Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.2.2010 | 01:05
And - þjóðfélagsleg ríkisstjórn
Grátbrosleg staða ríkisstjórnarinnar ekki vegna eins versta efnahagshruns sögunnar heldur vegna þess að ríkistjórnin ofsækir mikilvægasta undurstöðuatvinnuveg þjóðarinnar með kolrangri stefnu um fyrningarleið sjávarútvegsfyrirtækja; undirtónn stefnunnar er að draga undir sig fjármagnið þar sem Samfylkingin ætlar að deila og drottna með aðstoð Vinstri grænna; elíta Samfylkingar með hrokafulla háskólamenntaða krata/vinstri græna er vilja hafa öll ráð í hendi; ekki með þjóðarhag í huga en auka enn yfirbyggingu og offramleiðslu háskólamenntaðs fólks í of mörgum háskólum er verður afleiðing fátæktar fólks er vinnur í framaleiðslu - og þjónustugreinum; - framhaldið síðan innganga í ESB þar sem íslenska elítan ætlar að dansa með skrifræðinu í Brussel um alla framtíð.
![]() |
Fjöldi á baráttufundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook
18.2.2010 | 22:04
Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Áróður andstæðinga Gunnars Birgissonar er ekki trúverðug gangrýni um það sem betur mætti fari í málefnum bæjarbúa. Reynt er á allan hátt að koma á hann höggi með skotgrafahernaði, reyna að finna sökudólga í stuðningsmönnum hans.; misjafn sauður er í mörgu fé en er þverpólitískt fyrirbæri.
En allt er hey í harðindum fyrir málefnasnauða Samfylkingu undirrituð man ekki neinum málefnum til framfara er hafa komið fram í fjölmiðlum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor allra síst þeirra er minna mega sín.
Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir/bæjarfulltrúi lýsti yfir í (Mbl 18.o2) að aðalmál kosninganna væri að fella núverandi meirihluta til að koma á velferðasamfélagi hér í Kópavogi. Góðra gjalda vert, en stóð hann ekki með núverandi meirihluta í aðför að ellilífeyrisþegum og svipta þá gjaldfríum sundferðum án þess að leita álits þeirra í það minnsta.
Hvaða gjaldfelling kemur næst á velferðarkerfi bæjarbúa hvaða hópur í samfélaginu verður næst settur upp að vegg?
Í tíð núverandi meirihluta undir forystu Gunnars Birgissonar hefur verið unnið á breiðum grundvelli að uppbyggingu fyrir íþróttaaðstöðu/skóla, hjúkrunarheimili og félagsleg aðsetur fyrir unga og aldna.
Vonandi láta bæjarbúar ekki blekkjast og kjósa Gunnar Birgisson í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag til að tryggja sem best áframhaldandi velferðarsamfélag í Kópavogi.
Samfylking og Vinstri grænir sjá ekki skóginn fyrir trjánum vilja heldur ómálefnalega kosningabaráttu um svarta sauði er þeir sjá í hverju horni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook
16.2.2010 | 16:37
Bómullarríkisstjórn
Hvað átti forsetinn að gera annað en vísa Icesavelögunum til þjóðarinnar; allt var undir stjórnkerfiskreppa, engin samstaða í stjórnmálum um ábyrga afstöðu, samninganefnd er ekki naut trausts þjóðarinnar; stjórnlaus ríkisstjórn þar Steingrímur situr með Jóhönnu og Samfylkinguna í bómull svo hún verði ekki fyrir hnjaski, Steingrímur á þönum út á við til varnar, löngu orðið gagnslaust, traust ríkisstjórnarinnar fer hratt minnkandi.
Hvað ætlar Steingrímur að bjóða þjóðinni slíkt ástand lengi getur ekki endalaust grafið í fortíðinni og gleymt slæmu efnahagástandi; haldið öllu í bóndabeygju til að halda fylgi frekar en að reyna að ná samstöðum um vandann.
![]() |
Vekur von um árangur í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2010 | 07:04
Velferðarkerfið á útsölu í Kópavogi
Núverandi bæjarstjóri Kópavogs Gunnsteinn Sigurðsson ( Fréttablaðið 8.02)reynir að verja gjörðir bæjarstjórnar vegna gjaldtöku á eldri borgurum í sundlaugar bæjarins er kom eins og blaut tuska framan í ellilífeyrisþega án nokkurs samráðs við þá. Hvað sem líður einróma samþykkt bæjarstjórnar er hún brot á siðferðilegum grunnstoðum velferðarkerfisins er talið hefur verið eitt það besta í vestrænum lýðræðissamfélögum.
Umrædd gjaldtaka er ekki tekin vegna slæmra afkomu bæjarins, fremur árás á samfélagsleg gildi, er hingað til hafa verið í heiðri höfð í okkar samfélagi, að veita fólki er lokið hefur starfsdegi sínum viðurkenningu og hvatningu með sundi án endurgjalds, hollri hreyfingu sér til heilsubótar andlega og líkamlega;- auk þess sparað félagslega þjónustu/ummönnun við aldraða lengur en ella.
Eldri borgarar í félögum á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafa gjaldfrían aðgang innbyrðis í sundi en með ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs er samkomulagið rofið, sundverðir hér í bæ verða eftirleiðis að vísa frá eldri borgurum utan sveitarfélagsins og eldri borgarar Kópavogs munu heldur ekki fá gjaldfrían aðgang í nágrannasveitarfélögunum.
Bæjarstjórinn útlistar gjaldtökuna eingöngu í krónum talið en er í raun að taka stórt skref í "gjaldfellingu" velferðarkerfisins án þess að hafa nefnt það á nafn við samtök aldraðra . Samfélagssáttmáli velferðarkerfisins við eldri borgara er rofinn, siðferðileg gildi fót um troðin; ekki nóg með það heldur býður bæjarstjórinn eldri borgurum þann hluta sáttmálans er þeim tilheyrir til sölu á sérstökum vildarkjörum.
Greinin er birt í Morgunblaðinu í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook
14.2.2010 | 16:43
Gott að búa með Gunnari Birgissyni í Kópavogi
Enginn vafi að stærsta framfaraskref í uppbyggingu Kópavogs hófs með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra og núverandi frambjóðanda í fyrsts sæti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Kópavogur varð í undraverðum tíma næst stærsta sveitarfélag landsins.
Undirrituð fór rútuferð um Kópavog í gær með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra, sá með eigin augum framfarirnar á öllum sviðum mannlífsins. Allt byggt upp með þarfir ungra og aldna í huga: grunnskólar/leikskólar, íbúðir aldraðra/hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki/sundlaugar, þá er allt umhverfi aðgengilegt með gangstíðum/hjólreiðastígum, ekki má gleyma nýju aðstöðu hestamanna og fyrirhugaðri reiðhöll þar til hestaíþrótta.
Gunnar Birgisson er rétti maðurinn sem bæjarstjóri næsta kjörtímabil hefur mikla yfirsýn til allra átta; mest um vert að hann hefur í framkvæmdum fyrir bæinn haft í huga velferð fatlaðra / aldraðra, lagt grunngildi að góðu velferðarsamfélagi í bænum; er með engu móti má spilla með andfélagslegum öflum er kenna sig við "jöfnuð og réttlæti" en hljómar sem rammfalskur tónn í eyrum.
Vonandi fær Gunnar Birgisson góða kosningu n.k. laugardag það tryggir áfram að gott mannlíf/ búseta verði áframí Kópavogi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2010 kl. 20:03 | Slóð | Facebook
Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kvartar yfir þögn Mbl vegna fréttar um að Gunnar Birgisson hygli vinum sínum og vandamönnum er upphrópun Fréttablaðsins fyrir jöfn tækifæri fyrir alla eins og læknirinn nefnir í bloggi sínu? Hvers vegna birtir Fréttablaðið aðeins grein bæjarstjórans Gunnsteins Sigurðssonar um ódýrt sund í Kópavogi en minnist ekki einu orði á þá lítilsvirðingu og andfélagslegu ákvörðun að fara ofan í vasa eldri borgara og rukka þá um sundferðir sínar.
Ekkert samráð við eldri borgar um málið auk þess er innbyrðis hefð milli sveitarfélaga að ellilífeyrisþegar fái gjaldfrítt sund en nú hefur bæjarstjórn Kópavogs einróma brotið samkomulagið með ruddalegri ákvörðun.
Er persónulega hissa á öldrunarlækninum - veit ekki betur en hann sé hálærður læknir í öldrunarfræðum frá Bandaríkjunum ; með sérstakar rannsóknir er sýna að hreyfing aldraðra lengir heilsu þeirra, bætir lífi við árin- og dregur úr lyfjakostnaði til þeirra.
Las um þessar rannsóknir í námi mínu í háskólanum um málefni aldraðra en þá var umræddur öldrunarlæknir staðsettur vestur á Ísafirði og fékk sent frá honum efni hann ætti að fletta í rannsóknum sínum og rifja upp gildi þess fyrir aldraða og samfélagið finna rökstuðning fyrir að ókeypis sund fyrir aldraða er allra hagur; sýnir auk þess öldruðum samfélagslega virðingu er þeim ber eftir langan starfsdag þá standa allir jafnir að vígi í raun og veru þegar upp er staðið.
Eru það ekki jöfn tækifæri fyrir alla eins og læknirinn leggur til grundvallar í bloggi sínu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook
14.2.2010 | 00:35
"Siðmenning kærleikans"
"Kærleikurinn er ekki útópía: Hann er viðfangsefni sem mannkyninu ber að leitast við að framkvæma með aðstoð Guðs náðar. Hann er falinn karli og konu í sakramenti hjónavígslunnar sem megin grundvöll "skyldu" þeirra og hann leggur grunninn að gagnkvæmri virðingu þeirra: fyrst sem hjóna og síðan sem föður og móður. Þegar þau taka þátt í athöfn sakramentisins, gefa hjónin sig hvort öðru og meðtaka hvort annað. Þau lýsa yfir vilja sínum að taka fúslega á móti börnum og koma þeim til menntunar. Á þessu veltur mannleg siðmenning sem ekki er hægt að skilgreina á annan hátt en með orðunum "siðmenning kærleikans".
Það er fjölskyldan sem tjáir þann kærleika og er uppspretta hans. Það er í gegnum kærleikann sem frumstraumur siðmenningar kærleikans streyma og þar finnur hún "félagslegan grunn" sinn.
Í anda kirkjulegrar arfleifðar töluðu kirkjufeðurnir um fjölskylduna sem "heimiliskirkju," "litla kirkju". Með því vísuðu þeir til siðmenningar kærleikans sem raunhæfa leið mannlegs lífs og friðsællar sambúðar: "Að vera saman" sem fjölskylda, að annast hvert annað, veita svigrúm í samfélaginu til að sérhver persóna fái fullgildingu sem slík - að fullgilda "þessa" einstöku persónu.
Oft á í hlut fólk með líkamlega eða andlega fötlun sem hið svokallaða "framsækna þjóðfélag" myndi kjósa að vera laust við. Jafnvel fjölskyldan getur á endanum orðið slíkt samfélag. Hún gerir það þegar hún losar sig við í hasti við fólk sem er aldrað, fatlað eða sjúkt. Þetta gerist þegar trúin glatast að í Guði "lif allir" (smbr. Lk. 20:38) og allir eru kallaðir til fullnustu lífs.


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:34 | Slóð | Facebook
12.2.2010 | 12:51
Bæjarstjórn Kópavogs: - sendir röng skilaboð
Tveir bæjarfulltrúar hafa svarað í Morgunblaðinu: Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki ( 15.01)og Guðríður Arnardóttir Samfylkingu (06.01). Þeirra sterkustu rök eru að eldri borgara greiði sama og börn. Börn greiða ekki í sund heldur fá foreldrar þeirra frítt fyrir þau til sex ára aldurs og skólasund innifalið í kennslu skólanna, þá fá börn/unglingar styrk til íþróttaiðkunar en getur ekki verið neinn samanburður um hvers vegna eldri borgara greiða fyrir sundferðir eða var nauðsynlegt til bjargar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar.
Samfylking og Vinstri grænir settu á oddinn velferðarkerfið í síðustu kosningum en eftir valdatöku í stjórn landsins hefur slíkt smámál vikið til hliðar og gengið á kjör eldri borgar sem aldrei fyrr. Guðfríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs fylgir "nýju vinstri stefnunni" trúverðuglega stærir sig af samstöðu bæjarstjórnar í málefnum bæjarins; að eldri borgarar voru sviptir þeim rétti að geta sótt sund án þess að greiða fyrir eftir 67ára aldur.
Núverandi formaður Íþrótta -og frístundaráðs Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir ætti að horfa inn á við og íhuga siðferðileg samfélagsgildi til áhrifa innan íþróttahreyfingarinnar ekki síður mikilvægt en líkamlegar æfingar. Þó hún þekki nokkra eldri borgara er telja sig ekki muna um gjaldið eru kjör eldri borgara almennt séð rétt til hnífs og skeiðar; ekki gert ráð fyrir tómstundaiðju.
Að eldri borgarar fái frítt í sund að loknum starfsdegi er prinsippmál um að halda siðferðileg gildi í heiðri fyrir velferð í framtíðarinnar jafnframt skilaboð út í samfélagið ekki síst til ungu kynslóðarinnar.
Núverandi eldri borgarar er sú kynslóð er byggði upp efnahagslega kjölfestu og velferðarkerfi er ennþá heldur þrátt fyrir kreppuna: rafmang um öll byggðarlög, góðar samgöngur; - blómlegan landbúnað, tæknivæddan fiskveiðiflota, og orkuver; er gefa gjaldeyrir í þjóðarbúið og mun bjarga þjóðinni út úr kreppunni.
Vonandi verður Gunnar Birgisson leiðtogi í bæjarmálum enn um sinn, hann hefur mikla yfirsýn bæði félagslega og fjárhagslega, manna líklegastur til að finna sparnaðarleiðir án þess að skerða grunngildi í velferð bæjarbúa og hafa samfélagsleg gildi umfram allt að leiðarljósi.
Greinin birtist í Mbl. 28.01.2010.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook
11.2.2010 | 17:13
Austan við sól - vestan við mána
Indriði H. Þorláksson er birtingarmynd embættismannavaldsins, toppurinn af sérhæfðum starfmönnum ríkisins er hafa of mikil áhrif í krafti embættis og menntunar; " þjóðin fyrir austan sól og vestan við mána", á ekki að hafa neitt ákvörðunarvald hvað þá að fá að kjósa þótt forsetinn hafi sent henni Icedsavelögin til synjunar eða samþykkis. Hins vegar eru viðskiptabankarnir er fyrst og fremst leggja áherslu á stóru skuldakóngana þar er þjóðin einnig fyrir "austan sól og vestan við mána hefur engin áhrif.
Stjórnmálin hanga til skiptist á ríkisjötunni eða bönkunum; dansa með og hafa lítil áhrif enn sem komið er.
Stjórnkerfið er í eigin kreppu, bankarnir lamaðir en er það ef til vill það góða í stöðunni og þá verði loksins farið að vinna að almannahagsmunum á breiðum grundvelli;en langur villugjarn vegur er austur fyrir sól og vestur fyrir mána.
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 00:37
Moldvörpustarfsemi - eða ábyrg ríkisstjórn?
Steingrímur virðist vera í endalausri "stjórnarandstöðu við eigin stjórn" ekki hafa náð áttum sem ábyrgur forystumaður á erfiðum tíma; enda erfitt um vik þar sem Samfylkingin situr í skjóli við hann, hvítþvegin búin að steingleyma að hún var í ríkisstjórn í hruninu haustið 2008.
Vel má taka undir með formanni Sjálfsæðisflokksins (í seinni fréttum RUV í kvöld) þar sem hann vill horfa fram á veginn til að ná pólitískri samstöðu er virðis borin von nema: "grafa stríðsaxirnar" og hefja ábyrga samstöðu. Þjóðin er áreiðanlega dauðþreytt á stefnulausri ríkisstjórn er reynir í vandræðum sínum "moldvörpustarfsemi" með ógilda fortíðarpappíra upp á borðinu; er gerir samninga við Breta/Hollendinga enn erfiðari vegna innbyrðis deilna. Hver græðir á framangreindu ástandi aðrir en Bretar og Hollendingar auk þess verðum við að athlægi á erlendum vettvangi er getur gert út um málstaða þjóðarinnar; er þó hefur verið þjóðinni í hag síðan forsetinn tók af skarið með höfnun Icesavelaganna.
![]() |
Stendur fyrir sínum skrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |