12.9.2007 | 21:57
Herferð gegn framtaki og frelsi
Þá hafa svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar verið birtar en þola tæplega dagsins ljós. Fyrst er dregið úr atvinnulífinu úti á landsbyggðinni með of mikilli skerðingu þorskkvótans. Með því er vegið að atvinnulífi og sjálfsmynd byggðarlaga. Öll þjónusta dregst saman og fjöldi fólks missir atvinnuna og kjör allra versna til muna.
Til hvers á að efla menntun og leggja vegi ef ekki er öflugt atvinnulíf fyrir, sem kjölfesta.? Undarleg hagfræði sem reiknast á stefnu jafnaðamanna með samþykki Sjálfstæðismanna, sem eru þó merkisberar framtaks og framfara. Samfylkingin eys úr sjóðum ríkisins til að viðhalda svokallaðri jafnaðarstefnu án þess nokkur markmið um atvinnuuppbyggingu sé að ræða. Uggvænlegt hvað þessi ríkistjórn hefur mikinn meirihluta þar sem Samfylkingin virðist hafa megin frumkvæði í stefnumörkun, að draga sem mest úr atvinnulífi og framtaki landsbyggðarinnar.
Athyglisvert að forsætisráðherra kynnti ekki mótvægisaðgerðirnar/ölmusuna" handa landsbyggðinni; enda eru þær fjarri stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2007 kl. 21:58 | Slóð | Facebook
5.9.2007 | 08:43
Auglýsing - lifandi - boðskapur Krists?
Auglýsingin um síðustu kvöldmáltíð Jesúm Krists er nýlunda en vakti ekki hneykslun undirritaðrar en mun án efa valda heilabrotum og umræðum. Kristur er jú, Guð og maður samkvæmt kristinni trú. Hann fær mikla nánd sem maður í auglýsingunni. Júdas lærisveinn hans fær mikla athygli sem svikari félaga sinna. Rómversku hermennirnir sjást í baksýn við Júdas segja allt sem segja þarf. Kristur var hættulegur rómverska heimsveldinu með því að fara með friði með kröfum sínum um réttlæti handa þjóð sinni og reyndar öllum heiminum.
Meðan auglýsingar ganga ekki svo langt að vera "antikristnar", gætu þær ef til vill fært kristinn boðskap nær nútímanum ef guðfræðimenntaðir hafa tillögurétt um efni þeirra.
Ekki veitir af nánd Krists í dagsins önn, hann er ekki bara upphafinn Guð á stalli.
Undirrituð hættir sér ekki út í frekari guðfræðilega umræðu. Auglýsingin var samkvæmt framangreindu Jesús Kristur í myndrænum búningi með friðarboðskap og réttlæti þar sem svik, undirferli og óréttlæti heimsins voru til staðar rétt eins og í nútímanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.9.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook
4.9.2007 | 16:19
Kristinn boðskapur - í myndrænum búningi
Varð alveg steinhissa þegar ég að heyrði og sá auglýsinguna, fann ekki til reiði né hneykslunar, hún olli mér heilabrotum sem ég hef ekki unnið úr ennþá.
Kristur er jú, bæði Guð og maður samkvæmt trúnni. Hann fær mikla nánd sem maður í auglýsingunni. Júdas fær mikla athygli sem svikari félaga sinna. Rómversku hermennirnir sem sjást í baksýn við Júdas segja allt sem segja þarf. Kristur var hættulegur rómverska heimsveldinu með því að fara með friði en vilja samt sem áður réttlæti handa þjóð sinni og reyndar öllum þjóðum.
Meðan auglýsingar ganga ekki svo langt að verða antikristnar þá gætu þær ef til vill fært nútímann nær kristninni trú ef guðfræðingar og prestar hafa umsögn um slíkar auglýsingar sem samkvæmt fréttinni voru ráðgjafar. Ekki veitir af nánd Krists í dagsins önn. Hann er ekki bara upphafin Guð á stalli.
Hætti mér ekki út í frekari guðfræðilegar umræður en auglýsingin var samkvæmt framangreindu Jesús Kristur í myndrænum búningi með friðarboðskap og réttlæti þar sem svik, undirferli og óréttlæti heimsins voru til staðar rétt eins í nútímanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook
1.9.2007 | 07:09
Kvótaskerðing - landsbyggðin þurfamannabúðir?
Nú er kvótaárið gegnið í garð með skerðingu veiðiheimilda ásamt versnandi lífskjörum þeirra byggða sem eiga allt undir útgerð. Mannlíf og afkoma snýst um fisk og aftur fisk á mörgum stöðum úti á landi. Atvinna er lítið annað en vinna tengd fiskvinnslu og tengdum þjónustustörfum. Má segja að gengið hafi verið óþarflega langt í skerðingu veiðiheimilda.
Stjórnvöld hafa lofað sértækum aðgerðum rétt eins og sé verið að gera heilu byggðarlögin að þurfamannabúðum. Tæplega verða þær aðgerðir til að koma í staðinn fyrir lífskjaraskerðinguna. Mun frekar draga niður sjálfsmynd og sjálfsbjargarviðleitni þessara byggðarlaga með því að gera íbúana að þurfamönnum.
Einkennileg tilviljun að sömu flokkar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eru nú við stjórnvölinn eins og fyrir rúmum áratug þegar veiðiheimildir voru skertar. Þá var þrengt svo að í greininni, að margir urðu að hætta. Sérstaklega varð trilluútgerðin illa úti í minni byggðarlögum með tilheyrandi fólksfækkun.
Ekki við því að búast að þessi stjórn verði vinveitt atvinnulífi úti á landi ef Samfylkingin ræður för. Allt á helst að þjóðnýta, dugnaður og framtak slegið niður eins og framast er unnt. Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki úti landi má vera öflugt og sterkt. Hvað þá að eiga yfir að ráða veiðiheimildum til þess að geta rekið fyrirtækin með hagnaði þjóðinni til tekna. Það heitir að eiga gjafakvóta hjá jafnaðarmönnum eða þjóðin á fiskinn í sjónum.
Staða landbúnaðar verður tæplega vænlegri með jafnaðarmenn innanborðs í ríkisstjórn. Ekki langt að bíða eftir herferð gegn honum; helst lagður niður ef að líkum lætur. Ráði íslenskir jafnaðarmenn, þá verða allar auðlindir þjóðnýttar. Nú eru vatnsréttindin í landinu fyrsta skotmarkið. Síðan verður markið sett á ESB, fiskveiðiheimildir og aðra auðlindir afhentar erlendu valdi til umráða, þá er takmarkinu náð.
Óskiljanleg afstaða fyrir litla þjóð norður í Atlandshafi. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið utan svo stórra samtaka sem ESB. Frá upphafi landnáms hafa Íslendingar stundað útrás til annarra landa, lagt mikið að mörkum í menningu og þegið til baka. Best tókst þjóðinni upp þegar hún var ekki undir stjórn annarra þjóða eins og sagan greinir frá og flestir þekkja.
Til þess að við lifum af sem lítil sjálfstæð þjóð þarf samhenta stjórn með þann metnað að leiðarljósi, að dugnaður megni njóta sín sem víðast í samfélaginu Ekki síst úti á landsbyggðinni. Það er hagur þjóðarinnar sem heildar, að jafnaðarmenn fari sem fyrst úr þessu stjórnarsamstarfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook
31.8.2007 | 21:28
Nýtt kvótaár - landsbyggðin þurfamannabúðir?
Nú er kvótaárið gegnið í garð með skerðingu veiðiheimilda ásamt meðfylgjandi versnandi lísfkjörum þeirra byggða sem eiga allt undir útgerð. Mannlíf og afkoma snýst um fisk og aftur fisk á mörgum stöðum úti á landi þar sem atvinna er lítið annað en vinna tengd fiskvinnslu og tengdum þjónustustörfum. Má segja að gengið hafi verið óþarflega langt í skerðingu veiðiheimilda.
Stjórnvöld hafa lofað sértækum aðgerðum rétt eins og sé verið að gera heilu byggðarlögin að þurfmannabúðum. Tæplega verða þær aðgerðir til að koma í staðinn fyrir lífskjaraskerðinguna. Mun frekar draga niður sjálfsmynd og sjálfsbjargarviðleitni þessara byggðarlaga með því að gera íbúana að þurfamönnum.
Einkennileg tilviljun að sömu flokkar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur, eru nú við stjórnvölinn, eins og fyrir rúmum áratug þegar veiðiheimildir voru skertar. Þá var þrengt svo að í greininni, að margir urðu að hætta, sérstaklega varð trilluútgerðin illa úti í minni byggðarlögum með tilheyrandi fólksfækkun.
Ekki við því að búast að þessi stjórn verði vinveitt atvinnulífi úti á landi ef Samfylkingin ræður för. Allt á helst að þjóðnýta, dugnaður og framtak slegið niður eftir því sem hægt er. Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki úti landi má vera öflugt og sterkt hvað þá að eiga yfir að ráða veiðiheimildum til þess að geta rekið fyrirtækin með hagnaði þjóðinni til tekna. Það heitir að eiga gjafakvóta hjá jafnaðarmönnum eða þjóðin á fiskinn í sjónum.
Aðalatriðið er að fiskveiðiheimildir þjóðarinna tilheyri landgrunninu en séu veiddar til hagsbóta fyrir þjóðarbúið eins og verið hefur, sem er best gert með rekstri öflugra sjávarútvegfyrirtækja bæði stórra og smárra vítt og breitt um landið.
Staða landbúnaðar verður tæplega vænlegri með jafnaðarmenn innanborðs í ríkisstjórn. Ekki langt að bíða eftir herferð gegn honum; helst lagður niður ef að líkum lætur. Ráði íslenskir jafnaðarmenn, þá verða allar auðlindir þjóðnýttar, nú eru nú vatnsréttindin í landinu fyrsta skotmarkið. Síðan verður markið sett á ESB, fiskveiðiheimildir og aðra auðlindir afhentar erlendu valdi til umráða, þá er takmarkinu náð.
Óskiljanleg afstaða fyrir litla þjóð norður í Atlandshafi. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið utan svo stórra samtaka sem ESB. Frá upphafi landnáms hafa Íslendingar stunda útrás til annarra landa, lagt mikið að mörkum í menningu og þegið til baka.
Best tókst þjóðinni upp þegar hún var ekki undir stjórn annarra þjóða eins og sagan greinir frá og flestir þekkja. Til þess að við lifum af sem lítil sjálfstæð þjóð þarfa samhenta stjórn með þann metnað og atorku, að dugnaður megni njóta sín sem víðast í samfélaginu, ekki síst úti á landsbyggðinni.
Það er hagur þjóðarinnar sem heildar, að jafnaðarmenn fari sem fyrst úr þessu stjórnarsamstarfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook
29.8.2007 | 15:44
Eldri borgarar rændir af stjórnvöldum?
Maður greindi frá eftirfarandi (ÚtvarpSaga í gær) varðandi frjálst mótframlag í lífeyrissjóð: Átti hann samtals tvær milljónir í sjóðnum sem hann hugðist nota þar sem hann var orðinn sextíu og sjö ára gamall. Þegar hann tók sjóðinn út fékk hann aðeins kr. fimm hundruð þúsund. Hvernig er hægt að ræna eldra fólk svona samkvæmt lögum? Mega eldri borgara bara eiga fyrir saltinu í grautinn eða því sem næst?
Þar sem hann hafði ekki greitt skatt af þeirri upphæð sem í sjóðinum var hefði útborgun átt að vera kr 1.285600. Vegna greiðslu frá Tryggingastofnun var hann skertur til viðbótar svo eftir stóðu kr 500.000 þús.
Nægilegt hefði verið að taka staðgreiðsluskattinn upp a.m.k. fimmtán milljónum og láta tryggingagreiðslur eldri borgara í friði. Sérstaklega þá sem eiga ekki digra sjóði! En að seilast í tvær milljónir svo að eftir standa aðeins fimm hundruð þúsund er siðlaust að hálfu stjórnvalda. Hvers vegna heyrist ekkert frá samtökum eldri borgara um svona óréttlæti þótt kosningum sé lokið?
Sú ríkisstjórn sem nú situr sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir fyrir kosningar að bæta hag eldri borgara. Það er hagur eldri borgara að þeir séu ekki rúnir inn að skinni ef þeim hefur tekist að spara nokkrar krónur á löngum vinnudegi. Vonandi sér Geir Haarde, forsætisráðherra til að framangreint ranglæti verði leiðrétt hið snarasta.
28.8.2007 | 06:45
Er áfengisneylsla hagsmunamál stjórnmálamanna?
Ekki ofmælt að áfengisdrykkja sé vandamál í umferðinni/samfélaginu þar sem menn valda sér og öðrum óbætanlegum skaða. Að ekki sé nú minnst á vandamálið þegar farið er út að skemmta sér. Þá mega borgarar í miðbænum eiga von á heimsóknum í garða sína. Ef þeir leyfa sér að mótmæla eða vera á gangi sér til skemmtunar þá er voðinn vís. Verða mjög líklega barðir til óbóta.Tek undir það sjónarmið sem komið hefur fram í umræðunni, að það eru ekki þeir, sem eru í ofneyslu séu mesti skaðvaldurinn. Nei, það eru góðborgarar sem þurfa að sleppa fram af sér beislinu til að skemmta sér ærlega á kostnað annarra.
Ekki vænlegt til betra ástands þegar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar gengur fram fyrir skjöldu á komandi Alþingi fyrir vínsala til að auka aðgengi víns en því hefur hann lýst yfir. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi kallaða vínbúðina í Austurstræti dagvöruverslun fyrir skömmu, sem hefði nauðsynlega staðsetningu. Má segja að góður stuðningur sé meðal forystu Samfylkingarinnar til að auka frelsið fyrir þá sem neyta áfengis. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki og Björn Ingi Hrafnsson Framsókn hafa lýst sömu skoðun að áfengissala þurfi að hafa meira frelsi og auka þurfi aðgengi áfengis.
Fyrir hvaða hagsmuni standa framangreindir aðilar? Ekki er það í þágu samfélagsins nóg er komið af vandamálum samfara neyslu áfengis. Tæplega hægt að hugsa sér að þessir ungu upprennandi stjórnmálamenn velji sér mál sem verða til heilla fyrir samfélagið.
![]() |
Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook
27.8.2007 | 06:22
Landsliðið á uppleið - þrátt fyrir tap.
Já, það voru vonbrigði að horfa á tapið hjá kvennalandsliðinu í gær miðað við gang leiksins. Sannast að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. Ekki um annað að gera fyrir liðið en að magnast við hverja raun og koma sterkari til leiks í áframhaldandi keppni á næsta ári.
Gæti orðið liðinu til góðs að tapa þrátt fyrir allt, nú fá þær fleiri leiki og meiri reynslu sem verður þeim ómetanlegt. Aðdáunarvert hvað kvennalandsliðið hefur staðið sig vel þrátt fyrir oft litla athygli og lítið fjarmagn. Þær hafa samt ekki látið aðstæður buga sig og eru þess vegna til alls líklegar á næsta ári. Áfram stelpur!!!
![]() |
Katrín Jónsdóttir: Verðum allar að líta í eigin barm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 17:05
Hjúkrun fyrir þá - sem drekka frá sér sjálfræðið
Ekki spurning um að margar löggur á rölti í miðbænum myndu draga niður í mörgum en ekki útiloka vandann því miður. En hver á að borga? Þeir sem drekka áfengi að sjálfsögðu.
![]() |
Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 06:42
Nóbelskáldið og leikarinn - frábærir listamenn
Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek og Bör Börsson eftir Johan Falkebjerget voru lesnir í ríkisútvarpið fyrr á árum við miklar vinsældir og mætti vel endurtaka þá lestra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2007 kl. 11:56 | Slóð | Facebook
13.8.2007 | 09:46
Ofneysla áfengis í Reykjavík - og framhaldsskólum.
Hæst ber í morgunfréttum ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og framhaldsskólum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé vægast sagt ömurlegt. Við bætist önnur frétt af svipuðum toga, að 47% framhaldskólanemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengisneyslu er viðvarandi víða í samfélaginu. Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann og tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu.
Framtak lögreglustjóra um áfengisvandann í miðborg Reykjavíkur mun án efa vekja eftirtekt og umhugsun. Vonandi að almenningu, allir þeir sem koma að uppeldismálum og þeir sem reka skemmtistaði/vínveitingu í Reykjavík geri sér ljósa grein fyrir ábyrgð sinni á vandanum. Ekki mun vandinn verða leystur eða lagast við áfengislækkun eða lækkun áfengisaldurs.
Uppeldi skiptir miklu máli og því er ábyrgð foreldra og skóla afar mikilvæg. Börn sem fá sterka sjálfsmynd í uppeldi og eru frædd um vandamálin með persónulegum samræðum munu verða betur meðvituð um hættu vímuefna. Fyrirmynd foreldra er ef til vill mikilvægasti þáttur forvarna fyrir börn og unglinga. Ábyrgð foreldra er því mikil ásamt skólunum.Fréttin um áfengisneyslu ungs fólks í framhaldsskólum gefur tilefni til að huga betur að uppeldi í æsku og hvaða fyrirmyndir börn hafa þá.
Stjórnmálamenn eiga/verða að taka ábyrga afstöðu sem miðar að almannaheill en ekki auka á vandann með stuðningi við áfengisauglýsingar og óhefta vínsölu eins of fram hefur komið af og til í fjölmiðlum
![]() |
Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook
9.8.2007 | 13:15
Ofnotkun áfengis er ekki einkamál
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur lýst stuðningi yfir ákvörðun bæjarstjóra Akureyrar um aldurstakmark á Akureyri um verslunarmannahelgina og er það ánægjulegt. Ekki auðveld en rétt ákvörðun bæjarstjórans við þeim vanda sem við blasti. Undanfarin ár hefur ofnotkun áfengis verið til vandræða þar nyrðra og beinlínis sett ímynd bæjarins úr skorðum hvað varðar skemmtanir svo ekki varð við unað lengur. Nauðsynlegt að þeir sem fara með völd og áhrif skuli skerast í leikinn, þegar skemmtanabransinn/vínsalar ganga of langt í áróðri sínum.
Samkvæmt grein skólameistarans, Jóns Sveinssonar á Akureyri í Mbl fyrir nokkrum mánuðum. (Vantar dagssetningu)skrifar hann eftirfarandi:
Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.
Stöðugildum lögreglumanna hefur fækkað
Fyrir um 30 árum voru stöðugildi lögreglumanna á Akureyri 30. Síðan hefur íbúum bæjarins fjölgað um mörg þúsund og ekki síst hlutfall fólks á framhaldsskólaaldri, en það er að líkindum hvergi jafnhátt og hér. Stóraukin bílaumferð er öllum ljós. - Og hvað ætli stöðugildi lögreglumanna séu mörg í dag? Þau eru 29!
Augljóst að veitingahús á Akureyri hafa gengið langt út fyrir öll siðleg mörk í græðgi sinni til að selja unglingum vín jafnvel ólöglega.Að lækka áfengisverð mun auka vandann og áróður og markaðasetning víns verðu mun harðari. Vonandi verður dómsmálaráðherrann fastur fyrir á Alþingi þegar/ ef Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar gengur fram fyrir skjöldu fyrir vínsala og reynir að koma framvarpi í gegnum þingið um áfengislækkun og lækkun áfengisaldurs.
Ágúst Ólafur hefur lýst yfir í fjölmiðlum að hann hafi þverpólitískan styrk á bak við sig í framagreindu frumvarpi. Ef slíkt frumvarð nær fram að ganga er verið að nota frelsishugtakið í þágu vínsala, að þeir megi selja svo mikið áfengi sem þeir vilja án þess hverjar afleiðingar verða. Að mati undirritaðrar gengur Ágúst Ólafur þvert á hagsmuni almannaheilla og getur tæplega talist sæmandi fyrir forystumann jafnaðaramannaflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook
1.8.2007 | 13:08
Lögreglan með innra eftirlit.
Gott að vita að lögreglan skuli hafa virkt innra eftirlit til að fylgja eftir góðum vinnureglum hjá sér. Er ekki merki um spillingu þótt einhver starfsmaður í lögreglunni þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Þvert á móti ber það vott um aðhald innan lögreglunnar sjálfrar sem er af hinu góða.
Þegar allt kemur til alls eru venjulegir menn í lögreglunni sem geta gert mistök eins og hver annar. Enginn maður er fullkominn, ekki frekar lögreglumaður en aðrir þegnar.
![]() |
Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook
31.7.2007 | 15:51
Vinstri grænir nöldurskjóður?
Vinstri grænir lofa ekki góðu í sterkri stjórnarandstöðu á komandi þingi fyrst og fremst vegna andstöðu sinnar við allt og alla. Geta varla talist trúverðugir stjórnarandræðingar vegna einstrengsstefnu sinnar í stjórnmálabaráttunni fyrir kosningar og ofsóknum á Framsókn sem skilaði þeim fylgi um stundarsakir en ekki þegar til lengri tíma er litið. Getur ekki endað með öðru en fylgishruni í framtíðinni.
Að mati undirritaðrar virðist Steingrímur J. útbrunninn í stjórnmálum og ætti að fá sér annað starf.
![]() |
Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varaformaður Samfylkingarinnar fór mikinn í kastljósinu í gærkveldi þar sem hann lýsti skoðun sinni um lækkun áfengisgjalds á komandi þingi og taldi vera þverpólitíska samstöða um málið. Ekki vegur almannaheill þungt hjá Ágústi Ólafi hvað varðar áfengisdrykkju enda augljóst að hann gætir hér hagsmuna víninnflytjenda og veitingasala.
Það liggur fyrir að takmarkað aðgengi víns og hátt áfengisgjald er sú leið sem skilar bestum árangri vegna ofdrykkju og er vísindalega sannað. Finnar hyggjast nú hækka áfengisgjald aftur vegna slæmra reynslu af lækkun þess. Forvarnir hafa því miður ekki skilað nægilegum árangri samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum. Þar spilar inn í sterkur áróður auglýsingaherferða til að viðhalda vínneyslu vegna hagsmuna vínframleiðenda.
Áfengi er ekki neysluvara og á ekki erindi inn í matvöruverslanir frekar en róandi lyf sem seld eru í apótekum. Þrjátíu þúsund Íslendinga (10%)eiga við áfengisvanda að stríða, að meðtöldum fjölskyldum þessa ógæfusama fólks þekkir a.m.k. helmingur þjóðarinnar 150 þús.) vandann persónulega.
Samt vill Ágúst Ólafur auka vandann með lægra verði á víni. Þeir sem neyta víns hljóta að greiða hærra áfengisgjald til forvarna. Sanngjarnt að þeir leggi meira til meðferðar áfengissjúklinga. Vandi ofdrykkju er miklu meira en framangreind ofdrykkja. Áfengi veldur bílslysum/dauða/örkuml sem kostar samfélagið mikla fjármuni auk fjölskylduharmleikja og heimilsofbeldis sem koma í kjölfar ofneyslu áfengis. Sömu afleiðingar eru um allan heim, ekki minni en hér á landi.
Ágúst Ólafur hefur gegnið fram fyrir skjöldu réttindamálum kvenna gegn ofbeldi og vændi. Orkar tvímælis að hugur hans fylgi þar máli því með aukinni áfengineyslu mun vandi kvenna verða enn meira.
Rökin sem Ágúst Ólafur tönglaðist mest á í gærkveldi voru: Við þurfum aukið frelsi í áfengisdrykkju, við eigum að vera eins og aðrar þjóðir. Léleg rök að mati undirritaðrar. Frelsi til að auka á hörmnungar í samfélaginu er ábyrðarlaus afstaða gagnvart almannaheill og kostnaði samfélagsins vegna ofneyslu víns. Ekki nauðsynlegt að við séum eins og aðrar þjóðir í víndrykkju. Við getu allt eins haft forystu annarra þjóða í hóflegri neyslu og erum það reyndar.
Ennþá eru ekki áberandi fótboltabullur hér á landi, sýnir ótvírætt að við erum betur sett vegna markvissrar áfengisstefnu.Ferðamönnum hefur ekki fækkað þótt áfengisverð sé hátt og þess vegna léleg rök að halda þeirra sjónarmiðum fram.
Fram hefur komið að álagning veitingahúsa gæti verið lægri. Verðugt verkefni fyrir varformann Samfylkingarinnar að ganga fram í lækkun víns þar fyrir gesti sem kjósa að neyta áfengis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2007 kl. 14:11 | Slóð | Facebook
15.7.2007 | 11:52
Góður og skeleggur alþingismaður þjóðarinnar
Skarð fyrir skildi við fráfall Einars Odds, alþingismanns. Haslaði sér völl sem rödd vinnandi fólks og atvinnulífs landsbyggðarinnar óháð stefnu síns flokks ef svo bar undir. Vegna réttsýni var hann löngu búinn að skapa sér fastan sess í hugum fólks óháð stjórnmálakoðunum. Sannarlega harmur í huga að heyra rödd hans ekki lengur, ekki síst nú, þegar skóinn kreppir að fólki úti á landsbyggðinni. Þjóðin öll hefur misst einn af sínum bestu og ástsælustu sonum.
Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.
![]() |
Einar Oddur Kristjánsson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2007 | 11:29
Misnotkun í kirkjunni - í skjóli kristinnar trúar.
Enn eitt dæmið þar sem fólk í skjóli trúarinnar fremur ódæðisverk. Íslenska kirkjan hefur sett lög innan sinna vébanda vegna kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki vilji kirkjunnar manna að slíkt óeðli geti dafnað innan hennar hvorki kaþólsku eða lútersku kirkjunni. Fólk innan kirkjunnar er bæði af illum toga og góðum. Enn sem komið er hafa þeir góðu yfirhöndina þrátt fyrir allt. Af hinu góða, að kaþólska kirkjan skuli reyna að taka á slíkum glæpi sem kynferðisofbeldi er. Þeir sem ekki vilja neina mannúðarstefnu taka slíku tækifæri fagnandi eins og kemur fram í blogginu til að koma kristinni trú út úr heiminum. Ekki er neitt annað og betra lagt til enda ekkert betra til en kærleikur Krists.
Aðeins reynt að velta sér upp úr mannvonskunni á kostnað kirkjunnar. Minnir á púkana hans Sæmundar fróða sem sem köstuðu á sig spiki af illum orðum, gerðu heiminn enn verri en nokkru sinni fyrr.´
Kemur vel í ljós hér i blogginu þar sem hlutverki umræddra púka eru gerð góð skil.
![]() |
Kaþólska kirkjan samþykkir að greiða skaðabætur vegna kynferðislegs ofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook
8.7.2007 | 15:19
Geta nauðgarar frýjað sig ábyrgð samkvæmt hegningarlögum?
Nýfallin dómur í nauðgunarmáli þar sem nauðgarinn var sýknaður eru vond skilaboð út í samfélagið. Rétt niðurstaða samkvæmt túlkun hegningarlaga, sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður ákærða í fjölmiðlum. Hvers konar hegningarlög eru það sem vernda nauðgara frá ofbeldi eða frýja hann ábyrgð á gerðum sínum? Hvernig á almenningur að skilja skilaboðin um slíkt ódæðisverk sem nauðgun er, að ekki verði náð fram hegningu á ofbeldismanninum, sem í flestum eða öllum tilvikum neytir aflsmunar í verkanaði sínum?
Frá sjónarhóli siðferðis er ómögulegt fyrir venjulegt ólöglært fólk að viðurkenna slíkan dóm. Ljóst er samkvæmt upplýsingum fjölmiðla að umræddur maður kom fram vilja sínum á stúlkunni. Þótt hún hafi verið ölvuð er það ekki afsökun fyrir ofbeldismanninn. Umsögn lækna um stúlkuna bæði um andlegt og líkamlegt ástand hennar eftir verknaðinn ber vott um gróft ofbeldi sem héraðsdómur virðist hafa að engu eða líta framhjá því samkvæmt skilningi hegningarlaga eins og fram hefur komið.Ekki er viðunandi að almenningur búi við réttarfar þar sem ofbeldi er ekki nægilega skilgreint í lögum, að nauðgarar geti frýjað sig ábyrgð á obeldi sem þeir fremja.
Framangreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur kallar ótvírætt á að málinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2007 kl. 15:52 | Slóð | Facebook
30.6.2007 | 13:11
Páfinn er boðberi heimsfriðar í nafni Krists.
Páfinn heldur ekki fram neinum stjórnmálaáróðri þótt hann bjóði kaþólskum Kínverjum að sameinast undir formerkjum kristinnar trúar. Er stefna kaþólsku kirkjunnar að allir kristnir sameinist um kristinn boðskap í heiminum samkvæmt boðskap Krists sjálfs.
Vonandi að allir kristnir söfnuðir í heiminum safnist saman um boðskap krists þegar fram líða stundir.
Eina leiðin til varanlegs heimsfriðar þegar til lengri tíma er litið. Gleðilegt ef kaþólskir í Kína fá að starfa undir merkjum páfans í Róm, stórt framlag til friðar og sameiningar Kristinna manna.
![]() |
Páfi sendir kínverskum kaþólikkum sáttaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook
30.6.2007 | 10:55
Hvaða gagnrýni er vinsæl í blogginu?
Forystugrein Mbl í dag leggur út af viðtali við Stefán Pálsson, sagnfræðing, sem gagnrýnir Mbl fyrir að stofnanavæða Moggabloggið. Undirrituð hefur skrifað í Moggabloggið nokkra mánuði, skrifað undir formerkjunum sanngirni með rökum sem í felst gagnrýni. Til þess var leikurinn gerður að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu.
Hefur fengið athygli að hálfu Mbl og komist inn í Morgunblaðið með bloggið. Samt getur undirrituð ekki gert sér grein fyrir eftir hverju vinsældir fara. Virðist stundum ekki fara eftir lesningu.Fyrir nokkrum dögum svaraði undirrituð grein Hrafns Jökulssonar um þátt Kastljóss og siðanefnd Blaðamannfélags Íslands, sem birtist í blaðinu 23. júní. Fékk góða lesningu í umræddu bloggi betri en það blogg sem Mbl hefur talið athyglisvert.
Undirrituð hlustar og horfir aðallega á RUV og hefur talið stofnunina hlutlausan og góðan fréttamiðil. En í kosningabaráttunni brá sjónvarpið út af venju í umfjöllun um ríkisborgararétt dóttur Jónínu Bjartmars fyrrv. ráðherra eins og kunnugt er. Má einnig nefna sviðsettan stjórnmálafund hjá sjónvarpinu í apríl s.l. þar sem sett var upp klapplið gegn þáverandi stjórnarmeirihluta í þættinum.Vonandi er Moggabloggið ekki að fara framhjá gagnrýni á RUV, sem er nauðsynleg ekki síst eftir nýja skipun mála þ.e hlutafélagsforminu. Grein Hrafns Jökulssonar var hvöss, ekkert við það að athuga. En grein hans kallaði á sterk viðbrögð sem hann fékk í bloggi undirritaðrar og reyndar líka af öðrum í blaðinu sjálfu nokkrum dögum síðar.
Að framansögðu þyrfti Mbl. að endurskoða þær reglur sem farið er eftir hvaða blogg er athyglisvert. Að ljóst megi vera hvaða gagnrýni á rétt á sér og fái að njóta athygli þegar ákveðin umræða stendur yfir?Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2007 kl. 15:57 | Slóð | Facebook