Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Björt hleypur á brott?

Nú hriktir í stjórnmálunum óvíst hvað verður – en um hvað snýst brotthlaup Bjartrar framtíðar – eru þau að skjóta sér undan merkjum og ábyrgð að leysa stór mál sem liggja fyrir þinginu eða nota tækifæri að hlaupast á brott vegan lítils fylgis í skoðanakönnunum? Ekki getur forsætisráðherra borið á ábyrgð á gjörðum föður síns, Benedikt Sveinssyni.

Hér virðist reynt að nota tilfinningamál í barnaníði til að koma höggi á forsætisráðherra.

Lög um uppreisn æru eru eldforn; voru notuð til að dæmdir sakamenn fengu uppreisn æru; yrðu fullgildar þegnar eftir afplánun . Nú eru nýir tímar umrædd lög orðin úreld að því er virðist.

Eftur stendur spurningin hvenær á dæmdur maður að fá full réttindi sem þjóðfélagsþegn eftir að hafa setið af sér sakir?


Þingmaður óvirðir Alþingi

Verulega ósmekklegt af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, að kalla Bandaríkjaforseta viðrini úr ræðustól Alþingis í eldhúsdagsumræðum í gærkveldi. Skömmu seinna birtist hann  í ræðustól þingforseta,æðstu virðingarstöðu þingsins; þingmaðurinn sýndi þingi og þjóð óvirðingu með framkomu sinni. 

Hvernig er hægt að búast við almennri virðingu fyrir þinginu þegar umræddur þingmaður gengur þar um í "skítugum skóm" - óvirðir bæði  þing og þjóð?


Sjómenn búa við slysahættu í starfi -

Óskiljanlegt, sífelldar árásið á kjör sjómanna  þeir búa við slyshættu  í starfi  og engin ástæða að draga úr rétti þeirra ófáir hafa slasast  alvarlega og hlotið örkuml  oftar en ekki - og fjölskyldur misst ástvini sína af slysförum. Þá hefur skattafrádráttur sjómanna vegna fæðis fjarri heimili verið litinn öfundar augum ekki síst af þeim sem njóta fríðinda sjálfir. Ríkisstarfsmenn  fá dagpeninga greitt fyrir bíla sína; þingmenn fá það sama en auk þess fríar tannviðgerðir sem er óskiljanlegt.

Það er lámark að virða störf sjómanna að verðleikum  og láta þau hlunnindi  sem þeim ber lagalega og siðferðilega í friði.


mbl.is „Augljós skerðing á réttindum sjómanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri stjórn - eða Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur - og Framsókn?

Samkvæmt „ritúali“ Vinstri grænna mun Katrín reyna  stjórnarmyndun til vinstri niðurstaðan úr þeim viðræðum gæti ráðið  framtíð Katrínar sem stjórnmálamanns í bráð og lengd. Samþykki  hún áframhaldandi aðildarviðræður við ESB án þess að þjóðaratkvæði fari fram mun það  veikja hana verulega og reynast henni erfitt.“ Leiksýningin „ mun halda  áfram ef  Katrín reynist föst fyrir þá munu „flokksbrotin“ heltast úr lestinni eitt af öðru.

Þá stendur Katrín eftir og ræður för líklega með alla þungavigtarmenn  á sínu bandi í flokknum er vilja ganga til samninga við Sjálfstæðisflokkinn. Þriðja flokkinn þarf svo sterkur meirihluti náist og stjórnin standi á föstum grunni: að líkindum mun það verða Framsókn (Björt framtíð?);  en Katrín verða forsætisráðherra í umræddri stjórn.


mbl.is Viðræðurnar hefjast í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Katrín "Draumprinsinn"?

 Nú reynir á pólitíska hæfileika Katrínar að koma að stjórn landsins  ef hún er klók þá reynir hún fyrst myndun stjórnar með vinstra liðinu og Viðreisn en ólíklegt hún fari í minnihluta stjórn þar sem píratar verja hana falli.

En líklega verður það fyrst útspilið en Katrín  hlýtur að vera of skynsöm til að standa eftir sem valdalaus forsætisráðherra í minnihlutastjórn.

 Eftir það getur hún hafið viðræður við Bjarna Ben. aftur - og þau komi  sér  saman um þriðja flokkinn til samstarfs í ríkisstjórn. En framangreint er aðeins ágiskun.


mbl.is Katrín á fund forseta á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn hvetur til umburðalyndis

Barac Obama vel meðvitaður um stöðu sína sem forseti og virðir lýðræðið þjóðinni til fyrirmyndar. Donald Trump er verðandi forseti í lýræðislegri kosningu; Bandaríska  þjóðin verður að sameina sig um hann - næstu fjögur árin.


mbl.is Biður fólk að gefa Trump tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ESB -stjórn -

Verða að teljast góðar fréttir hvað sem verður ekki hægt að dragast með ESB sinna og allt snúist um hvort „kíkja eigi í pakkann“ – blekkingu sem fáir telja marktæka.  Eina rétta  væri að þjóðin kysi um hvort hún vill inn eða ekki en það hugnast  tæplega ESB –sinnum  /Viðreisn/Björt framtíð ; varla er sú atkvæðagreiðsla tímabær nú.

 Katrín Jakopsdóttir  leggur tæplega í  annan leiðangur með ESB- sinnum reyndist ekki vel hjá „Vinstri Velferðarstjórninni“- Jóhanna reyndi að smala  andstæðingum sínum, „villiköttunum“  í Vinstri  grænum  til baka en tókst ekki og uppskar afhroð í kosningunum, 2013.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bíður Kartín eftir draumaprisinum"?

"Lánleysi af Katrínu Jakobsdóttur,  formanni Vinstri grænna að reyna ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk að vísu þurfti þriðja flokkinn sem hefði líklega orðið Framsóknarflokkurinn; þessir þrír flokkar hefðu getað skapað sátt í samfélaginu náð fram sterkum áherslum í velferðarmálum og atvinnumálum.

Hvenær eru stjórnmál spilling eða ekki spilling erfitt að segja en líklega fylgjast þessar andstæður að hverjir sem stjórna –  Katrín segist ekki vilja vinna með spilltum flokkum – nær engum árangri  að leika "óspillta mey" og  bíða eftir „draumaprinsinum“ – hann mun seint finnast. Er hún að glata tækifærinu til að að koma að stjórn landsins – til að stofna einhverja moðsuðu með svokölluðum vinstri flokkum og pírötum ?


mbl.is VG hafnar Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mómæli gegn Donald Trump - "Arabíska vorið"

Mikil munur er á „arabíska vorinu“ sem svo er kallað og mótmælum fólks gegn Donald Trump verðandi forset  Bandaríkjanna. Arabíska vorið breyttist í alvöru hryllingsmynd það sem öfgahópar óðu um gráir fyrir járnum sprengdu og skutu  allt er  á vegi þeirra varð; heilu borgirnar í rústum óviðráðanlegur straumur flóttafólks norður til Evrópu og þaðan eins langt og komist verður.

Mótmælin gegn Donald Trump eru ekkert í líkingu við lýsinguna á „arabíska vorinu“ – er það ekki munurinn á lýðræðisríki og ríkjum í Austurlöndum þar sem einræði og kúgun ríkir; og er fylgt eftir af stjórnvöldum?

Undirrituð hefur þá  á skoðun að Bandaríkin standist mótmælin gegn Trump, sem teljast eðlileg þar sem mjótt var á munum þeirra Donald  Trump og frú Hillary  Clinton. Heilbrigt lýræðinu að Donald Trump fái mótbyr sem forseti – hann mun gefa eftir og leggja sig fram  verða  maður sátta og samlyndis; er það ekki hið virka lýðræði að ná niðurstöðu án vopanátaka? Lýðræðinu er hollt að fólk takist á með rökum en ekki vopnavaldi líkt og gerðist í „arabíska vorinu“.   

„Lýðræðið er skást“, sagði hinn margreyndi og margfrægi stjórnmálamaður  Winston Churchill, fyrrv. forsætisráðherra Breta.


mbl.is Heitir því að flytja milljónir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn Frans frá Asisi

Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!

Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,

— þar sem er misgerð, fyrirgefning,

— þar sem er efi, trú,

— þar sem er örvænting, von,

— þar sem er myrkur, ljósi,

— þar sem er hrygð, gleði.

Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.

Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.

Ekki að vera elskaður, en að elska.

Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.

Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.

Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.

 

Frans frá Assisi.

Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] : Góðan sunnudag kæru vinir.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband