Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Yfirtaka Glitnis óhjákvæmileg

Ekki var eftir neinu að bíða  að taka Glitnir, bankarnir höfðu gengið langt út fyrir stærðarmörk hagkerfis smáþjóðar,  i skjóli laga EES og ESB, þar sem ábyrgð íslenska ríkisins var látin gilda án þess fjármálakerfið gæti stöðvað stærð bankanna. 

Meðan "helför" íslensku bankanna hélt stjórnlaust áfram höfðu bankarnir að mestu ráð yfir öllum fjölmiðlum er létu málin þróast án umtalsverðar gagnrýni. Allt var undir "stórar gjafir" til menntastofnana/listamanna og íþróttafélaga til að viðhalda fallegri áferð bankanna. 

Við bættist aðdáun og fylgi forsetans við ástandið,  lét aðdáun sína óspart í ljós; klappaði þróuninni lof í lófa. Hann verður ekki öfundsverður að semja áramótaræðu sína í ár; ætti að leita til  forvera síns Frú Vigdísar Finnbogadóttur til að útfæra fyrir sig hugtökin sameiningartákn og hlutleysi, sem er óformleg yfirskrift forsetaembættisins. 

Með töku Glitnis var brask bankanna stöðvað og stjórnvöld náðu tökum á "pappírsgullæðinu" þótt það muni kosta þjóðina óheyrilegar fórnir.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfaraflokkur - eða óþjóðhollur krataflokkur?

Tætlurnar er eftir standa í Framsóknarflokknum er óræð framtíð þar sem sterk undiralda óeiningar og undirferli eru ótrúverðugar. Vonandi verður flokkurinn heilli og lýðræðislegri með nýjum ungum formanni. Verðandi formaður þarf að geta leitt fram lýðræðislega umræðu sérstaklega um Evrópusambandið þar sem raddir þeirra sem efast eða vilja ekki inngöngu fái að heyrast. Flokkurinn þarf heilstæða stefnu þar sem þjóðarheill er í fyrirrúmi  upp rísi "nýtt Ísland"  úr bankakreppunni; þar sem áherslan er  framfarir og atvinnuuppbygging um allt land  á forsendum auðlinda þjóðarinnar.

Takist flokknum ekki að koma fram sem flokkur þar sem undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar útgerð og landbúnaður okkur til fæðuöryggis; og gjaldeyrissköpunar   á hann ekki framtíð fyrir sér. Sama er að segja um áframhaldandi orkuiðnað og nýta  tækniþekkingu/menntun vel menntaðs fólks  til frekari velmegunar.

Þau öfl innan flokksins er ætluðu að ganga að fyrrverandi formanni Guðna Ágústssyni dauðum með yfirgangi líklega undir forystu Páls Magnússonar eru ekki vænlegur kostur fyrir þjóðlegan framfarasinnaðan flokk.

Höskuldur Þórhallsson er óskrifað blað  en takist honum að ná sáttum og koma fram sem leiðtogi flokks þar sem sem lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka er raunveruleg staðreynd á flokkurinn sér ef til vill lífslíkur?

 

 


mbl.is Höskuldur býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmætasköðun í auðlindum og tækniframförum

Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endurskoða til að tryggja útflutning og nægilega matvælaframleiðslu í landinu. Auka veiðar/vinnslu með ströndum landsins er gefa bæði útflutningsverðmæti og atvinnutækifæri. Byggðarlög hafa veri svipt veiðiheimildum með "svokallaðri hagræðingu" er hefur valdið því að  blómlegt atvinnulíf og mannlíf hefur að mestu leyti verið lagt í rúst víða úti á landi.

Það er þjóðhagslegur veruleiki að auka aflaheimildir í sjávarbyggðum allt í kringum landið  ekki síst smærri byggðum þar sem  útgerð - og landbúnaður gæti dafnað af miklum krafti þjóðinni til gjaldeyrisöflunar. Undanfarna áratugi hefur þessum greinum verðið gert erfitt fyrir um rekstur; óskiljanlegt í landi þar sem fyrrnefndar  greinar ættu að bera uppi stærsta hlutann af atvinnu og byggðaþróun - þar sem ferðamennska hefði jafnframt en betri skilyrði til að dafna samtímis.

 

Hver hefur árangurinn verið   vegna markvissrar eyðingar minni byggða landsins til sjávar og sveita? Hér á höfuðborgarsvæðinu standa auðar nýbyggingar  engum til gagns - svo ekki sé minnst á íbúðir með myntkörfulán er ekki standa undir eigin virði - þar við bætist atvinnuleysi í stórum stíl  - ekki síst hjá  menntuðu ungu fólki er nú hefur misst vinnuna í verslunargeiranum;en munu  innan skamms tíma verða sprotafyrirtæki framtíðarinnar í alþjóðaviðskiptum á sviði tækniframfara á mörgum sviðum.

 

Þegar  "Nýa Ísland" rís úr rústum brasks með verðlaus hlutabréf á það framtíð á eigin gæðum,  verðmætasköpun og menntun - ekki síst úti á landsbyggðinni.

mbl.is

Niðurstöðu að vænta undir miðnætti

Tilky

 


mbl.is Sýktri síld landað í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollari - Evra - eða litla krónan?

Efnahagur Bandaríkjanna lítur illa út en  efnahagur ESB bágari þegar til lengri tíma er litið. Evrópa er auðlindasnauð á lítið eftir af  af auðlindum  miðað viða USA,  eru háðir Rússum um orku og viðskipti um langa framtíð. Haftastefna ESB gegn fatainnflutningi frá Asíu  ekki nægileg til að tryggja eigin iðnað til framtíðar. Auk þess er vinnandi afl ekki nógu  fjölmennt miðar við eldri borgara -barnsfæðingar of fáar í Þýskalandi.

Ekki víst að Ísland þurfi að ganga til aðildarviðræðna við ESB því Brusselveldið fer hratt þverrandi innan frá "því miður" - í samkeppni í heimsviðskiptum. Líklega gæti verið skárra að taka upp Dollar en Evru eftir misseri eða svo? 


mbl.is Vilja tugi milljarða í aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðleg framfarasinnuð stjórn.

Farið hefur fé betra þótt Samfylking slíti núverandi stjórnarsamtarfi. Styrmir hefur rétt fyrir sér sterkar líkur eru til kosninga áður en kjörtímabili líkur. Eftir að efnahafslegu fárviðri linnir og forsendur bankahruns hér á landi liggja fyrir eru kosningar raunhæfar. Næsta stjórn þarf að verða stjórn er setur þjóðhyggju og framfarir á eigin auðlindum í fyrirrúm;  hættir að mæna til Brussel til að leysa allan vanda. Atvinnuvegir verða ekki byggðir upp með núverandi umhverfisráðherra er hefur lítinn skilning á, að við eigum að nota auðlindir okkar til framfara. Það eru svik við næstu kynslóð - og ófæddar kynslóðir framtíðarinnar  að nýta ekki tækniþekkingu til framfara í eigin landi.
mbl.is Getur ekki vikist undan kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlegt ofbeldi

„Forsenda þess, að þjóðin geti tekið sínar ákvarðanir er að hún fái réttar upplýsingar. Hvers vegna reyna talsmenn aðildar að Evrópusambandinu að fela  staðreyndir fyrir fólki"?, sagði Styrmir Gunnarsson á fundi Heimssýnar í dag.

 

Það verður erfitt að fá réttar upplýsingar eða umræður um ESB-inngöngu þegar ritstjórnir  Fréttablaðsins  og Morgunblaðsins  standa fyrir einsleitri stefnu um inngöngu ESB þar sem kostir inngöngu eru tíundaðir án gagnrýni. Lýðræðisleg umræða er ekki á dagsskrá, upplýsingin skal koma "að ofan" til almennings en hann á ekki að hafa neina skoðun.

 

Framgreindar skrif blaðanna má flokka undir "andlegt ofbeldi" og áróður. Árvakur á nú undir högg að sækja og óvíst hvernig fer - það yrði vatna á myllu Evrópusinna ef Mbl. sameinaðist Fréttablaðinu. 

 Vonandi að hægt verði að stofna almenningshlutafélag um Morgunblaðið og það hrifið úr heljargreipum þeirra er vilja inngöngu í ESB hvað sem það kostar.

Margra spurninga þarf að spyrja áður en þjóðin gengur til atkvæða um ESB-aðild: Eigum við að hafa til hnífs og skeiðar í eigin landi þar sem gnægð auðlinda er til lands og sjávar okkur til framfæris? Já!!!

Eigum við að láta auðlindirnar til annarra þjóða  krjúpa síðan fyrir valdinu í Brussel og biðja um brauð? Nei!!!

 

 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventa

Aðventan er undanfari jólanna til að taka á móti  Jesús Kristi á sjálfri jólahátíðinni með iðrun og hreinu hugarfari. Flestir keppast við að hreingera og skreyta heimili sín gefa gjafir  börnum, vinum og ættingjum.  Það er tjáning  hið ytra til að skapa  hlýlega samveru   á jólahátíðinni; allt á að vera  hreint þegar Jesús kemur.  

 

Jesús gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu allt sitt líf – í  sorg – í gleði þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl. Hann  gekk fram fyrir skjöldu fyrir þá sem minna máttu sín eða voru dæmdir harðlega í samfélaginu, var boðberi friðar, kærleika  og umburðarlyndis. Að hjálpa nauðstöddum, fátækum og einstæðingum þá tökum við á móti  Kristi, reynum að feta fótspor hans.

 

 Jesús Kristur með  upprisunni hjálpaði öllum mönnum  að sigra hið góða,   vera  boðberar hans í lífi og starfi með verkum sínum – í trú, von og kærleika. Það er hinn innri undirbúningur jólanna og skapar hina sönnu jólagleði.


Nýi Landsbankinn sýni ábyrgari þjónustu!

Það er réttlætismál að fólk er tapaði fjármunum sínum vegna óábyrgrar hvatningar starfsmanna bankans, samkvæmt stefnu bankans í sparnaði, fái leiðréttingu vegna tapaðra fjármuna. Fyrri hluta árs 2007 hafði bankinn frammi bækling með þrep i sparnaði eftir því hvað fólk vildi taka mikla áhættu í hlutabréfum eða hvort sparnaðurinn væri ætlaður  til að standa undir ákveðnum lífeyri mánaðarlega. Undirrituð man ekki eftir  bæklingum um peningabréf eða hvaða áhætta væri í þeim; -  ekki var mælt með umræddum bæklingi  samkæmt reynslu undirritaðrar hjá Eignastýringu.

Hinsvegar voru undirritaðri boðin peningabréf þegar hún vildi ekki taka frekari áhætti í hlutbréfum meira en orðið var(2007)? Þá var sagt að umrædd bréf hefðu enga áhættu í för með sér. Undirrituð hafði þá misst allt traust á þeim sparnaði er Eignastýring Landsbankans mælti með svo hún slapp fyrir horn.

Hvenær má vænta þess að Landsbankinn gefi út sparnaðarleiðir á ný í formi fyrrnefnds bæklings  og þar verði útskýrð áhætta með peningabréf? Staða sparifjáreignenda er óviðunandi þar sem ekki er reynt að sýna fram á betri viðskiptahætti í nýja Landsbankanum. Engir fulltrúar sem kynna núverandi stöðu eða koma með tillögur um raunhæfar sparnaðarleiðir?


mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar "ræna" eldri borgara - og fjölskyldur

Frétt Mbl í dag um tap eldri borgara er hörmuleg þar  eiga í hlut þeir er hafa viljað tryggja sér betri stöðu á eftirlaunum, fólk sem hefur heldur kosið að leggja til hliðar fjármuni sína sér og sínum til öryggis,við bætist fyrirsjáanleg skerðing eftirlauna. Fyrir almenna borgara er sparnaður að láta á móti sér t.d.  ferðalög og nýta vel það sem þarf til heimilis, lifa af sparsemi og nægjusemi.

Lesa má milli línanna í fréttinni: Tapið er áfall fyrir stórfjölskylduna sem bankarnir hafa valdið með óábyrgum útlánum af sparifé landsmanna ef reiknað er með að  fólk hefði viljað hjálpa börnum sínum eða barnabörnum sem nú standa illa. Samkvæmt 11%eru það rúml. tíu þúsund manns er hafa verið svipt eignum sínum með einu pennastriki, við  bætast fjölskyldur þeirra er gætu verið samanlagt um þrjátíu þúsund manns.

Varsla bankanna á sparifé er óafsakanleg að ganga svo á sparifé landsmanna að aldrei getur jafnað sig; svipta fólk ævisparnaði  með óarðærri  ávöxtum þar sem því var talið trú um að peningssjóðir væru örugg fjárfesting. Við bætist sárindi þessa fólks að geta ekki hjálpað sínum í fjármálerfiðleikum þeirra.

 


Borgarafundur - ekki þjóðarvilji

"Þetta er þjóðin" er ekki rétt yfirskrift fundarins heldur borgarafundur og getur ekki tekið sér umboð þjóðarinnar eins og Ingibjörg Sólrún benti reyndar á. Hvers vegna nefndi Þorvaldur Gylfason, prófessor ekki í ræðu sinni að bindiskylda bankanna var lækkuð til samræmis við   ESB-löndin en var ekki  raunhæf krafa fjármálakerfisins? Hvers vegna kom ekki fram að við fáum nýja greiningarfulltrúa hjá bönkunum um horfur í rekstri þeirra. Eigum við að þurfa að hlusta áfram á Eddu Rós Karlsdóttur og Ingólf Bender, og þeirra líka sem hina alvitru um fjárhag ríkisbankanna?

Þá nefndi Össur Skarphéðinsson að hann vildi þjóðaratkvæði um sem flest. Hvernig er það hægt þegar fjölmiðlarnir/blöðin eru í eigu fárra manna sem móta skoðanir með ósvífnum hætti eins og allir vita sem muna eftir áróðrinum um fjölmiðlafrumvarpið sáluga?

 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband