Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.5.2009 | 16:01
''Borgum ekki skuldir óreiðumanna''
Borgum ekki skuldir óreiðumanna sagði Davíð Oddsson; ''fjölmiðlaelítan/hagfræðingar'' urðu hamstola til að hrópa niður fyrrverandi seðlabankastjóra. Hvers vegna þessi reiði, þjóðin á ekki að borga skuldir sem ekki eru á ábyrgð hennar. Hvers vegna ætti þjóðin að borga erlendum lánardrottnum er lánuðu ''óreiðumönnun'' hér á landi á eigin ábyrgð? Nei, þeim var nær, verða að bera skellinn sjálfir; óþarfi að sýna undirlægjuhátt, engu trausti erlendis er að tapa, allt að vinna. Lántakendur og lánardrottnar geta ekki skákað í því skjóli að aðrir taki endalaust ábyrgð á braski þeirra.
![]() |
Heimslögregla kapítalismans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 14:42
Gengi krónunnar - hentar útflutnigsfyrirtækjum
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í viðskiptafræði (Fréttabl.í dag) telur ekki líklegt að miklar breytingar verði í gengi krónunnar á næstunni, bandaríkjadalur verði á bilinu 110 til 130 kr, að veikt gengi krónunnar henti útflutningsgreinum vel. Ennfremur segir prófessorinn: ...''Til að komast úr úr kreppunni þurfa Íslendingar að beina sjónum sínum að útflutningi, og byggja á sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og þjónustu,...
Framangreint álit prófessorsins segir allt sem segja þarf um þá staðreynd að kreppan verður leyst fyrst og síðast með verðmætasköpum úr auðlindum okkar, sjávarútvegi, almennum iðnaði og þjónustu. Auk þess þarf aðhald til að viðskiptajöfnuður við önnur lönd verði í jafnvægi.
Stjórnarvöld ættu að beina sjónum sínum að framangreindum staðreyndum frekar en ætla að leysa allan vanda með inngöngu í ESB nú um stundir; hvað þá að veikja sjávarútvegsfyrirtæki með ranglátri skattheimtu er fyrirsjáanlega dregur úr getu þeirra til verðmætasköpunar.
kljhæjæjlæ
7.5.2009 | 21:28
''Hatursáróður á Gunnar Birgisson''
Góðra gjalda vert að gefa bæjarstjórn aðhald í fjármálum sínum en eru það markmið Samfylkingar í Kópavogi? Mér finnst aðalmálið hjá bæjarfulltrúanum vera einhvers konar ''hatursáróður'' gegn Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra; eða aðal stefnumálin. Man ekki eftir greinum um velferðarmál er betur mætti fara, þar hafa Vinstri grænir verið málefnalegri t.d. í málefnum eldri borgara og þeirra er minna mega sín.
![]() |
Kom verulega á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 21:16
Kirkjan hætti efnislegum afskiptum?
Ef til vill ætti viðhald kirkna ekki að vera í höndum sóknarnefnda heldur dómsmálaráðuneytis þar sem viðhaldskostnaður væri ákveðinn hluti af sóknargjöldum er rynnu til viðkomandi sóknar en ríkinu væri skylt að sjá um framkvæmd í samráði við sóknarnefnd/prest. Svipað kerfi er í Frakklandi og hefur gefist vel; hvað varðar efnislegu hlið kirkjunnar er framangreind hugmyndi vel athugandi, kirkjan gæti þá einbeitt sér alfarið að kristinni velferð og kærleika eins og Kristur stofnaði til í upphafi.
![]() |
Gagnrýna styrki vegna skulda kirkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 12:14
Kvótinn - kominn til að vera
Kvótakerfið er komið til að vera vegna þess að auðlindin er takmörkuð hins vegar þyrfti umræðan fremur að snúast um hvernig sníða megi af vankanta kerfisins. Hin hliðin á kvótakerfinu eru fyrirtækin er veiða fiskinn og hafa til þess óumdeilanlegan atvinnurétt samkvæmt stjórnarskrá. Einn af göllum kvótakerfisins er hvatinn til að henda fiski, sem ekki er verðmætur, þar togast á hagsmunir um að fá sem mestan arð af veiðiheimildinni til verðmætasköpunar fyrir þjóðina - og betri afkomu sjómanna og verkafólks; engin lög geta komið í veg fyrir brottkast vegna þess að þau eru á skjön við lífsafkomu framangreindra aðila.
Vitað er að allt síðan á dögum nýsköpunartogaranna hefur verið hent ósöluhæfum fiski; þá hentu togararnir heilu förmunum af smáfiski til að geta veitt söluhæfa vöru í staðin. Ekki liggur fyrir hvort brottkast á fiski í meira en sextíu ár hefur haft áhrif á minnkun fiskistofna hér við land; hvort það hefur meiri áhrif en hvalir og aðrar skepnur éta fiskinn sér til viðhalds í náttúrunni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook
6.5.2009 | 18:11
Jóhanna: ''blóðmjólka sjávarútveg - og landsbyggðina''
Hvað er Jóhanna, forsætisráðherra að segja; sama og að bóndi aflífaði mjólkurkýrnar sínar eina af annarri til að hafa í sig og á. Auk þess á að blóðmjólka sjávarþorpin allt í kringum landið er standa stórum hluta að verðmætasköpun þjóðarinnar. Væri ekki nær að minnka yfirbygginguna, þarf þjóðin níu háskóla þar af a.m.k. fjóra með viðskiptamenntun; hér ætti að hagræða án þess að menntun yrði ekki nægileg fyrir þjóðina.
![]() |
Fyrningarleið víst farin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook
5.5.2009 | 16:50
Samfylking - ''trúarsöfnuður til Brussel''?
Samfylkingin getur ekki og má ekki fá opið umboð til Brussel og semja um aðild að ESB; sama og að afhenda skrifræðinu í Brussel Ísland ''ef þeir vilja vera svo góðir að taka við landi og þjóð''. Hvílíkt glapræði, Samfylkingin er ''trúarsöfnuður'' um aðild þjóðarinnar að ESB, er leiddur verður dyggilega beint og óbeint af ritstjóra Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Stöð2, ''hluta af háskólaelítunni'' - og RUV eða því sem næst?
Ætla Vinstri grænir að láta undan bara til að geta verið í stjórn, ekki nægilega góð rök, þeir eiga næga möguleika í stjórn landsins þótt þeir slíti núverandi stjórnarsamstarfi? Hvað með Framsókn, Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn, yrði betri stjórn til að senda trúverðuga sendinefnd til Brussel?
Búast má við meiriháttar ágreiningi á Alþingi um svo grafalvarlegt mál og innganga í ESB.
![]() |
Kemur ekki til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 12:52
ESB - ekki besta hagkerfi heims?
Hvers vegna koma yfirlýsingar frá Olle Rehn ESB með stuttu millibili um að Ísland séu velkomið innan ESB sem allra fyrst, inngangan muni ganga fljótt fyrir sig? Segir að ESB hafi mikla samúð með fjárhagerfiðleikum hér og vilja greiða götu þjóðarinnar. Hvar var ´´samúðin þegar ESBríkin stóðu á móti sameiginlegri ábyrgð þegar bankakerfið hrundi hér á landi þótt Ísland væri innan EES? Við erum fámenn þjóð en hér eru hér miklar auðlindi; ESB mun þykja gott til glóðarinnar að hafa fiskimiðin sem fæðuöryggi í framtíðinni - að ekki sé minnst á orku- og olíuauðlindir?
Innganga Íslendinga í ESB og upptaka Evru hefur í för með sér frelsisskerðingu vegna þess að ESB mun dragast aftur úr velmegun í USA og Íslendinga; þótt ESB hafi sett sér það markmið að verða samkeppnishæfast hagkerfi heimsins árið 2010, til þess þarf atvinnu, Lissabonsamkomulagið gerði ráð fyrir, til þess að markmiðin næðust, yrðu 70% af vinnufæru fólki að hafa atvinnu. Heyrst hafa tölur um 11,5 % samdrátt í Þýskalandi (Dietrt Wermuth) á þessu ári, atvinna verði langt undir 60%. Það mun hafa neikvæð áhrif á lönd ESB þótt hagspár seðlabanka ESB reyni stöðug að fegra útlitið þótt staðreyndin sé önnur?
Eftir hverju er að sækjast verður ekki betra fyrir Ísland að standa utan við sambandið og nota krónuna enn um sinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook
4.5.2009 | 16:43
Samdráttur í ESB
Ísland getur boðið lægra fiskverð vegna falls krónunnar þrátt fyrir verðlækkun á fiski í Evrópu, en þjóðir þar vilja nú ódýrari vöru. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spáir a.m.k. 4% samdrætti á evrusvæðinu á þessu ári. Finnar (innan ESB) telja að gengi evrunnar sé þeim andstætt í viðskiptum. Hvernig myndi Ísland standa sig í samkeppni um sölu fiskafurða ef þeir væru í ESB en Norðmenn utan bandalagsins;- þeir eru langstærsti keppinautarnir við Ísland um sölu sjávarafurða til ESB?
![]() |
Íslenskur fiskútflutningur ógnar norskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 11:14
Ráðherrann segir satt.
Viðskiptaráðherrann talar rökrétt ef liggja fyrir úrlausnir fyrir íbúðareigendur bæði hvað varðar elend og innlend lán. Ef rétt er samkvæmt fréttum að 40% af lánum á íbúðarhúsnæði séu neysluskuldir þá er það vont mál fyrir viðkomandi; ekki annað að gera fyrir þá skuldendur að semja sérstaklega um þær.
Erfitt mun reynast að hafa pólitískan viðskiptaráðherra í stað Gylfa, þá situr væntanleg stjórn ekki lengi.
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |