Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.9.2015 | 10:41
"Ósigur ESB - um frið og réttlæti"?
Evrópuþjóðir vöknuðu við vondan draum fyrir nokkrum árum - þjóðir á barmi gjaldþrots vegna græðgi og villimennsku banka og fyrirtækja; lög og reglur túlkuð eftir hagsmunum er hentuðu hverju sinni?
Nú bætist fóttamannavandinn við, ófriður gæti verið í aðsigi jafnvel borgarastyrjöld.
ESB var stofnað til að koma á friði eftir tvær heimsstyrjaldir milli stríðshrjáðra Evrópuríkja; félagsleg gildi með samfélag fyrir alla var markmiðið.
Er hugsjónin um lýðræði og réttlátt samfélag um frið milli þjóða kulnuð; hefur skrifræðið í Brussel brugðist almenningi en stutt svik banka og stórfyrirtækja?
![]() |
Ósigur almennrar skynsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook
23.9.2015 | 02:33
"Borgastjóri í öngstræti"?
Meirihluti borgarstjórar uppgötvaði sér til skelfingar að þeir eru ekki þjóðin,borgastjórinn dettur úr glanspíuhásætinu; neyðist til að taka ákvarðanir. Halldór Auðar,pírati þekkir allt í einu og virðir sín takmörk; sjálfsagt að draga viðskiptabannið til baka.
Enda málið ekkert smámál landslög brotin og stór viðskipti í hættu; hvar er allt gagnrýna fólkið gegn Hönnu Birnu í lekamálinu? Pressan leynt og ljóst hamaðist marga mánuði til að koma henni úr ráðherrastóli og tókst að lokum. Engin mótmæli engir stjórnsýslufræðingar koma fram á RÚV með álit um viðskiptabannið.
Vonandi heldur Dagur B. Eggertsson áfram sem alvöruborgarstjóri; ekki úr vegi að taka á fjármálum borgarinn er virðast öll í ólestri; hætta við byggingu nýs flugvallar, málið liggur ljóst fyrir til þess eru ekki fjármunir.
![]() |
Samþykktu að draga tillöguna til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook
22.9.2015 | 06:51
Viðskiptabann stríðsástand?
Viðskiptabann milli þjóða á sér stað í auknum mæli og má líkja við stríðsástand. Eykur á eymd almennings, fyrirtæki verða gjaldþrota - atvinna minnkar. Viðskipti milli landa hafa í gegnum söguna aukið menningarstrauma um allan heim.
Efast má um að viðskiptabann minnki stríðsátök þvert á móti skapar það óviðunandi lífskjör, hatur og hryðjuverk; viðheldur stríðsátökum er það tilgangurinn?
![]() |
Umdeild tillaga hefur opnað umræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2015 | 05:16
Lækkun kosninga-aldurs orkar tvímælis -
Árni Páll og Katrín reyna allar leiðir að afla sér fylgis; man ekki betur en Jóhanna Sigurðardóttir hafi á sínum tíma verið verið aðalmanneskjan um að áfengisaldur yrði lækkaður í sama tilgangi. Það munar verulega á þroska þess sem er átján ára og sextán ára. Ungmennum er enginn greiði gerður að lækka kosningaaldurinn þau eru áhrifagjörn; auðveld bráð fyrir óvandaðan áróður stjórnmálanna.
Áróður fyrir kosningar verður sífellt harðari af stjórnmálamönnum og óbeint af fjölmiðlum sem er öllu verri ekki síst fyrir unglinga á viðkvæmu þroskastigi.
Frekar að leggja sterka áherslu á gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum, leggja til þess sérstaka fjármuni; gera þau að sjálfstæðum hugsandi þjóðfélagsþegnum.
Leyfum unglingunum okkar þroskast í friði;þá verða þau hæfari til að taka þátt stjórnmálum í fyllingu tímans.
![]() |
Kosningaaldur lækki í 16 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook
21.9.2015 | 04:06
Brot á mannréttindum og stjórnarskrá -
Brot á mannréttindum og stjórnarskrá-
Eldri borgarar eiga rétt á óskertum launum/eftirlaunum óháð arði af sparifé sínu en greiði fjármagnstekjuskatt eins og allir aðrir. Svívirðileg framkoma við eldri borgara að svipta þá lífeyri frá tryggingastofnun/lífeyrissjóði er þeir hafa greitt í alla sína ævi.
Ef fólk hættir að spara hvaða fé á þá að taka að láni? Hver er þá tilgangurinn að spara ef ekki má njóta sparnaðarins? Framangreind eignaupptaka eða öllu heldur "rán" með lögum af einum hópi í samfélaginu er níðingsháttur sem jafnaðarmenn réttlæta. Hvers vegna einn hópur í samfélaginu; aðeins fólk á efri árum er hefur heiðarlega aflað sér sparnaðar gegnum ævina er það jöfnuðurinn?
Allir aðrir halda arði af sparifé/eignum sínum án þess að laun þeirra séu skert. Tekjur þegnanna í samfélaginu fara eftir menntun, reynslu; en ekki síst eftir dugnaði og ráðdeild; svipting/skerðing á eftirlaunum aldraðra er brot á mannréttindum og stjórnarskrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:03 | Slóð | Facebook
20.9.2015 | 20:51
Stöðugleiki í efnahagsmálum - lægri vextir -?
Vonandi tekst núverandi ríkisstjórn að ná tökum á vanda fólks og útvega leiguíbúðir á viðráðanlegu verði eða íbúðir í hóflegri stærð.
Að banna verðtryggingu með lögum er tæplega vænleg leið heldur þarf ríkisstjórnin að ná tökum á efnahagsmálunum. Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þróun verðlags er ótrygg. Við þær aðstæður er ekki forsenda að gera langtímasamninga án verðtryggingar. Ef gjaldmiðill er sterkur og lítil verðbólga í langan tíma er forsenda fyrir langtíma samningum án verðtryggingar og jafnvel föstum vöxtum.
Hér er ekki sterkur gjaldmiðill óvissa er um þróun verðlags; engin forsenda til að afnema verðtryggingu fyrr en stöðugleiki næst.
Breytilegir vextir gætu að einhverju leyti komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni- þeir eru háir þegar hún er mikil -en lækka ef dregur úr verðbólgu. En hafa slík lán marga kosti umfram verðtryggð lán? Vaxtagreiðslur geta sveiflast mjög mikið og henta ekki fólki með lágar tekjur þar sem verðbólga er mikil eins og oftast hefur verið hér á landi.
Nú hefur tekist að minnka verðbólgu verulega en vinnumarkaður enn afar ótryggur ; blikur eru á lofti og skiptir máli að laun hækki í samræmi við aðstæður. Ef ríkisstjórn og seðlabanka tekst að ná góðum tökum á efnahagsmálum og samningar takast um laun, þá munu aðstæður verða vænlegri fyrir minni efnað fólk að kaupa eða leigja sér íbúð vaxtaumhverfið verður stöðugra er leiðir af sér lægri vexti.
20.9.2015 | 08:43
"Nútíma guðsmaður"
Heilagur Francis frá Assisi í Ítalíu fjallaði oft um vistfræðilega ábyrgð kristinna manna fyrir arðráni sem átti sér stað í náttúrunni. Má líta á umhyggju hans sem dæmi um kristilegan kærleika í vistfræðilegu samhengi. Líf hans snerist um róttæk mótmæl: að sýna eigi allri sköpun Guðs umhyggju, bera velferð hennar fyrir brjósti hvort sem eru um haf, jörð, dýr eða plöntur að ræða; boðskapur Heilags Francis var göfugur og skýr boðskapur í vistfræði á kristnum forsendum.
Framangreindur miðaldaboðskapur Heilags Francis frá 13.öld á fullt erindi til allra kristinna manna óháð trúfélagi.
Kristnar kirkjur mættu halda boðskap hans meira á lofti í safnaðarstarfi sínu.
Eigið góðan sunnudag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook
20.9.2015 | 01:53
Skammtímahagsmunir eða græðgi?
Hvers vegna vissu bændasamtökin ekki um samningana er landbúnaðarráðherrann valdalaus gagnvart ágangi verslunar að flytja inn sem mest af matvælum? Ekki virðist vera um stóra vöruflokka að ræða en verða lækkaðir verulega til að vekja athygli neytenda hvað það sé hagkvæmt að flytja sem mest inn af matvælum - er ekki verið að rétta neytendum "ódýra gulrót" til að auka þrýsting almennings um meiri innflutning síðar meir?
Mikilvægt að vernda okkar landbúnaðaframleiðslu -tryggja eins mikla sjálfbærni og mögulegt er - skammtímahagsmunir neytenda og græðgi verslunarinnar mega ekki ráða för.
![]() |
Getur lækkað verð um tugi prósenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 21:31
Ekki "nýja vinstri velferðarstjórn"
Nú hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar fundið ráð við fylgistapinu(frétt RÚV í kvöld),hyggst safna saman vinstra liðinu í nýja vinstri velferðarstjórn fyrir næstu kosningar. Varla hefur fólk gleymt sviknu loforðum þeirra gömlu: Skjaldborginni frægu, Icesave-skuldinnni er þjóðin átti að greiða,útsölu föllnu bankanna til vogunarsjóða fyrir smánarverð, 110%-leiðinni handa fáum útvöldum til að halda fylgi,grimmileg árás á eldri borgara með eignaupptöku/auðlindaskatti og afnámi grunnlífeyris.
Árni Páll minnir einna helst á úlfinn sem fór í náttföt ömmu gömlu, að villa Rauðhettu litlu sýn; kemur nú til kjósenda mjúkur í máli en verður erfitt um vik; þrátt fyrir náttföt ömmu gömlu,sést skrumið í gegn og verður honum að falli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook
19.9.2015 | 05:08
Hjálparstarf án landamæra -
Hjálparstarf í stríðsátökum hefur það markmið að hjálpa öllum særðum og sjúkum en áður fyrr illa séð af stríðsaðilum. Undirrituð kynntist aldraðri breskri hjúkrunarkonu fyrir mörgum árum er send var til Frakklands á vígvöll seinna stríðs. Einn dag var helsærður ungur þýskur hermaður meðal hinna særðu - særður til ólífis,hann gat samt fengið hjúkrunarkonunni veskið sitt- beðið hana að senda það eiginkonu og syni. Bréfið fór í hendur hersins- var hún svipt viðurkenningu er hún hafði fengið fyrir störf sín ásamt alvarlegum ákúrum. Mörgum árum seinna fékk hjúkrunarkonan bréf frá franska hermálaráðuneytinu með afsökunarbeiðni ásamt æðsta heiðursmerki franska hersins fyrir óeigingjarnt starf í þágu særðra hermanna- nokkru síðar fékk hún sömu viðurkenningu frá Þýskalandi.
Sem betur fer hefur hjálparstarf í stríðsátökum breyst til hins betra öllum er reynt að hjálpa óháð þjóðerni. Það kemur úr hörðustu átt að borgarstjórn Reykjavíkur með Björk Vilhelmsdóttur fyrrverandi flaggskip félagsþjónustunnar í fararbroddi; skuli blanda sér með beinum hætti í stríðsátök Palestínu og Ísrael; samþykkja viðskiptabann á Ísrael.
Ekki í anda alþjóðlegrar hjálparstarfssemi er reynir af fremsta megni að hjálpa stríðshrjáðu fólk óháð landmærum. Góða helgi.
![]() |
Reynt að lágmarka tjónið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook