Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Innflutningur landbúnðarafurða - ekki hagsmunir neytenda

Viðtal í morgunútvarpi RUV greindi frá því að Bændasamtökin  vinna að athugasemdum við frumvarp innflutnings á landbúnaðarafurðum er liggur fyrir Alþingi. Ekki að ástæðulausu bæði vegna sýkingarhættu og innflutnings sem á að vera neytendum í hag ;en fyrst og fremst innflytjendum í hag. Umdeilt er hrátt kjöt sem  koma á markaðinn er óvíst  um framkvæmanlegt  eftirlit. Hvað hefur gerst í Danmörku við svipaðar aðstæður? Þar hefur innflutningur aukist um 70% og valdið alvarlegri salmonellusýkingu og dregið fjörutíu manns til dauða á skömmum tíma sem vitað er um nýlega. Landbúnaður hér á landi er laus við marga sjúkdóma í búfé sem eru landlægir bæði vestan hafs og austan.

Hér eru hagsmunir neytenda ekki hafðir að leiðarljósi heldur gróðasjónarmið verslunarinnar sem vill umrætt frelsi í skjóli þess að matarinnkaup verði ódýrari. Þegar til lengri tíma er litið þá verða sýkingar landlægar í mönnum og skepnum; - við bærist hækkandi  heimsmarkaðsverð á matvælum sem er óhjákvæmileg staðreynd. Mesta hagsmunamál okkar er að varðveita okkar landbúnaðarafurðir með skynsamlegum hætti til framtíðar.

Þjóðin á ekki kvótann?!

Angry Munar um minna í þjóðarbúið. Sterkar raddir í landinu reyna alltaf að gera eins lítið úr sjávarútveg  og mögulegt er þótt hann sé ein sterkasta stoðin í útflutningi okkar enn sem komið er. Útgerð og sjómenn mega helst ekki hafa sæmilega afkomu þótt oft sé lögð nótt við dag að bjarga verðmætum. Slagorðið er "þjóðin á kvótann" en hver hefur gefið henni kvótann? Við búum sem betur fer ekki við "rússneskt stjórnarfyrirkomulag" ; - er verður vonandi aldrei þar sem hervernduð yfirstétt kúgar og skammtar þjóðinni "skít úr hnefa"- nema þegar og ef ESB fer að skammta okkur kvótann eftir sínum hagsmunum.
mbl.is Aflaverðmætið 80 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl - engin tengsl við Austurland?

 Mbl hefur nú dregið saman seglin og sagt upp blaðamanni sínum á Fljótsdalshéraði  heimabyggð minni. Sú var tíðin að Mbl gaf út útdrátt úr blaði sínu er nefnt var Ísafold og Vörður er sérstaklega var ætlaða landsbyggðinni og kom einu sinni í viku. Amma mín fékk blaðið og sögðu þeir fyrir sunnan að það væri henni að kostnaðarlausu. Hún varð hissa þar sem hún hafði  stofnað "kommúnista-sellu” gegn "kapítalinu" í  sinni sveit  með Gunnari Benediktssyni - er þótti mikil ósvinna. Þá kom pósturinn í stórum "búnkum"einu sinni í hálfum mánuði í sveitinni.  Við börnin  rifumst um að lesa Ísafold og Vörð meira en Þjóviljann; þótti ömmu minni nóg um það dálæti þótt hún læsi Vörð engu minna svona í laumi. Síðan flutti amma mín suður og dó en alltaf kom Ísafold og Vörður á heimili okkar í nafni hennar meðan blaðið kom út.

Nú er ekki einu sinni hægt að hafa blaðamann fyrir austan. Gæti ekki Mbl gefið Ísafold og Vörð út aftur og staðið undir því nafni að vera blað allra landsmanna?Woundering


Leikfangabangsar fullir af örverum - smithætta milli barna?

 Athyglisverð frétt í Mbl.  (2.07 í gær) um að leikfangabangsar séu fullir af örverum  geti valdi smithættu hjá börnum. Nú eru oft leikfangadagar í leikskólum/skólum þar sem börn koma með sína bangsa er getur aukið smithættuna. Ættu  foreldrar og kennarar að fara gætilega ef fréttin er á rökum bygg en hún er höfð eftir dönskum sérfræðingi. Þá ættu leikskólar/skólar ekki að hafa leikföng sem geta borið smithættu milli barna og ekki er hægt að þrífa. Stundum virðist vera mikið um kvef meðal barna í leikskólum hvort sem það er vegna leikfanga heima eða í skólanum eða öðrum ástæðum. Ljóst er að leikföng í skólum bera smit með skjótum hætti milli barna ef rétt reynist, að þeir séu fullir af hori og slefi frá börnunum.

Ferðaþjónusta - veldur umhverfisspjöllum?

Takmarkaður aðgangur að náttúrperlum er eðlileg afleiðin aukinnar ferðamennsku hér á landi. Aukin ferðamennska kallar á skipulagningu; - aðgangur að viðkvæmum stöðum sé takmarkaður eða  sumum tilfellum bannaður. Erlendis er slík þróun miklu lengra komin. Það er ekki nóg að fjölga sífellt ferðamönnum án þess að byggja jafnframt upp verndun á náttúrperlum, þær séu ekki skemmdar eða eyðilagðar.

Áherslan hjá umhverfisverndarsinnum hefur legið nær eingöngu í að banna virkjanir en lítið heyrst um verndun náttúrunnar gagnvart of miklu álagi ferðamanna. Hver maður getur séð að þegar ferðamenn hingað fara að skipta milljónum manna geta orðið óbætanleg náttúruspjöll í framtíðinni.


mbl.is Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólland - rauð mold

Ekki furða að forsetinn hiki við í svo afdrifaríkri ákvarðanatöku fyrir þjóð sína. Má eflaust hugsa til tímanna tvenna í sögu þjóðar sinnar þar sem Pólland var blóðugur vígvöllur heimsstyrjalda og valdabaráttu grannríka sinna. Sagt er að moldin í Póllandi sé "rauð að lit" eftir fórnir þjóðarinnar gegnum allt valdabröltið.

Með neitun sinni  vekur forsetinn ef til vill landa sína til umhugsunar um að afhenda ESB ekki  fullveldi þjóðarinnar


mbl.is Forseti Póllands undirritar ekki Lissabon sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"skin og skúrir á landsmótum hestamanna"

Hvassviðrið á Landsmóti hestamann við Hellu leiðir hugann að öðru landsmóti á Þingvöllum í júlí árið 1970. Við lögðum upp í góðu veðri  tíu saman frá Borgarfirði  sem leið lá  yfir Uxahryggi til Þingvalla. Allt gekk vel náðum á leiðarenda fyrir kvöldið gengum frá hestum og tjölduðum. Að kveldi  annars dags á landsmótinu  gekk á með stormi, snjóaði í fjöll og máttum við þakka fyrir að missa ekki tjöldin um nóttina en þau rifnuðu illa.Svo kalt var um nóttina að vatn fraus á vatnsbrúsum okkar. Veðrið versnaði enn næsta dag og tekið það ráð að gista á Laugarvatni, aka á milli og gekk það vel. Þorkell  Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur  útvegaði  okkur húsnæðið og er ég honum enn  þann dag í dag þakklát fyrir að leysa okkur úr vosbúðinni. Gengu sýningar þrátt fyrir allt vel og náðum við góðum árangri í kynbótasýningum.

Enn dró ský fyrir sólu. Þegar  við komum eldsnemma til Þingvalla á sunnudagsmorguninn  blasti  við hörmurleg sjón rjúkandi rústa af bústað forsætisráherrans. Forsætisráðherrahjónin höfðu farist í eldsvoða um nóttina ásamt barnabarni sínu. Eftir það varð engin gleði í huga þennan síðasta dag landsmótsins.

Það var þögull hópur sem lagði af stað yfir Uxahryggi að kveldi sama dags. Náðum við til Oddstaða í Lundarreykjadal undir morgun þar sem við fengum góðan viðurgjörning eftir kalda nótt.  
mbl.is Mikið hvassviðri á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kárahnjúkar – ferðaþjónusta

 Fréttablaðið greinir frá því í dag að erlendir ferðamenn vilja skoða Kárahnjúkavirkjun hið stórkostlega  verkfræðilega þrekvirki. Þá hefur álverið við Reyðarfjörð dregið að ferðamenn bæði innlenda og erlenda  Auk þess er greið leið inn á hálendið með tilkomu Kárahnjúka fyrir þá sem vilja. Siðast en ekki síst hafa umræddar framkvæmdir nú þegar skapað verðmæti til útflutnings fyrir utan fjölda starfa eystra sem hafa skapast þar beint og óbeint.

Samkvæmt umræddri frétt fer stóriðja og ferðaþjónusta vel saman. Ekkert til fyrirstöðu að ólíkar atvinnugreinar geti geti dafnað hlið við hlið og skapað sterka byggðakjarna eins og á Austurlandi. Vonandi verða sömu framför á Norðausturlandi/Húsavík ef háhitaframkvæmdir þar ná fram að ganga.  Virkjanir og náttúrvernd/umhverfisvernd eru þættir sem hægt er að vinna  samtímis; að friða ákveðin svæði á hálendinu með festu og skynsamlegri umræðu jafnframt virkjunarframkvæmdum. Ekki með einsleitum áróðri þar sem höfðað er til tilfinninga fólks; en engin sanngjörn rökleg umræða má helst ekki fara fram.Smile 

Læknar - launahækkun ekki nægileg?

Ber mikla virðingu fyrir læknastétt en verða þeir ekki að tak þátt í erfiðu efnahagsástandi eins og aðrir?Lálaunafólk sem varla hefur til hnífs og skeiðar kvartar ekki, reynir að takast á við vandann. Frekar þeir sem hafa viðundandi laun sem hægt er að lifa af bera sig illa. Allir hafa orðið fyrir kjaraskerðingu og húsnæðislán hækkað vegna verðbólgu og verðlækkunar húseigna. Vandinn er vegna þess að eytt er meira en sem svarar verðmætasköpun þjóðarinnar og getur ekki gengið til lendar.      

Hins vegar verður að gera þá kröfu til núverandi ríkisstjórnar með mikinn meirihluta að hún taki á vandanum með afgerandi hætti. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra  stendur með sínu fólki og er föst fyrir til varnar íbúðalánasjóði og þeim sem minna mega sín. Heyr fyrir henni! Iðnaðarráðherrann reynir að stuðla að  uppbyggingu atvinnulífsins með frekari virkjunarframkvæmdum. en nýtur ekki stuðning síns eigin flokks að því er virðist og veikir það trúverðugleika ráðherrans og ríkisstjórnarinnar í heild. Vonandi stendur Össur Skarphéðinsson af sér undirölduna í sínum eigin flokki annars getur núverandi ríkistjórnarsamstarf tæplega gengið til lengdar.


mbl.is Læknar stefna á verkfall í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennari misnotar vald sitt

WounderingBörn geta reiðst hvert við annað en eru oftast skjót til sátta. Kennarinn hefði átt átt að reyna sátt milli barnanna. Að neyða drenginn til að bjóða einhverjum bekkjarfélaga er ekki ásættanleg  niðurstaða og réttur drengsins brotinn til að ráða hverjir koma inn á heimili hans. Ef drengurinn vildi ekki bjóða framangreindum félögum sínum er réttur hans tvímælalaus að mati undirritaðrar. 

Framangreint vandamál er til staðar hér á landi en kennarar  ekki gengið svona langt svo vitað sé.  Ef halda á "bekkjarpartý" þá hljóta þau að vera innan skólans í bekknum hjá börnunum þar sem kennarinn er "veislustjórinn" og allir  sem einn með. Ef til vill ættu kennarar að brjóta upp kennslu þegar einhver á afmæli í bekknum, að sjálfsögðu barnið sem heiðursgestur. Gæti sjáfkrafa orðið kennsla í samskiptum og lífsleikni; börnin orðið meðvitaðri um virðingu og vináttu hvers til annars. Gera börnunum grein fyrir þegar allir eru með þá er "bekkjarpartý"hvort sem er í skólanum eða heima. Kennarar eru komnir út fyrir verkssvið sitt ef þeir ætla að stjórna afmæli nemenda sinna inni á heimilum þeirra.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband