Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Enginn verður óbarinn biskup"

Katrínu Jakobsdóttur vantar festu og einurð í málflutningi sínum; ekki nóg að brosa framan í sviðsljósið í einni skoðanaskönnun; hugrekki til að taka á málum og þola gagnrýni annars verður hún ekki góður stjórnmálamaður.

Hafði ágæta möguleika að mynda stjórn/taka þátt í stjórnarsamstarfi eftir síðustu kosningar en skorti kjark til samstarfs og samninga og verða að slá af kröfum sínum.


mbl.is „Ég hef oft upplifað miklar sveiflur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnleysið veldur uppnámi í landinu.

Stjórnarslitin hafa nú þegar valdið fyrirsjáanlegri hækkun verðbólgu og vaxta er bitnar hvað mest á fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu.

Málefni bænda óleyst þeir sjá fram á að hætta búskap, markaðamál afurðastöðvanna í upplausn þar sem lítið eða ekkert hefur verið unnið af viti í þeim málum.

Cosko sýndi framtaka sagaði lambakjötið með nýjum hætti enda rokseldist kjötið.

Veikt stjórnarfar veikir gengi þjóðarinnar erlenda lánastofnanir halda nú þegar að sér hendinni og dregur úr framkvæmdum, atvinnuleysi gæti orðið veruleiki.

Vonandi tekst að mynda sterka stjórn eftir kosningar er tekur strax á óleystum vandamálum fyrrv. stjórnar.


mbl.is Horfur breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin haldi velli

Þvílíkur barnaskapur að ímynda sér að breyta stjórnarskránni fyrir kosningur - nóg er óvissan í stjónmálum og fer best á því að stjórnarskráin haldi velli í ringulreiðinni.

Píratar og Samfylging virðast vilja hafa stjórnarskrána einfallt plagg sem auðvelt er að breyta eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni. 

Stórnarskráin er margoft brotin þegar lög eru sett frá alþingi; ganga þvert gegn henni, þó er vitnað til hennar þegar þing er rofið.

Er það ekki vanda málið frekar en að rjúka til og breyta stjórnarskránni?

Vonandi verður meiri festa í stjórnarháttum eftir kosningar - rökræða um  málin í þinginu og hætta leiðinlegu karpi sem valda almennri óvirðingu fyrir Alþingi. 


mbl.is „Hótaði að taka þingið í gíslingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi stendur af sér storminn.

Í viðtalinu fræga í Kastljósi við þáverandi forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann var spurður út í eignir konu sinnar gerði hann þau mistök að ganga út– enginn vafi að þá varð trúnaðarbrestur hjá framsóknarfólki/þjóðinni er seint eða aldrei mun gróa um heilt.

Breytir ekki stöðunni þó rökstyðja megi óvandaða fréttamennsku.

Nú þegar Sigmundur fer á stað í nýjum flokki þá er honum hollast að setja fortíðina að baki sér og temja sér skapstillingu þó móti blási.

Hvað Framsókn varðar þá stendur hún af sér storminn en verður að halda fast á sínum málum fyrir kosningar.

Sigurður Ingi  sýndi sterka forystu þegar hann tók við sem forsætisráðherra eftir upphlaupið er varð Sigmundi að falli.

Sigurður Ingi Jóhannsson nýtur trausts sinna manna (jafnvel út fyrir flokkinn) og mun standa af sér storminn.


mbl.is Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER RÚV Í KOSNINASLAG?

Í allan morgun á RÚV var endurtekið í hverjum fréttatíma  :”Samkvæmt skoðanakönnun vilja flestir Katrínu Jakobsdóttir næsta forsætisráðherra”. Nú virðist eiga að nota skoðanakannanir sem aldrei fyrr; að hafa áhrif á komandi kosningar augljóst hverja RÚV ætlar að styðja. 

Undirritaðri hugnast ekki Katrín Jakobsdóttir sem forsætisráðherra enda sýndi  hún ekki persónulegan pólitískan styrk eða forystuhæfileika við síðustu ríkisstjórnar myndun, fékk þó til þess gullið tækifæri.

Ef hún flýtur upp í forsætisráðherra stólinn má eiga von á skatthækkunum, auðlindagjaldi á eldri borgara, aukinni verðbólgu er veldur vaxtahækkununum á heimilin í landinu, ekkert verður gert til að gera líferissjóðskerfið skilvirkara.

Sparifé eldri borgara/landsmanna verður mergsogið með vöxtum á höfuðstól/verðbætur og vexti; auk þess mun verða dregið af lífeyri eldri borgara, ávinninur til sparnaðar enginn.


mbl.is Katrín nýtur stuðnings flestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur farinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson farinn úr framsókn – rökrétt ákvörðun – hann hefur skorðið á klofningin, Þórunn kemst án kosningaslags í Norðausturkjördæmi enda fer vel á að kona skipi efsta sætið -auk þess hefur Þórunn staði sig vel á þingi.

Hvert leið Sigmundar liggur liggur er erfitt að spá um; líklega býður hann sig fram í borgarstjórn að ári með Sveinbjörgu og fleirum – gæti kostað Framsókn mann þar.


mbl.is Sigmundur Davíð hættir í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um eignaupptöku: Lífeyrir skertur v. fjármagnstekjuskatts

Eldri borgari sem á sparifé og greiðir 18% í fjáragagnstekjuskatt leggst skatturinn bæði á vexti og verðbætur; ef raunvextir eru 3% fara 2,34% á í skattinn, eftir verða 0,64% í vexti.

Því næst er lífeyrir eldri borgarans  skertur til viðbótar; enginn ávinningur að eiga sparifé; auk þess má alltaf reikna með verðbólgu.

Ofangreint dæmi kemur eins út fyrir öryrkja. Eldri borgarar og öryrkjar eru rændir eignum sínum.

Framagreint dæmi á einnig við alla þá sem eiga sparifé og eru ekki orðnir sextíu og sjö ára nema laun þeirra eru ekki skert.


Eignaupptaka eldri borgara - brot á stjórnarskrá?

Almennt tjá stjórnmálamenn í fjölmiðlum, að ekki sé áhugi fyrir kosningum; en hver eru rökin? Stjórnarslitin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti – sumir undrandi margir ánægðir með fráfarandi atkvæðalitla stjórn.

Komandi kosningar gætu sýnt góða þátttöku ekki síst vegna þess að allir eru þreyttir á óstöðuleika – jafnvel stjórnleysi.

Flokkur fólksins gæti skorað hátt – nýr tónn þar sem fólk er minna má sín getur fundið sig  enginn vafi.

Eldri borgara geta tæplega treyst núverandi flokkum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar – svo er málið dautt. Að vaða ofan í vasa eldri borgara og taka af fjármunum þeirra er þeir hafa greitt skatta og skyldur af – er brot á stjórnarskrá. (Stjórnarskrá Íslands sjöundi kafli, 72. Grein)

Hvergi kemur sú hugsun fram, að  ellilífeyrir sé aðeins trygging fyrir eignalaust fólk. Ef jafna á laun allra ellilífeyrisþega taka inneignir þeirra; þá gildir það einnig um launþega  til þess þarf breytingu á stjórnarskrá.

Hvers vegna ekki að taka af þeim hæst launuðu og jafna það út svo allir hafi sömu tekjur, - sleppa menntun og reynslu og setja upp rússneska rúllettu eða N - kóreskt fyrirkomulag”?


Kynferðisbrotafólk ævilangt á sakaskrá?

Fjölmiðlar erlendis og hérlendis hafa birt misvísandi fréttir um að barnaníð hafi fellt ríkisstjórn Íslands; og birt myndir samtímis af Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra.

Oftar en ekki blása fjölmiðlar út mál til að ná eyrum almennings – með hæpnum forsendum. Undirrituð er ekki að mæla með að umræddur barnaníðingur fái með uppáskrift valinkunnra manna  uppreisn æru sinnar ævilangt.

En koma ekki lögfræðileg, kristileg siðfræði og mannréttindi til greina í framangreindri umræðu. Lög um uppreisn æru eiga alls ekki við í nútímanum; hvaða álitmál koma til greina þegar umræddum lögum verður breytt?

Læknar eru sviptir starfsleyfi um lengri eða skemmri tíma jafnvel ævilangt vegna brota í starfi; þarf einnig að gilda um barnaníðinga. 

Lögfræðingur er fremur slík lögbrot á að hljóta sama dóm og læknar.

 Allir er fremja kynferðisbrot á börnum (og nauðganir)eiga að sitja í fangelsi fyrir brot sín. Ekki gengur að umræddir sakamenn fái uppreisn æru og þar með hreint sakavottorð.

Gera ætti að skyldu að umræddir sakamenn séu undir eftirliti geðlæknis/læknis um lengri eða skemmri tíma. Að þeir verði alla ævi á sakaskrá en geti unnið önnur störf eftir eftir því sem við verður komið með stuðningi umræddra lækna.

Framan greindar hugmyndir eru ekki tæmandi en gætu ef til vill lyft umræðunni í víðari samhengi kristilega, siðferðilega og löglega.

Umræddir menn verða ekki sviptir tækifærinu til lifa og starfa á öðrum vettvangi; það er mannréttindabrot.


Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar?

 Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar? Dæmdur veikur barnaníðingur fær uppreisn æru eftir afplánun dóms,samkvæmt núgildandi lögum; er sannarlega þurfa breytinga við.

Samkvæmt fjölmiðlum síðustu daga snýst málið um að faðir forsætisráðherra hafði skrifað undir náðunarbeiðnina – tók  síðan snöggum breytingum þegar Björt framtíð stökk úr stjórnarsamstarfinu um miðja nótt vegna “trúnaðarbrests” en hver var "trúnaðarbresturinn"? 

Birgitta “ píratadrottning” geystist fram á sviðið með brauki og bramli; lýsti yfir að hún gæti starfað með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.

Sama staða var komin upp og eftir “Kastljósupphlaupið” fræga um Panamaskjölin og Sigmund, þáverandi forsætisráðherra – en missti nú marks;  fáeinar hræður mættu á Austurvelli til að fylgja eftir upphlaupinu.

Snúast komandi  kosningar um að stjórna landinu með brauki og bramli; eða vill þjóðin stjórn með festu og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband