Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pólitískir klækir?

Undarleg útspil af tveimur ráðherrum Samfylkingar að lýsa yfir vilja til kosninga sem hefur tæplega með almannaheill að gera áður en einhver árangur verður af stjórnvaldsaðgerðum. Hvað liggur að baki ekki standa ráðherrarnir einir? Minnir einna helst á aðferðir núverandi forseta þegar hann var í stjórnmálum,"látum þetta berast út". Pólitískir vel þekktir klækir til að rifta ríkistjórninni í þeirri von að Samfylkingin geti skotið sér undan ábyrgð á efnahagsvandanum; - og flýtt fyrir ESB-aðild?

Ekki er að efa að forsætisráðherrann hefur tromp á hendi með ótryggum samstarfsflokki er hann mun slá út þegar þess er þörf.


Bindaskyldan lækkuð til samræmis ESB?

Vandinn er augljós eins og forsætisráðherra lét í ljós fjármálaeftirlitið var ekki nógu sterkt til að taka á útþenslu bankanna. Raunverulega má segja að bankakerfið hafi verið ráðandi beint og óbeint í þjóðlífinu og farið sínu fram í krafti óhefts frelsis innan ESB er nú hefur komið berlega í ljós og neytt  okkur til samninga- hvort sem það er rétt eða ekki - allavega siðlaust.

Það sem ekki kom fram í viðtalinu var hvers vegna lækkaði Seðlabankinn  bindiskyldu íslensku bankanna  úr 4% í 2%.

Var það ekki gert að kröfu  íslenska fjármálakerfisins  til samræmis eins og hjá EES- og ESB-ríkjum. Var það ekki sami leikurinn og við Dani árið 2005 þegar ESB þvingaði Dani til að minnka bindiskyldu sína er þeir höfðu haft til margra ára. Hvað gerðist í kjölfarið? Roskilde Bank varð gjaldþrota.

Pappírskerfi ESB er inniheldur 17000 þús.? manns í stjórnkerfinu getur ekki brugðist við eins og hver þjóð gæti gert. Er ekki komin eldsglóð í þetta "ógnarstóra pappírsfjall" tímaspursmál hvenær það springur í loft upp?


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisbankarnir - ekki traust í samfélaginu.

Athyglisverðar umræður (Kastljós) með sparifjáreigendum svokallaðra peningabréfa þar sem þeir töpuðu 30% af innstæðum sínum. Þá voru upptökur og lífverðir til staðar er hafa án efa gert samskiptin enn verri. Ekki fer á milli mála að peningabréfin voru talin af bankafulltrúum algjörlega örugg  sparnaðarleið talin sú vænlegasta - með "kurteislegum og sannfærandi framkomu á yfirborðinu"; en tæplega trúverðugum eftir á að hyggja?

Við hjón stóðum frammi fyrir sömu reynslu fyrir ári u.þ.b. ári síðan það var viðskiptabanki fyrirtækis okkar og sparnaðar um margra ára skeið - alltaf staðið í skilum. En við höfðum bæði þá reynslu úr lífinu að ekkert fæst ókeypis og riftuðnum öllum hlutabréfaeignum þegar við sáum engan afrakstur þau lækkuðu sífellt - "arðurinn kemur seinna" var okkur sagt. Notuðum eftir það eingöngu sparisjóðsbókina vorum ekki talin með öllum mjalla af sérfræðingum bankans -  en rétt ákvörðun eins og nú hefur komið í ljós.

Ekki hefur myndast traust aftur gagnvart bankanum þótt hann sé orðinn ríkisbanki hægt að taka undir með viðmælendum Kastljóss að ekkert annað er hægt að fara eins og er.

Stjórnvöld verða að gera þá kröfu til ríkisbankanna að ávöxtun og sparnaðarleiðir liggi fyrir á ábyrgum pappírum svo fólk viti fyrir víst hvaða áhættu það tekur eða vill taka.

 Skiptir það engu máli fyrir núverandi banka að ná trúverðugleika almennings á ný?


Bókmenntakynning eða "sjúklegt hatur"?

 Samkvæmt fréttum í dag  (ævisaga forsetans) hefur Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skrifað forseta Íslands bréf um að ekki lá fyrir vottorð fyrrverandi hjónabands frú Dorritar. Alvarleg mistök að hálfu viðkomandi sýslumannsembættis að biðja ekki um slíkt vottorð þegar forsetahjónin voru gefin saman -ef  fréttin er rétt?

Undirrituð veit vegna náins ættingja að fresta varð hjónavígslu vegna þess að ekki lá fyrir vottorð um löglegan skilnað af fyrra hjónabandi. Landslög kveða skýrt á um að vottorð liggi fyrir. Forsetahjónin heyra að sjálfsögðu undir landslög eins og aðrir þegnar; hefði verið óviðundandi staða fyrir þau að vera í ólöglegu hjónabandi.

Fréttin er ekki góð auglýsing fyrir ævisögu forsetans bendir ekki til áhugaverðs lesefnis eftir svo lákúrulega kynningu. Frekar kynning á hatri forsetans á Davíð Oddssyni - eða þeirra í milli?

 

 

 



 

 

 


Aflétta bankaleynd - skapa frið/traust í samfélaginu.

Framkoma Jóns Sigurðssona, formanns fjármáleftirlitsins (Kastljósi) var traustvekjandi og rökföst gefur tilefni til bjartsýni um að hægt verði að setja nægilega traust lög/reglur um  fámálstofnanir í framtíðinni; raunhæft að þeir sem nú sitja í seðlabanka- og fjármálaeftirliti ljúki því verki. Fyrst og fremst er Jón Sigurðsson fagmaður er hefur mikla reynslu erlendis  í fjármálum ólíklegt  þótt hann hafi verið formaður í gamla Alþýðuflokknum geri stöðu hans veikari þvert á móti má telja það kost að þekkja refilstigu stjórnmálanna. Undirrituð upplifir Jón Sigurðsson ekki sem hreinan fulltrúa Samfylkingar svo sundurleits flokks og er það tvímælalaust mikill kostur við þennan ágætismann.Happy

Horft út frá alþjóðlegu umhverfi þá hefur það breyst til hins betra að fjármálakerfi heimsins  hafa fullan hug á að herða reglur í viðskiptum. Það er ástæða til að ætla að allt færist til betri vega svo framarlega sem starfsfriður verður í samfélaginu. Til þess svo megi verða þurfa allar upplýsingar um óheiðarleg vinnubrögð að koma upp á borðið;  aflétta bankaleynd gömlu/nýju bankanna til að skapa varanlegan frið og traust í samfélaginu!


Frú Vigdís Finnbogadóttir hvatning

Huggun harmi gegn að lesa uppörvunarorð fyrrverandi forseta Íslands þótt henni sé misboðið eins og okkur flestum.  Frú Vigdís lagði sitt af mörkum til að gera ímynd Íslands glæsilega á ferli sínum sem forseti Íslands. Þegar hún kemur fram þá munum við  eftir glæsilegum þjóðhöfðingja er varð áhrifamikið sameiningartákn þjóðar sinnar - bæði heima og erlendis. Drengilegt að biðjast afsökunar vegna Icesavereikninga þar á venjulegt fólk um sárt að binda vegna fjármálasvika.


mbl.is Íslendingar verða að endurheimta virðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling landsbyggðar - er verðmætasköpun

Sá veldur er á heldur hvernig mun ganga að rétta við fjárhaginn þótt lánið fáist í þjóðfélagi þar sem allt er í rúst efnislega og siðferðilega. Erfitt mun reynast að bæta siðferðilegu hliðina með einu pennastriki frekar en efnislegu þættina.  Þau fyrirtæki sem eru líkleg til a skapa verðmæti haldi áfram  en óhjákvæmilegt að önnur hætti rekstri.

Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endurskoða. Auka veiðar/vinnslu með ströndum landsins er gefa bæði útflutningsverðmæti og atvinnutækifæri. Þegar undirrituð kom fyrst til Bakkafjarðar um 1990 skilað þessi litla byggð einum milljarði (núvirði?) í grásleppuhrognum til útflutnings þar fyrir utan var útflutningur saltfisks í verulegum mæli. Dæmi um hvernig farið hefur með slík byggðarlög með  skerðingu veiðiheimilda er olli því að  blómlegt atvinnulíf og mannlíf hefur að mestu leyti verið lagt í rúst.

Það er þjóðhagslegur veruleiki að auka aflaheimildir í sjávarbyggðum allt í kringum landið  ekki síst smærri byggðum þar sem getur dafnað útgerð - og landbúnaður. Undanfarna áratugi hefur þessum greinum verðið gert erfitt fyrir um rekstur; óskiljanlegt í landi þar sem þessar greinar ættu að bera uppi stærsta hlutann af atvinnu og byggðaþróun úti á landsbyggðinni- þar sem ferðamennska hefði jafnframt en betri skilyrði til að dafna samtímis.

 

Hver hefur árangurinn verið   vegna markvissrar eyðingar minni byggða landsins til sjávar og sveita? Hér á höfuðborgarsvæðinu standa auðar nýbyggingar  engum til gagns - svo ekki sé minnst á íbúðir með myntkörfulán er ekki standa undir eigin virði - þar við bætist atvinnuleysi í stórum stíl. Árangurinn af samþjöppun fólksins þar sem ekki er nægileg verðmætasköpun til að standa undir sér.

 

Þegar  "Nýa Ísland" rís úr rústum pappírskerfisins á það framtíð sína í eigin gæðum og verðmætasköpun ekki síst úti á landsbyggðinni; ef við berum gæfu til að standa utan við ESB!


mbl.is Niðurstöðu að vænta undir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB við smáþjóð

Hvað er að heyra ESB hefði sagt upp EESsamningnum við okkur ef ekki hefðu verið samþykktar greiðslur Icesave í Bretlandi er hefði nánast þýtt viðskiptabann. ESB hefur ekki síður spillt fjármálakerfi en Ísland; engin raunveruleg velferðarsjónarmið ráða í "Brussel- pappírsverkssmiðju" skrifræðisins- er aðeins yfirvarp þar sem hagsmunir snúast um vernda eigin hag aðrir eru aukaatriði.

Undarlegt ef þjóðin samþykkir inngöngu en langur vegur er þangað til sú atkvæðagreiðsla fer fram; engin vissa að hún verði nauðsynlegt ef ESB rofnar innan frá.

 

 

 

 


mbl.is Eignir Landsbankans enn undir stjórn Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni þjóðlegur foringi áfram

Klaufaskapur Bjarna Harðarsonar með netpóstinn til fjölmiðla veikti auðvitað stöðu Guðna en varð jafnframt styrkur hans til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Guðni getur ekki sætt sig við að traðkað sé á honum og fylgismönnum hans í næstu kosningum af ESBsinnum er ekki hafa nokkurn áhugar á að viðhalda íslenskum landbúnaði og iðnaði er hlýtur að standa undir verðmætasköpun þjóðarinnar ásamt fiski og áli.

Nú geta ESBsinnar/Framsókn dansað á eigin forsendum og atkvæðum sem þeim fylgja. Útspil Guðna er að líkindum fyrsta skrefið í þeim pólitísku sprengingum er verða fyrir næsti kosningar og eru nauðsynlegar til að skýra línurnar fyrir almenning. CoolHappy

 


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur ESB á smáþjóð.

Hvað er að heyra ætlaði ESB að rifta EESsamningi við okkur ef við geiddum ekki Icesavereikninga í Bretlandi. Það hefði verið nánast viðskiptabann þjóðin sett upp við vegg. ESB hefur ekki velferðarmarkmið að leiðarljósi er aðeins slagorð til að fela yfirgang eiginhagsmunastefnu. Fjármálkerfi ESB er ekki síður gallað en hér á Íslandi - vonandi koma pappírsbréfavafningar skrifræðisins í Brussel - og bankakerfisins þar betur  í ljós innan tíðar.

Gæti orðið til þess að ESB biði verulega hnekki innan frá - þá eru engar líkur til inngöngu Íslands og er það vel.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband