Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjávarútvegur hrossakaup núverandi ríkisstjórnar?

 Kvótakerfið hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og orðið tilfinningalegt vandamál. Umræðan gefur ekki rétta mynd af veruleikanum. Upp í hugann koma  upphrópanir svo sem, “burt með gjafakvótann” eða “kvótakerfið burt.” 

“Svipað má segja um landbúnaðinn: Bændur fá milljarða gefins.” Í kjölfarið er þjóðin síðan spurð álits hvor hún eigi ekki kvótann og hún svarar: “Auðvitað eigum við auðlindirnar og kvótann.”

Markmiði stjórnunar umræddrar nýtingar, er að hóflega sé tekið af auðlindunum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið og komandi kynslóðir

En hvers vegna er  umræðunni eingöngu beint að sjómönnum og bændum en ekki um nýtingu annarra auðlinda í landinu, nýtingu jarðvarmaorku, virkjun fallvatna og laxveiði? Nefna má til viðbótar sólarorku, vindorku og sjónvarpsrásir.  

Óhjákvæmilegt er að  fyrirtæki  sem gera auðlindir að betri lífskjörum fyrir þjóðina,  fái arð ef vel gengur rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Takmörkuð nýting með kvóta gerir óhjákvæmilega  verðmætin sem hér um ræðir verðmeiri  en kallar um leið á sífellt betri  rekstur fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi til að skapa sem mest og best verðmæti.

Ekki verður hjá því komist að sjávarútvegsfyrirtækin frekar en önnur fyrirtæki fái rekstrahagnað/arð; það er eðlilegt og sanngjörn umbun.

Umræðan um stjórnarskrármálið er lítt skiljanleg, að setja þar sérstaka grein um  sjávarútveg honum til höfuðs, að því er virðist eingöngu til þjóðnýtingar. Nægileg trygging að auðlindir landsins   tilheyri óumdeilanlega fólkinu í landinu sem sjálfstæðri þjóð.

Verður sjávarútvegur og  aðrar auðlindir  þjóðnýting/ hrossakaup pólitísks valds núverandi ríkisstjórnar?

SidewaysHalo

 


mbl.is Ekkert samráð um frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kastljós RÚV meðvirkt í aðförinni?

Gunnar Andersen,forstóri lýsti yfir í fjölmiðlum að viðtalið við hann í Kastljósi hefði verið eftir "pöntun" en hverra? Alvarlegar ásakanir ef Kastljós tekur þátt í svikamyllu um að stöðva rannsóknir fjármálaeftirlitsins, 2008; koma forstjóranum frá?  Er umrædd aðför gerð til að stöðva rannsóknir í fjármálaspillingu, þá hverra? Málið þarfnast víðtækra svara, frá Kastljósi, frá stjórn fjármálaeftirlitsins; -síðast ekki síst frá núverandi ríkistjórn.


mbl.is Upplýstur um málið fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandkassaleikurinn heldur áfram?

Fjármálaeftirlitið heldur "sandkassaleiknum" áfram nú fær Gunnar náðarsamlegast frest til andmæla það á að fara að lögum? Er Ástráður Haraldsson hlutlaus lögmaður stjórnar fjármálaeftirlitsins? Er hann ekki "klæðskerasumaður fylgismaður" ríkisstjórnarinnr í þessu máli svona í laumi þótt Steingrímur Sigfússon lýsti yfir í fjölmiðlum að engin pólitísk afskipti væru í málinu; ekki útilokað að "togað hafi verið í spottann"bakvið tjöldin?
mbl.is Gunnar fær frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn Fjármálaeftirlitsins -eða Sandkassastrákar!?

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hagar sér líkt og strákar í sandkassa, tilkynna fyrir helgi Gunnari Andersen, forstjóra, "ætla ef til vill að segja honum upp starfi vegna vanhæfni?" Í dag ræða þeir hvort hann megi bera hönd yfir höfuð sér eða ekki. Framangreind framkoma stjórnar Fjármálaeftirlitsins má telja vítaverða og veikir álit eftirlitsins út á við.

Gunnar mætti auðvitað í vinnuna þar sem hann fékk ekki uppsagnarbréf. Hvernig er hægt að bjóða starfsmanni slíka stöðu og það forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætti að segja af sér hið bráðasta.SidewaysHalo


mbl.is Stjórn FME fundar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignaupptaka - ekki samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokks!

Kristján Júlíusson, þingmaður sagði í Kastljósi (19.feb) að samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um afmán verðtryggingar lána gæti ekki verið lýðskrum; engu að síður hljómar hún sem lýðskrum vegna þess að Kristján virðist enga lausn hafa hvernig á að framkvæma afnám verðtryggingar.

Breytilegir vextir geta að einhverju leyti komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni, þeir eru háir þegar hún er mikil en lækka ef dregur úr verðbólgu, þ.h. lán henta þeim efnameiri er gætu þá hugsanlega  greitt niður höfuðstóls lánsins ef dregur úr verðbólgu.

En hafa lán með breytilega vexti marga kosti umfram verðtryggð lán? Þá  sveiflast vaxtagreiðslur mjög mikið; henta ekki fólki með með tekjur undir meðallagi, fólki sem rétt á fyrir nauðþurftum. Það  er fyrst og fremst þessu fólki er þarf lækkun höfuðstóls lána; hvers vegna voru ekki höfuðstólar lána þessa fólks færðir niður eins og ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði ráð fyrir; áður en vogunarsjóðir fengu bankana á silfurfati?

Allir heilvita menn hljóta að gera sér grein fyrir að hér er veikur gjaldmiðill og mikil óvissa um þróun verðlags; engin forsenda til að afnema verðtryggingu fyrr en stöðugleiki næst; það vantar markvissa efnahagsstjórn?

Árin 1972-1990 ríkti hér á landi óðaverðbólga þá voru vextir ákveðnir pólitískt, voru yfirleitt neikvæðir; þeir sem fengu lán efnuðust, keyptu eignir er hækkuðu með verðlaginu en lánið ekki; en hverjir greiddu? Sparifjáreigendur/eldri borgarar; skammarleg eignaupptaka, skammarlegur gróði þeirra er nutu forréttinda til lántöku.

Undurrituð minnist þess þekki að umrædd eignaupptaka hefði verið samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðismanna. Er Kristján Þór Júlíusson að boða eignaupptöku; því  sem eftir er af lífeyrissjóðum og sparifé landsmanna?

 

 

 

 

 

 


Munu braskarar stjórna fjármálaeftirlitinu?

Uppsögn forstjóra fjármálaeftirlitsins vekur upp spurningar og tortryggni. Eitt dæmi um vangetu ríkistjórnarinnar eða spillingu? Eru fjársterkir "braskarar" að toga í spotta og skipa ríkistjórninni fyrir verkum, er forstjórinn of duglegur að upplýsa um fjármálaspillingu?

 Vonandi getur forstjórinn upplýst málið um hvað er að gerast? Stjórn fjármálaeftirlitsins ætti að segja af sér og hlutlausir aðilar að taka við meðan forstjórinn skýrir mál sitt?SidewaysHalo


mbl.is Mun andmæla kröftuglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisrekinn sjávarútvegur - "rússnesk rúlletta"?

„... Rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð býr að því að hafa hér í nágrenninu, í hafinu, mikilvægustu sjávarauðlindir sem nokkur Evrópuþjóð á völ á. Okkur hefur tekist, þótt deilt sé um það kerfi, að varðveita þessar auðlindir en byggja öflugan sjávarútveg á þeim...", sagði forsetinn í ræðu sinni. Núverandi ríkisstjórn vill braska með fjöregg þjóðarinnar, sjávarútveginn, nefnd eftir nefnd skipuð  um hvernig fiskurinn skuli veiddur; - ekki annað séð en stefnan sé að afhenda ESB áðurnefnt fjöregg þjóðarinnar um aldur og ævi -

Fyrirkomulag veiða er  í megindráttum  í réttum farvegi; auðlindagjald  þarf að lögsetja í samræmi við raunhæfan rekstrarkostnað, taka tillit til raunhæfs kostnaðar hvers skips. Sjávarútvegurinn verður tæplega  rekinn eins og önnur fyrirtæki vegna þess að  veiðunum  er  takmörk sett með lögum.  Óhjákvæmilegt misvægi verður milli tegunda , skip geta þurft að leigja kvóta til að geta lokið veiði á óveiddum  kvóta -  fiskurinn veiðist ekki eftir  útreikningi í  exelskjali hjá  Hafrannsóknarstofnun.

Ríkisrekinn sjávarútvegur þar sem allur kvóti er boðinn upp þjónar aðeins pólitískri stefnu vinstri flokkanna verður „rússnesk rúlletta“– að geta bakkað upp pólitíska stefnu sína með fjöreggi þjóðarinnar –

Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðum virðist fyrst og fremst snúast  um  pólitísk völd  ekki hvað er hagkvæmast fyrir þjóðina. FrownHalo

 


mbl.is Forsetinn: Ísland land tækifæranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkynhneigðir þoli umræðu

 

Samkynhneigð getur tæplega talist eðlileg út frá náttúrulögmáli til viðhalds tegundum lífríkisins, fremur undantekning; sannar ekki undantekning regluna? Samkynhneigðir geta ekki þjónað lífinu hvað varðar að fjölga sér með umræddum hætti; verða að sætta sig við þá staðreynd.

Samkynhneigðir eiga og hafa rétt í samfélagi okkar til að búa saman, njóta samvista og ástar hvers annars. Engu að síður var full langt gengið þegar krafa þeirra til kirkjunnar um að fá vígslu í hjónabandi með sömu formerkjum og karl og kona. Hjónaband hefur merkinguna "lögformlegt hjónaband milli karls konu." Eðli málsins samkvæmt er rökrétt að  vígsla tveggja einstaklinga af sama kyni  er ekki hjónaband í umræddum skilningi,  ætti fremur að vera  "lögformleg vígsla samkynhneigðra" enda ekkert niðurlægjandi fyrir samkynhneigða

Samkynhneigðir virðast ekki sjálfir sáttir við samkynhneigð sína, vilja þurrka út það sem aðgreinir þá frá sambandi karls og konu, hvers vegna.?

Meðan samkynhneigðir  viðurkenna ekki eigin kenndir sjálfir verður þeim erfitt að lifa í sátt við aðra í samfélaginu.WounderingHalo

 

 

 


mbl.is Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys gera ekki boð á undan sér -

Slys gera ekki boð á undan sér  hætta vofir sífellt yfir sjófarendum vegna óveðra/ólags er engu eira við bætist ófyrirsjáanleg bilun á búnaði/vél skipsins. Með sífellt örari tækni og góðum búnaði skipa verður hættan ef til vill fjarlægari í undirmeðvitund  þeirra er vinna á hafi úti. Nauðsynlegt að huga vel bjögunarbúnaði, æfingar séu reglulega um borð, allir viti hvernig bregðast á við  fljótt og fumlaust.

 Ennþá er mér í fersku minni ferð með Goðafossi í nóvember 2010 í aftaka veðri og stjórasjó   milli Íslands og Færeyja, við bættist að eldur kom upp í skipinu. Ekki  þurft að spyrja að leikslokum ef skipið hefði   orðið vélarvana og rekið stjórnlaust fyrir veðri og  vindi.

Áhöfnin sýndi mikið hugrekki og áræði er tókst að forða stórslysi; - en var í mikilli hættu við slökkvistörfin vegna elds og óveðurs.  Brotsjór reið í sífellu yfir skipið; litlu munaði að þrír færu útbyrðis, einn hékk aðeins á annarri hendi við borðstokkin, kraftaverk að hann komst lífs af.

 Engin orð fá lýst þeirri tilfinningu að lenda í umræddum aðstæðum en rétt viðbrögð geta  skipt sköpum,  þá er alltaf von um björgun, giftusamlega. WounderingHalo

 

 

 

 


mbl.is Brúarfoss rak stjórnlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forræðishyggja - takmarkað málfrelsi

Kennara er sagt upp vegna skoðana sinna á  prenti á eigin bloggsíðu; - settur í hálfs árs leyfi frá störfum meðan mál hans er skoðað af bæjayfirvöldum Akureyrar. Vegið er að málfrelsi kennarans og starfsheiðri.

Börn komin í efri bekki grunnskóla ættu að fá upplýsingar um samkynhneigð frá öllum hliðum með hlutlægum hætti - jafnframt færu fram umræður unglinganna sjálfra um málið ; hvað er svona hættulegt að unglingar viti að samkvæmt kenningum Biblíunnar er samkynhneigð talin synd?

Stofnanavald og forræðishyggja   um  hvað er vond eða góð siðfræði í uppeldi barna og unglinga er slæm uppeldisaðferð.

Frjáls gagnrýnin umræða er nauðsynleg um gagnkynhneigð sem önnur mál ekki síst í uppeldi og skólastarfi. FrownHalo

 

 


mbl.is Snorri sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband