Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.5.2007 | 08:31
Forseti Íslands - ekki í kosningabaráttunni.
Össur Skarphéðinsson fer mikinn í bloggi sínu í Fréttablaðinu um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið stjórnarskrána, þegar stjórnarmeirhlutinn dró fjölmiðlfrumvarpið sáluga til baka. Virðist liggja fyrir, að nú eigi að draga forseta Íslands inn í kosningabaráttuna, Samfylgingunni til framdráttar. Forsetinn hefur nú komið fram í fjölmiðlum og mælst til, að fá að standa utan við kosningabaráttuna. Vonandi taka allir ábyrgir frambjóðendur bæði til hægri og vinstri yfirlýsingu forsetans til greina.
Umræðan um fjölmiðlafurmvarpið sáluga á Alþingi getur talist hafa farið úr böndum að vera málefnaleg; snerist fremur upp í að verða æsingur og áróður gegn ríkisstjórninni. Ólafur Ragnar var umdeildur stjórnmálamaður til vinstri áður en hann fór í framboð til forseta, öllum var það vel ljóst. Má segja að umræðan um hlutleysi forsetans hafi fengið byr undir báða vængi þegar hann neitaði undirskrift fjölmiðalagana við umræddar aðstæður. Síðan þegar þrjátíu þúsund manns skiluðu auðu í forsetakosningunum eftir þessar hörðu deilur mátti vel túlka þær sem þögul mótmæli um að trúverðugleiki forsetans væri dreginn í efa.
Vonandi verður málskotsréttur forsetans ekki felldur úr stjórnaskránni. Brýnt er að stjórnarskráin verði endurskoðuð og skýrari reglur settar um framkvæmt neitunarvalds forseta sem allra fyrst.Stundum missa stjórnmálamenn dómgreindina í hita leiksins. Össur Skarðhéðinsson skaut langt yfir markið með því að reyna að draga fjölmiðlafrumvarðið sáluga og forsetann inn i kosningabaráttuna.
Það var ekki viðeigandi af fyrrverandi formanni Samfylkingarinna að reyna að draga forsetann inn i kosningabaráttuna eins og hann gerði í umræddu bloggi sínu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2007 kl. 16:30 | Slóð | Facebook
3.5.2007 | 15:58
Trúverðugleiki Kastljóssins hjá RUV - orkar tvímælis?
... "og þegar við bætist að stúlkan búi á heimili umhverfisráðherra sé full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga." Svo mörg voru þau orð ritstjóra Kastljóssins. Löglegt? en siðlaust að hálfu ritstjóra kastljósins á þessu stigi málsins að væna Jónínu Bjartmarz um afskipti af ríkisborgararétti tilvonandi tengdadóttur.
Fram hefur komið að ef um t.d. um íþróttamann sé að ræða þá er málið sjáfsagt; gagnlegt fyrir þjóðina að viðkomandi fái ríkisborgararétt. Framangreint sjónarmið er afstætt hvað varðar gagnsemi fyrir þjóðina. Stúlka sem hefur trúlofast hér á landi og ætlar að verða hér í framtíðinni er engu minna verðmæti fyrir þjóðina. Ekki hefur komið fram í fréttum, að samkvæmt lögum eigi íþrottamaður meiri rétt og hvað þá siðferðilega.
Hér er verið að reyna að dylgja með trúverðugleika ráðerrans, lævíslega í ´"duldum póltískum tilgangi" Til hvers, til að koma höggi á ráðherrann fyrir komandi kosningar.
Sama má segja um klappliðið á borgarafundinum á sunnudaginn. Undarlegt að það skylda alltaf klappað fyrir stórnarandstöðinni. Getur hún ekki staðið fyrir máli sínu án íhlutunar sjónvarpsins.
Þegar framhaldskólarnir kepptu þá voru klapplið báðu megin að sjálfsögðu. Nú brá svo við á sunnudagskveldið að annað klappliðið vatnaði á umræddum borgarafundi. Enda útilokað að velja fólk á "sviðsettan borgarafund í sjónvarpssal. Fróðleg verður að sjá næsta borgarfund sem mun verða í minni heimabyggð á Fljótsdalshéraði og gaman að sjá úrvalið sem þar verður á bekk.
Vonandi er að sá borgarfundur verði bara í beinni útsendingu án þess að ritstjóri Kastljóssins kom þar nokkuð nærri.
![]() |
Kastljós svarar Jónínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook
3.5.2007 | 09:53
Standa starfsmannafélög sig illa í samningum fyrir ófaglærða!?
Einna mest hefur borðið á kröfu hærri launa til þeirra sem lægstir eru. Allir stjórnmálaflokkar með kröfuna á stefnuskrá. Ef tekið er mið af ófaglærðu fólki á Landspítala Háskólasjúkrahús þá er því mismunað hvað varðar lífeyrisjóði. Undirrituð vann um tíma ófaglærð störf á umræddri stofnun. Við ráðningu fór hún í lífeyrisjóð ríkistarfsmanna vegna stúdentsprófs , reynsla úr öðrum störfum var ekki tekin til greina vegna þess þau voru ekki unnin á viðkomandi stofnun en þó sambærileg.Konan sem vann sömu störf með undirritaðri var í Eflingu sem er verri lífeyrisjóður hvað varðar kjör. Augljós mismunun ekki ljóst hvers vegna?
Undirrituð fór í viðtal á skrifstofu Starfsamnnafélags ríkistofnana til að fá upplýsinar um málið. Var tjáð að samið væri um við spítalann af hálfu Eflingar og Starfsmannafélags ríkistofnana hvar fólk lenti. Að stúentspróf réði því hverjir færu til Ríkisins og hverjir til Eflingar. Löng reysnla í starfi var ekki rædd nema hún væri innan spítalans, háskólamenntun sömuleiðis þótt hún félli vel að umönnunarstörfum. SamA mismunun er hjá Sarfsmannfélagi Reykjavíkur og Eflingu, sömu forsendur fyrir í hvaða lífeyrssjóð starfsmaður lenti.
Samt er skýrt í lögum að allir geri valið sér lífeyrissjóð við ráðningu. Augljóslega þverbrotið af HAGSMUNASAMTÖKUM ÓFAGLÆRÐRA. Hvers vegna gera VINSTRI GRÆNIR ekkert í framngreindum málum eða jafnaðamannflokkurinn SAMFYLKINGIN?
Hér er um réttlætismál að ræða gagnvart ófaglærðu fólki sem stéttarfélög þeirra sniðganga gróflega eftir þeim upplýsingum sem undirrituð fékk. Ögmundur Jónasson ætti að útskýra þennan umrædda ójöfnuð í lífeyisjóðum ófaglærðra starfsmanna! Hvers vegna er það aldrei baráttumál á verkalýðsdaginn?! Hvers vegna ræða fjömiðlar ekki umrædd mál fyrir kosningar?!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook
3.5.2007 | 09:52
Standa starfsmannafélög sig illa í samningum fyrir ófaglærða!
Einna mest hefur borðið á kröfu hærri launa til þeirra sem lægstir eru. Allir stjórnmálaflokkar með kröfuna á stefnuskrá. Ef tekið er mið af ófaglærðu fólki á Landspítala Háskólasjúkrahús þá er því mismunað hvað varðar lífeyrisjóði. Undirrituð vann um tíma ófaglærð störf á umræddri stofnun. Við ráðningu fór hún í lífeyrisjóð ríkistarfsmanna vegna stúdentsprófs , reynsla úr öðrum störfum var ekki tekin til greina vegna þess þau voru ekki unnin á viðkomandi stofnun en þó sambærileg.Konan sem vann sömu störf með undirritaðri var í Eflingu sem er verri lífeyrisjóður hvað varðar kjör. Augljós mismunun ekki ljóst hvers vegna?
Undirrituð fór í viðtal á skrifstofu Starfsamnnafélags ríkistofnana til að fá upplýsinar um málið. Var tjáð að samið væri um við spítalann af hálfu Eflingar og Starfsmannafélags ríkistofnana hvar fólk lenti. Að stúentspróf réði því hverjir færu til Ríkisins og hverjir til Eflingar. Löng reysnla í starfi var ekki rædd nema hún væri innan spítalans, háskólamenntun sömuleiðis þótt hún félli vel að umönnunarstörfum. Sama mismunun er hjá Sarfsmannfélagi Reykjavíkur og Eflingu, sömu forsendur fyrir í hvaða lífeyrssjóð starfsmaður lenti.
Samt er skýrt í lögum að allir geri valið sér lífeyrissjóð við ráðningu. Augljóslega þverbrotið af HAGSMUNASAMTÖKUM ÓFAGLÆRÐA. Hvers vegna gera Vinstri grænir ekkert í framngreindum málum eða jafnaðamannflokkurinn Samfylkingin? Hér er um réttlætismál að ræða gagnvart ófaglærðu fólki sem stéttarfélög þeirra sniðganga gróflega eftir þeim upplýsingum sem undirrituð fékk. Ögmundur Jónasson ætti að útskýra þennan umrædda ójöfnuð í lífeyisjóðum ófaglærðra starfsmanna! Hvers vegna er það aldrei baráttumál á verkalýðsdaginn?! Hvers vegna ræða fjömiðlar ekki umrædd mál fyrir kosningar?!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook
3.5.2007 | 00:50
Góður kosningafundur hjá Stöð tvö - í gærkveldi!
Góður kosningafundur hjá Stöð tvö í gærkveldi. Hefur áreiðanlega mikil áhrif þrátt fyrir að ekkert klapplið hafi verið til staðar eins og hjá RUV á sunnudagskveldið. Sigmundur Ernir sýndi vel hversu góður stjórnandi hann er. Ekkert fór úrskeiðis þótt stundum hitnaði í kolunum. Stúlkan sem með honum var sem spyrlill kom einnig vel fyrir (man ekki nafnið) og gengdi hluverki sínu af miklum sóma með gagnrýnum spurningum.
Ekki var reynt að höfða til neikvæðra hvata fólks með pesónulegum árásum eða framíköllum sem neinu nam. Össur meira að segja dró í land í máli fjölskyldu Jónínum Bjartmarz, ráðherra enda ekki vel fallið til fylgisaukningar flokksins nema síður væri. Samfylkingin hélt samt áfram sínum falska málflutningi um hækkun lægstu launa sem tæplega er mark á takandi eftir ráðningu þeirra sjálfra á fyrrverandi borgarstjóra Steinunni Valdísi Óskarsdóttur; þegar hún lét hækka laun þeirra lægstu hjá borginni eins og kunnugt er. Nú er ekki einu sinni víst að hún komist á þing, ekki öruggt. Hér er jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar rétt lýst í raun þarfnast ekki fleiri orða. Enda sjálfur fyrrverandi foringi Jón Baldvin Hannibalsson ekki par ánægður með flokkinn sinn eins og fram hefur komið. Lái honum hver sem vill ekki undirrituð.
Vinstri grænir samir við sig. Vilja betra velferðarkerfi en það má ekkert kosta. Engar lausnir eða skilningur á blómlegu atvinnulífi eða að skattaumhverfi þurfi aðgæslu til að flæma ekki fyrirtækin úr landinu. Að ekki sé nú minnst á varnanarrmál Íslands, norrænu frændþjóðanna og Atlandshafsbandalagsins. Engar frambæirlegar tillögur þar um hvorki hvað varðar varnir eða björgunarstörf; sem þó er afar mikilvægt í vályndum veðrum hér við land.
Frjálslyndir sýndu miklu meiri skilning á framangreindum málum verður að viðurkennast. En nefndu varla málefni innflytjenda. Verður að teljast undarlegt sem er þó aðal stefnumál þeirra.Margrét Sverrisdóttir var ekki beitt í umræðunni þótt hún hefði tækifæri til þess enda blæs ekki byrlega hjá Íslanshreyfingunni um þessar mundir. Hún gæti tekið Jón Sigurðsson sér til fyrirmyndar í koningabaráttuni.
Jón gefur ekki eftir í orrahríðinni þótt þungt sé fyrir stafni hjá Framsókn. Þrátt fyrir allt eins og Jón Sigurðsson segir koma úrslitin ekki fyrr en eftir talningu á kosningadaginn. Skoðanakannanir munu engu breyta þar um enda of margar og misvísandi.
Að framsögðu hefur Stöð tvö mjög styrkt stöðu sína sem góður fréttamiðill í kosningabaráttunni. Betri og málefnalegri en ríkissjónvarpið enn sem komið er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:21 | Slóð | Facebook
1.5.2007 | 21:06
RUV MEÐ "KLAPPLIÐ" - FYRIR STJÓRNARANDSTÖÐUNA?
Borgarafundur sjónvarpsins í kvöld var greinilega sviðsettur stjórnarandstöðunni í hag. Þegar stjórnarandstaðan hafði orðið voru góðar undirtektir, hlátur og klapp fyrir henni annars ekki.Svona sviðsettur hlutdrægur borgarafundur er ekki við hæfi hvað þá hjá ríkissjónvarpinu fjölmiðli allra landsmanna. Ekki þar fyrir að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að standa fyrir máli sínu en umrædd hlutdrægni sjónvarpsins er siðlaus og hlýtur að draga úr trausti almennings á stofnuninni.
Fyrst var það Jónína Bjartmarz ráðherra, sem reynt var að setja á galdrabálið til að koma höggi á hana fyrir kosningar. Áfram er nú haldið með klappliði sjónvarpsins fyrir stjórnarandstöðunni, sem auðvitað verður að afla sér fylgis án sérstaks stuðnings ríkissjónvarpsins.Er það hlutverk RUV, að blanda sér í koningabaráttuna með framangreindu klappliði? Fremur að koma fram með málefnalegur og hlutlausum hætti gagnvart öllum stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook
1.5.2007 | 10:37
Vísindin fyrir kynlífsiðnaðinn?
Fyrir hverja eru þessar rannsóknir sem auka kynhvöt kvenna? Geta auðvitað komið sér vel í kynlífsiðnaðinum en fyrir hverja þar? Fyrir konurnar sem selja sig eða karlana sem kaupa; eða þeir þurfi alls ekker að borga fyrir greiðann sökum ánægju seljenda.
Að framsögðu til lengri tíma litið eru það frekar hagsmunir karla sem ráða för í umræddum rannsóknum? Hvernig ætli kynlísiðnaðurinn taka þessum nýju vísindum? Dæmið snýst sennilega við og konur fara að kaupa karlmenn?
![]() |
Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook
1.5.2007 | 07:27
Gleðilega hátíð - verkakýðsdaginn!
Undirrituð kemst alltaf í baráttuhug á verkalýðsdaginn. Las ung kommonistaávarpið sem þótti frelsisbók kúgunar á sínum tíma. Eins og flest mannanna verk gekk stefna bókarinnar sér til húðar og olli milljónum manna fangelsi og dauða.
Persónulega á undirrituð blendnar tilfinningar um 1. maí. Tók þann dag stúdentspróf það síðasta frá Bifröst. Hin minningin er meira í takt við daginn. Þann dag fyrir áratugum sagt upp vinnu fyrir að leyfa sér að biðja um launahækkun og fylgja því eftir. Uppsögnin átti eflaust að vera viðvörun til hinna, að ekki væri ráðlegt krefjast hærri launa.
Viðburður dagsins í Morgunblaðinu eru ljóð skáldsins Mattíasar Jóhannessen sem eru ort af hans alkunnu snilli. Þeir sem ekki kaupa Mbl. ættu að verða sér úti um blaðið til að komast í stemmingu á verkalýðsdaginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 07:32 | Slóð | Facebook
30.4.2007 | 14:10
Helmingur Íslendinga tengjast áfengisneyslu?
![]() |
Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2007 | 22:36
Jón Sigurðsson ráðherra á þing - framför til framtíðar!
Jón Sigurðsson kom vel fyrir sjónvarpinu í kvöld, fastur fyrir; málefnalegur með einlægan vilja til góðra verka. Þótt Framsókn sé í efiðri stöðu mun hann með sinni einörðu framkomu og kurteisi ná að auka fylgið fram að kosningum. Vonandi nægilega til að verða í næstu ríkisstjórn.
Ekki vænleg kosninga barátta til að ná árangri. Yrði ekki hissa þótt málið snerist upp í andhverfu sína Framsókn í hag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2007 kl. 09:26 | Slóð | Facebook