Framsókn í erfiðum róðri í kosningabaráttunni?!

Ef ríkistjórnin heldur velli má túlka það sem skilaboð um  áfram haldandi stjórnarsamstarf.

Viðrist vera uppgjafatónn í Guðna Ágústssyni vegan slaks gengis Framsóknarflokksins, að Sjálfstæðisflokkurinn sigli lygnan sjó í stjórnasamstarfinu og komist hjá gagnrýni. 

Þá segir Guðni vafasamt hvort hægt verði að halda áfram þótt stjórnin haldi velli. Þótt meirhluti  missi einn mann þá er það ekki nægileg ástæða fyrir Framsókn að draga sig í hlé.

Þótt ekki sé góð staða hjá Framsókn þá hefur hún þó nokkrar skyldur til að halda áfram með þá stefnu sem stjórnin markaði sér í upphafi. Ekki er góður kostur að skjóta sér undan merkjum þótt illa gangi í svipin.

Það verður aðeins vatn á myllu Kaffibandalagsins.

Eins og Guðni nefndi hafa verið innbyrðis átök innan flokksins. Undirrituð telur að stærsta deilumálið séu Evrópumálin og þar hafa stuðningsmenn ESB sýnt yfirgang og stjórnað flokknum alfarið í þeim málum.

Lanbúnaðrmálin eru oft umdeild en nú hefur Guðna tekist að ná allgóðri sátt um þau mál. Heibrigðis - og félgsmálaráðuneytið eru erfiðir málaflokkur. Sérstaklega hafa mál eins og Byrgismálið og fl. reynst erfið og reynt meira á Famsókn  en samstarfsflokkinn.

MIklar breytingar hafa orðið í þingflokk og forystu flokksins. Undirrituð telur að brottför Jóns Kristjánssonar  sem þingmanns  verði flokknum afdrifarík og muni kosta fylgistap fyrir austan. Við því er ekkert hægt að gera nema að læra af reynslunni.

Nú er það nýja forystan sem þarf að taka á í kosningabaráttunni. Hef trú á að Jóni Sigurðssyni gæti tekist að koma flokknum á réttan kjöl ef allir vinna vel saman.

Versti kostur fyrir framsókn er að fara ekki aftir í ríkistjórn ef nægilegur meirihlut fæst. Það sem verra er að sú kjölfesta sam náðst hefur í efnahagsmálum og velferðarmálum verður ekki nægileg án Framsóknarflokksins.

 


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst hún afar skiljanleg þessi staða Framsóknar í skoðanakönnunum hverjar kosningar eftir aðrar. Gamlir flokksmenn samþykkja ekki þennan nýja flokk og margir hafa yfirgefið hann. Í blóðugri styrjöld um fólkið sem hefur enga pólitíska skoðun hefur flokknum tekist að ná inn atkvæðum sem nægt hafa til pólitískra ítaka langt umfram allar eðlilegar skýringar.

Árni Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Allir hljóta að berjast um lausafylgið en ef til vill er það ekkrert verra en fast fylgi í hvað flokki sem er.

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.4.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er nú enginn stjórnmálaskýrandi og ræði ekki um þetta sem fagmaður. En sem fyrrum framsóknarmaður um mörg kjörtímabil og rótgróinn landsbyggðarmaður hef ég átt spjall við mörg af mínum fyrri flokkssystkinum. Flest þeirra sem farið hafa inn í aðra flokka hafa ánetjast Frjálslynda flokknum og af sömu ástæðu og ég. Stjórnmálaflokkur sem staðið hefur að slíku strandhöggi í veikburða byggðarlögum sem Framsóknarflokkurinn og staðið hvað vasklegast gegn því að fólkinu þar væru færð til baka þau sjálfsögðu réttindi til búsetu sem af þeim var rænt,- sá flokkur ætti ekki að tala um áhyggjur sínar af fólkinu þar nema í hálfum hljóðum. Gera síðan krossmark fyrir sér á eftir.

Árni Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú verð ég að biðjast afsökunar á síðustu setningunni. Það er vandalítið að setja hana í samhengi við starf þitt og menntun og þá væri ég kominn niður á plan sem mér hugnast ekki. Umrædd setning hefur að sjálfsögðu enga slíka skírskotun.

Kveðja, 

Árni Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 20:37

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Hef  trú  á  að  Jón  Sigurðson  nái  flokknum  á  flug hann er snillingur  í  hópstarfi sem  stjórnandi, ég  hef  sjálfur  starfað í  hóp  sem   hann  stýrði. Ég  vil  að næsta  ríkisstjórn  verði  ekki  án  hans  frábæra  hæfileika  til  að  ná   lendingum í  erfiðum  málum. Við  þá  sem  hafa yfirgefið  Framsókn segi  ég  KOMIÐ HEIM og  standið  vörð  um  áframhaldandi  velmegun á  Íslandi

Gylfi Björgvinsson, 20.4.2007 kl. 20:40

6 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir umræðuna. Það er ekkert sem þú þarft að biðjast afsökunar á, ég er bara venjuleg syndug manneskja. En ef þér finnst þú vera að guðlasta þá er það Guð Almáttugur sem þú þarft að biðja til. (heilög þrenning)

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.4.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Finnst þér Sigríður Laufey,ef Framsóknarfl.fær 10 - 13% fylgi í komandi kosningum , að kjósendur séu að votta honum traust sitt á ríkisstjórninni.Sjálfstæðisfl.gæti hins vegar með 36-38 % fylgi litið þá útkomu sem traustyfirlýsingu.Þið lítið kannski á flokkinn ykkar sem lífbát hjá íhaldinu,sem gott er að hafa tiltækan.

Kristján Pétursson, 20.4.2007 kl. 20:43

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Stjórnarandstaðan hefur skapað þessi skörpu skil með Kaffibandalagi Ingibjargar Sólrúnar og nú síðast Pulsubandalgi Steingríms J.

Þjóðin á að ráða og það hlýtur Kaffibandalagið/Pulsubandalagið að vilja ef þeir/þau meina hvað þeir segja.

Með kveðju.

Eðli málsins samkvæmt er rökrétt að Framsókn og Sjálst.fl. láti reyna á stefnu sína í komandi kosningum.Erfitt að tjá sig um hvort sama stjórn eftir verður kosningar. Treysti mér ekki til þess.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.4.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er einn af þessum fyrrverandi framsóknarmönnum sem hef sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda Flokkinn.  Ég var búinn að fá mig fullsaddan af því að horfa á hvernig Framsókn tók þátt í að rústa nánast allri landsbyggðinni og gera allar okkar eigur verðlausar með þessu arfavitlausa kvótakerfi sem Halldór Ásgrímsson + LÍÚ mafían bjuggu til.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 18:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband