Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.10.2008 | 11:25
Landbúnaður - matvælaöryggi - kaupum innlendar vörur.
Mikilvægt að íslenskur landbúnaður styrki stöðu sína ekki síst nú þegar erfiðleikar í fjármálum þjóðarinnar eru ógnar miklir. Nú er vonandi öllum ljóst að landbúnaður í eigin landi er okkar forðabúr nú og um alla framtíð. Augljóst að tryggja verður áframhaldansi framleiðslu með öllum ráðum - greiða niður áburð ef annar kostur er ekki í stöðunni.
Til þess þarf ekki að koma ef hægt verður að lækka vexti þá má ætla að krónan styrkist þrátt fyrir núverandi erfiðleika. Nú reynir á samstöðu og þolinmæði allrar þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður geta allir lagt sitt af mörkum með innlendum innkaupum sem allra mest.
![]() |
Bændur hafa áhyggjur af stöðu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:46
"Rússar -Sovét -Íslands óskalandið"?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook
10.10.2008 | 08:29
Varaformaður Samfylkingarinnar segi af sér - annars stjórnarslit
Skynsamlegt fyrir Samfylkinguna að taka upp ábyrga stefnu og skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann; axla ábyrgð á erfiðu ástandi í þjóðfélaginu. Ekki viðundandi að flokkurinn sem er í samstarfi í ríkisstjórn skjóti sér undan erfiðum málum með framangreindum hætti. Það veikir ríkisstjórnina sem þarf samstöðu og styrk innan frá til að vera trúverðug gagnvart þjóðinni.
Virðist vera upplausn og stjórnleysi innan flokksins bæði vegna yfirstandandi erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar og vegna veikinda og fjarveru formannsins. Tveir kostir eru í stöðunni að skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann eða Samfylkingin lýsi vantrausti á varaformanninn Ágúst Ólaf Ágústsson og Össur Skarphéðinsson staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur taki við.
9.10.2008 | 21:17
Ábyrgðarlaus afsögn stjórnarmanns seðlabankans - verða stjórnarslit?

Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2008 kl. 07:09 | Slóð | Facebook
9.10.2008 | 14:54
"Framsókn leitar blórabögguls"
![]() |
Faglegan Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook
9.10.2008 | 11:44
Samfélagsgildi er mölur og ryð fær ekki grandað
Ríkissjóður hefur nú tekið yfir þrjá stærstu banka landsins, ekki sér fyrir endann á gjörningaveðri fjármálann. Virðist vera að bankarnir hafi breyst úr einkavæðingunni í "óstöðvandi skrímsli er teygja sig langt út fyrir íslenskan veruleika, leika þann leik að sá græðir mest er nær að gefa hinum "náðarhöggið í hnattrænu pókerspili fjármálanna.
fjármálskrímslinhafa gegnsýrt samfélagið á mörgum sviðum undanfarin ár. Almenningur hvattur til að kaupa sem mest, taka hundrað% lán, kaupa hlutabréf, kaupa nýja bíla, eiga flottasta bílinn, rífa húsin af grunni, byggja ný; til að vera meiri og betri þjóðfélagsþegn, tekinn gildur í samfélagi frjálshyggjunnar og græðginnar.
Aukaafurð "græðgiþjóðfélagsins" er kaupæði, slagsmál og fyllerí er rífur niður samfélagið innan frá, ógnar gildum er siðlegt mannlíf byggist á. Eftir stendur óreiða í samfélaginu er setur fjölskyldur og heimili í uppnám, sjálfan hornstein samfélagsins.
Ekki er ástæða til að örvænta vonin um betri lífsgildi stendur eftir og mun lýsa upp nýjan veruleika. Upp úr rústunum mun rísa samfélag þar sem gildin eru verðmæti sem mölur og ryð fær ekki grandað, samfélag er setur heimili/fjölskyldur í forgang. Þá er mikilvægt að hafa kristin gildi að leiðarljósi þar sem kærleikur og umburðarlyndi verða kirkjan okkar óháð efnislegum verðmætum.
9.10.2008 | 11:18
Hagfræðingar verði trúverðugir?!
![]() |
Hér hreyfist ekki neitt" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 07:58
"Ungs manns æði"
9.10.2008 | 06:52
"Hryðjverk fjármálaheimsins - að höggva mann og annan"
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri útskýrði gölluð/siðlaus viðskipti heimsins (Rúv í gær) með einföldu dæmi: Jón Jónsson kaupir sér líftryggingu þúsund manns kaupa trygginguna/hlutabréfið í þeirri von að að hann deyi ekki. Ef hann deyr þá tapa þúsund manns "hlutabréfum sínum".
Minn skilningur samkvæmt þessu er að metnaður fjármálaheimsins er svipaður útrás Egils Skallagrímssonar forðum; "að höggva mann og annan".
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 22:54