19.10.2008 | 02:40
Fyrsta galdrabrennan
Þá er fyrsta "galdrabrennan" hafin þar sem Davíð seðlabankastjóri er píslarvotturinn. Einhvers konar sefjun viðkomandi hóps; vilja ekki horfast í augu við ástandið hvorki persónulega eða með þjóðarhag í huga. Seðlabankastjórnin gerði það sem var óhjákvæmilegt, að yfirtaka Glitni og Landsbankans - og Kaupþings.
Hörmulegt hrun fjármála þjóðarinnar; betra væri að að nota kraftinn líta í eigin barm og spara, lifa ekki um efni fram sem er ein ástæðan, að Ísland er nærri gjaldþrota.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook
19.10.2008 | 00:19
"Guð minn góður ef ég ætti örlítið brot af lífi"
" Guð minn góður ef ég ætti örlítið brot af lífi... Ég myndi ekki láta dag líða án þess að segja þeim sem ég elska frá tilfinningum mínum. Enginn á sér tryggan morgundag hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skiptið þá sem þú elskar.
Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra.
Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaður þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja "mér þykir það leitt", "fyrirgefðu mér", "viltu vinsamlegast", "þakka þér fyrir"- og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir.
Enginn mun minnst þín sökum leynilegra hugrenninga þinna. Biddu Drottin um styrk og getu til að tjá hugsanir þínar. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér"". góða helgi.
(Úr bréfi sem Kólumbíska NÓBELSKÁLDIÐ Gabríel Garcia Márques reit mikið veikur til vina sinna.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook
18.10.2008 | 18:05
Hugrakkur viðskiptaráðherra
Viðurkenni að ungi viðskiptaráðherrann stendur sig með mikilli prýði í erfiðum málum þjóðarinnar á ögurstundu. Er yfirvegaður kemur vel fyrir sig orði og er fastur fyrir, vex við hverja raun. (Þótt hann sé í Samfylkingunni). Spái honum vegsemd í framtíðinni enginn vafi.
Hann er ekki eins og ungu framsóknarmennirnir sem vilja skoðanakannanir áður en þeir taka ákvarðanir; vilja komast hjá því að taka erfiðar ákvarðanir koma síðan fram fyrir kjósendur með "allt á hreinu".
![]() |
Ákvörðun á allra næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 17:47
Brotin sjálfsmynd - herða upp hugann
"Það er dapurlegt að sjá fram á að þurfa að kenna börnunum sínum að skammast sín fyrir að vera Íslendingur", segir Kristján G Arngrímsson heimspekingur (mbl í dag). Mannleg viðbrögð að fyllast reiði þegar á bjátar. Að stöðvast í afneitun, horfast ekki í augu við veruleikann, stinga höfðinu í sandinn og skammast sín verður vonandi ekki viðvarandi ástand til frambúðar hjá heimspekingnum.
Meðan ástandið brotin sjálfsmynd varir yrði ráðlegast að ræða ekki við börnin. Horfast í augu við bágt efnahagsástand með réttum viðbrögðum og bjartsýni ekki síst barnanna vegna sem munu erfa landið og þurfa á bjartsýni að halda. Þjóðin á auðlindir og vel menntað fólk eru allir vegi færir þótt í móti blási um stund. Sendi umræddum manni baráttukveðjur og ósk um betri líðan þegar sjálfsmyndin nær jafnvægi. góða helgi
18.10.2008 | 13:02
Ungir Framsóknarmenn strengjabrúður?
Unga fólkið í Framsókn er að frýja sig pólitískri ákvarðanatöku með atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB. Stjórnmálaflokkar eiga að taka ákvarðanir leggja þær síðan fyrir kjósendur og standa eða falla með þeim. Skýrt kom hjá Páli Magnússyni Framsókn að tekin verði ákvörðun á flokksráðsfundi. (Stöð2ídag).
Páll sagði ennfremur að ávörðum um aðildarviðræður ESB yrðu teknar á flokksráðsfundi í nóvember þar réðust úrslitin óháð skoðunum Guðna formannsins. Ný stefna í stjórnmálum ef skoðanakannanir eig að ráð för; stjórnmálamenn strengjabrúður þeirra án þess að axla nokkra ábyrgð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook
18.10.2008 | 09:25
Ísland á brunaútsölu?
Skoðanakönnunin er tæplega marktæk eftir það sem á undan er gegnið ekki tímabært að taka slíka ákvörðun þjóðin er ekki sjálfbjarga og þarf aðstoð gjaldeyrissjóðsins. Fréttir greindu frá í vikunni að háttsettur embættismaður ( ESB)sagði í ljósi aðstæðna þá gæti "flýtimeðferð" innan ESB komið á "viðræðum og aðild" á stuttum tíma; ESB er ekki góðgerðarstofnun vill aðeins ná "gjaldþrota þjóðinni" á "brunaútsölu" vegna auðlinda landsins.
Engar líkur til að þjóðin vilji ESB þegar jafnvægi næst og raunveruleikinn verður áþreifanlegri með skilyrðum alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krónan þarf jafnvægi ef skipta yrði um mynt þá er norska krónan álitlegri kostur en Evran.
Enga brunaútsölu til ESB
![]() |
70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook
17.10.2008 | 17:48
Ísland á framtíð - engan bölmóð
Litla Ísland smáþjóðin er eins og krónan, skoppar stjórnlaust í öldurótinu vitum tæplega hvar við lendum? Nú verður endurreisn og við meðvituð um smæð okkar lifum í samræmi við það sem við getum aflað. Eigum verðmætar auðlindir orkulindir og fiskimið er og verður kjölfestan; þá getur litla þjóðin dafnað með duglegt og velmenntað fólk er byggir "upp nýtt Ísland" þar sem ráðdeild og skynsemi/kærleikur er leiðarljósið.
Hvað varðar öryggisráðið þá spörum við einn til tvo milljarða (eftir genginu) það kemur sér vel höfum nóg með að reka sendiráðin eins og á stendur. Yfirbyggingin er ekki af stærðargráður lítillar þjóðar og mætti vera minni með hagræðingu á fleiri stofnunum en bönkunum. Með allri virðingu fyrir menntun þá eru háskólarnir of margir; þar mætti hagræða án þess að menntunarstig þjóðarinnar verði skert.
Okkar sjálfstæði sem smáþjóðar er að hafa viðskipti við sem flestar þjóðir; - umgangast auðlindirnar með varkárni bæði til verndar náttúrunni og verja fjármunum rétt í samskiptum við aðrar þjóðir.
![]() |
Niðurstaðan mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2008 kl. 03:46 | Slóð | Facebook
17.10.2008 | 15:12
Bretar - Kaupþingi fékk náðarhöggið
Við höfum sýnt Bretum vinsemd fjöldi sjómanna fórnuðu lífi sínu voru skotnir niður af Þjóðverjum í heimstyrjöldinni síðari þegar þeir sigldu með fiskinn þeim til bjargar vegna matvælaskorts. Íslendingar færðu síðan út fiskveiðilögsöguna vildu sjálfir nýta fiskimiðin við landið; réttmæt krafa en þá birtust herskip hennar hátignar til að verja rán breskra togara í landhelginni.
Það varð álitshnekkir fyrir Breta að beita smáþjóð hervaldi er auk þess hafði verið þeim vinveitt á erfiðum tímum í stríðinu. Þeir urðu að láta undan síga annars tapað virðingu sinni í samfélagi vestrænna ríkja.
Alþjóðsamfélagið og NATO geta ekki stutt Breta vegna árásar á Kaupþing samkvæmt hryðjuverkalögum. Flugher hennar hátignar getur ekki komið hingað til að verja okkur - eftir að hafa nánast ráðist á okkur liggjandi og rústað stærsta banka þjóðarinnar.
![]() |
Vill ekki Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook
17.10.2008 | 11:39
Hnattræn efnahagskreppa - viðskiptastríð?
Erfitt hefur reynst að fylgjast með eða mynda sér skoðun hvers vegna eða hver er örsök bankakreppunnar? Virðist ekki jafnvægi í umræðunni að komast niður á röklegt og siðlegt plan; fremur geysar "viðskiptastríð", allir vilja bjarga eigin skinni?
Ýmsar yfirskriftir frétta koma upp í hugann: Davíð talaði af sér, Kaupþing féll? Hvað sagði hann? Íslenska ríkið borgar ekki óreiðuskuldir erlendis? Bretar neyttu aflsmunar og settu Kaupþing á hliðina í krafti hryðjuverkalaga; eru sennilega utan við lög og rétt Alþjóðalaga og - ESB? Aðalbankastjóri Bandaríkjanna lýsti yfir að björgunaraðgerðir hjá þeim björguðu ekki efnahagsvandanum? Hlutabréf um allan heim féllu í verði. Voru bankastjórarnir viljandi að spila út til að skerpa línurnar í fjármálakreppustríðinu?
Getur orkað tvímælis fyrir fræðimenn/fræðasamfélög að þiggja styrki í stórum upphæðum frá áhrifamiklum/fjársterkum fyrirtækjum? Gæti skaðað viðkomandi stofunum á háskólastigi bæði inn á við og út á við?
Dæmi: Háskólinn í Reykjavík fékk milljarð í styrk, orkar það ekki tvímælis að hagfræðingur á launum geti verið algjörlega trúverðugur/hlutlaus? Háskóli Íslands fékk styrk frá Landsbankanum, Háskólinn að Bifröst frá Glitni? Allt í sviðsljósi fjölmiðla; er lýstu styrkjunum með mikilli hrifningu af velgjörðarfyrirtækjunum.
Síðan koma hagspekingar með palladóma fremur en yfirvegaðar röklegar skýringar? Að framansögðu hlýtur að vekja spurningar hvort umræðan geti verið trúverðug? Samkvæmt upplýsingum Egils í Sífrinu hringdu tveir spekingar í hann alveg orðlausir engar frekari skýringar ?
Þá heyrist upphrópunin reka Davíð og seðlabankastjórnina með vissu millibili án þess að undirrituð hafi getað myndar sér skoðun; af hverju?
Hugleiðing undirritaðrar er upplifun hennar af fréttum með misvísandi upplýsingum er erfitt er að greina.
E.s. Ef tii vill gott útskpil að taka lán frá Rússum samhliða gjaldeyrisjóðnum? Ekki treysta í blindni á "vini okkar og verndara í NATO"? - og ESB?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook
17.10.2008 | 06:33
Bæn Gísla frá Uppsölum
Gísli frá Uppsölum (ómeðvitað) minnir um margt á meinlætamenn/einsetumenn fyrri tíma er drógu sig út samfélaginu; álíta má að eyðslu/neyslusamfélagið hafi ekki verið honum að skapi. Þótt Gísli væri oft fjærri raunveruleikanum lifði hann í náttúrulegu jafnvægi með sterkar kristnar rætur er birtast í innilegri bæn til Guðs:
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætið ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Góða helgi
16.10.2008 | 10:13
Evran - stöðugleiki ekki öruggur?
Þjóðverjar sjá fyrir bankakreppu hjá sér í byrjun næsta árs. Angela Merkel hefur stofnað öflugan sjóð til að varnar væntanlegri kreppu. Þýskaland er eitt af ríkustu löndum Evrópu samt er kreppunni spáð en að hún kunni að réna seint á næsta ári.(Rúv)
Euiopian Policy Centre nefnir hrun krónunnar hér á landi sem dæmi um að litlir gjaldmiðlar auki óstöðugleika þegar fjármálakeppa skellur yfir vegna árása spákaupmanna. Hér skarast fréttir augljóst er að Þjóðverjar eru ekki öruggir þrátt fyrir Evruna, stöðugleika og sterkan fjárhag. (Fréttablaðið í dag)
Evran er þá ekki fullkominn stöðugleiki; til vill til fjármálaspekingar í Þýskalandi er hafa möndlað óþægilega "fjármálapappírsvafninga"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook
16.10.2008 | 08:52
Betra seint en aldrei
Betra seint en aldrei fyrir ESB/EES að sýna "hinu siðferðilegu félagslegu samkennd"; inntak boðskapar sambandanna til að byggja upp sameldni ríkjanna. Skyldi þó aldrei vera að tilboð Rússa um lán hafi vakið eftirtekt leiðtoganna í "erfiðleikum smáþjóðar" enda ekki vænlegt að fá Rússana inn á Norður -Atlandsshaf?
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 07:57
"Græddur er geymdur eyrir"- einstæð móðir tapar sparnaði af litlum launum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook
16.10.2008 | 00:21
Morgunbæn:
15.10.2008 | 10:18
"Enginn má undan líta"
Áríðandi vandamálum í efnahagsstjórnun er Sjálfstæðisflokknaum ætlað að leysa en eftir stendur Samfylkingin í nýju fötum keisarans eins og ekkert sé. Ástæða fyrir Geir Haarde að vera vel á verði enginn má undan líta; Samfylkingin getur ekki litið undan á ábyrgðarstundu og látið samstarfsflokkinn um erfiðleikana.
Nánast útilokað er að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið ef heldur áfram sem horfir vegna þess að Samfylkingin virðist ætlar að skjóta sér undan merkjum og koma syndlaus til næstu kosninga.
Eins og undirrituð hefur áður nefnt þá yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna farsælust við erfiðar aðstæður í endurreisn rétt eins og Nýsköpunarstjórnin um miðjan áratug síðustu aldar er kom togaraútgerð og atvinnusköpun á stað fyrir alvöru hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook
15.10.2008 | 04:39
Sólveig Árnadóttir: Bæn íslenskrar móður
Ykkar móðir.
Nú renni ég augunum upp til þín,
og andvarpa í hljóði.
Ég bið þig fyrir börnin mín,
blessaður Jesús góði.
Sólveig Árnadóttir 1957
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook
15.10.2008 | 02:13
"Lófalestur og galdrabrennur"
Vonandi hefjast ekki ásakanir eða "galdrarennur" í ríkjandi ástandi; mikilvægast að stjórnmálaflokkar og stofnanir standi saman að finna bestu lausnina. Allir eru felmtri slegnir erfitt að taka mikilvægar ákvarðanir. Fyrir mér hafa hagfræðingar /sérfræðingar komið fram með misvísandi upplýsingar um hvað fór úrskeiðið eða hver eru úrræðin - nema setja Davíð Oddson seðlabankastjóra á "galdrabálið".
Samt sem áður alvarlegt mál ef sérfræðingar tilgreindra stofnana hafa setið þennan fund með Landsbankanum en ekki tilgreint stofnunum sínum þessa válegu skýrslu - líkast "lófalestri" fremur en kaldri staðreynd er þurfti að ígrunda vel.
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 20:06
EES fordyr - ESB = sæluríkið?
Samkvæmt lögum EESsvæðisins gátu íslensku bankarnir flutt út sparifé landsmanna.l Allt fjármagn og vinnuafl í frjálsu flæði í nafni jafnréttis og bræðralags innan EES, fordyr áður en innganga verður í eilífðar sæluríki ESB. Íslensku bankarnir fitnuðu eins og púkinn á fjósbitanum, ekkert gat stöðvað þá; urðu 12sinnum stærri en þjóðarframleiðsla Íslands samt er þjóðin ábyrg fyrir innstæðum viðkomandi landa. Við bætist að bankarnir hafa ekki staðið í skilum í tryggingarsjóð innlána aðeins 13milljarðar eru í sjóðnum en ættu að vera 40milljarðar (Fréttablaðið 14.10)
Er ekki sæludraumurinn búinn, stærstu ríki ESB hafa samið sín í milli en Alþjóðgjaldeyrissjóðnum ætlað sjá um minni ríkin? Þau skipta ekki máli þegar alvara er á ferðinni aðeins stærstu ríkin sáust við samningaborðið þegar ESB samdi um efnahagsaðgerðir sambandsríkjanna.
Er draumurinn um eilífðar sæluríkið ESB orðinn að martröð? (Líkt eins og 1000ára ríkið forðum?).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook
14.10.2008 | 08:08
Forsetinn - sameiningartákn
Forsetinn hefur og á að hafa neitunarvald gagnvart alþingi ef til stóráfalla kemur í lífi þjóðarinnar. Reynt var með lögum að setja réttlátan lagarammra um eignarhald fjölmiðla kallaði ekki á afskipti forsetans. Umrædd lög voru sett til að dreifa eignarhald á fjölmiðlum til að vernda raunverulegt málfrelsi/ritfrelsi þjóðinni til hagsbóta.
Umrætt viðtal var tilraun forsetans til að bæta um og viðurkenna mistök sín og er það virðingarvert. Best viðurkennir hann mistök sín; að draga sig í hlé og annar forseti verði kosinn er gæti orðið óumdeildur, sameiningartákn þjóðarinnar.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook
13.10.2008 | 22:24
Kvöldbæn
Góði Guð, vak þú yfir mér á meðan ég sef. Vak yfir öllum, sem eru þreyttir, að hvíla sig. Gef öllum svöngum mönnum mat að borða. Hugga líka góði Guð, alla þá, sem eru sorgmæddir, einmana og sjúkir.
Amen