Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.11.2009 | 22:22
KSÍ biðst afsökunar?


19.11.2009 | 16:14
Yngvi Örn Kristinsson - syndaaflausn?
Lélegt yfirklór á siðlausum kaupsamningi af fyrrverandi forstöðumanni Landsbankans, að lýsa yfir styrk til velferðarmála eftir á, ef hann fær launin greidd; en það má tæplega falla ''ryk á hvítflibba'' félagsmálaráðherrans Árna Páls Árnasonar, Yngvi er aðstoðarmaður hans?
Er stuðningur við þá sem minna mega sín aðeins til staðar ef hægt er að kaupa sér aflausn hjá þjóðinni vegna þess að kaupsamningurinn orkar siðferðilega tvímælis; er það jafnaðarstefna Samfylkingar?
![]() |
Yngvi Örn: Rennur til velferðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 12:03
Verðstríðið gegn Kosti þegar hafið?
Vonandi tekst lágvöruversluninni Kosti að veita samkeppni á matvörum/nauðsynjavörum, verð sem er raunverulegt, ekki tilbúið ''lágvöruverð'' er Bónus ákveður og aðrar verslanir verða að hlýða. ASÍ könnunin er ekki marktæk gagnvart Kosti vegna byrjunarörðugleika og tæknivandamála, vonandi tekst þeim að koma með vöru á sanngjörnu verði.
Erfitt verkefni Bónusveldið mun einskis svífast að koma Kosti út af markaðnum.
![]() |
Mikill verðmunur á bökunarvöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 10:59
Lögreglan heftir samdrykkju unglinga
Frétt dagsins í Mbl ( 18. nóv.) er án efa, aðgerðir lögreglunnar gegn skipulagðri unglingadrykkju á börum borgarinnar. Tekin voru upp 120 nöfn ungmenna, foreldrar og aðstandendur viðkomandi skóla látnir vita. Ekki er að efa að margir foreldrar og skólar munu bregðast hart við, er má telja eina bestu forvörnina. Skemmtistaðir er leyfa eða standa fyrir hópdrykkju unglinga munu eiga erfiðara fyrir, að halda áfram uppteknum hætti.
Lögreglan á miklar þakkir skyldar fyrir vasklega framgöngu í fyrrnefndri samdrykkju unglinga á börum borgarinnar.
19.11.2009 | 02:34
Spilltir embættismenn og stjórnmálamenn - hætti störfum fyrir þjóðina
Ábyrgð stjórnmálamanna á hruninu er óhjákvæmileg, hlægilegt að Össur Skarphéðinsson, ''hrunráðherrann'' sé fulltrúi Íslands í alþjóðlegum erindum. Sama er að segja um Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra er kemur blákalt fram fyrir þjóðina og kennir Sjálfstæðisflokknum (samtarfsflokknum í hruninu) um allt sem miður hefur farið. Sú tiltrú er Jóhanna hafði er löngu týnd og tröllum gefin, að hún sér málsvari þeirra er minna mega sín. Steingrímur er ekki skárri, þau Jóhanna og hann í sameiningu virðast samþykkja allr aðferðir ríkisvaldsins, láta greipar sópa um alla þá fjármuni er til eru í bönkunum í ''nafni þeirra er minna mega sína''?
Baldur Guðlaugssona, ráðuneytisstjóri hefur látið af störfum vegna ásakana um innherjaviðskipti. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra hefur ráðið Ingva Örn Kristinsson fyrrverandi starfsmann Landsbankans, er nú sækir siðlausar kröfur um kaupsamning til bankans, hvað skyldi hann sætta sig við sem aðstoðarmaður ráðherra?
Baldur Guðlaugsson getur ekki orðið píslarvottur fyrir siðlausa og spillta embættismenn í ríkiskerfinu, ráðherrar/embættismenn verða að axla ábyrgð.
Á þjóðin að borga eins og ekkert sé og sama siðspillta fólkið að sitja áfram er það ''hið nýja Ísland?
Fróðlegt verður að sjá niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis í febrúar?
![]() |
Össur í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook
18.11.2009 | 13:23
Enn ræðst ríkisstjórnin á eldri borgara
Hóflegur skattur á séreignarsparnað er skynsamlegri kostur en ætla að leggja á eignaskatt; og enn hærri fjármagnstekjuskatt ef ef einhverjir skyldu nú hafa verið svo forsjálir að geta sparað til elliára, sparnað sem greiddur hefur veriðið skattur af. Vinstri stjórninni er rétt lýst með að ræna/ yfirtaka sparnað fólks í staðin fyrir að efla atvinnulífið í landinu, einu úrræðin að ráðast á eldri borgara með skattlagningu og tekjuskerðingu; virðist hafa reikað út hvað þarf mikið salt í grautinn eða tæplega það.
Séreignar skattur er skárri, þeir sem hann greiða geta nýtt sér hann síðar þegar betur árar; hvernig getur núverandi stjórn/Vinstri grænir gefið sig út fyrir að vilja þeim vel er minna mega sín?
![]() |
Vilja afla tekna með skattlagningu séreignasparnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook
18.11.2009 | 09:12
ESB - óstjórn i fiskveiðum
Ný fiskveiðistefna ESB á að ganga í gildi árið 2013, á að leiða til sjálfbærrar nýtingar, þar telur Halldór að sambandið eigi að nýta sér reynslu Norðurlandaþjóða/Íslands í fiskveiðastjórnun, útgerðarfyrirtækjum þar eru veittar veiðiheimildir hér á landi er leitt hefur til , ... að Íslenska kvótakerfið skapar bestan fjárhagslegan grundvöll með lágmörkun kostnaðar,auknum gæðum og hámörkun verðmætis aflans... .
Framtíðarsýn ESB um betri fiskveiðistjórnun er áætluð að komi til framkvæmda árið 2020 samkvæmt grein Halldórs.
Þá er skipting deilistofna (sama fisktegund í lögsögu fleira en eins ríkis) óviss, Norðmenn og ESB hafa ekki ljáð máls á, aðild Íslands um samninga veiða á makríl, er nú finnst í stórum stíl í íslenskri lögsögu.
Ekki er vænlegur kostur fyrir Íslendinga að ganga í ESB meðan óstjórn ríkir í fiskveiðistefnu ESB. Fisveiðar hér eru grundvöllur okkar efnahags nú og í nánustu framtíð, er að bjarga þjóðinni frá algjöru gjaldþroti, eftir efnahagshrunið.
Sterkasta vopn okkar sem smáþjóðar með verðmæt fiskimið og góða fiskveiðistjórnun, er að standa utan við ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook
17.11.2009 | 11:43
Hlutleysi Útvarp Sögu orkar tvímælis?
Tíðindi að Guðmundur Ólafsson hafi verð rekinn af Útvarp Sögu, viðmælandi sem oftar en aðrir hefur verið með skemmtilegan fróðleik um Rússland - og efnahagsmál, þegar hann gleymir ''DavíðsOddssonarfóbíunni''. Hef oftast opnað fyrir Útvarp Sögu á föstudögum, eftir valsinn sem Sigurður Tómasson hefur ofspilað, svo hann sker í eyrun. Þá hefur Guðmundur komið með tónlist með skemmtilegum rússneskum söngkonum, góð hvíld frá Jússa Björling,með allri virðingu fyrir honum, en allt er hægt að ofspila eða ofnota.
Dæmi um hlutlausa afstöða útvarpsfólks í símaviðtölum á Útvarp Sögu er um mál sr. Gunnars Björnssonar, prests á Selfossi, er voru eingöngu á hans bandi, aldrei minnst á afstöðu stúlknanna/ barnanna er áttu í hlut. Það liggur fyrir að sr. Gunnar sjálfur viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði storkið umræddum stúlkum/börnum en taldist ekki saknæmt að dómi Hæstaréttar, samt sem áður brot á starfsreglum kirkjunnar.
Hlutleysi Útvarps Sögu orkar tvímælis svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook
16.11.2009 | 11:53
Dr. Stefán Aðalsteinsson, minning
Dr Stefán Aðalssteinsson er látinn eftir erfið veikindi. Það var viðburður þegar Stefán kom með glæsilegan feril í erfðarannsóknum sauðfjárlita. Þrátt fyrir glæsilegan feril, féll stefna hans í búvísindum ekki að þáverandi ráðamönnum í búfjárrækt. Samt náði hann undraverðum árangri í starfi sínu, fékk aðstöðu fyrir ullar litarannsóknir á sauðfé, á Hvanneyri, Hólum og Tilraunabúinu á Skriðuklaustri.
Þessi ár var bændaskólinn á Hvanneyri að þróast til vísindastofnunar undir stjórn Guðmundar Jónssonar þáverandi skólastjóra. Þar voru komnir til starfa ungir menn á sviði landbúnaðarvísinda er var grunnurinn að háskólanum á Hvanneyri . Mikill fengur var að ungum vísindamanni á alþjóðlegum staðli til rannsókna, Stefán kenndi einnig sem farkennari við framhaldsdeild bændaskólans,
Kynni okkar hjóna af Stefáni urðu persónulegri vegna þess við vorum að austan, hann var góður gestur á okkar heimili, fróður og skemmtilegur. Stefán var vel hagmæltur en gaf sér ekki tíma til að iðka vísnagerð, en svaraði vel fyrir sig þegar á hann voru kveðnar kersknivísur í Borgarfirði, af þeim er ekki fylgdu stefnu hans í sauðfjárrækt , þótti fljótt óárennilegur í þeim samskiptum.
Rannsóknir Stefáns í erfðum sauðfjárlita eru enn í gildi, koma sér vel þegar hönnun í ullariðnaði er ört vaxandi . Þrátt fyrir að vera vísindamaður á heimsmælikvarða missti hann aldrei rót sína sem sveitamaður, vildi efla og bæta landbúnað, hélt sambandi við fólkið á landsbyggðinni, varð vinsæll af þeim sökum. Dr. Stefán Aðalsteinsson skilur eftir sig djúp spor til eflingar vísindum í landbúnaði er hafa orðið til framfara og hagsbóta fyrir þjóðarhag.
Kærar þakkir frá okkur hjónum fyrir tryggð og vináttu.
Blessuð sé minning hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook
15.11.2009 | 16:03
Verslunin Kostur - lágvöruverslun kaupauki í kreppunni?
Almannahagsmunir krefjast þess að matvöruverslanir séu sem ódýrastar, til þess þarf nýtt hugarfar, að svo megi verða? Þegar Sambandið og Samvinnufélögin voru upp á sitt besta (áður en græðgin náði þar yfirhöndinni), voru matvörur/heimilsvörur er þarf til frumþarfa mannlífsins ódýrari en tíðkaðist hjá þáverandi kaupmannastétt.
þegar Mikligarður Holtagörðum var stofnsettur af Sambandinu var hægt að fá keypta fína kuldaskó/klæðnað handa fjölskyldunni á ódýrara verði en áður hafði þekkst. Svoleiðis vörur fengust áður aðeins í tískubúllum niður á Laugavegi, á uppsprengdu verði, er venjuleg fjölskylda með meðaltekjur gat ekki leyft sér.
Hagkaup kom með sína ódýru póstverslun, sloppa á allra húsmæður landsins og nælonskyrtur á húsbóndann; ekki eins góðar vörur eins og Sambandið gat skaffað. En það hallaði undan fæti og þá kom Bónus og ræður nú, á hvaða verði fyrrnefndar vörur eru seldar
Nú kemur nýja lágvöruverslunin Kostur, vonandi tekst þeim að veita verðuga samkeppni á markaðnum, gaman að sjá hverju fram vindur, verður það nýtt upphaf í Samkeppni á nauðþurftum landsmann? Tekst þeim að selja matvöru á sem lægstu verði, svo eitthvað sé eftir hjá fjölskyldum, til kaupa á öðrum vörum og auka þar með tækifæri verslunarinnar á fleiri sviðum; um það snerist stefna Samvinnuverslunarinnar í upphafi.
![]() |
Mikill áhugi á Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook