Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frábær fótboltakeppni – Þakkir til RÚV

 Þá er þessari skemmtilegu Evrópukeppni landsliða lokið með verðskulduðum sigri Spánverja eftir frábæra leiki alla keppnina. Þeir höfðu allt til að bera sem mér finnst eiga að prýða framúrskarandi íþróttamenn. Voru ein heild en jafnframt frábærir sóknarmenn. Eins og þeir læsu hvers annars hugsanir; alltaf reiðubúnir að fórna sér fyrir leikinn og leikgleðina. Síðast en ekki síst var markmaðurinn ef til vill sá besti. Hef ekki tæknilegt vit á fótbolta en finnst gaman að horfa á keppni eins og þessa sem má vel líta á sem þverskurð af mannlífinu sjálfu þar sem skiptast á skin og skúrir. 

 Þjóðverjar voru auðvitað frábærir líka en vantaði leikgleðina og þennan leikandi takt sem Spánverjar höfðu allan leikinn. Áttu ekkert svar þegar skyndisóknir þeirra urðu aldrei neinn veruleiki, sem mér finnst vera þeirra aðferð, til að vinna leiki fremur en samspil til að skora mörk

 

Fyrsta skipti sem ég horfði á keppni á heimsmælikvarða var fyrir tólf árum. Fótbrotnaði og fór að horfa í leiðindum. Síðan þá hef ég ekki sleppt úr svona keppni og lært að meta fótbolta félagslega mikilvægan í samfélaginu. Það sem hefur breyst síðan fyrir tólf árum er hvað fótboltinn er orðinn meira agaður og brot ekki gróf, verða oftast í hita leiksins án ásetnings. 

Þá á RÚV miklar þakkir fyrir sýninguna og þættina fyrir hverja keppni er var í alla staði til fyrirmyndar.Smile

Mbl - vinsælasta bloggið?

Hef nýlega uppgötvað takkann “vinsælast” þar sem okkur bloggurum er raðað eftir hvað þeir hafa mikla lesningu. Ekki vel að mér í tölvutækni en kann að telja 1,2,3 o.s.frv eða Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn o.frv. Hef nú fylgst með teljaranum tvær eða þrjár vikur. Er ekki óánægð með lesningu á mínu bloggi en alltaf hafa nokkrir verið fyrir ofan mig sem hafa lægri tölu í lesningu t.d. er skák.is allaf með sömu töluna í lesningu, (255 lesendur nr. 21, af 50) alveg sama þótt einhverjir  hafi hærri tölu í lesningu.

Þegar þetta er ritað þá eru tveir skráðir ofar (af 50) en þeim ber, er með minna móti, oftar en ekki hafa verið fleiri.  Geri ráð fyrir að “teljaraforritið” sé forritað eftir raðtölum en virðist hafa þann eiginleika stundum, að Þríbjörn komi á undan Tvíbirni og síðastur komi Einbjörn o.s.frv. tæplega gerir forritið samt mun á “Jóni” og “Séra Jóni”. 

Annars er  ég ánægð með mitt blogg þar sem það er lokað - og hef ekki tíma til að blogga að staðaldri.  “Vinsælir” bloggar geta líka farið eftir hvað skrifað er um og hversu vel þeir  hitta í mark. Sumir bloggarar eru þekktir fyrir, hafa  andlit úr fjölmiðlum í þjóðfélaginu og þar fyrir utan eru pólitíkusar.

      Mér fyndist að Mbl. ætti að gefa skýringu á þessum undarlega “teljara” í blogginu og láta yfirfara forritið. Woundering 

Brýtur RÚV gegn börnum - með áfengisauglýsingum?

 

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kvarta við RÚV undan birtingu áfengisauglýsinga; að brotið sé   gegn rétti barna til að vera laus við áfengisáróður(24stundir dag). Ánægjulegt að foreldrar sýni slíkt framtak til varnar í uppeldi barna sinna. Ekkert er eins mikilvægt í uppeldi en að verja þau fyrir áreiti fjölmiðla á  unga aldri gegn áfengisauglýsinga og óhollum mat er sífellt dynur á þeim - jafnvel rétt fyrir barnatíma í sjónvarpi. Börn sem verða meðvituð um hvað er óhollt – hvað er rétt og rangt verða sjálfstæð í hugsum ekki síst ef það kemur frá foreldrunum.  Gott vegarnesti fyrir börnin þegar þau þurfa að  takast á við lífið á unglings -og fullorðinsárum.

 Telja foreldrasamtökin jafnvel að RÚV brjóti lög með framangreindum áróðri. Ámælisvert af ríkisjónvarpinu að auglýsa áfengi fyrir almenning; en telur sig samt sem áður hlutlausan fjölmiðil með forystu í menningu og fræðslu. Væri ekki nær að RÚV hefði viðtal við foreldrasamtökin í kastljósi; til að vekja athygli á samtökunum og baráttumáli  þeirra að  ekki sé brotið á börnum þeirra með áfengisauglýsingum gegn landslögum?

 

Góða helgiSmile

 

 


Hrein orka - eða kolabrennsla

Er ekki umhvefisvernd að snúast upp í andhverfu sína þegar ekki má virkja hreina orku bæði háhita og vatnsafl? Kol eru notuð til að framleiða eldsneyti, valda mengun en engin takmörk eða kvóti á þeirri brennslu út í andrúmloftið.
mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkjanir til hagsbóta - fyrir "Fagra Ísland"

 Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar viðkvæm mál eins og náttúrvernd eru notuð gegn háhitavirkjunum og vatnsaflsvirkjunum hér á landi; að ekki sé verið að slá ryki í augun á fólki um hvað virkjanir snúast. Björg Eva Erlendsdóttir skrifar forystugrein í 24stundir í dag þar sem hún telur umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra hafa svikið “Fagra Ísland”, stefnu Samfylkingarinnar.

Gott væri fyrir Björgu Evu og hennar kynslóð að íhuga hvers vegna eimmitt hennar kynslóð býr við  allsnægtir og góða menntun. Er það ekki vegna virkjunarframkvæmda síðustu aldar  og verðmætra fiskimiða? Hér syðra hefur borgarsamfélagið fengið mikinn meiri hluta af þjóðartekjunum en landsbyggðin setið hakanum. Það er eðlilegt að framkvæmdir verði á Húsavík til að fólk þar geti notið sömu lífskjara/menntunar og kynslóð Bjargar Evu þótt það kosti fórnir í náttúrunni. 

Þá skrifar Björg Eva um  fólkið á Þjórsárbökkum, telur að samúð umhverfisráðherra sé því gagnslítil og segir orðrétt. “Sú samúð kemur að litlum notum, þegar grá jökullónin fara að flæða um gróin tún og fagrar byggðir Suðurlands, svo hægt verði að stækka álverið í Straumsvík”. Málið er tæplega svona einfalt. Óhjákvæmilegt er að eitthvað land fari undir vatn þegar virkjaðar eru  auðlindir framtíðinni til hagsbótar hvort sem það er áliðnaður eða netþjónabú. Auk þess hefur afgerandi meirihluti  íbúa við Þjórsá samþykkt þessar aðgerðir við Þjórsá; væntanlega vegna þess að menn skilja þörfina til að byggja upp “Fagra Ísland” áfram til betri lífskjara. Samkvæmt grein Bjargar Evu má hins vegar fremur skilja að að byggðir Suðurlands séu í meira og minna að fara í kaf.

Umræðan getur ekki snúist um að virkja ekki háhitasvæði eða vatnsaflsvirkjanir; það er undirstaða lífsafkomu komandi kynslóða eins og verið hefur. Kynslóðir 21aldar munu þurfa á þeim að halda til að geta búið í velferðarsamfélagi áfram. Rétt eins og núverandi kynslóð og kynslóðir síðustu aldar nutu framfara og velsældar vegna umræddra auðlinda.

Hins vegar ætti umræðan um friðuð svæði að fara fram jafnfram ákvarðanatöku um frekari virkjanir Þá verða til fleiri svæði líkt og Vatnajökulsþjóðgarðurinn. "Fagra Ísland" framtíðarinnar er að nýta  auðlindir landsins en jafnframt vinna að friðun ákveðinna svæða. Um það ætti umræðan fremur að snúast með rökum og sanngirni þjóðinni til hagsbóta en  ekki stefnu Samfylkingarinnar í náttúrvernd sem nær  eingöngu er á tilfinningalegum nótum.

Skoðanakönnun - ekki marktæk!?

Til hvers er verið að gera skoðanakönnun um hvort fólk vilji frekar Dag B. Eggertsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur? Hún hefur  ekki hafið störf sem borgarstjóri og á eftir að sýna hvað í henni býr? Ekki raunhæft að bera þau Hönnu Birnu og Dag B. Eggertsson  saman á þessu stigi. Könnunin sýnir tæplega marktæka niðurstöðu.

 

Sama má segja um fylgiskönnunina. Hefur ekki raunhæft gildi miðað við þann óróleika sem hefur verið í borgarstjórn. Þar á Samfylkingin ekki minni þátt þótt henni virðist hafa tekist í bili að fegra ásýnd sína. Ef til vill er framagreind skoðanakönnun liður í markvissri (falskri) ímynd sem Samfylkingin er að skapa sér? 

 


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur hugrakkur - tekur rétta ákvörðun

W00tViðurkenni hér og nú að mér hefur þótt lítið koma til Össurar Skarphéðinssonar sem stjórnmálamanns, fundist hann hafa gaman af að baða sig í fjölmiðlum um allt og ekkert. Nú bregður vjð annan tón, tók hugrakkur ákvörðum um áframhaldandi ferli í framkvæmdum á Bakka v. Húsavík. Nú  þarf hann að standa af sér væntanlegt moldviðri þar um, að hann sé ekki trúr "Fagra Íslandi", stefnu síns eigin flokks.

En hvað er "Fagra Ísland" í raun; er það ekki að landsbyggðin geti haldið velli og fengið sinn skerf af náttúrauðlindum landsins? Loksins komu mótvægisaðgerðir sem eru raunhæfar og munu skapa velsæld byggðum fyrri norðan.  
mbl.is Álversyfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórframkvæmdir - Bakki við Húsavík.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra ákvað það sem er hagkvæmt/réttlátt  gagnvart landsbyggðinni annars gæti Norðausturland lagst í eyði og húseignir staðið eftir verðlausar. Of mikil völd hafa skapast á  á Reykjavíkursvæðinu þar er öll stjórnsýsla og flestir þingmenn - og bankarnir með  fjármagnið. Virkjunarframkvæmdirnar skapa arðbær útflutningsverðmæti.  

Bakki við Húsavík verður sterkt afl úti á landsbyggðinni ásamt Kárahnjúkavirkjun. Með framagreindum framkvæmdum eykst byggð til sjávar og sveita auk þess að skapa tengd þjónustustjörf;  samfélag þar sem hægt er að veita betri menntun/þjónustu enn nú er.

 Kominn tími til að náttúruverndarsinnar líti á náttúruvernd   og mannlíf í víðari samhengi við umhverfisspjöll.


mbl.is Viljayfirlýsing framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö góð lið - Tyrkir betri

Eiginlega voru Tyrkir betri vegna þess þeir hafa svo mikla leikgleði  eru léttir og snöggir, léku Þjóðverja sundur og saman annað slagið. Þjóðverjar voru svo sem ágætir en verða tæpast "ballerínur" í fótbolta eru þyngri en Tyrkirnir. Meira segja Rússar hafa betra yfirbragð af léttum og skemmtilegum leik.

Spái því í að stórveldi eins og Frakkland og Þýskaland eigi eftir að tapa meira í nánustu framtíð sökum þess að boltinn þeirra er einhvern vegin "kerfisleikur"; vantar leikgleði og metnaður sem á að kom innan frá. Þar spilar inn í undaralda  fjármagnsins sem helgar frekar meðalið en fótboltinn sem metnaðarfullur leikur með sönnum íþróttaanda.

Vonandi verða Spánverjar eða Rússar Evrópumeistarar, þeir eru meira "alvöru fótboltalið" þar sem fjármagnið er ekki eins afgerandi í leiknum eins og hjá framangreindum þjóðum.


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári - alltaf á varamannabekk!?

CoolEiði Smára er fleira til lista lagt en spila fótbolta auk þess að vera hinn myndarlegasti maður. Er ekki mikið inn í fótboltaheiminum fyrir utan að hafa gaman af fótboltakeppni þegar bestu lið heims keppa, svo sem EM er nú stendur yfir.

Vorkenni Eiði Smára að sitja eiginlega alltaf á varamannabekknum eins og hann sé launaður áhorfandi. Hlýtur að vera erfitt að halda sér í líkamlegu og andlegu formi, geta næstum aldrei sýnt ágæti sitt. Vonandi kemst hann í annað lið; annars heldur hann ekki ímynd sinni sem afburða fótboltamaður til lengdar. 


mbl.is „Get ekki sagt að ég sé góður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband