Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.5.2009 | 12:06
Eldur - hættulegur leikur
Hörmulegt slys er hlaust af fikti og vangá, unglingurinn gerði það besta er hægt var í stöðunni, játaði brot sitt fyrir móður sinni; hún tók ábyrga afstöðu hefur gert syni sínum grein fyrir alvarleika málsins, pilturinn mun án efa muna þá lexíu ævilangt.
Slys getur falist í einu kertaljósi, þeir sem þekkja ekki tíma olíulampanna, þegar ekkert rafmang var til, geta tæplega verið eins meðvitaðir um eldhættu. Á þeim tíma var börnum kennt að henda aldrei frá sér eldspýtu nema ganga um skugga að það væri óhætt. Þá var leikur með eld í einhverri mynd ekki þekktur; aðeins notagildið og hættan hverju hverju barni meðvituð.
![]() |
Játaði íkveikju í leikskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 06:08
Sóttvarnir mikilvægar
Nú reynir á hversu góðar og velskipulagðar sóttvarnir eru hér á landi mikilvægt að ekki berist smit í svín; gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir matvælaiðnað og ferðamannaiðnað. Hér er betur hægt að verjast svínaflensunni vegna legu landsins, svínabú ekki mörg og ætti að vera hægt að ná viðunandi skipulagningu í sóttvörnum.
![]() |
Svín greind með flensu í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 17:42
Vinstri flokkanrir hika - þolinmæði á þrotum?
Nóg komið af handahristingum og kossaflensi, niðurstöður um stjórnarsamstarf þurfa að verða sem fyrst, eftir því sem hver dagur líður, er hætt við tortryggni og vantrausti; Jóhanna getur ekki búist við, þótt hún sé vinsæl, að þjóðin hafi óendanlega þolinmæði. Auk þess eru vinstri flokkarnir búnir með hveitibrauðsdagana í fyrri stjórn; - geta farið að taka raunhæft á stjórn landsins.
Undirrituð telur að orki tvímælis að þessir tveir flokkar ráði við vandann í efnahagsmálum, líklega verður þjóðstjórn niðurstaðan þótt síðar verði.
![]() |
Stjórnarsáttmáli í smíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook
1.5.2009 | 15:43
Efnahagslegt sjálfstæði - undir erlent vald?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ lýsti því fögrum orðum hvernig fyrri kynslóðir hefðu fært vinnandi fólki mannsæmandi kjör með baráttu sinni; og á þeim grunni stæði verkalýðshreyfingin. Skyldu ekki gengnar kynslóðir snúa sér við í gröfinni að heyra þennan sama foringja mæla með inngöngu í ESB; afsala efnahagslegu sjálfstæði undir erlent vald.
Hann sagði mikilvægt að fara í aðildarviðræður við ESB sem fyrst og að þjóðin yrði að fá að taka afstöðu til þess máls, en hann teldi sjálfur að þetta yrði ''mikilvægt skref í því að lækka matvælaverð, lækka vexti og verðbólgu og koma á stöðugleika í gengismálum''.
Hefur verkalýðsforinginn rétt fyrir sér: Hvernig eru vextir á Spáni þótt viðmiðunarvextir ESB hafa lækkað. Vextir á Spáni á húsnæðislánum hækkað um 20% á sama tíma vegna þess að þeir eru á hausnum eins og Ísland,. Ef hér hefði verið Evra í hruninu hefðu vextir verið enn hærri. Peningastefna ESB virkar ekki víða i Evrópu vegna þess að nú er verðhjöðnun, húsnæðisverð í frjálsu falli; bankarnir á hausnum og verðleggja peninga hátt, þess vegna gengur Svíum betur þeir hafa eigin gjaldmiðil en Spánverjar, Írar og margar Evrópuþjóðir verða að styðja sig við of hátt gengi Evrunnar.
Ef til vill er Ísenska þjóðin betur sett með eigin gjaldmiðil á nánustu framtíð lengra er tæplega hægt að horfa eins og efnahagsaðstæður eru í ESB-ríkjum og um allan heim.
![]() |
Nýjan sáttmála um stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook
1.5.2009 | 11:13
''Hundadaga ríkisstjórn?''
Ef ekki sitja áfram núverandi utanþingsráðherrar í næstu ríkisstjórn þá munu lífdagar hennar tæplega meira en fáeinir ''hundadagar''. Efnahagsmálin er of erfið til að pólitísk stjórn tveggja flokka nái nægilegum árangri; næsta ríkisstjórn getur ekki fengið ''hveitibrauðsdaga'' til þess er viðfangsefnið of brýnt.
Pólitísk refskák eða hráskinnaleikur geta ekki verið í boði fyrir þjóðina, skárra að mynda þjóðstjórn sem allra fyrst.
![]() |
Hlé á viðræðum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook
1.5.2009 | 07:44
Til hamingju með daginn
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga fyrsta maí hér á landi, en dagurinn lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972. Baráttudagurinn á sér rætur í blóðugri baráttu alþýðufólks fyrir bættum kjörum, fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista í París komu saman (1889),til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastillufangelsið í borgarastyrjöldinni, 1789. Þar var ákveðið að gera 1.maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
Tiltekinn dagur var einnig valinn vegna þess, þegar verkamenn komu samans þremur árum áður (1886) á Haymarket-torginu í Chicago í Bandaríkjunum, að krefjast átta tíma vinnudags. Tvö hundruð lögreglumenn ætluðu að leysa upp mótmælin en einhver kastaði sprengju, í öngþveitinu er fylgdi, hófst skothríð milli lögreglu og verkfallsmótmælenda, sjö lögreglumenn létu lífið og um tuttugu verkamenn. Átta voru handteknir og dæmdir fyrir sprengjutilræðið, fjórir voru hengdir sá fimmti framdi sjálfsmorð í fangelsinu.Ákæran var tekin upp nokkrum árum seinna, réttarmorð hafði verið framið, engar sannanir voru til staðar. Þremur hinna ákærðu var sleppt og hinir hengdu urðu píslarvottar verkalýðshreyfingarinnar en fyrsti maí valinn sem alþjóðlegur baráttudagur.
30.4.2009 | 18:06
Siðareglur kirkjunnar ofar dómsvaldi?
Siðareglur kirkjunnar hljóta að ráða frekar en lagabókstafur og dómsvald; álitshnekkir fyrir kirkjuna ef starfsreglur hennar eru ekki marktækar. Samkvæmt fréttinni kemur fram að réttlætanlegt sé að fylgja starfsreglum kirkjunnar miðað við það sem kemur fram í dómsgögnum um málið.
Viðkomandi aðili er hér um ræðir fær fyrirgefningu Guðs vegna gjörða sinna ef hann biður þess; samt sem áður óhjákvæmilegt að hann axli ábyrgð á gerðum sínum í starfi samkvæmt siðareglum kirkjunnar.
![]() |
Prestastefna ályktar um Selfoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook
30.4.2009 | 16:18
Aukið lýðræði í prófkjörskosningum
Útstrikanir á frambjóðendum í nýliðnum kosningum eru skilaboð frá kjósendum; þeir sætta sig ekki við óhóflegar sporslur og spillingu. Þá eru prófkjör flokkanna ólýðræðislegt fyrirkomulag sérstaklega í stórum kjördæmum úti landi þar sem jaðarbyggðir/sjávarþorp hafa ekki nokkra möguleika til áhrifa. Reglur þarf til tryggingar; að þingmenn komi sem víðast úr viðkomandi kjördæmum.
Nefna má Suðvesturkjördæmi hvernig tveir efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru staðsettir; auk þess eru þeir formaður og varaformaður flokksins, ekki frambærilegt í kjördæmi þar sem sjávarbyggðir eru stór uppistaða í kjördæminu.
![]() |
Vill vinna traust á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 09:58
Útrétt hjálparhönd
Siðferðileg skylda borgaryfirvalda að verða við beiðni Kaþólsku kirkjunnar um aðstöðu til hjálpar nauðstöddum á hentugum stað hvort sem það er í miðbænum eða nágrenni. Þörfin er fyrir hendi, fyrir útrétta hjálparhönd, til hjálpar og samúðar; gerir erfiðleikana léttbærari að geta komið, fengið sér súpu og létt á erfiðleikum með kærleiksríku viðmóti. Getur haft óbein áhrif á fjölskyldur viðkomandi ekki síst börnin er nú viðrast standa meira höllum fæti vegna kreppunnar.
Slík andleg og líkamleg uppbyggingarstarfsemi getur skilað sér margfalt til baka með auknu sjálfstrausti og sjálfsbjargarviðleitni þeirra bágstöddu, er fyrirsjáanlega mun fjölga með vaxandi atvinnuleysi, - og greiðsluvanda þeirra er verst standa.
Vonandi bregðast borgaryfirvöld við til hjálpar um húsnæði; slík hjáp er kærkomin viðbót við aðstoð félagsmálayfirvalda í borginni.
![]() |
Súpueldhús í miðbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook
29.4.2009 | 15:49
SI - umdeild fagmennska?

![]() |
Fæðingarlæknar krefjast afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |