Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Bræður berast á banaspjótum"

Dapurlegt hvað Sameinuðu  þjóðirnar virðast valdalítil stofnun – þar sitja  fulltrúar valdamestu ríkja heims og karpa meðan bræður berast á banaspjótum í Sýrlandi– engin lausn í augsýn. Hætt  við að borgarastyrjöldin  dragi dilk á eftir sér í margar kynslóðir- engin skyndilausn sjáanleg.

„Var­an­leg­um stöðug­leika verður aðeins náð ef al­menn­ing­ur í Sýr­landi nær sam­komu­lagi um að lifa sam­an í friði og sátt,“ sagði Obama í ræðu sinni á þinginu; getur forsetinn vænst þess að átökunum í Sýrlandi ljúki með skjótum hætti þegar „200 þús manns hafa  fallið og 4 milljónir landflótta til Evrópu.?

Ban-Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ sagði að Rússland, Bandaríkin,Sádi Arabía, Tyrkland og Íran yrðu að finna lausn annars yrði yrði borin von um frið.

Heimsbyggðin hlýtur að vænta þess að framangreind ríki taki  höndum saman; hætti að karpa um eigin sérhagsmuni og sýni viljann í verki um varanlegan frið.innocent


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þeir sletta skyrinu sem eiga"

Ánægjulegt að útflutningur á skyri er arðsamur - oftar en ekki hefur hann borið lítið sem engan árangur á öðrum vörum í landbúnaði. Megin markmið framleiðslunnar verður  engu að síður að vera innlendur markaður.

Með auknum ferðamannastraumi hefur  ekki  tekist nægileg framleiðsl kjöts;  verið innflutt í auknum mæli. 

Vaxandi framleiðsla á býlum víðs vegar um land er aukabúgrein fyrir viðkomandi og vonandi fer hann vaxandi. Beint frá býli er athyglisvert framtak fyrir ferðamenn og  ísl. almenning og eykur fjölbreytni í sölu landbúnaðarafurða.

Sú staða er ekki fyrir hendi að umræddar vörur verði ekki niðurgreiddar- við verðum eins og önnur lönd að tryggja  eigin landbúnaðarframleiðslu til frambúðar.innocent


mbl.is Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi er vímuefni-

Eftirfarandi er úr bloggi mínu 2007 áfengisneysla virðist enn vera álíka vandi: Nú liggur á ný fyrir þinginu frumvarp um frelsi til setja áfengi í matvöruverslanir:  Hæst ber í morgunfréttum  ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og  framhaldsskólum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé “vægast sagt ömurlegt”.

 Við bætist önnur frétt, rannsókn af svipuðum toga að 47% framhaldskólanemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengisneyslu er  viðvarandi í samfélaginu.

 Talið að þrjátíu þúsund manns hér á landi eiga við áfengisvanda að stríða. Þá má reikna með að a.m.k um hundrað og fimmtíu þúsund manns, fjölskyldur þessa fólks er eiga í samfélagslegum erfiðleikum vegna áfengisneyslu vandamanna sinna; fyrir utan alvarleg umferðarslys og sjúkdóma er áfengi veldur. 

Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann; tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu.

Fjöldi samtaka og almennir borgarar hafa lýst andstöðu sinni við áfengisfrumvarpið: Hjúkrunarkvennafélagið, læknafélagið, kirkjan, SAMAN-hópurinn, Lýðheilsustöð, skólabörn, þingmenn í öllum flokkum, fræðslustjóri/skólamenn og yfirlæknir á Vogi svo eitthvað sé nefnt.  

Ellerts Scram þingm. Samf: í Fréttablaðinu 10. nóv.s.l. Þar segir hann: “Ef ég er alveg hreinskilinn, þá hef ég sem fjölskyldufaðir mestar áhyggjurnar af því, hvort og hvenær unglingarnir mínir falla fyrir þeim freistingum að smakka áfengi. Það veit enginn hvar sú drykkja endar”.

 Það er mergurinn málsins, börnum og unglingum er fyrir bestu, að alast upp við að áfengi sé vímuefni er beri að umgangast með varúð; takmarkað aðgengi styður það sjónarmið.innocent


Stefán frá Hvítadal (1887 - 1933):

Skáld hafa ort kvæði Maríu Guðsmóður til dýrðar fram á okkar daga. Það sýnir að hún hefur enn ítök sem eiga sér óslitnar rætur frá upphafi kristni hér á landi. 

 

Varst þú eitt með vorri þjóð,

virtir hennar minjasjóð,

heimtist öld af himni rjóð

hneig að brjósti þínu.

Sálir bundust sínu.

Heilaga móðir, heimt þú enn,

hlíf þú landi þínu.                          

 

 Stefán frá Hvítadal.

 

Góðan sunnudaginnocent


Lögleiðing samkvæmt kyni - æskileg?

Umræðan um skipun hæstaréttardómara ætti fremur að snúast um menntun viðkomandi annars vegar og reynslu í lögmannstörfum/stjórnsýslu  hins vegar. Reynsla í störfum hlýtur að koma til álita í svo ábyrgðarmiklu starfi. Mætti vera skýrt í lögum að reynsla umsækjanda skuli ráða úrslitum um starfið, þegar viðkomandi aðilar hafa jafnmetna stöðu í menntun.

Umræðan snýst aðallega um hvort jafnréttislög séu brotin eða ekk að skipa jafnt konur sem karla; þá má halda fram að jafnréttislögin séu óframkvæmanleg  um skipun í embætti.

 Verður ef til vill að skipa konu óháð menntun og reynslu – þá snýst málið um  lögleiðingu samkvæmt kyni – er það æskileg staða fyrir réttarkerfið?innocent

 


mbl.is Horft til stjórnsýslustarfa Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðar drauminn um frið til heimsbyggðarinnar.

Frans páfi gengur   á Guðsvegum í Vesturheimi boðar kærleika Krists  sem sterkasta  aflið  í vandamálum heimsbyggðarinnar - gegn stríði og hörmungum – gegn menguðum heimi – gegn fátækt og misrétti.   

Táknræn stund var bæn hans við minnisvarðann um hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana að viðstöddum fulltrúa fjölda trúarbragði.

Tilvitnun páfa í orð  Martins Luther King segja allt er segja þarf: „Ég á mér draum“ (Í have a dream), sem fórnaði lífi sínu í baráttu blökkumanna fyrir mannréttindum (í USA ) með kristin kærleika að vopni- afl sáttar- afl friðar –afl réttlætis.innocent

 


mbl.is Páfa fagnað eins og rokkstjörnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál Miðausturlanda margflókin-

Gyðingar bjuggu margar aldir víðs vegar í Evrópu – við mikla óvild í Þýskalandi, voru ofsóttir í Rússlandi. Í lok 19. aldar kom fram hugmynd um stofnun ríkis Gyðinga;fengu þeir styrk til flutninga til Palestínu og stofnuðu sjálfstætt ríki, 1948.

Flestir íbúanna  eru Gyðingar en minnihlutahópar íslamskra, kristinnar og drúsa/arabar eru þar einnig.

Sex daga stríðið 1967 var milli Ísrael annars vegar og Egyptalands,Jórdaníu og Sýrlands hins vegar, Írak; Sádi-Arabía, Súdan, Túnis,Marokkó og Alsír lögðu fram hersveitir til stuðnings Arabalöndunum. Ísrael vann stríðið þrátt fyrir mikinn liðsmun.

Afleiðingar stríðsins hafa í dag áhrif á stjórnmál Miðausturlanda.

Talið er að Arabaríkin hafi ekki síður en Ísrael brotið alþjóðlegar samþykktir og mannréttindi, fjöldi Gyðinga flýði til Ísrael.  

Palestínufólk flutti frá Ísrael til  Arabaríkjanna  en samlagaðist ekki  heldur dvalist þar í flóttamannabúðum, hatur og óvild lifa þar góðu lífi. Jórdaníukonungur hrakti baráttumenn Palestínumanna úr landinu,- var talið að  tuttugu þúsund hafi verið felldir.

Ísrael og Palestína eiga í vopnuðum blóðugum átökum – vonlítið um frið á næstunni.

Mál Miðausturlanda eru margflókin en verða ekki leyst með viðskiptabanni á Ísrael – gæti frekar aukið á hatur og ófrið með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning.innocent

 


mbl.is „Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkynhneigðir - vilja umbylta kristinni trú?

Oftar en ekki eru orðin mannsréttindabrot og mismunun  ofnotuð til að réttlæta eigin yfirgang og hroka. Sammála vígslubiskupi hann segir að sam­visku­frelsið sé stjórnarskrárvarinn rétt­ur og á meðal dýr­mæt­ustu mann­rétt­inda.

Hvers vegna vilja samkynhneigðir endilega láta þann prest vígja sig sem af samvisku sinni og trúarlegum forsendum getur ekki hugsað sér verkið?

 Af hverju ekki að leita til þess prests sem getur hugsað sér að framkvæma vígsluna? Mætti hafa þá venju að skrá þá presta á biskupsssofu er vígja samkynhneigða. Hver maður er sérstakur samkvæmt kristinni trú. Samkynhneigðir hafa engan rétt til að afnema boðskap Krists þeir hafa fengið almenn borgararéttindi og viðurkenningu á sérstöðu sinni mega búa saman og gifta sig; virðist  ekki nægilegt heldur vilja þeir umbylta kristinni trú.innocent


mbl.is Prestar megi ekki mismuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ástir samlyndra hjóna"

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst flokkarnir  geta stutt hvorn annan í blíðu og stríðu – komist til valda á nýjan leik.? Báðir flokkarnir fóru hlálega út úr síðustu kosningum fengu maklega ráðningu eftir slaka stjórn á landinu sama hvert er litið ; Iscesave- skuldin er átti að setja á almenning, útsala föllnu bankanna, illskeyttar árásir á lífskjör eldri borgara og öryrkja: Auðlindaskattur, afnám grunnlífeyris, ítrekuð lækkun lífeyristekna. Rennt var hýru auga til Brussel – innganga í ESB  en mistókst. Þá má nefna lítt skiljanlegt fikt við stjórnarskrá landsins er virtis fremur vera vanhugsuð  kollsteypa á hornsteini lýðræðisins.

 Hefur Samfylkingunni tekist  tekist að smala þeim „köttum“/Vinstri grænum sem eftir eru?

Má  segja að „skel hæfi kjafti“- eins og stundum er sagt á góðri stundu?innocent


mbl.is Samfylking og VG í eina sæng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta fer með fleipur?

Í upphafi skyldi endirinn skoða  hvaða afleiðingar hefur það ef ríkisstofnanir og fyrirtæki ákveða að hætta viðskiptum við annað ríki.

Ríkistofnanir og einkafyrirtæki leita markaða í hagnaðarskyni en ekki eftir pólitískum leiðum. Ef ríki ógnar sjálfstæði annars ríkis þá eru stundum teknar ákvarðanir um viðskiptabann af stjórnvöldum. Skilur Birgitta ekki alvarleika viðskiptabanns, viðskiptasamningar  eru í upplausn. Skemmst að minnast banns borgarstjórnar Reykjavíkur; flug-og ferðamannaiðnaði  er ógnað og stórri hótelbyggingu við Hörpu.

Viðskiptabönn valda  ómældum hörmungum  – almenningur fer verst úti,  býr við fátækt og skort; samfélagið ekki fært um að veita samfélagslega þjónustu: Menntun og læknisþjónusta verða  af skornum skammti – ef nokkur?

Birgitta virðist fara með ábyrgðarlaust hjal – sem RÚV flytur fúsleg án nokkurrar gagnrýni?innocent


mbl.is Vill sniðganga vörur frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband