Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.10.2009 | 21:52
Fyrigefning
Fyrirgefning verður ekki keypt
og enginn verðskuldar hana;
maðurinn á engan rétt á fyrirgefningu.
Menn geta beðist fyrirgefningar
fyrir sig og aðra: Gæska Guðs þrýtur aldrei.
Hver sem hlýtur fyrirgefningu, ókeypis,
getur lifað með sekt sinni
og vaxið í henni;
orðið kærleiksríkur og fyrirgefið
í heimi sem dæmir og refsar.
Hvernig væri umhorfs í heimi okkar
ef ekki væri til orðið, fyrirgefning?
Ef sá kærleikur sem í orðinu býr
væri ekki lengur hluti
af reynslu sérhvers manns?
Ef hvergi væri framar
framrétt sáttahönd?
Ef sérhver maður
yrði áfram sekur?
Ef allir þyrftu að byrgja sekt sína hið innra?
Ef aðeins væri til refsing,
og ekki lengur fyrirgefning?
(Postullegt skjal ''Fidei Depostitum'')
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.11.2009 kl. 07:53 | Slóð | Facebook
31.10.2009 | 01:24
ESB umhugað um loftlagsbreytingar- falskur tónn?
Falskur tónn í yfirlýsingu ESB um aðstoð við þróunarríkin vegna loftlagsbreytinga. ESB notar vinnuafl sömu ríkja til framleiðslu fyrir smánarlaun í stórum verksmiðjum; einnig vinnur innflutt vinnuafl í ESBlöndum lakari störf á smánarlaunum þar; stefnan er að ná sem mestum arðbærum rekstri fyrir sem minnstan kostnað þótt það skapi hróplegan mismunun milla ríkra og fátækra - sárafátækt í þróunarlöndum - aðeins málamynda auðlindaskattur. Sama staða verður hér ef Ísland gengur í ESB (er þegar hafin), íslenskur verkalýður fer mörg ár aftur í tímann í lífskjörum; auk þess missum við yfirráð auðlinda - smátt og smátt og verðum útnáraþrælar ESB.
Hvers vegna er Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ svona umhugað um, að koma Íslandi í ESB; er hann að hugsa um íslenskar vinnandi hendur og framtíð okkar sem þjóðar?
asþlk
![]() |
ESB til aðstoðar þróunarlöndum gegn loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2009 | 02:42
Er í lagi að byrla mönnum eitur?
Lög eru sett fyrirfram til að dæma eftir, eiga að uppfylla þau skilyrði að geta fullnægt réttlætinu, verið sjálfum sér samkvæm ; allir sitji við sama borð gagnvart þeim lögum er gilda; Samkvæmt hæstaréttardómnum má ganga á rétt minnihluta hluthafa af meirihluta hluthafa; það er í lagi að plata fólk ef það er í minnihluta samkvæmt félagsrétti? Er í lagi að byrla mönnum eitur í skjóli þess að þeir geri sér ekki grein fyrir hættunni; - eða hella því ofan í þá með valdi?
Verður ekki áfrýjað til mannréttindadómsstólsins?
![]() |
Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook
29.10.2009 | 16:03
Kolbrún Bergþórsdóttir án skynsemi?
Kolbrún Berþórsdóttir, pistlahöfundur Mbl. virðist missa vald á skynseminni á miðopnu Mbl í dag, leggur nafnlausa bloggara og okkur með nafni nánast að jöfnu, skeytir skapi sínu á ''allflestum kjörnum fulltrúum þjóðarinnar'', valtrar yfir þá með órökstuddum fullyrðingum, ''...harðlæstir inni í sínum litla og ómerkilega flokkpólitíska heimi...'', ennfremur segir Kolbrún: ''...Þegar fólk er reitt eða í uppnámi slæst það ekki í för með skynseminni fyrr en það er búið að jafna sig. Þá fyrst nær fólk áttum...''. Þá kallar hún þjóðina ''afundna þjóðarsál'', svona skítkast hefði verið kallað í minni sveit, ''þar hitti skrattinn Ömmu sína'', hvað Kolbrúnu varðar.
Ekki er hægt að mæla nafnlausum bloggurum bót og vonandi upprætir Morgunblaðið þá af netsíðu sinni, en hvort sem Kolbrúnu líkar betur eða ver þá erum við bloggarar með nafni komnir til að vera, til að svara ''sjálfskipuðum álitsgjafablaðamönnum'', er telja sig svo hafna yfir gagnrýni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2009 kl. 21:45 | Slóð | Facebook
29.10.2009 | 06:59
''Vinir okkar í ESB '' og vinir/frændur okkar Norðmenn''
Aukning veiða makríls á Íslandmiðum er staðreynd er gefur okkur siðferðilegan/lagalegan rétt til hlutdeildar í heildarveiðum. Um árabil hefur verið leitað eftir samstarfi við úthlutun veiðiheimilda við ESB, Noreg og Færeyja án árangurs. Fundur um veiðiheimildir var haldinn nýlega í Cork á Írlandi þar sem heildarstjórnun makrílsveiðanna fór fram, hvernig veiðiheimildum yrði skipt milli þeirra landa er veiða makríl. Íslendingum var boðið á fundinn til málamynda síðasta daginn, fengu enga hlutdeild þótt Ísland sé óvéfengandlega strandríki.
Hvorki ESB eða Norðmenn virða rétt Íslendinga; verður að teljast undarlegt að ''frændur okkar'' Norðmenn skuli ekki viðurkenna rétt Íslands. Færeyingar eru vinir í raun en mega sín lítils gegn ESB og Norðmönnum.
Rétt ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa einhliða út veiðiheimildir til veiða á Íslandmiðum.s
Er hægt að ímynda sér að ESB muni gæta hagsmuna þjóðarinnar í fiskveiðiúthlutun aflaheimilda ef gengið verður í ESB? Nei, þjóðin hverfur sem sjálfstætt efnahagslegt ríki; heldur ekki frjálsum viðskiptum við þjóðir utan ESB; verður um alla framtíð í heljargreipum ESB fátækir kúgaðir útnáraþrælar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook
28.10.2009 | 15:47
Jóhanna forsætisráðherra hunsar eldri borgara og öryrkja?!
Með jöfnu millibili berast bréf inn inn um lúgu eldri borgara, frá lífeyrisjóðum á þessa leið, ''því miður verðum við að skerða lífeyri yðar vegna greiðsluerfiðleika'', frá Tryggingastofnum: ''því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna fjármagnstekna yðar'''því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna tekna yðar í lífeyrissjóði''. Fyrrgreindar kröfur ná út fyrir gröf og dauða, látnir fá einnig bréf. Ríkisvaldið munar ekki um að brjóta á eldri borgurum þótt að lífeyrissjóður þeirra sé varinn réttur í stjórnarskrá, hvar er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og kandídat þeirra er minna mega sín?
Verða eldri borgarar ekki með í væntanlegum ''stöðugleikasáttmála'', verða þeir rúnir inn að skinni og gert að eiga í mesta lagi til hnífs og skeiðar? Mega ekki einu sinni fara svo mikið sem eina sólarlandaferð; en það kemur niður á ferðaiðnaðnum; starfsmenn þar missa vinnuna og fyrirtækin riða til falls.
Jóhanna varð kandídat Samfylkingar sem forsætisráðherra ekki síst fyrir vinsældir sínar fyrir baráttu hinna lægst launuðu og bættum kjörum eldri borgara; þess vegna gat Samfylkingin setið áfram í ríkisstjórn undir pilsfaldi hennar þótt flokkurinn beri mikla ábyrgð á efnahagshruninu. Hvernig hefur Jóhanna farið með það traust og vinsældir er náðu langt út fyrir flokk hennar?
Kringum 1980 varð erfið kreppa og óðaverðbólga, þá var sparifé landsmanna/eldra borgar sett á verðbólgubálið og beinlínis stolið af sparfjáreigendum. Eftir það setti Ólafur heitinn Jóhannesson (blessuð sé minning hans) verðtryggingu til að forða frekari stuldi í framtíðinni af sparifé landsmanna.
Allt bendir til að núverandi ''félagshyggjustjórn'' ætli sömu leiðina, ná sparifé landsmanna jafnvel með ólögmætum hætti ef ekki vill betur til; með örlítið breyttum formerkjum.
Verst af öllu er að forysta samtaka eldri borgara reynir ekki að mótmæla en þegir þunnu hljóði, en hvers vegna?!
![]() |
Fagnar framhaldi kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2009 kl. 09:29 | Slóð | Facebook
28.10.2009 | 05:52
Ráðmenn þjóðarinnar njóta ekki trausts ?
Kaldur raunveruleikinn blasir við eftir efnahagshrunið; stjórnkerfið, stjórnmálamenn, forsvarsmenn verklýðsforystunnar og lífeyrisjóða njóta ekki trausts þjóðarinnar eða umheimsins. Lánardrottnar erlendis setja eðlilega skilyrði um hvað fjármunirnir eru notaðir. Meðan samstarf er við gjaldeyrissjóðinn (AGS) verður ekki horft fram hjá íhlutun hans og ráðgjöf. Út frá fyrrnefndum raunveruleika verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins Íslands að taka tillit til; semja um þjóðarsátt á þeim nótum.
Sú staða kann að koma upp síðar að hægt verður að semja um nýjar forsendur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, minnka lán eða semja fremur um lánalínur. Sú ríkisstjórn er nú situr, þótt önnur komi í staðin, geta ekki horft fram hjá þeim erfiðleikunum, að koma böndum á spillingu og aðhald á öllum sviðum stjórnsýslu, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja. Þá eykst traust þjóðarinnar - og alþjóðasamfélagsins aftur. .
Meðan ráðamenn þjóðarinnar horfast ekki í augu við fyrrnefndan kaldan raunveruleika næst ekki árangur í efnahagsbatanum.
![]() |
Sögðu samningum ekki upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóð | Facebook
27.10.2009 | 17:51
Formaðurinn - hugrakkur og málefnalegur´?
Undirrituð er sammála Bjarna Bendiktsyni, það er gagnrýnisvert að Norðurlöndin, að undanskildum Færeyjum, skyldu ekki einu sinni senda frá sér yfirlýsingu og gangrýna Breta, Hollendinga og stjórnvald ESB í Brussel fyrir að beita þrýstingi til AGS vegna Icesaveskuldarinnar; er veikti mjög samningsstöðu Íslands kom nánast í veg fyrir að deilan yrði leyst fyrir dómsstólum í bráð. Gallað reglukerfi fjármálakerfis ESB átti mikinn þátt ef ekki stærsta þáttinn í efnahagshruninu. Samt er hægt að vona að málshöfðun verði síðar.
Betur fer á þessum málaflutninga formanns Sjálfstæðisflokksins heldur en að setja sig í skotgröf á Alþingi og taka ekki þátt eða viðurkenna, að við sérstakar aðstæður eins og þjóðin býr við nú um stundir verður að vera samhljómur í aðgerðum allra þingmanna; ef það gerist ekki veikir það traust alþingismanna enn meira en orðið er - einnig út fyrir landsteinana.
Vonandi hefur ungi formaðurinn hlaupið af sér hornin og verður hugrakkur, réttlátur, staðfastur og málefnalegur stjórnmálamaður.
´kj´æk
![]() |
Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook
27.10.2009 | 10:52
Launhálka - akstur á hringtorgum - vantar upplýsingar
![]() |
Hálkublettir eru á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
26.10.2009 | 17:10
Þjóðarsátt - vantar forystu eins og Einar Odd Kristjánsson
Varfærinn og traustvekjandi seðlabankastjóri er ætlar að halda fast á peningastjórninni og er það vel; stendur fast á almannahag og lætur ekki draga það fjármagn sem til er út úr landinu með ósvífnum hætti.
Vonandi stenst seðlabanakstjórinn þrýstingin frá þeim ''Samfylkingarfóstbræðrum'' Vilhjálmi Egilssyni framkvstj. SA og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Þeir koma reglulega fram í fjölmiðlum með ógnandi hætti ef stýrivextir verða ekki lækkaðir en ekki fylgir rökstuðningur um þjóðarhag; þeir ''fóstbræður'' þyrftu að hverfa af sjónarsviðinu sem forystumenn fyrirtækja og vinnandi fólks.
Það var munur þegar Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri gekk fram fyrir skjöldu og náði samstöðu með festu og góðum vilja; þar var enginn hroki eins og hjá fyrrnefndum ''fóstbræðrum''. Hans framlag um þjóðarsátt er til fyrirmyndar og ógleymanleg þjóðinni.
![]() |
Tímabært að hefja afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook