Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.10.2008 | 23:20
Kvöldlestur úr Davíðssálmum
- Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
Sálm. 121 - Góða helgi
25.10.2008 | 18:41
Betri rekstur í Kópavogi
![]() |
Stjórnendur lækka launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 10:47
Akureyrarprestur: ...„Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er..."
Frétt vikunnar er vakti athygli undirritaðra fór ekki hátti í fjölmiðlum en ef til vill sú markverðasta þrátt fyrir efnahagsvanda og ofsaveður er gekk yfir landið. Sóknarprestur Akureyrarkirkju tók upp þá nýbreytni að veita lögfræðilega aðstoð í safnaðarheimili kirkjunnar vegna erfiðleika í kjölfar kreppu og verðbólgu er valdið hefur lítt viðránlegum greiðslum af húsnæðislánum fólks og öðrum erfiðleikum.
Þakkarvert að aðstoða fólk í afar slæmum aðstæðum er í samræmi við boðskap Krists. Fólk er ekki vel meðvitað um lögfræðilegan rétti sinn lítið sem ekkert gert að upplýsa um lögfræðilegan rétt í efstu bekkjum grunnskóla eða framhaldskólum. Nauðsynlegt að almenn fræðsla yrði öllum skyld, að verða meðvitaðir um lögfræðilegan rétt sinn. Lítt skiljanlegt að slík fræðsla er ekki meiri í neyslusamfélagi nútímans þar sem allt á að seljast; jafnvel þótt ekki sé greiðslugeta fyrir hendi samt er otað að fólki láni sem ekki er nógu vel upplýst hvernig lánið getur verið/orðið óviðráðanlegt í greiðslu t.d. vegna gengisbreytinga.
Í annan stað er lögfræðikostaður svo dýr að almenningur getur ekki leitað sér aðstoðar virðist vera sjálfdæmi hvað lögfræðingar geta tekið sér. Undirrituð þurfti að fá lögfræðiaðstoð með mál er urðu tveir tímar er kostuðu kr. 43.575. Af óviðráðanlegum orsökum þurfti ekki að ljúka málinu ef því hefði lokið þá má reikna með a.m.k 87.150 er hefðu orðið kr. 130725. Umrætt mál þurfti ekki dómsmeðferð eða frekari álits lá beint fyrir. Segir sig sjálft að lögfræðiaðstoð er ekki fyrir fátækt fólk.Kirkjan gegnir fyllileg hlutverki sínu að gangast fyrir að leiðbeina fólki lögfræðilega þar sem það samrýmist kristilegum boðskap hvað varðar samfélag er allir geti átt þar aðgang málsmeðferðar að rétta hlut sinn gagnvart ranglæti.
Eftirfarandi ritningargrein greinir frá samskiptum Krists við óvini hans, fræðimennina er vildu koma honum á kné með að tala af sér:
Lúk. 20. 20 - 26.
20Þeir höfðu gætur á Jesú og sendu njósnarmenn er létust vera einlægir. Þeir áttu að láta hann tala af sér svo að þeir mættu framselja hann í hendur og á vald landstjórans. 21Þeir spurðu hann: Meistari, við vitum að þú talar og kennir rétt og gerir þér engan mannamun heldur kennir Guðs veg í sannleika. 22Leyfist okkur að gjalda keisaranum skatt eða ekki?
23En hann merkti flærð þeirra og sagði við þá: 24Sýnið mér denar. Hvers mynd og nafn er skráð á hann?
26Og þeir gátu ekki látið hann tala af sér í áheyrn fólksins en undruðust svar hans og þögðu.
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook
24.10.2008 | 16:46
Bankastjórar á þokkalegum launum
Upphlaupið um núverandi laun ríkisbankastjórana er illskiljanlegt það eru mismunandi launflokkar hjá ríkinu ekkert óeðlilegt að sú/sá sem stjórnar banka, ber ábyrgð á rekstrinum sé ofarlega eða efstur í launaflokki. Hins vegar ættu þingmenn og æðstu embættismenn að sjá sóma sinn í að hafa frumkvæði að afnema misréttið í lífeyrisgreiðslum sínum.
Nú er fólk að missa vinnuna, vinnur að hluta + atvinnuleysisbætur? lækkar í launum; áríðandi fyrir stjórnmálamenn að bæta ímynd sína en hún hefur beðið hnekki við hrun efnahagslífsins fyrir utan að þiggja sérstakar lífeyrisgreiðslur.
![]() |
Bankastjóri Glitnis með 1750 þúsund í laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook
24.10.2008 | 09:31
Egilsstaðaflugvöllur og Kárahnjúkavirkjun - öryggi fyrir landið
Þekki vel til í heimahéraði mínu Fljótsdalshéraði þar er veðragott sterkar líkur eru að Egilsstaðaflugvöllur sé öruggasti varaflugvöllurinn en Eyjafjörður þrengri umkringdur háum fjöllum - Akureyraflugvöllur ekki eins öruggur ef dimmt er af éljum eða þoku.
Þótt stöðugur straumur fólks hafa staðið úr minni heimbyggð frá árinu 1930 í atvinnuleit þá "flytur" veðrið ekki, verður áfram það besta og hagstæðasta fyrir flug - og fyrir mannlífið síðan Kárahnjúkavirkjun kom með atvinnutækifærin. Auk þess er Kárahnjúkavirkjun utan við eldvirkni - er öryggi ef náttúruhamfarir yrðu hér syðra vegna eldvirkni og jarðskjálfta.
![]() |
Tafir á flugi frá landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 04:23
Upplýsingar Davíðs fróðlegar - hver voru afskipti fjármálaeftirlitsins?
Yfirlýsing Davíðs seðlabankastjóra að hann hafi margítrekað varað stjórnendur bankanna við en ekki tekið mark á honum, vekur upp spurningar. Hvers vegna gerði Fjármálaeftirlitið íslenska ekkert í stöðunni, voru seðlabankastjóri og fjármálaeftirlitið með veika stöðu vegna laga EES/ESB um frjálst flæði fjármagns milli landa; að ríkið hafi samt sem áður verið ábyrgt í stöðunni án þess að hafa ákvörðunarrétt?
Hvers vegna vildu Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Englands ekki styrkja gjaldeyrisvarasjóð Íslands; var það vegna þess að þeir töldu stöðu okkar ekki eins slæma og Davíð hélt fram eða töldu þeir stöðu Íslands vonlausa vegna stærðar bankanna miðað við efnahagskerfið íslenska - viljað gjaldþrot íslensku bankanna?
Nú hefur komið fram að lög um frjálst flæði frjámagns milli landa er ábótavant og gert "fjármálagörkum" erlendis og hérlendis fært að braska með innstæður almennings án viðunandi tryggingar fjárins. Sama viðrist vera með ESB-löndin fjármagn flæddi milli landa án tryggingar í viðundandi veðum. Nú eru ESB-löndin óðsammála um hvernig málum verði háttað í framtíðinni; heldur ekki samstaða um að hjálpa hvert öðru í fjármálkreppunni. Eru lög um samhjálp eða félagslega aðstoð milli landa marklaus pappír innan Evrópusambandsins?
Vægt til orða tekið er ekki vænleg staða fyrir smáríki eins og Ísland að gang í ESB heldur að reyna öll önnur ráð til að tengjast gjaldmiðli ef þess er þörf?
Undirmálskreppan í Bandaríkjunum lagar ekki stöðuna þar sem lög Clintons fyrrv. forseta kváðu á um að allir ættu að fá lán hvort sem þeir hefðu greiðslugetu eða ekki er varð undirrót fjármálakreppunnar um allan heim? Auk þess er ekki séð fyrir endann á heimskreppunni og staðan mjög óljós ennþá?
![]() |
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:25 | Slóð | Facebook
23.10.2008 | 22:51
Ættjarðarsálmur
Gott að lesa ættjarðarsálm eftir sr.Mattías Jochumson trúarskáld sér til styrktar; þá hitnar um hjartarætur og erfiðleikarnir verða léttvægir:
Krjúp lágt, þú litla þjóð,
við lífsins náðarflóð.
Eilífum Guði alda
þú átt í dag að gjalda
allt lánsfé lífs þíns stunda
með leigum þúsund punda
Upp, upp, þú Íslands þjóð
með eldheitt hjartablóð,
Guðs sólu signd er foldin,
öll sekt í miskunn goldin:
Þú átt, þú átt að lifa
öll ár og tákn að skrifa.
Kom, Jesú Kristí trú,
kom, kom og í oss bú,
kom, sterki kærleiks kraftur,
þú kveikir dáið aftur.
Ein trú, eitt ljós, einn andi
í einu fósturlandi.
Mattías Jochumsson: nr.519.3.4.og 5.vers.
23.10.2008 | 20:47
Bretar - hörfa undan?
Góðar fréttir að IMF-sjóðurinn falli frá skilyrðinu að semja við Breta ef þeir lána okkur. Hefði verð nauðungaraðgerð ekki ásættaleg fyrir þjóðina. Við höfum ef til vill ekki slæma samningsstöðu þrátt fyrir allt eftir þessari frétt. Það er skömm fyrir Breta að þeir hafi ætlað að kúga okkur í krafti stærðar sinnar að eiga í fullu tré við smáþjóð. Erum þrátt fyrir smæð okkar eitt af NATO- ríkjunum, þurfum ekki að lúta illsku Breta það yrði álitshnekkir fyrir þá í alþjóðasamfélaginu - og NATO.
Nú er nauðsynlegt að forsætisráðherrann fáir frið til að þoka málum áfram - að utanríkisráherrann verið algjörlega samstíga - og samráð við stjórnarandstöðuna. Ef ekki, þá verður þjóðstjórn líkleg. Ekki betri kostur en pólitísk samstaða í þessum mikla þjóðarvanda.; þá er einhver von til að stjórnmálamenn vinnu aftur það traust er þeir hafa misst hjá þjóðinni.
![]() |
Viðræðum við Breta lokið í bili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 15:40
Mbl vörn í skötulíki - fyrir Jón Ásgeir?!
Eðlilega á Jón Ásgeir Jóhannesson talsmenn innan mbl eins og fram kemur í ljósvakanum (mbl bls34 í dag), reynt að taka upp hanskann fyrir hann enda orðinn eigandi í Árvakri. Málsvörnin líkist þó fremur því að stinga "höfði Jóns Ásgeirs" í sandinn en rökum.
Hvað sem líður dómsstólum var Jón Ásgeir kominn út í horn með greiðslur árið 2007, erlendir bankar neituðu um lán. Þá var fjármagn tekið frá FL-groub, Glitni og Tryggingamiðstöðinni eins og hægt var en ekkert dugði. Síðan komið til ríkisins með ófullkomin veð til að bjarga Glitni. Þótt lög EES kveði á um að færa megi fjármagn milli landa spiluðu "fjármálagarkarnir" djarft þangað til skuldir þeirra voru tífaldar tekjur þjóðarbúsins. Jón Ásgeir er einn af þeim og gerðir hans vægast sagt siðferðilega rangar gangvart þjóðinni.
Þyngra en tárum taki að Jón Ásgeir skuli vera einn af eigendum Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins?!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2008 kl. 14:08 | Slóð | Facebook
23.10.2008 | 12:48
Hlutleysi Rúv - orkar tvímælis?
Réttmætt er að taka undir gagnrýni Tryggva Gíslasonar fyrrv. skólameistari að hlutleysi Rúv. orki tvímælis. Í svarbréfi skrifar útvarpsstjóra til Tryggva, "Nú kann á stundum að vera nokkur fíngerð lína á milli þess sem stjórnandi sýni eðlilega aðgangshörku eða óþarfa dónaskap. Það kann m.a. að ráðast af smekk áhorfandans, samúð hans með viðkomandi einstaklinga eða málstað eða jafnvel uppeldi hvor hliðin á þessum peningi honum finnist vera uppi hverju sinni".
Er ekki útvarpsstjórinn að snúa út úr gagnrýni Tryggva? Rökstyðja má að spyrjandi Kastljóss er þá líka undir framangreindri lýsingu útvarpsstjórans. Í viðtali fyrr við forsætisráðherra mótmælti Sigmar afstöðu Geirs að hann tæki fyrst og fremst mið af hagsmunum almennings í landinu. Sigmar spurði á móti um hagsmuni hlutabréfaeigenda er ekki átti við í þessu viðtali vegna þess að þeir sem taka áhættu af fé sínu eru ábyrgir gerða sinna.
Þá er minnisvert úr Sífri Egils þegar Egill vitnaði í tvo hagspekinga í samtali en þeir voru "orðlausir", gátu ekki komið með umsögn; greinilega talin nægileg útskýring í krafti menntunar þeirra?
Þegar alvarlegir hlutir eins og nú ganga yfir þjóðina verða fréttamenn að vera í jafnvægi og æsa ekki upp almenning með spurningum eða fréttum, settar fram fremur til tilfinninga/æsinga. Þekkt er þegar mikil áföll ganga yfir þjóðir þá getur myndast óreyða/anomy og lög og reglur jafnvel sniðgengnar sem veldur ennþá meiri hörmungum en ella.
![]() |
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |