Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.10.2008 | 21:11
Aðför að seðlabankanum
Rauði þráðurinn í Kastljósi kvöldsins (RÚV) var að koma seðlabankastjórninni frá að hálfu Samfylkingarmanna, augljóslega ætlað til þess að skjóta Samfylkingunni undan merkjum í hamförunum í fjármálakerfinu? Undantekning var Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans er útskýrði vandmálin á mannamáli eins og Davíð Oddson seðlabankastjóri gerði í gær.
Annað óveður í nánd eða óskastaða Samylgingarmanna að hverfa úr ríkisstjórnarsamstarfinu ,þannig skyldi undirrituð máflutningi fyrrnefndra manna? Auðvitað er þeim það frjálst en þá er bara að ganga út; en skæting út í seðlabankann mun almenningur tæplega telja nógu trúverðugt til að leggja flótta. Var þessi "rauði þráður" til að gæta hagsmuna þjóðarinnar eða þeirra sem hafa farið ógætilega með fjármuni bankanna?
En samt sem áður verða málin leyst með þeirri stefnu er forsætisráðherra, þingið og seðlabankinn hafa markað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook
8.10.2008 | 12:41
"Hnattvætt spilavíti"?
Internetnið hefur valdið hröðum samskiptum um allan heim við erum öll nágrannar/glóbal en því fylgja bæði kostir og gallar. Ef til vill eiga þessi hröðu samskipti einhverja sök, að lítil þjóð vel tölvuvædd, er orðin "skrímslið" í hnattrænum fjármálaheimi; togar með sér banka í fallinu um alla Evrópu og víðar. Umrædd hröð tækniþróun líklega valdið stærstu bankagjaldþrotum allra tíma er líkja má við eitt allsherjar hnattvætt "spilavíti" þar sem reglumeistarar fást við að finna leiðir til að sniðganga lög og reglur?
Breskur blaðamaðurinn sagði um helgina, "Veislan er búin á Íslandi, eyjunni sem reyndi að kaupa heiminn." Stærstu fjölmiðlar Bretlands stóðu á öndinni en hefðu getað litið sér nær í eigin ranni - og víðar í heiminum. Nú getur blaðamaðurinn beint sjónum sínum að vanræðum breskra banka er ekki eru minni en þeirra íslensku.
Lán í óláni, að auðveldara virðist vera fyrir stjórnvöld hér að ná utan um fjármálavandann sökum smæðar þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook
8.10.2008 | 02:39
"ESB fjarri íslenskum veruleika - eftir brotsjóinn"

![]() |
Atburðir síðustu daga kalla á skýrari rök ESB-sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 02:14
"Neyðin kennir naktri konu að spinna"

![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 22:19
Logn á eftir storminum

![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 20:48
Davíð seðlabankastjóri fái stórriddarakrossinn
"Nú veit þjóðin hvar Davíð seðlabankastjóri keypti ölið"eftir viðtalið í sjónvarpinu í kvöld. Hann ætlar ekki að láta almenning í landinu greiða skuldir sem stofnaðar voru á glæfralegan hátt.
Davíð Oddsson ætti að fá stórriddarakrossinn fyrir að standa vaktina í seðlabankanum með þrautseigju og útsjónarsemi þrátt fyrir óskaplegan árróður sennilega að undirlagi "fjárglæframanna" .
Forseti vor ætti að afhenda Davíð krossinn við hátíðalega athöfn á Bessatöðum í lok áramótaræðu sinnar n.k. áramót.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook
7.10.2008 | 17:58
"Fjármálahryðjverkin koma sífellt í ljós"
Hvenær verða öll kurl komin til grafar? Hafa nokkrir fjárglæframenn í heiminum "veðsett" innstæður sparifjáreigenda á svipuðum nótum og sjóðurinn hjá Glitni? Ef satt er þá er fjármálakerfi heimsins undirlagt af frjálshyggjunni þar sem frelsið er skilgreint, að allt megi framkvæma hvort sem það er siðlegt eða löglegt - en upp koma svik um síðir:
![]() |
Ernst&Young tekur yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 17:27
"Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú"?
Nú höfum við fengi fyrsta bjarghringinn frá Rússlandi auðvitað ber að þakka stuðninginn. Undirrituð efast um að Pútín hafi aðeins umhyggja fyrir okkur frekar en þegar þeir ætluðu inn í Kúbu um árið; líka til pólitískir vafningar er erfitt er að greiða. Skilaboð til Bush forseta svona undir rós að hann eigi ekki vísa undirgefi okkar- góð skilaboð án orða?
Landið okkar er vel í sveit sett í miðju Atlandshafi með miklar auðlindir.
Er óskaland Jóhannesar úr Kötlum loksins komið?
![]() |
Guðni og Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook
7.10.2008 | 13:29
Eins dauði er annars brauð
Það "jákvæða við krosseignahlutabréfavafningana" sem nú liggja eins og flækja um allan heim er, að þegar farið er að greiða úr eiga aðrir bankar um sárt að binda - eins dauði er annars brauð í "skrímslaheimi fjármálanna."
Nú lýsa Norðmenn yfir aðstoð til okkar - ekki eingöngu "frændsemin" - Glitnir er líka í Noregi það skyldi aldrei vera að fall Glitnis hér hafi áhrif á þann norska - að hlutabréfavafningarnir orki tvímælis sem fjárfesting?
Fjármálakerfi okkar Litla Íslands orðið stærðar "fléttuvafningur" er teygir anga sína víða - við skörum fram úr í viðskiptum bæði jákvæðum og neikvæðum?
![]() |
Norðmenn reiðubúnir að veita Íslandi efnahagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook
7.10.2008 | 12:01
Eins og logi yfir akur
Fjármálakreppan æðir yfir sem flóðbylgja yfir öll lönd höf ; keðjuverkandi "hryðjuverk" eins og logi yfir akur er setja mun mark sitt alla 21. öldina engan óraði fyrir slíku óslökkvandi báli. Viðbúið að hinn vestræni heimur verði að setja sér ný markmið í lífsafkomu - eyðsla og óhóf víki.
Ný viðmið þar sem afkoma framleiðslu fyrirtækja stórra og smárra verði undirstaða undir fjármálakerfi framtíðarinnar - alla vega vegvísir á grýttri braut.
![]() |
Atlantic Petroleum lækkar um 17,87% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook