Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landbúnaður - matvælaöryggi - kaupum innlendar vörur.

Mikilvægt  að íslenskur landbúnaður styrki stöðu sína ekki síst nú þegar erfiðleikar í fjármálum þjóðarinnar eru ógnar miklir. Nú er vonandi öllum ljóst að landbúnaður í eigin landi er okkar forðabúr nú og um alla framtíð. Augljóst að tryggja verður áframhaldansi framleiðslu með öllum ráðum - greiða niður áburð ef annar kostur er ekki í stöðunni.

Til þess þarf ekki að koma ef  hægt verður að lækka vexti þá má ætla að krónan styrkist þrátt fyrir núverandi erfiðleika. Nú reynir á samstöðu og þolinmæði allrar þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður geta allir lagt sitt af mörkum með innlendum innkaupum sem allra mest.


mbl.is Bændur hafa áhyggjur af stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rússar -Sovét -Íslands óskalandið"?

Köld staðreynd að Bretland "vinir okkar" hafa sett okkar stærsta og stöndugasta banka á hliðina Þjóðin komin í þá  stöðu að ganga til samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða leita til "vina" okkar Rússa sem nú rétta okkur hramminn í gervi úlfsins -  þekktu ævintýri um Rauðhettu litlu. Ekki hægt að fullyrða að endir umræddrar sögu  verði eins farsæll og í ævintýri Rauðhettu litlu;    allt  eins gæti ævintýrið endað með að þjóðin yrði gleypt af Birninum - eða keypt?
 
Tæpleg hægt að horfa fram hjá að Rússar eru herveldi og sækjast eftir sem mestum yfirráðum  í Evrópu selja þeim eldsneyti og hafa þar viðskiptaleg tök. Að hjálpa Íslandi er góðra gjalda vert en er um leið eftirsóttur konfektmoli vegna auðlinda (olíuauðlinda) og legu landsins er hentar vel fyrir Rússneska kafbáta og flugvélar til að hafa aðsetur.
 
Sú staða virðist blasa við að betra er að búa að sínu og byggja sig upp á þeim forsendum með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Frown

Varaformaður Samfylkingarinnar segi af sér - annars stjórnarslit

Skynsamlegt  fyrir  Samfylkinguna að taka upp ábyrga stefnu og skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann; axla ábyrgð á erfiðu ástandi í þjóðfélaginu. Ekki viðundandi að flokkurinn sem er í samstarfi í ríkisstjórn skjóti sér undan erfiðum málum með framangreindum hætti. Það veikir ríkisstjórnina sem þarf samstöðu og styrk innan frá til að vera trúverðug gagnvart þjóðinni. 

Virðist vera upplausn og stjórnleysi innan flokksins  bæði vegna yfirstandandi erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar og  vegna veikinda og fjarveru formannsins. Tveir kostir eru í stöðunni að skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann eða Samfylkingin lýsi vantrausti  á varaformanninn Ágúst Ólaf Ágústsson  og Össur Skarphéðinsson staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur taki við.


Ábyrgðarlaus afsögn stjórnarmanns seðlabankans - verða stjórnarslit?

 Afsögn fulltrúa Samfylkingar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur úr stjórn seðlabankans  virðast vera misráðin aðgerð  til þess eins að valda jafnvel stjórnarslitum. Tilgangurinn ekki augljós á örlagastundu eins og nú. Umræddur fulltrúi veltir sér upp úr fortíðinni sem hún segir mistök í stjórn seðlabankans en horfist ekki í augu við vandann sem blasir við; öllu heldur er hún frekar að skjóta sér undan merkjum  sem ekki er trúverðug staða fyrir Samfylkinguna.
 
Hvað verður næst kemur nýr fulltrúi frá Samfylkingunni ef ekki þá er stjórnarsamstarfið í hættu? Samfylkingin getur ekki dansað frítt spil í alvarlegum aðstæðum í ákvarðanatöku stjórnar Seðlabankans. Hvaða fiskur liggur undir steini eru sterkir hagmunaðilar innan Samfylkingarinnar í spilinu- til hvers? Hvað með hagsmuni almennings í landinu?
 
Ekki verður vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hefja samstarf við Vinstri græna miðað við þá ábyrgu afstöðu  sem Steingrímur Sigfússon tók í viðtali Kastljóss í kvöld. Vonandi verður ekki stjórnarkreppa aðeins til að auka vandann.Woundering

"Framsókn leitar blórabögguls"

Framsóknarmenn  greinilega málþrota reyna að skella skuldinni á Seðlabankann hvernig komið er. En hér getur enginn undan litið með atburði síðustu viku. Kapítalistinn í heiminum hefur borið skipbrot. Auðveldara fyrir þá "skepnu" að leggja undir sig lítið þjóðfélag eins og okkar og dregið flesta undir merki græðgi og frjálshyggju, allt er leyfilegt í nafni "frelsisins". Stjórnvöld og seðlabankinn hafa unnið ötullega að gera fallið eins lítið og mögulegt er. Samt verða allir að horfast í augu við erfiðleika og vinna sig út úr skuldum með samningum er verða í boði.
 
 
Framsókn á sinn þátt í hvernig komið er ef um stjórnleysi er eingöngu um að kenna. Endurreisnin er ekki hafin þangað til ætti FRAMSÓKN  að axla sín skinn og sína ábyrga afstöðu á erfiðum tímum.
 
 

mbl.is Faglegan Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsgildi er mölur og ryð fær ekki grandað

 Ríkissjóður hefur nú tekið yfir þrjá stærstu banka landsins,  ekki sér fyrir endann á gjörningaveðri fjármálann. Virðist vera að bankarnir hafi breyst úr   einkavæðingunni  í "óstöðvandi skrímsli” er teygja sig  langt út fyrir íslenskan veruleika, leika þann leik að sá græðir mest er nær að gefa hinum "náðarhöggið í hnattrænu  “pókerspili fjármálanna”.

 

“fjármálskrímslin”hafa gegnsýrt samfélagið á mörgum sviðum undanfarin ár. Almenningur hvattur til að kaupa sem mest, taka hundrað% lán, kaupa hlutabréf, kaupa nýja  bíla, eiga flottasta bílinn, rífa húsin af grunni, byggja ný; til að vera meiri og betri þjóðfélagsþegn, tekinn gildur í samfélagi frjálshyggjunnar og  græðginnar.

 

 Aukaafurð  "græðgiþjóðfélagsins" er kaupæði, slagsmál og fyllerí  er rífur niður samfélagið innan frá, ógnar   gildum er  siðlegt mannlíf byggist á. Eftir stendur óreiða í samfélaginu er setur  fjölskyldur og heimili í uppnám,  sjálfan  hornstein samfélagsins. 

 

 Ekki er ástæða til að örvænta vonin um betri lífsgildi stendur eftir og mun lýsa upp nýjan veruleika. Upp úr rústunum mun rísa  samfélag þar sem gildin eru verðmæti sem  mölur og ryð fær ekki grandað, samfélag er setur heimili/fjölskyldur í  forgang. Þá er mikilvægt að hafa kristin gildi að leiðarljósi þar sem kærleikur og umburðarlyndi verða kirkjan okkar óháð efnislegum verðmætum.Halo

 


Hagfræðingar verði trúverðugir?!

Ber mikla virðingu fyrir vel menntuðu fólki;  tel það auðlind hvers samfélags.  En háskólagengnir hagspekingar hafa gengið fram með´þeim hætti í fjölmiðlum,  ómögulegt er að henda reiður á hvað er rétt ekki rétt, satt eða ósatt. Ekki trúverðugt af hagfræðispekingum að þeir varpi rýrð á stjórnvöld án þess að það sé rökstutt með frambærilegum hætti. Allra síst í miðjum hríðarbylnum; eiga hafa siðferðilegan styrk til að halda jafnvægi.
mbl.is „Hér hreyfist ekki neitt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ungs manns æði"

Ágúst Ólafur Ólafsson fylltist örvæntingu á morgunvakt Rúv. er braust út  í að  reka seðlabankastjórnina. Þegar stór áföll verða í samfélögum brýst út óreiða/anomy allt er í upplausn. Varaformaður annars stjórnarflokksins hefur líklega miss jafnvægið og er það óheppileg staða þar sem ábyrgð hans er tvöfalt meiri vegna veikinda formannsins.; mikilvægt  fyrir þá er halda um stjórnvölinn að halda ró sinni - nógir eru erfiðleikarni samt.

"Hryðjverk fjármálaheimsins - að höggva mann og annan"

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri útskýrði gölluð/siðlaus viðskipti heimsins (Rúv í gær) með einföldu dæmi: Jón Jónsson kaupir sér líftryggingu þúsund manns kaupa trygginguna/hlutabréfið í þeirri von að að hann deyi ekki. Ef hann deyr þá tapa þúsund manns "hlutabréfum sínum".

Minn skilningur samkvæmt þessu er að metnaður fjármálaheimsins er svipaður útrás  Egils Skallagrímssonar forðum; "að höggva mann og annan".


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpunarstjórn - ef Rússarnir lána?

Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks (1944) lagði línurnar að nútíma velmegun  með togarakaupum til eflingar sjávarútvegi og atvinnulífi.  Rökrétt að Vinstri grænir fari  í stjórnarsamstarf til endurreisnar eftir fjármálakreppuna ef Samfylkingin leggur á flótta úr ríkisstjórnarsamstarfinu.
 
Ekki gott hljóð í þingmönnum Samfylkingar í Kastljósinu í kvöld.  Sama má segja um Valgerði Sverrisdóttir Framsókn er málaði  flokkinn sinn út í horn með gagnrýni sinni á seðlabankann.
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband