Víðförul kona: Guðríður Þorbjarnardóttir

Guðrún Þorbjarnardóttir var ein víðförlasta kona miðalda (980-1050). Hún fæddist að Laugarbrekku við Hellnar á Snæfellsnesi, fluttist ung með foreldrum/fósturforeldrum sínum til Grænlands. Eiríkur rauði vinur föður hennar tók á móti þeim og gaf Þorbirni föður Guðríðar Stokkanes og bjó hann þar síðan. Guðríður giftist þrisvar, fyrsti maður var Þórir austmaður og hafði lengi verið í siglingum, var hann vel efnaður en lést eftir stutt hjónaband. Annar eiginmaður var Þorsteinn bróðir Leifs Eiríkssonar rauða er fann og  nam land í Vesturheimi árið 1000, þau Guðríður héldu til Vínlands en þar tók Þotsteinn sótt mikla og lést en Guðríður settist að hjá Leifi heppna.

Fóstbróðir Leifs var Þorfinnur karlsefni Þórðarsonar, hesthöfða Snorrasonar er bjó að Reynistað í Skagafirði, hann varð þriðji maður Guðríðar.  Héldu þau hjón til Vínlands þar fæddi Guðríður soninn Snorra og var talið fyrsta hvíta barnið í Ameríku. Síðan var ferðinni heitið til Noregs og þar dvöldu þau hjón einn vetur en héldu þá heim til Íslands, keyptu Glaumbæ í Skagafirði og settust þar að. Synir þeirra Guðríðar, Snorri og Bjarni, bjuggu síðan í Skagafirði, Bjarni á Reynistað, föðurleifð Þorfinns, en Snorri að Glaumbæ.

Enn lagði hin víðförla kona Guðríður land  undir fót, gekk suður  til Rómar er var algengt ef fólk vildi biðjast forláts á syndum sínum. Eftir heimkomuna gerðist Guðríður einsetukona að Glaumbæ en þar hafði Snorri sonur hennar reist kirkju, hún þá líklega um fimmtugt.

''Höfðingjadóttirin Guðríður frá Laugabrekku átti sér merkileg örlög. Hún var hefðarkona á Grænlandi og húsfreyja í Ameríku og tengdadóttir Eiríks rauða og Þjóðhildar. Hún var uppi á þeim tíma þegar heiðnin var að hverfa og kristin trú að verða ríkistrú um öll Norðurlönd. Örlög hennar voru samofin hinum miklu landvinningum Íslendinga um 1000. Guðríður sigldi alls níu sinnum yfir  úthöf og ferðaðist um þvera Evrópu á langri ævi sinni''.

Heimild: Merkiskonur sögunnar, 2009,52-57, Kolbrún S. Ingólfsdóttir.

Það ver vel á því að forseti Íslands heiðri minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur með suðurgöngu  á  fund hans heilagleika páfans í Róm.HappyHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband