Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kasino- fjárhættuspil - fjölskylduharmleikur - meiri fátækt

Fjárhættuspil þrífast á mannlegum veikleika, tekur meira frá þeim fátæku er freista gæfunnar í von um betri afkomu, tekjur af fjárhættuspilum koma að stærstum hluta frá þeim. Eftir því sem efnahagslífið þrengir meira að, eykst fjárhættuspil fátækra heimilisfeðra, er ætla að bjarga sér og sínum; en verður  fjölskylduharmleikur, fátæktin og eymdin eykst stórlega, hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar við spilafíkla.

Vegna þagnargildis er ekki sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfsmorðum spilafíkla.

Fjárhættuspil og spilafíkn eiga sér ævafornar rætur. Heimildir eru til um peningaspil í Mið-Austurlöndum og Indlandi fyrir fjögur þúsund árum. Fyrsta bókin um skaðsemi spilafíknar kom út árið 1674. Höfundurinn Charles Cotton lýsir áhrifum spilafíknar svo: "Eirðarlausan kalla ég hann, hvorki getur hann eftir vinning eða tap hvílst ánægður. Ef hann vinnur vill hann vinna meira, ef hann tapar vill hann vinna til baka."

Norðmenn eiga nýlegar rannsóknir um fjárhættuspil, sem gætu verið vegvísir fyrir okkur hér á landi. Þegar áróður fyrir frjálsu peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin "peningaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi".  Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og verslunarmiðstöðvum, sem hafa þróast í "lítil spilavíti". Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Noregi um 4.600 prósent, umfangið varð 47-falt. Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu.

Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hringingu úr farsíma fyrir kr. 20 n. kemur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr. 4000n., u.þ.b. 96 þús. kr. ísl. pr. klst. Enginn lokunartími, netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með "góða handrukkara". Umfang spilakassa í Noregi er 38% af peningaspilum. Þar af hafa 85% orðið spilafíklar. Hestaveðhlaup, Oddesen og fotbaltipping eru 21% af peningaspilum. Þar af hafa 45% orðið spilafíkn að bráð.

Í Bandaríkjunum virðist frelsi í "spilaiðnaðinum" fara dvínandi. Aðallögmaður þeirra hefur gefið út aðvaranir. Annars muni yfirvöld alfarið banna spilabransann.

Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki Kasino –fjárhættuspil það mun auka vanda þeirra atvinnulausu og þeirra  er ramba á barmi gjaldþrots vegna myntkörfulána og kúlulána.

Slæmt efnahagsástand, atvinnuleysi og fátækt eru „gróðrarstía fyrir Kasino-fjárhættuspil“.

Norska skáldkonan Inger Hagerup orti ljóðið "Spilleren" ("Fjárhættuspilari") um harmleik spilafíknar, lauslega þýtt:

Spilarinn tapar í sífellu

sönnustu gildum er hlaut:

Ástin, gleðin og gæfan

fjölskyldan –öll er á braut.

Hann spilar í sífellu

myntin á borðinu bylur

lífinu kastað á glæ

því hann ekki skilur:

Að spilið í raun sem ‘ann  spilar

er gjaldið hans dauði.

Árangurslaust  ‘ann sálina selur

fyrir rúllettuspili - og brauði. FrownHalo


mbl.is „Kasínó er raunhæfur kostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fiskveiðistefna Samfylkingar - rýtingur í bakið á þjóðinni"

 Lögin um takmörkun fiskveiða voru nauðsynleg aðgerð á sínum tíma en settu um leið höft  á veiðar sem atvinnurekstur í fiskveiðum, minna varð til skiptanna. Jafnframt virðist rekstrarlegi þátturinn ekki hafa verið nægilega ígrundaður; hvað þurfti mikla veiði til að standa undir rekstri fiskveiðiskips þótt hagræðing veiða væri  æskileg?

 

Sterkar raddir innan Samfylkingar um að  fyrna veiðiheimildir útgerðarfyrirtækja, bjóða síðan  á  markaði er  vondur  rökstuðningur. Mikilvægt  að  sjávarafurðir séu vel nýttar með hagkvæmum veiðum; til hagsbóta fyrir gjaldeyrissköpun - og fiskvinnslu hér á landi til atvinnusköpunar.Framsal veiðiheimilda eru mikilvægar til að útgerðarfyrirtæki  geti skipst á heimildum og  veitt allar tegundir. Samt sem áður er reksturinn byggður upp með það fyrir augum að geta náð því sem má veiða ef útgerð leigir kvóta til annars aðila vegna þess að hann næst ekki verður útgerðin  að fá greitt fyrir vegna rekstursins. Hér virðist  vanta rekstrarlegt mat hvað  sanngjarnt er að greiða fyrir leigukvóta. Getur  verið háð markaðsaðstæðum fiskafurða hverju sinni;  eðlilegt að viðkomandi  útgerð fái þar af  sanngjarnan hlut. Þegar fiskveiðar voru skertar fór smábátaútgerðin verst út úr skerðingunni. Þótt hagræðing væri nauðsynleg og bátarnir stækkuðu urðu margir svo illa úti, að þeir urðu að hætta,  áttu í mörgum tilfellum  ekki fyrir skuldum. Hins vegar höfðu aðrir svo lítinn kvóta eftir að það borgaði sig betur að leigja hann en veiða sér til lífsviðurværis. Smábátaútgerðir voru í mörgum tilfellum fjölskyldufyrirtæki er urðu gjaldþrota,  fólki í smærri byggðum snarfækkaði. Svokallaðir úreldingarstyrkir voru smánarleg upphæð til að réttlæta óréttlætið sennilega tilraun að gera skerðingu atvinnuréttinda  í fiskveiðum löglega samkvæmt stjórnarskrá? 

Smábátasjómenn er hættu veiðum af framagreindum ástæðum verður ekki bættur skaðinn frekar. Framvegis mætti úthluta þeim sem eftir lifa, viðbótarheimild til veiða  í  smærri byggðum en byggðakvótinn lagður niður. Úthlutað yrði veiðiheimildum eftir ákveðnum reglum árlega þar um,  eftir því sem þurfa þætti á hverju ári  þar sem væri til staðar vel rekin fiskvinnsla á viðkomandi stað en óháð þeirri kvótaheimild er viðkomandi bátar hafa til umráða. Fiskveiðiheimildin yrði  hjá sjávarútvegsráðherraráðherra til ráðstöfunar  samkvæmt lagasetningu  þegar úthlutað yrði  veiðum fyrir fiskveiðiárið?

Rekstur útgerðar- og sveitarfélaga/bæjarfélaga var reyndur en gafst illa  ekki hyggilegt að gera fleiri tilraunir. Veiðar og vinnslu er betra að hafa aðskildar, nægilegur fiskur tryggður með framangreindum hætti en byggðakvóti lagður niður því hann  veldur  kvótabraski ekki síður en kvótaleigan. Brask með kvóta, þeirra sem ekki sækja sjó og reka fiskvinnslur ætti að rannsaka og afnema ef rétt reynist - jafnvel að auka veiðiskyldu eitthvað meira. 

Núverandi kvóti/fisveiðiheimild er fylgir hverju skipi/báti er nauðsynleg trygging fyrir  reksturinn, að útgerðarmenn hafi   kvóta til umráða en hann fylgi viðkomandi skipi vegna þess að veiðin er takmörkuð. Skip/bátur sem hefur ekki varanlegan kvóta er ekki rekstrarlega mögulegt, þá er báturinn/skipið verðlaust. Varanleg veiðiheimild  tryggir atvinnusköpun  útgerðarinnar og eðlilega endurnýjun skipa/báta; -  er fyllilega réttmætt til að viðhalda góðum rekstri  og framförum í fiskveiðum. 

 

Fiskimiðin sem auðlind  tilheyra landhelginni og þjóðarbúinu; hinsvegar ætti framkvæmd veiðanna  fyrst og fremst að vera hagkvæmur rekstur fyrirtækis til þess að veiða takmörkuð verðmæti  - þjóðinni til viðurværis. Til þess að svo verði má stefna Samfylkingar/Vinstri grænna, að stjórna sjávarútvegi með því að deila og drottna aldrei koma til framkvæmda;  er kemur á stað illvígum deilum meðal þjóðarinnar með misvísandi röngum upplýsingum; - "það væri rýtingur í bakið á efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar". 
mbl.is Fjölmenni á fundi um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Vinstri grænir í ríksstjórn?

Einkaheimsókn sagði Össur utanríkisráðherra, "einkaheimsóknin Samfylkingarinnar" um aðild Íslands að ESB; Vinstri grænir ekki með hvað þá að þjóðin skipti máli. Samfylkingin er ein á báti um ESBaðild samt í formlegum viðræðum við ráðamenn í Brussel þar sem Jóhanna forsætisráðherra leggur blessun sína yfir; - "í einkaerindum"? 

Hvað ætla Vinstri grænir að þola lengi yfirgang samstarfsflokksins eða eru þeir í raun sammála með þögninni; hvað getur það gengið lengi- eru þeir aðeins leppur Samfylkingarinnar?


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarslit eða - ESB?

Enginn vafi, forsætisráðherra er fara á fund ESB til að taka við "góðum tilboðum" í Icesaveskuldina: ef þjóðin vill ganga i Evrópusambandið er eflaust undirtónninn. Steingrímur reynir mótaðgerðir með láni frá Noregi er þó skárri kostur. Ef rétt reynist þá verða stjórnarlit innan tíðar ekki það versta í stöðunni.

 


mbl.is Samfylkingin lítur til ESB en VG til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítkast í Kastljósi?

Hvers vegna dæma formann Sjálfstæðisflokksins fyrirfram áður en skýrsla rannsóknarnefndar birtist;beinlínis verið að nota viðtalið í Kastljósi í áróðursskyni fyrirfram með leiðinlegum orðhengilshætti en ekki málefnalegum rökum. Helgi Seljan hentaði betur umhverfinu hjá Vísir/Dagblaðinu þar sem fréttir virðast nærast fremur á skítkasti og upphrópunum til að slá ryki í augu fólks en ekki málefnalegum rökum.

 

 


mbl.is Vissi ekki hvað var veðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin - ábyrgðarlaus - samningar í Brussel?

Engin vafi, Isesavesamningar eru erfiðir nú segir Steingrímur, fjármálaráðherra/aukahlutverk forsætisráðherra að ekki sé annað vænlegt en samstaða með stjórnarandstöðu ef samið verði upp á nýtt. Vart er núverandi stjórn treystandi í samstöðu við stjórnarandstöðuna vegna ósamstöður innan ríkistjórnarinnar sjálfrar.

 Hver vegna hefur ríkistjórnin ekkert gert annað en hræða þjóðina? Er það ekki vegna þess að Samfylkingin er með málið "undir borðinu"í Brussel þar sem innganga Íslands er forsendan fyrir "góðum" samningi".

Við bætast óljósar hótanir frá Steingrími sjálfum ef farin verði dómsmálaleiðin og hvað stjórnin hafi verið í erfiðri samningsstöðu. Ekki virtist nein hreyfing á málsstað Ísland fyrr forsetinn hafnaði lögunum og skýrði málsstað Ísland víða um heim.

Ekki annað fyrisjánalegt en ríkistjórnin fari frá eftir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu og við taki utanþingsstjórn. Útilokað að núverandi stjórn sitji lengur aðgerðarlaus/ábyrgðarlaus eins og verið hefur.SidewaysHalo


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófessor málar skrattann á vegginn?

Þórólfur Mattíasson, prófessor var með svartsýnisspár í Spegli Rúv í gær. Ekki yrði hægt að standa undir stórum afborgunum lána á næsta ári ef Icesavelögunum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, stórfelldur niðurskurður yrði fyrirsjáanlegur.

 Tæplega útilokað að hægt sé að semja um fyrrgreindar greiðslur, leita annarra leiða en hlaupa undir ok Breta og Hollendinga án þess fullreynt sé, lækka vaxtagreiðslur og ríkisábyrgð falli niður 2024.

Bretar munu tæplega beita viðskiptaþvingunum vegna þess að fleiri þúsund manns vinna við fiskinn er þeir fá frá Íslandi;nóg er samt um atvinnuleysi og versandi horfur í efnahagsmálum þeirra.

 Ekki var annað að skilja á prófessornum en best yrðí að samningar um Ísvsavelögin yrðu óbreyttir þá væri þjóðinni borgið.

Þjóðin á ekki að játa sig sigraða fyrr enn allt hefur verið reynt, fá hlutlausan aðila og nýja samninganefnd, fullreyna rétt okkar sem lýðræðisríki.

Bretar Hollendingar vilja síður  dómsmálaleiðina en  staða Íslands er þar talin sterkari.

Þótt vextir hækkuðu aftur eitt eða svo vaxtatímabil verður að hafa það til mikils er að vinna fyrir afkomu framtíðarinnar.DevilHalo

 


Lög ekki alltaf í anda réttlætis?

Lögbrot að frysta eignir hryðjuverkamanna, en fjármálaráðuneytinu og lægri dómstigum gefin mánaðarfrestur til að taka á málinu er munu nýta frestinn og breyta lögum kerfisins.

Illskiljanlegt fyrir ólögræðan að  skilja; hæstiréttur gefur frest til að hægt sé að breyta lögunum svo dómurinn taki ekki gildi; hef alltaf haldið að ný lög giltu í núinu en ekki aftur fyrir sig allavega samkvæmt íslenskum lögum.

En er það ekki sitthvað lög og réttlæti; réttlætið er ekki endilega á anda settra laga?ErrmHalo


mbl.is Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkistjórnin - köttur í kringum heitan graut.

Yfirlýsingar Steingríms viðskiptaráðherra eru undarlegar í fjölmiðlum  Þegar rökin þrjóta þá er farið í skotgrafahernað um að allt sé Sjálfstæðisflokki og Framsókn að kenna ekki minnst á Samfylkinguna.

Núverandi ríkisstjórn var kosin til að vinna úr núverandi stöðu en ekki til að halda áfram pólitískum skotgrafahernaði;núverandi ríkisstjórn getur ekki fleytt sér áfram á því sem miður fór hún hefur tekið að sér stjórn landsins og samninga en ræður ekki við verkefnið.

Steingrímur lýsir  yfir að hann styðji núverandi samninga við Bretland og Holland í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu; ekki sé betri samningsstaða en engin frambærileg rök fylgja álitinu.

 Jóhanna forsætisráðherra, "sómi, sverð og skjöldur" Samfylkingar til að halda fylginu en nú þrengist um varnir. Hún hefur notað sér stuðning þeirra er hún telur sig vera í forsvari fyrir, þeirra sem minna mega sín, verið að mestu "stikk frí" út á við til að halda "orðspori" Samfylkingarinnar. 

Eldri borgarar verið skornir niður fyrir fátæktarmörk  í launum, innstæður þeirra teknar með óhóflegum fjármagnstekjuskatti og skerðingu lífeyrissjóðs þeirra; þægileg staða þeir hafa engan málsvara, sama er að segja um öryrkja en þeir hafa þó sterkari samtakamátt.

Engin frambærileg rök voru fyrir álagningu skatts á eldsneyti  í nafni umhverfisverndar;kemur verst niður á barnafjölskyldum og ber að draga hann til baka sem allra fyrst.

Ríkistjórnin á að fara frá, við á taka utanþingsstjórn, stjórnmálaflokkarnir eru hvorki pólitískt eða siðferðilega færir um að stjórn landsins í efnahagsvandanum.

Ríkistjórnin er eins og köttur í kringum heitan graut, ráðalaus í gerðum sínum; utanþingsstjórn  á að taka við stjórnartaumunum  annars verður uppreisn í þjóðfélaginu fyrr eða síðar.  BanditHalo


Stjórnarskráin - í fullu gildi

Vandamálið með stjórnarskrána er að hún hefur ekki verið talin marktæk hvorki af löggjafarvaldi eða stjórnkerfinu yfirleitt; hún sé svo gömul og úr takti við nýja tíma. Verið sniðgengin, eitt nýjasta dæmið er að taka grunnlífeyrir af eldri borgurum með einu pennastriki.

 Forsetinn hefur nú tekið upp þann sið að taka mark á stjórnarskránni og nú eru uppi háværar raddir sem aldrei fyrr að gera  forsetann valdalausann. Virtustu lögspekingar hafa hver sína skoðun um hvernig stjórnaskráin eigi að vera, seint eða aldrei kemur sameiginleg niðurstaða frá þeim.

En er stjórnarskráin nokkuð úrelt á meðan við búum við spillt stjórnkerfi og stjórnmálaflokka er vilja sníða hana eftir því sem er þóknanlegt valdhöfum og ríkistofnunum.

Gott að forsetinn hafi málsskotsréttin í neyðartilfellum og líklega óbreyttan; gildi bara áfram eftir orðanna hljóðan eins og verið hefur.WounderingHalo

Húrra fyrir forseta vorumWhistling

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband