Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ólína Þorvarðardóttir austan við sól og vestan við mána?

Trúnaðarbrestur er eitt hið versta er hendir milli fólks eða hópa í samfélaginu ekki auðvelt að vinna trúnað til baka. Tæplega hægt að ætlast til að trúnaður vinnist  annars vegar hjá almenningi og  hins vegar þingmönnum og stjórnsýslu. Þingmenn og stjórnsýsla þurfa að sýna í verki að þeir vinni fyrir þjóðina:

Hefðu þingmenn allir sem einn fallist á utanþingsstjórn eftir efnahagshrunið, veitt henni stuðning,  hefðu þeir endurheimt traust þjóðarinnar smátt og smátt. Valdagræðgi vinstri flokkanna  réði ferðinni með lýðskrumi og sviknum loforðum (Skjaldborgin?),  trúnaðarbresturinn dýpkaði.

Hvernig mátti annað vera eftir stjórnleysi og hugleysi í mikilvægum hagsmunamálum eins og Icesaveklúðrinu og afhenda erlendum vogunarsjóðum bankana án þess að skuldir heimila yrðu  lækkaðrar; eins og  Geir H. Haarde gerði ráð fyrir?

Tugir þúsunda heimila með hófleg húsnæðislán en lágar tekjur 300 þús. á mánuði ná ekki  endum saman vegna þess að afborganir eru miklu hærri en ráð var fyrir gert í upphafi. Hvernig á fjögra/fimm manna fjölskylda að lifa af með 300 þús.; afborgun láns er 80. þús pr.mán. ásamt ýmsum   gjöldum: Rafmagni, hita, fasteignagjöldum,opinberum gjöldum, skólagjöldum, (leikskóli.,íþróttum, tónlist) , fæðiskostnaði/hreinlætisvörur, fatnaði, bensíni/ rekstri bíls.

Forseti Íslands mærði svokallað útrásarvíkinga/fjárglæframenn ótæpilega en hafði manndóm í sér til að snúa við blaðinu og standa með þjóðinni( þegar „ velferðastjórnin“ klúðraði Icesavesamningunum)  og varði málstað þjóðarinnar erlendis; hvar var „velferðarstjórnin þá?

Undirstöðuatvinnuveginum, fiskveiðum haldið í heljargreipum meðan hvert frumvarpið öðru heimskulegra er í smíðum, ekki má nýta orkuna til aukinnar atvinnu, fyrirtæki og almenningur skattpíndur að óþörfu. (tryggingagjöld fyrirtækja óhóflega há, heimilin skattpínd með háum bensíngjöldum (auðlindagjald til hvers? 50% af bensínverði fer í ríkiskassann)) og sparifjáreigendur rændir eignum sínum.

Öll verðmæti og atvinnusköpun aukaatriði;  milljörðum eytt í samninga við ESB, eina „mikilvæga“ stefnumál Samfylkingar.

Hvar er  Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður stödd; austan við sól og vestan við mána?ShockingHalo


mbl.is Þjóðin hefur ekki jafnað sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínverð langt yfir sársaukamörkum

Bensínverð er löngu  yfir sársaukamörkum það ætti ráðherrann að vita  engin lausn   að stinga höfðinu í sandinn, hlægilegt af viðskiptaráðherra að fara að dæmi strútsins. Auðlindaskattur er óþarfur enda óskiljanlegt að leggja hann á þegar almenningur nær ekki endum saman. Þá þarf að skoða álagningu og rekstrarkostnað olíufyrirtækjanna, fækka bensínstöðvum, erlendis hjá milljónaþjóðum er ekki þvílíkur aragrúi að bensínstöðvum; þá er bensínverð grunsamlegar jafnt hjá öllum olífyrirtækjunum.

Tækifæri  fyrir nýja fjármálaráðherrann að sýna hvað í honum/henni býr, leggjast ekki hundflatur fyrir fyrir Jóhönnu forsætisráðherra og reiknimeisturum hennar er setja inn "áætlaðar sjálfvirkar tölur" í  hvert Exelskjalið eftir annað um hvað bensínið á að hækka. 

Ekki er raunhæft að miða bensínverð við verð erlendis; kaupmáttur hér er mun lægri.AngryHalo


mbl.is Komið að sársaukamörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrakkur afreksmaður

Áhrifamikið viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann (Kastljós i kvöld) er komst af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noreg í stórsjó og ofsaroki.  Viðtalið sýnir hinn mikla styrk er Eiríkur Ingi býr yfir, að geta farið í gegnum harmleikinn í löngu viðtali eftir svo stuttan tíma frá atburðinum auk þess sem skipsfélagar hann fórust allir eftir harða  baráttu fyrir lífi sínu.

Afrek hans er  ofar mannlegum skilningi; feigum verður ekki forðað né ófeigum í hel komið engu líkara en að honum væri hugað lengra líf; en  ungur og hraustur, bjó yfir miklum andlegan styrk og baráttuvilja. Að hann náði að  klæða sig í Björgunargallann; gerði honum kleift að halda sér ofansjávar svo lengi.

Frásögn Eiríks Inga sýndi  á  ógleymanlegan hátt  hvað störf sjómanna eru hættuleg; endalaus barátta við óviðráðanleg náttúröfl.

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna þeirra er fórust;  Guð gefi þeim styrk í sorginni.Halo


mbl.is „Ég ætla ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa logar stafna á milli -

Stefán Zweig, austurrískur rithöfundur skrifaði sjálfsævisögu sína,  Veröld sem var, árin 1934-1942: ...“ er listrænt uppgjör höfundarins við samtímann og lýsir á einstakan hátt hvernig kynslóð hans glutraði niður „gullöld öryggisins" í skiptum fyrir veröld haturs og villimennsku. Hún er þrungin söknuði eftir  horfnum heimi en felur jafnframt í sér mikilvæg varnaðarorð  til komandi kynslóða...“. (Umsögn á bókarkápu)

Zweig þekkti ekki stríðið á vígvellinum og tók sér ferð þangað og skrifar: „... öðru sinni tók ég mér far með einum gripavögnunum þar sem kúguppgefnir menn sváfu í einni kös í kæfandi ólofti, meðan verið var að flytja þá út á blóðvöllinn, enda minntu þeir mest á sláturfé. Út yfir tóku þó sjúkralestirnar, sem ég varð tvisvar eða þrisvar að notast við. Þær minntu sorglega lítið á þessar björtu, hvítu og þrifalegu hjúkrunarlestir,  sem stórhertogaynjur og stássmeyjar Vínarborgar létu ljósmynda sig  að hjúkrunarstörfum í  byrjun stríðsins.  „...frumstæðar sjúkrabörur voru þar hlið við hlið, og á þeim lágu stynjandi ,löðursveittir og nábleikir menn, sem hélt við köfnun í svækjunni af mannasaur og joðóformi..."

„...Mennirnir lágu í hálmbing eða beinhörðum kviktrjánum með blóðstokknar ábreiður yfir sér, í hverjum vagni lágu tveir eða þrír dauðir innan um  stynjandi menn ...“  (Veröld sem var, bls 227, hér stendur fyrri heimsstyrjöld yfir en sagan náði fram í síðara heimsstyrjöld)

Ekki  furða þótt  þjóðir Evrópu  hafi þráð frið, orðnar flakandi blóðvöllur, borgir sundursprengdar, allt atvinnulíf/mannlíf í rústum. Þeir er  eftir lifðu  sultu heilu hungri  dóu umvörpum úr sjúkdómum og hungri; þvílíkur glæpur gegn mannkyni.

Hafa Evrópuþjóðir/vestrænn heimur ekki vaknað upp við vondan draum þar sem  þjóðir þeirra eru á barmi gjaldþrots vegna  græðgi, villimennsku banka og fjármálspillinar fyrirtækja er ógna friðsamlegum samfélögum; þar sem lög og reglur eru  túlkuð eftir sérhagsmunum  er henta þeim hverju sinni.

Félagsleg gildi, réttlátt samfélag  fyrir alla er á undanhaldi enda ekki „arðsamt“ ; þá er tæplega langt í ófrið jafnvel styrjaldir.

Lestur ævisögu Stefáns Sweig,  Veröld sem var, er fyrir okkur er  fæddumst  ekki  fyrr en eftir seinna stríð þörf áminning. Öðlumst betri skilning á þeim hörmungum er almenningur í Evrópu/heimurinn allur mátti þola í tveimur heimsstyrjöldum, kúgaður og stríðsþjáður.

Undirrituð hefur samúð með þjóðum Evrópu sem nú eiga ef til vill við enn dýpri vanda að etja en almenningur hér á landi; innganga okkar í ESB leysir hvorki þeirra vanda eða okkar. 

Er sagan að endurtaka sig með nýrri ógn; kúgun fjármagns og græðgi sérhagsmunahópa - í skjóli  skrifræðis  Brussel;  þar sem afkoma almennings og vonin um varanlegan frið og lýðræði er  fótum troðin?

Evrópa logar stafna á milli, Evrópusambandið  var stofnað til að tryggja varanlegan frið milli þjóða; en hefur það tekist?WounderingHalo

 

 


Hernaðurinn gegn landinu og þjóðinni?

Er núverandi ríkisstjórn í hernaði gegn þjóðinni og landinu -hvers vegna? Agerðir til að koma henni í ESB tekur á sig nýjar myndir. Risin er ESB- stofa til að kynna "sæluríkið" með ærnum kosnaði. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um skattfrían  fimm milljarða styrk frá ESB til aðlögunar á stjórnkerfi og  reglum  "sæluríkisins"  - styrk handa félagasamtökum/fræðasamfélginu.   Dulbúnir fjármunir til tryggingar meirihluta inngöngu þjóðarinnar í fyllingu tímans; m.ö.o. markviss kosningaherferð - að gleypa fámenna þjóð um aldur og ævi.

Miklir hagsmunir eru í húfi, ríkulegar auðlindir,  siglingaleið um norðurpólinn í augsýn -  auðlindir/olía o.fl  á norðurhvelinu enda hefur heyrst að ESB telji norðurslóðir mikilvægustu auðlindir sér til handa.

Matvæli og land til ræktunar eru dýrmætustu auðlindir heimsins vegna  vöntunar á fæðu handa vaxandi fjölda mannkyns. Fiskimiðin hér við land eru mikilvæg fyrir Evrópu, ræktunarland og olíulindir innan lögsögu landsins. Hagsmunir ESB að ná tangarhaldi á Íslandi eru augljósir.

Telja má að ríkisstjórnin er nú situr hafi gengið á mála hjá ESB; í markvissum "hernaði" gegn landi og  þjóð.

FrownHalo


Breytingar á neysluvísitölunni - strax!

Stjórnvöld verða að taka annan þátt til að skattleggja sem frekar er hægt að vera án; ekki gengur    endalaust að íbúðarlán hækki í kjölfar bensínhækkunar; bíllinn er "þarfasti þjónninn" ekki síst fyrir barnafjölskyldur; veldur  hækkun vöruverðs og  atvinnfyrirtækja. Auðlindagaldið er sjálfsagt að afnema aftur með lögum engin forsenda fyrir þeim skatti eins og er. Þá er besinverð hér ekki sambærilegt við verð erlendis vegna þess að þar er kaupmáttur miklu hærri.

 Þótt ríkið fái minna í kassann gengur ekki lengur að  brýnustu nauðsynjar hækki neysluvísitöluna og setji barnafjölskyldur með litlar tekjur út á Guð og gaddinn. Vín, tóbak og óhollar matvörur þola frekar meiri skatt- illskárra.

Núverandi ríkisstjórn mun seint sjá þann vítahring er óbreyttur útreikningur veldur í neysluvísitölunni. Eitt mál kemst að - komast í ESB og eyða í það milljörðum; fá styrki þaðan -  að fá velvilja þjóðarinnar; sauðsvartur almenningur má éta það sem úti frís - ef ekki vill betur.AngryHalo


mbl.is Bensín hækkað um fjórar krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta Bjarna Benediktssonar - þyrnum stráð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin skrifar sér til varnar í Mbl. í dag, gegn órökstuddum dylgjum um aðild hans að ólögulegu láni frá Íslandsbanka og sölu á hlutabréfa. Er þetta ekki toppurinn á ísjakanum er koma skal til að sverta ímynd Sjálfstæðisflokksins; en það verður talið vænlegst til árangurs af núverandi stjórnarflokkum í komandi kosningabaráttu?

 Ennþá sitja ráðherrar við völd er sátu í svokallaðri hrunstjón  þegar allt hrundi, þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Össur Skarðhéðinsson, utanríkisráðherra; má telja að Samfylkingin hafi unnið að því öllum árum að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisaráðherra skyldi verða syndahafurinn fyrir Landsdómi, taka alla sök í hruninu. Atkvæðagreiðsla Jóhönnu og Össurar gegn því að Geir yrði ákærður gæti allt eins verið sýndarmennska og plott til að reyna fela ógeðfellda pólitíska atlögu að honum?  

Frá siðferðilegu sjónarmiði er óviðunandi að þeir sem sátu í fyrrnefndri hrunstjórn séu  ráðherrar, hvorki nú eða síðar. Vonandi tekst Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að enginn úr þeirra röðum er sat í hrunstjórninni verði aftur ráðherrar eða þingmenn. Sama má segja um efnahagsráðgjafann er Geir H. Haarde hafði sér við hlið fyrir hrunið; þar ber hæst nafn Tryggva Herbertssonar, hagfræðings og núverandi þingmann flokksins. 

Undirrituð er ekki að ásaka neinn um vísvitandi lögbrot í starfi; málið snýst ekki síður um hina siðferðuleg hlið er ekki verður horft framjá.

Þjóðin á um sárt að binda eftir stórfellt efnahagshrun; þess vegna eiga þeir sem voru við völd að sýna fólkinu þá virðingu að hverfa til annarra starfa.

Næsta kosningabarátta verður þyrnum stráð fyrir formann Sjálfstæðisflokkinn;  vonandi tekst honum að snúa vörn í sókn.WounderingHalo

 


Langveikt barn hornreka í kerfinu?

Netheimar og Útvarp saga  hafa logað undanfarið vegna móður og langveiks barns hennar, erfitt að sjá hvaða frásagnir eru réttar eða ekki þó eru innan um og saman við staðreyndir er tæplega verða rengdar: Móðirin hefur verið með barnið á sjúkarhúsi hérlendis en fékk þær upplýsinar að ekki yrði meira gert fyrir barnið, hún skyldi fara heim  -  njóta síðustu stundanna með barninu.

Móðirin sætti sig ekki við úrskurðinn og hugðist fara til Englands með barnið  á sjúkrahús en var stöðvuð í Keflavík, sett í farbann af barverndarnefnd Reykjavíkur. Engu að síður komst móðirin með barnið á sjúkrahús í Englandi,  en þá var hafin lögsókn á hendur henni (af barnaverndarnefnd Reykjavíkur samkvæmt umsögn læknis?) og fær aðeins vera hjá barninu undir eftirliti en hefur annast veikt barnið meira og minna í veikindum þess.

Þá eru  reglur Trygginastofnunar þannig að ekki er greitt fyrir sjúkling nema með yfirlýsingu frá viðkomandi lækni/sjúkrastofnun að ekki verði meira aðgert hér á landi.

Faglegt kalt mat virðist ráða ferli þessa langveika barns  - mannúð eða kærleikur virðist ekki haft að leiðarljósi.

 Biblían:

Mk 10:14
Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. 14Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. 15Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ 16Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.


Ofangreind ritningagrein kemur upp í hugann og spurningar vakna, verður sjúklingur meðhöndlaðu eingöngu eftir lögum/lögmáli kerfisins  eða jafnvel ræðst af hagsmunamati þar sem kostnaður skiptir meira máli en lífið sjálft.

Hvaða sálgæslu fékk móðirin er henni var tilkynnt að barnið ætti ekki lífsvon og hvaða viðmót fékk hún hjá ofangreindum stofnunum?

Er ákvörðun um siðferði lífs og dauða tekin af kerfinu samkvæmt úteikningum fjármagns - ákvörðunum velferðarkerfis og barnaverndarnefndar að því er virðist með ómannúðlegum hætti þar sem virðing fyrir lífinu er takmörkuð? 

 

Ofangreind ritningargrein getur verið vegvísir á kærleika og umburðarlyndi er ætti að vera leiðarljós vegna þessa þjáða langveika barns og móður þess - allra þeirra er við erfiðleika eiga að etja. Halo

 

 


Heimahöfn Samfylkingar - Brussel!?

Er þjóðinni ekki ofboðið? Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra lýsti yfir í sjónvarpsfréttum að helsta  baráttumál hennar áður en hún hætti sem formaður væri að ná Esb-aðild í höfn; ætlar hún að hunsa þjóðaratkvæði eða er hún með önnur tromp í spilunum?  Esb-styrkir flæða nú yfir til handa stofnunum og ýmsum félagasamtökum, Esb-stofan er veruleiki með u.þ.b. þrjú hundrð milljóna framlagi  skattgreiðenda a.m.k; er verið að bera fé á þjóðina til að gera þjóðaratkvæði marklaust?

 Er ekki kominn tími til að Jóhanna, Steingrímur og Samfylkingin víki; nú verður  kjörorðið "allt er betra en Samfylkingin, Jóhanna og Steingrímur"; betra að fá "íhaldið"  afturHappy?


mbl.is „Eins og eftir gott rifrildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna er trausti rúin?

Erfitt að finna orð sem hæfa Jóhönnu Sigruðardóttur, forsætisráðherra, í öðru orðinu æpir hún upp yfir sig gamla klisju, "burt með íhaldið, í hinu orðinu samstaða er okkar stefna. En hverju hefur hún áorkað?, ákaflega litlu, féllst á stjórnarmyndun og loforði um "skjaldborg heimilanna", samt sem áður er hún að sigla þjóðarskútunni í strand. Jóhanna komst fyrst og fremst að vegna vinsælda með stuðningi við þá sem minna mega sín, þau ummæli má segja að Samfylkingin og Vinstri grænir hafi fyrir löngu síðan, fót um troðið.

Vinstri stjórnin kom í veg fyrir að utanþingsstjórn væri mynduð með lýðskrumi og verður að taka út refsingu fyrir þann gjörning. Frown


mbl.is Tillaga um landsfund dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband