróður að hálfu "fjármálagarkanna"til að veikja stöðu stjórnvalda, hafa áhrif á gang mála. Þá hefði einhver þeirra orðið "einræðisherra" í stöðunni?
Rótin að fjármálakreppunni var frjálsræðið er kom með reglum EES, erfitt reyndist að hemla úrrás bankanna vegna þess. Við bættust svo undirmálslánin í Bandaríkjunum allir fengu lán án þess að hafa greiðslugetu er síðan teygði sig um allan heim. Hvers vegna er ekki útskýrt að hálfu hagspekinga hvaða áhrif umrædd lán höfðu á heimsbyggðina fremur en gera lítið úr stjórnvöldum þjóðarinnar?
Að framansögðu vaknar sú spurning hvað verður ef við lendum inn í ESB? Má lesa á netinu þá skoðun að Evran sé skráð of hátt? ESB-ríkin hafa ekki náð neinu samkomulagi um bankakreppuna hver hugsar um sig hvað sem Frakklandsforseti reynir að malda í móinn sem formaður samtakanna; ekki séð fyrir endann á kreppunni er á eftir að æða yfir Austur-Evrópu - og víðar? Reglum um hreyfingu fjármagns milla ríkja í ESB er ábótavant og ekki samstaða um lausnina? Hvernig myndi litla Íslandi farnast í samstarfi við ríkjasambandið þegar til framtíðar er litið. hver verður framtíð ESB?; er hún trygging fyrir betri lífskjörum þarf ekki að grisja regluveldið - og hugsa upp nýja stefnu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook
22.10.2008 | 17:06
Hagræðing háskólanna?
![]() |
Menntun í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 15:15
Kosningar - ekki góður kostur!

![]() |
Stjórnmálin biðu hnekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 12:57
Fjármálasvik?

![]() |
Rannsóknin hefur forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 10:44
Áfengisfrumvarpið: - almannaheill siðferðileg skylda þingmanna!
Eftirfarandi eru glefsur úr greinum er undirrituð hefur skrifað undanfarið ár:
"Staðreyndin er hinsvegar sú að þrjátíu þúsund manns hér á landi eiga við áfengisvanda að stríða. Má reikna með að a.m.k um hundrað og fimmtíu þúsund manns þ.e. fjölskyldur þessa fólks eigi í samfélagslegum erfiðleikum vegna áfengisneyslunnar. Fjöldi samtaka og almennir borgarar hafa lýst andstöðu sinni við við óhefta vínsölu: Hjúkrunarkvennafélagið, læknafélagið, kirkjan, SAMAN-hópurinn, skólabörn, þingmenn í öllum flokkum, skólamenn, yfirlæknir á Vogi."
"Suður-Evrópulönd þar sem vínið er framleitt og er ódýrt hafa reynt að takmarka áfengisneyslu, með stuðningi ESB. Nú nýlega lýstu læknar, lögmenn og heimspekingar í Englandi yfir ófremdarástandi í neyslu áfengis og vilja stytta tíma veitingahúsa og takmarka sölu þess?"
"Hæst ber í morgunfréttum ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og framhaldsskólum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé vægast sagt ömurlegt. Við bætist önnur frétt af svipuðum toga, að 47% framhaldskólanemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengisneyslu er viðvarandi víða í samfélaginu. Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann og tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu".
Úr grein Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara Akureyri:
Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þessum 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a. á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörgum ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar.
Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði
Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu".
Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Víninnflytjendur/vínsalar hafa nóga sölu þótt hún sé ekki óheft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook
22.10.2008 | 01:05
Engan undirlægjuhátt gagnvart Bretum
![]() |
580 milljarða lán frá Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 16:11
Stjórnarandstaðan fái skýringar
Virðist stefna í aðstoð IMF er vel ásættanlegt vonandi fær Íbúðarlánasjóður að lifa verði ekki einkavæddur. Skynsamlegt að kynna skilyrði sjóðsins fyrir stjórnarandstöðunni og leita álits ekki ásættanlegt að hún axli ekki ábyrgð; bankakreppan er alvarlegt mál og um megin lausn hennar þarf að verða pólitísk sátt.
![]() |
Engin óaðgengileg skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 12:11
"Forsetinn á hálum ís"
Blogg Árna Snævars (eyjan) um forsetafrúna í Mbl á sunnudaginn hefur vakið verðskuldaða athygli; skoðanir hans geta verið samnefnari fyrir þá sem eru særðir, reiðir og finnst forsetinn hafa brugðist hlutverki sínu. Bloggið ber vott um særða réttlætiskennd er hann skrifar um "klappstýruhlutverk" , forsethjónanna í aðdáun sinni á "fjármálagörkunum".
Nú ferðast forsetinn um landið í sviðsljósi fjölmiðla til að "hugga þjóðina", þjóð sem er með sært stolt og brotna þjóðarsál. Flestir þekkja ævintýri Andersen um "Nýju fötin keisarans" þar sem keisarinn gekk um meðal þjóðar sinnar allsnakinn í þeirri trú að hann væri glæsilegastur allra, enginn þorði að segja neitt. Þangað til lítið barn kvað upp úr og sagði, "keisarinn er allsber".
Veit að framangreint blogg er beitt en reiðin og sært stolt braust fram þegar ég las blogg Árna Snævars, takki fyrir Árni það varð að segja sannleikann! Forsetinn er ekki unglingur að hlaupa af sér hornin, forsetaembættið er æðsta embætti þjóðarinnar - sameiningartákn sem forsetinn hefur oftar en ekki sniðgengið á ferli sínum; með áberandi glamúr - og dekri við áðurnefnda "garka".
Eins og ég hef áður nefnd í blogginu ætti forsetinn að stíga til hliðar við fyrsta tækifæri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook