Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.4.2007 | 16:00
Virðir Morgunblaðið allar skoðanir - Með rökum og réttlæti?
Hvers vegna loka staksteinar Mbl. fyrir skrif sín gegn Reykholtsprestinum í dag. Hvað gengur Morgunblaðinu til? Eru þau hrædd við skoðanir okkar bloggara. Ekki má gleyma að Mbl. gefur sig út fyrir að virða skoðanir allra, blað allra landsmanna. Nú nýlega með því að leyfa boggurum að gera athugasemdir.
Að mínu mati sneri Sr. Geir ekki út úr í sjónvarpinu í gærkveldi. Ef rétt er munað þá taldi Helgi að almenningsálitið væri andstætt samþykkt prestanna á prestastefnunni þann 26. apríl. Hvaða skoðanakönnun var það, hvernig var hún unnin? Hvers vegna var klippt svo snöggt á umrætt viðtal á þessum umrædda tímapunkti?
Sr. Geir var að útskýra hvers vegna almenningsálitið gæti ekki verið mælikvarði á hvaða stefnu kirkjan hefði samkvæmt boðskað Krists. Hér er verið að reyna að skrifa málið í annan neikvæðan farveg eða sá sem skrifar hefur ekki nægilega guðfræðilega þekkingu.
Verðum við ekki að geta horfst í augu við sannleikann þótt það sé stundum sárt? Valdi fólkið ekki morðingjann Barrabas frekar en Krist á Golgata forðum, þegar Pílatus þvoði hendur sínar af krossfestingu Krists og gaf boltann á dómstól götunnar? Hvernig ætla Staksteinar að rökstyðja að almenningsálitið hafði þá rétt fyrir sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2007 kl. 07:48 | Slóð | Facebook
27.4.2007 | 16:00
Virðir Morgunblaðið allar skoðanir - Með rökum og réttlæti?
Hvers vegna loka staksteinar Mbl. fyrir skrif sín gegn Reykholtsprestinum í dag. Hvað gengur Morgunblaðinu til? Eru þau hrædd við skoðanir okkar bloggara. Ekki má gleyma að Mbl. gefur sig út fyrir að virða skoðanir allra, blað allra landsmanna. Nú nýlega með því að leyfa boggurum að gera athugasemdir.
Að mínu mati Sneri Sr. Geir ekki út úr í sjónvarpinu í gærkvedi. Ef rétt er munað þá taldi Helgi að almenningsálitið væri andstætt samþykkt prestanna á prestastefnunni þann 26. apríl. Hvað skoðanakönnun var það, hvernig var hún unnin? Hvers vegna var klipp svo snöggt á umrætt viðtalið á þessum umrædda tímapunkti? Sr. Geir var að útskýra hvers vegna almenningsálitið gæti ekki verið mælikvarði á hvaða stefnu kirkjan hefði samkvæmt boðskað Krists.
Hér er verið að reyna að skrifa málið í annan neikvæðan farveg eða sá sem krifar hefur ekki nægilega guðfræðilega þekkingu. Verðum við ekki að geta horfst í augu við sannleikann þótt það sé stundum sárt? Valdi fólkið ekki morðingjann Barrabas frekar en Krist á Golgata forðum, þegar Pílatus þvoði hendur sínar af krossfetingu Krists og gaf boltann á dómstól götunnar? Hvernig ætla Staksteinar að rökstyðja að almenningsálitið hafi haft rétt fyrir sér þá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2007 kl. 07:47 | Slóð | Facebook
25.4.2007 | 07:41
Trúin er dauð - án verka?
Samkvæmt siðfræðinni erum við siðgæðisverur. Hvað felst í að vera siðgæðisvera.? Að vera siðgæðisvera felst í hnotskurn; heiðarleiki, réttsýni og sannsögli séu haldin í heiðri, gera þá kröfu til til samfélagsins og okkar að vera ábyrg gjörða okkar, að gegna siðfeðilegum skyldum við sjálfan sig og aðra.
Samkvæmt siðferðiðlegum forsendum hljótum við að taka afstöðu gegn fóstureyðingu, tökum á okkur þá samfélagslegu ábyrgð að koma þeim til hjálpar sem svo illa eru komnir að telja sig knúna til að eyða fóstri.
Hvað varðar rétt samkynhneigðra til að hljóta kirkjulega vígslu er það á skjön við það siðgæði sem við höfum tileinkað okkur og út frá forsendum kristinnar trúar.
Í okkar þjóðfélgi hafa samkynhneigðir fengið borgaraleg réttindi til að búa saman. Hafa borgaraleg réttindi nú þegar.
Samkvæmt kristinni trú er kirkjuleg vígsla fyrir samkynhneigða ekki framkvæmd. Umræðan um kirkjulega vígslu samkynhneigðra er talsvert óljós. Snýst hún um siðferðileg réttindi eða um hvaða afstöðu kirkjan á að taka eftir því hvað "hagsmunahópar" telja sér í hag hverju sinni?
Á kirkjan á að semja sig að því markmiði að þóknast samfélaginu og sjálfdæmi einstaklinga? Þá stefnir kirkjan að guðlausri veröld þar sem allt er leyfilegt. "Því eins og líkaminn er dauður án anda, eins er trúin dauð án verka." (Jak. 2.26 Biblían)
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook
23.4.2007 | 10:36
Vilja Vinstri Grænir - braska með kvóta?
Þessi hugmynd getur tæplega orðið að veruleika nema hún verði sett fram og rædd við viðkomandi aðila. Að algert skilyrði sé að trilluútgerðir fái kvótann beint þar sem þær eru staðsettar. Að úgerðirnar fái kvótann án þess að greiða krónu í leigu það er réttlætismál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2007 kl. 04:07 | Slóð | Facebook
22.4.2007 | 22:17
Örvæntingarfullur stjórnmálaforingi?
Sorglegt var að hlusta á örvæntingarfullan fyrrverandi stjórnmálaforingja eins og Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpinu í kvöld. Upphrópanir: Landið í tötrum! Ónýt króna! Okurvextir! Burt með núverandi stjórn! Lýðræðið óvirkt! Jafnaðarmannaflokkurinn mistókts! Hvernig átti annað að vera um svo ólík öfl sem eru innan Samfylgingar? Gáfaður maður eins og Jón Baldvin veit að dropinn holar steininn þegar um stjórnmál er að ræða. Ekkert við þessara stöðu að gera nema hafa biðlund þangað til flokkurinn hefur náð jafnvægi. Þangað til mun Jón Baldvin þurfa að sætta sig við önnur stjórnarmynstur ef fer sem horfir samkvæmt skoðanakönnunum.
Má segja að umræddar upphrópanir muni ekki verða Samfylgingunni til framdráttar í kosningabaráttunni.
Virkt lýðræði hlýtur það að vera þegar fólki kýs það sem það vill og mun gera í komandi kosningum.
Náðst hefur viðundandi sátt um landbúnað í samræmi við það sem er að gerast í heiminum. Engin lausn að rústa íslenskum landbúnaði, sjúkdómar eru alltaf að koma upp í búfénaði erlendis, sem ekki sést fyrir endann á í nánustu framtíð.
Unnið markviss að uppgræðslu landsins og reynt að draga úr viðvarandi uppblæstri sem þó aldrei verður stöðvaður alveg vegna veðurfars.Atvinna næg í landinu og horfur áframhaldandi stöðugleika.
Verkefni næstu stjórnarandstöðu verður að gefa aðhald um að afkoma öryrkja, aldraðra og þeirra lægst launuðu verði ekki svikinn eins og oftast hefur orðið eftir allar kosningar. Þá heldur Jón Baldvin vonandi vöku sinni um jafanaðastefnuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2007 kl. 08:58 | Slóð | Facebook
21.4.2007 | 13:30
Forsetakosningar - "Á vígvelli siðmenningar"
Nú stendur yfir fyrri umferð forsetakosningarinnar í Frakklandi og þeir tveir sem fá flest atkvæði fara í aðra umferð kosninga eftir nokkra daga þar sem úrslit verða væntanlega ráðin. Kemur upp í hugann sú staða sem uppi er hér á landi, að breyting á kosningalögum fyrir forsetakosningar þarf að fara fram miðað við þau viðbrögð, sem núverandi forseti hefur fengið í blaðaskrifum vegna nýstárlegra uppátækja í forsetatíð sinni. Mattías Johannessen ritsnillingur og skáld birtir afar athyglisverða grein á netinu í dag sem hann nefnir Á vígvelli siðmenningar.
Þar kennir ýmsra grasa sem fróðlegt er fyrir bloggheiminn að kynna sér.
Eftirfarandi er tekið úr umræddri grein er fjallar um óskýr lög og siðlega þáttinn: ... Dómstólar hafa ekki við að lesa í óskýr lög frá Alþingi, en það eru smámunir miðað við byltinguna sem nú fer fram á Bessastöðum gegn stjórnarskrá landsins,eins og lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur bent á.En hvernig væri þá að ganga hreint til verks fyrst ráðherrar og alþingismenn ráða ekkert við forseta landsins og gera embættið pólitískt með nýjum lögum,en þá verður að búa svo um hnútana að enginn geti sezt í það nema með stuðnings álitlegs meirihluta þjóðarinnar,þannig að minnihlutinn geti ekki orðið stærri en meirihlutinn eins og nú vill verða ?! Sumt er löglegt,annað siðlegt.. Þingræði ræður ekki við siðlega þáttinn. Ekki dómstólar heldur. Því miður! Við morgunblaðsmenn lentum í einu af þessum álitamálum á sínum tíma,þegar ríkissaksóknari kærið umfjöllun Agnesar Bragadóttur sem snerti uppljóstranir eða upplýsingar og bankaleynd í Landsbankanum eins og margir muna,en blaðið var sýknað án þess verjendur sópuðu til sín milljónum og agnúazt væri í fjölmiðlum út í ákæruvaldið. Málið semsagt rekið hávaðalaust og án málaliða! Engar óheiðarlegar aðferðir eða tölvupóstsþjófnaðir , engar ærumeiðingar, engir fjölmiðlalögmenn. Engar ásakanir um pólitískt upphaf málsins! En Agnes hafði sóma af málinu og hlaut fyrir það verðskuldaða viðurkenningu. Við morgunblaðsmenn töldum að okkur vegið,að vísu,en ríkissaksóknari taldi okkur brotlega. Hæstiréttur sýknaði,svo við gátum sagt eins og komizt var að orði á dögum Jónasar frá Hriflu :Guði sé lof fyrir Hæstarétt! Allt var þetta rekið í kerfinu eins og hvert annað kærumál og aldrei datt okkur í hug að fara í neitt skaðabótamál,enda vissum við að ríkissaksóknari var einungis að sinna því sem hann taldi embættisskyldu sína.Og hann lá ekki undir neinum ámælum,þótt hann tapaði málinu,enda enginn fugl á hendi í þeim efnum. Og enginn nefndi samsæri! Samt er æra okkar meira virði en hlutabréf í öllum tuskubúðum Lundúnaborgar! Og nú að öðru. Sumt í þessu Baugs-máli minnir ónotalega á pólitíska þáttinn í Geirfinnsmálinu, án þess það verði rifjað upp hér. Þá var stundum erfitt að stjórna Morgunblaðinu og sigla milli skers og báru,en umfjöllun blaðsins frá þeim tíma stendur eins og stafur á bók og þarf ekki að skammast sín fyrir hana,enda sagði Ólafur Jóhannesson og lét berast til mín,að augljóst væri að nazistar stjórnuðu ekki þar á bæ. En þetta voru erfiðir tímar Þá eins og nú tóku óábyrgir fjölmiðlar undir hasarinn, auðvitað. Og þannig hefur pólitík fyrr komið við sögu í dómsmálum. Það má með sanni segja að dómstóll götunnar var ekki óvirkur þá frekar en nú. Hann hefur verið Baugsmönnum hliðhollur,því þeir hafa notið vafans og sagðir í hlutverki hróahattar á matvörumarkaðnum,en andstæður olíufurstum sem leika einnig sína rullu þarna í Skírisskógi ísmauranna,svo vitnað sé til Spaugstofunnar sem hefur íslenzkt samfélag á reiðum höndum. Í hafskipsmálinu vorum við morgunblaðsmenn gagnrýndir af vinstri mönnum fyrir varkárni,jafnvel einnig af fólki sem stóð okkur nær. Vinstri menn héldu því fram að við værum að reyna að hilma yfir með sjálfstæðismönnum sem við sögu komu.Það er rétt að við fórum varlega í sakirnar,enda er dagblað ekki dómstóll,heldur upplýsingamiðill,og þá væntanlega eitthvað skárri en Gróa! Við sögðum aldrei neitt sem við höfðum ekki pottþéttar heimildir fyrir,það gerðum við ekki fyrir neina sjálfstæðismenn,heldur af nærgætni við lesendur okkar, heiður okkar sjálfra og eigin samvizku.Fyrir bragðið lágum við undir ámæli þeirra sem heimtuðu pólitískan hasar;þeirra sem telja að fjölmiðlar séu dómstólar og sakamál eigi að reka í þeim. Og þar eigi að kveða upp dómana. Þetta voru einnig erfiðir tímar og minna á Baugs-málið nú.En það er í raun og veru ekkert öðruvísi en önnur þau mál sem koma til kasta lögreglu vegna gruns um misferli,fara fyrir dómstóla og eru svo afgreidd þar lögum samkvæmt,hvort sem mönnum líkar betur eða ver. En stundum fara fjölmiðlar offari.Og þá er pólitík oftast undirrótin (og svo náttúrlega tengsl við málsaðilja, eins og dæmin sýna). Stundum eru haldnar borgarnesræður.Og þá eru þeir sem standa vörð um réttarríkið dregnir fyrir dómstól götunnar og sakaðir um réttarhneyksli,hvað sem það merkir. Rétt eins og afbrotamenn. Já,eins og Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra,á sínum tíma. En hann stóð keikur og lét ekki hrekja sig úr embætti.Varði hendur sínar á þingi og óhætt að segja að ræða hans hafi verið einstök. Gula pressan hefur tekið við af beinakerlingunum gömlu,en þær voru einskonar smitberar í varnarlausu samfélagi Gróu á Leiti..Beinakerlingar voru vörður á alfaraleið þar sem menn skildu eftir leggi með níðvísum.Jónas varar við beinakerlingum í einu ljóða sinna.Nú eru reknir hér fjölmiðlar sem kenna sig jafnvel við rannsóknarblaðamennsku (!),en eru ekkert annað en beinakerlingar. Rógberar og kjaftaskar sækja í þessa nýju fjölmiðlaeins og flugur í kúaskít.Og gulna! Þökk sé skáldinu fyrir einkar fróðlega grein sem segja má að sé stefnumarkandi um hvernig laga og fjölmiðlaumhverfi við viljum búa við í framtíðnni!Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2007 kl. 06:17 | Slóð | Facebook
20.4.2007 | 11:50
Framsókn í erfiðum róðri í kosningabaráttunni?!
Ef ríkistjórnin heldur velli má túlka það sem skilaboð um áfram haldandi stjórnarsamstarf.
Viðrist vera uppgjafatónn í Guðna Ágústssyni vegan slaks gengis Framsóknarflokksins, að Sjálfstæðisflokkurinn sigli lygnan sjó í stjórnasamstarfinu og komist hjá gagnrýni.
Þá segir Guðni vafasamt hvort hægt verði að halda áfram þótt stjórnin haldi velli. Þótt meirhluti missi einn mann þá er það ekki nægileg ástæða fyrir Framsókn að draga sig í hlé.
Þótt ekki sé góð staða hjá Framsókn þá hefur hún þó nokkrar skyldur til að halda áfram með þá stefnu sem stjórnin markaði sér í upphafi. Ekki er góður kostur að skjóta sér undan merkjum þótt illa gangi í svipin.
Það verður aðeins vatn á myllu Kaffibandalagsins.
Eins og Guðni nefndi hafa verið innbyrðis átök innan flokksins. Undirrituð telur að stærsta deilumálið séu Evrópumálin og þar hafa stuðningsmenn ESB sýnt yfirgang og stjórnað flokknum alfarið í þeim málum.
Lanbúnaðrmálin eru oft umdeild en nú hefur Guðna tekist að ná allgóðri sátt um þau mál. Heibrigðis - og félgsmálaráðuneytið eru erfiðir málaflokkur. Sérstaklega hafa mál eins og Byrgismálið og fl. reynst erfið og reynt meira á Famsókn en samstarfsflokkinn.
MIklar breytingar hafa orðið í þingflokk og forystu flokksins. Undirrituð telur að brottför Jóns Kristjánssonar sem þingmanns verði flokknum afdrifarík og muni kosta fylgistap fyrir austan. Við því er ekkert hægt að gera nema að læra af reynslunni.
Nú er það nýja forystan sem þarf að taka á í kosningabaráttunni. Hef trú á að Jóni Sigurðssyni gæti tekist að koma flokknum á réttan kjöl ef allir vinna vel saman.
Versti kostur fyrir framsókn er að fara ekki aftir í ríkistjórn ef nægilegur meirihlut fæst. Það sem verra er að sú kjölfesta sam náðst hefur í efnahagsmálum og velferðarmálum verður ekki nægileg án Framsóknarflokksins.
![]() |
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook
20.4.2007 | 09:37
Skoðanakannanir og kosningaumfjöllun fjölmiðla.
Umhugsunarvert er hvað skoðanakannanir eru misvísandi þrátt fyrir stöðugar bitringar í fjölmiðlum. Ljóst er að umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á hvaða afstöðu fólk tekur hverju sinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hverning form er notað þegar spurt er. Eru það leiðandi spurningar eða teygjanlegar spurningar; farið á skjön við það sem verið er að spyrja um? Ekki er verið að tortryggja þá sem framkvæma skoðanakannanir en það sem ekki er gagnsætt vekur upp efa trúverðugleika. Ekki er æskilegt skoðanakannanir geti birst ótakmarkað í fjölmiðlum eða hvernig form þeirra er. Ekki hafa verið settar nægilegar reglur með lögum um skoðanakannanir og úr því þarf að bæta.
Virðist vera að fólk hætti að hlusta síbilju skoðanakanna. Ekki heldur æskilegt vegna þess að skoðanakannanir eru gagnvirkar.
Þær gefa stjórnmálaflokkum aðhald um þau málefni sem settar eru á oddinum hverju sinn.Þar gegna fjölmiðlar mikilli ábyrgð, að fram komi réttar upplýsingar um kosningaloforð bæði þau sem átti að gera fyrir fyrri kosningar og hvað á að framkvæma í komandi kosningum.
Það sem af er fyrir þessar kosningar hefur umfjöllumn verið nokkuð málefnaleg. Kosningafundir og viðtöl í fjölmiðlum verið með nokkuð viðunandi hætti. Samt fer ekki hjá því að í þessum stóru kjördæmum þyrft að meiri umfjöllun um afsekktari byggðarlög í stóru kjördæmunum markvissari athygli en gert hefur verð á þessum stóru framboðsfundum.
Ekki er ofmælt að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu eins og forsetinn hafði á orði eitt sinn í ræðu við setningu Alþingis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook
20.4.2007 | 09:36
Skoðanakannanir og kosningaumfjöllun fjölmiðla.
Umhugsunarvert er hvað skoðanakannanir eru misvísandi þrátt fyrir stöðugar bitringar í fjölmiðlum. Ljóst er að umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á hvaða afstöðu fólk tekur hverju sinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hverning form er notað þegar spurt er. Eru það leiðandi spurningar eða teygjanlegar spurningar; farið á skjön við það sem verið er að spyrja um? Ekki er verið að tortryggja þá sem framkvæma skoðanakannanir en það sem ekki er gagnsætt vekur upp efa trúverðugleika. Ekki er æskilegt skoðanakannanir geti ótakmarkaðað birt kannanir sínar í fjölmiðlum eða hvernig form þeirra er. Ekki hafa verið settar nægilegar reglur með lögum um skoðanakannanir og úr því þarf að bæta.
Viðist vera að fólk hætti að hlusta síbilju skoðanakanna. Ekki heldur æskilegt vegna þess að skoðanakannanir eru gagnvirkar.
Þær gefa stjórnmálaflokkum aðhald um þau málefni sem settar eru á oddinum hverju sinn.Þar gegna fjölmiðlar mikilli ábyrgð, að fram komi réttar upplýsingar um kosningaloforð bæði þau sem átti að gera fyrir fyrri kosningar og hvað á að framkvæma í komandi kosningum.
Það sem af er fyrir þessar kosningar hefur umfjöllumn verið nokkuð málefnaleg. Kosningafundir og viðtöl í fjölmiðlum verið með nokkuð viðunandi hætti. Samt fer ekki hjá því að í þessum stóru kjördæmum þyrft að meiri umfjöllun um afsekktari byggðarlög í stóru kjördæmunum markvissari athygli en gert hefur verð á þessum stóru framboðsfundum.
Ekki er ofmælt að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu eins og forsetinn hafði á orði eitt sinn í ræðu við setningu Alþingis.
19.4.2007 | 17:58
Núverandi ríkisstjórn áfram - hugmyndasnauð stjórnarandstaða?
Þorgerður Katrín Gunnarsdótti var spurð að því í dag (Saga) hvort henni hugnaðist áframhaldandi stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Hún svaraði því að ef stjórnin fengi meirhluta í komandi kosningum þá væri það ákveðin skilaboð. Það er mergurinn málsins að mati undirritaððra, þá eru skilaboðin sama ríkistjórn áfram. Núverandi stjórn hefur komið mörgu góðu til leiðar í atvinnumálum og reynt eftir bestu getu að þoka velferðarmálum áfram.
Ef stjórnin fær umboð í kosningunum þá mun verða auðveldara að halda áfram á sömu braut til framfarla.Flokkarnir í stjórnaandstöðu virðast ekki hafa sýnt málefnalega stjórnandstöðu það sem af er í kosningabaráttunni. Það sýnir slakt gengi í skoðanakönnunum hvað eftir annað. Sem betur fer virðist almenningur sjá í gegnum þessa ómálefnalegu og ekki skapandi málefni hjá Kaffibandalaginu./Pulsubandalaginu Steingrímur og Ingibjörg Sólrún.
Óbreytt ríkisstjórn mun verða fasæl niðurstaða í komandi kosningum ef framfarir félagslegar umbætur eiga að verða í samfélaginu á komandi árum.
Gleðilegt sumar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2007 kl. 07:46 | Slóð | Facebook