Með rýting í bakið!?

Hrafn Jökulssona reynir að fela siðlausa framkomu Kastljóss RUV í hlutdrægri umfjöllun sinni fyrir síðustu kosninga undir því yfirskini að ekki sé þörf á siðareglum.(blaðið í gær) Siðanefnd blaðamannafélagsins hafi heft “framsækna fjölmiðlun í landinu” með úrskurði sínum varðandi kæru Jónínu Bjartmarz þáverandi ráðherra.

Samkvæmt grein Hrafns gekk illa að fá upplýsingar um ferli þess, er tengdadóttir ráðherrans fékk ríkisborgararétt á skömmum tíma. Samt leggur Kastljós af stað með umfjöllun málsins á “ónákvæmum forsendum” eins og Hrafn greinir frá. Vinnubrögð “... svo vönduð og nákvæm sem kostur var ”, skrifar Hrafn, þar sem upplýsingar voru ekki á lausu. Hvort sem upplýsingar lágu á lausu eða ekki, réttlætir það ekki umfjöllun Kastljós, ef hún á að teljast trúverðug. Ámælisvert að blanda persónu og fjölskyldu ráðherrans í framangreinda umfjöllun RUV. 

Hér er Hrafn í orði kveðnu að aðhyllast háleitar hugsjónir í nafni málfrelsis og réttsýni um "framsækna fjölmiðlun". En í raun virðist  markmiðið með umræddri umfjöllun hafa verið,  að koma höggi á Framsóknarflokkinn sem ef til vill tókst með ágætum? Auk þess bregst RUV við með hrokafullum hætti þar sem dómur siðanefndar blaðamannafélagsins er virtur að vettugi.  

Íslenska þjóðveldið til forna bjó ekki yfir stjórnkerfi sem gat  framfylgt lögum með nútímahætti. Sæmdin og orðstírinn var mælikvarði manngildis. Enginn vildi lifa við þá skömm að standa ekki við orð sín. Dæmi: Gísli Súrsson hefndi  fóstbróður síns þótt hann hefði mátt vita, að  kostaði hann lífið. Má segja að í þessu forna hetjusamfélagi hafi siðferði og samfélagsgerð verið eitt og hið sama, þ.e.  félagslagslegar staðreyndir. Hetjuskapurinn hafi verið þjóðfélagslega -og lífsnauðsynlegur þar sem réttarvarslan var i höndum ætta og einstaklinga. 

Nútímasamfélag er með allt öðrum hætti en sæmdin er jafn mikilvæg eins  og  þjóðveldistímanum. Til viðbótar við löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald er komið “fjórða valdið” þ.e. fjölmiðlarnir, sem geta með skjótum hætti haft afgerandi áhrif í samfélaginu. Krafan til RUV  hlýtur  að vera  hlutleysi í allri umfjöllun ekki síst í hita leiksins, í kosningabaráttu stjórnmálaflokka.   

Ritstjóri Kastljóss hefur unnið til að taka pokann sinn með umræddri umfjöllun og viðbrögðum við dómi siðanefndar. Getur ekki verið ásættnalegt að fá “talað orð” eða skrifað sem “rýting í bakið” án þess nokkrum vörnum verði við komið? 


Vettvangur dauðans?

En eitt slysið í umferðinni, þrjú ungmenni slasast alvarlega í kappakstri í Reykjavík. Slys ungmenna eru svo tíð nú um stundir að ekki verður við unað.  Hjúkrunarkonur lýstu áhyggjum sínum í sjónvarpinu í kvöld. Eins og ökuskírteinið sé orðið ávísun “á vettvang dauðans” fyrir fjölda ungmenna "Taka verður dýpra á aksturskennslu,” sagði ökukennari í fréttum kvöldsins, sem eflaust eru orð að sönnu. Hvar og hvenær á að auka dýptina í aksturskennslu unglinga? Hlýtur að snúast meira um hugarfarið? Hafa tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir ökuréttindum gagnvart sjálfum sér og öðrum. Virðist þurfa athugunar við hvort unglingar hafi siðferðilegan þroska/getu til að aka bifreið svo vel sé þrátt fyrir löglegan aldur.M.ö.o. þarf að meta siðferðilegan þroska ungmenna,  jafnframt  verklegri/bóklegri kennslu. Ef til vill af fagfólki í sálfræði? Að hluti ökuréttinda  sé skilyrtur við ákveðinn þroska hvers og eins. Ný viðmið  í aksturskennslu verður að íhuga svo akstur ungmenna verði þeim ekki vettvangur dauðans að prófi loknu.

Rannsókn - launamunur kynja - eða hagnaður fyrirtækis?

Að horfa með gleraugum starfsmannastjóra samkvæmt nýlegri rannsókn um misrétti í ráðningu þegar hún/hann ræður einstakling til framtíðarstarfa, er horft til þess hvað er hagkvæmast fyrir fyrirtækið. Tæplega er hægt að tengja ráðningu af hvað kyni stafsmannstjórinn er. Ungir karlar og konur sem hafa sömu menntun og svipaða starfreynslu ættu að standa jafnt að vígi en er það svo? 

Unga konan á væntanlega eftir að eignast barn þrátt fyrir fæðingarorlof þá er fyrirsjáanlegt, að hún verður meira frá störfum, en karlmaður vegna barnaeigna. Karlinn aftur á móti er betri framtíðarstarfskraftur vegna þess að hann fæðir ekki börn. Hér gildir raunhæft  mat úr frá  hagsmunum fyrirtækisins, að karlinn er ákjósanlegri vinnukraftur. Meðan líkur eru til að konan eignist börn þá er hún einfaldlega ekki eins verðmæt í starfi óháð því af hvaða kyni starfmannastjórinn er. Hið kalda mat fyrirtækisins verður því ef kona er ráðinn þá greiðir fyrirtækið minna?

Þessi könnun hefði átt að sýna um hvaða störf væru að ræða og á hvað aldri konurnar/karlarnir hefðu verið sem voru umsækjendur. Ef til vill leitar umrædd staða meira jafnvægis eftir því sem menntun kvenna eykst. Þær verði einfaldlega gjaldgengari þegar þær hafa lokið barnaeignum, verði þá jafnvel besti og eftirsóttasti vinnukrafturinn?

Erfitt verður um vik að breyta framangreindu ástandi nema annað verðmætamat komu til við ráðningu starfsfólks eða  þyki þjóðhagslega hagkvæmt. Stefna fyrirtækis getur tæplega orðið annað en sá vinnukraftur sem er líklegri til að verða fyrirtækinu gagnlegri/verðmætari þegar til lengri tíma er litið?


Smábátaútgerð og kvótaskerðing

Þær byggðir sem ekki hafa neitt annað sér til viðurværis en fyrst og fremst þorskveiðar smábáta er hægt að leysa með auknum línu - og handfæraveiðum. Setur ekki ofveiði þorsks í neina hættu. Þessir staðir eru tiltölulega fáir og aðallega á norður- og norðausturlandi. Staða smábátaútgerðar snýst um það að þeir verið ekki skertir frá því sem nú er. Fái smábátar á þessum litlu stöðum skerðingu kvóta  eins og Hafró leggur til þá er rekstur þeirra vonlítill vegna þess að fastur kostnaður verður þá of stórt hlutfall af tekjum umræddra báta. Nauðsynlegt  er fyrir stjórnvöld að kynna sér þessa stöðu smábáta áður en aflaheimild þeirra verður ákveðin.

 

 


mbl.is „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænar samgöngur í Reykjavík

Vandi mengunar frá útblæstri bifreiða í Reykjavík/höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið nægilega í umræðunni. Ekki vanþörf á að forystugrein Mbl. lýsi skoðun sinni og er það vel. Mengun hefur um langan tíma snúist um virkjunarmál ekki síst í aðdraganda síðustu  kosninga. Þar sem höfðað var meira til tilfinninga en með rökstuddum hætti. Undirrituð rekur ekki minni til að Ómar Ragnarsson hafi vakið umræðu um þessa miklu mengun í Reykjavík í kosningabaráttunni. Einkennilegt þar sem borgarbúar eru í hættu að veikjast í öndunarfærum þegar svifrykið er sem mest.Þrátt fyrir “trumbuslátt og fyrirgang” fékk flokkur Ómars ekki brautargegni í kosningunum. Hvers vegna ekki? Ef til vill fyrir hvað stefna flokksins var þröng í umhverfismálum, snerist að mestu um Kárahnjúkavirkjun sem er þó byggð fyrst fremst með þjóðarhag í huga. En “Jón Jónsson” lét ekki blekkjast og kaus ekki flokk Ómars.

Lítið er minnst á borgarmengun eða plastpokaframleiðsluna bæði fyrir rusl og innkaup. Vitað er að plastpokar eyðast ekki fyrr en eftir hundruð ára eða jafnvel meira.  Plastpokaframleiðslunni er m.a. með pokasjóð, ætlað að styðja skórækt. Má segja að framleiðslan hafi snúist upp í andhverfu sína sem ekki var ætlunin, í upphafi.Skóræktarmenn hér í borginni hafa aðallega beint spjótum sínum að sauðkindinni sem er ekki nokkur mengunarvaldur og veldur ekki teljandi skaða á gróðri. Las hér á vefnum að Þjóðverjar væru komnir miklu lengra en við, að ferðast með umhverfisvænum hætti á reiðhjóli og gangandi, mjög hefði dregið úr notkun einkabíla.þar. Borgarstjórinn i Reykjavík er í góðri stöðu að leggja áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Hann nýtur almennra vinsælda sem borgarstjóri og ekki mun draga úr þeim þótt hann noti áhrif sín til að sporna við bílaumferð. 


Fjallkonan - landið eldur og ís

Fjallkonan á þjóðhátíðardaginn var sannarlega glæsilegur fulltrúi lands, elds og ísa. Rauða hárið, látlaus og fögur í framkomu, samt tign og listræn tjáning af öllu hjarta. Kvæði Kristjáns Eldjárns féll að þessari ímynd, vakti í brjósti mér þjóðarstolt og löngun til að hugsa  vel um landið mitt. Þökk sé þessu góða listafólki! Skil ekki geðvonsku Þráins Bertelssonar út í fjallkonuna í Fréttablaðinu í dag, honum fannst hana vanta karlmann. Hans tilfinning er  öðruvísi en mín. Er ekki jafnréttið farið að snúast upp í andhverfu sína þegar ímynd fjallkonunnar á að víkja á þjóðhátíðardaginn? 

Karl,kona,barn sem saman mynda fjölskylduna  geta og eiga að vera fulltrúar í annan tíma, alltaf í daglegu lífi okkar, á fjölskyldudaginn, í tengslum við forvarnir og uppeldi. Fjallkonan sem ímynd móður jarðar er ekki “einstæð og umkomulaus" eins og Þráinn heldur fram. Hún á ást okkar allra og höfðar til okkar í hreinleika sínum, að hugsa vel um landð okkar.Smile


Forsætisráðherra mæltist vel - kvótakerfið viðundandi

WounderingÞjóðhátíðarræða forsætisráðherra var rökrétt  þar sem m.a. kvótakerfið var rætt með skynsemi og yfirsýn. Undirrituð tekur undir að núverandi kvótakerfi sé viðunandi en ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Upphrópanir  hafa fengið gott rými í fjölmiðlum svo sem, þjóðin á auðlindirnar!, notaðar í ábyrgðarlausri/pólitískri umræðu með takmarkaðar upplýsingar og rök um málefnið.

Ekki var önnur fær leið til að takmarka skynsamlegar veiðar  en núverandi kvótafyrirkomulag. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind sem ber að vernda. Sjávarbyggðir hafa margar hverjar farið illa út úr þessari hagræðingu. Ef til vill minnstu sjávarbyggðirnar verst þar sem allt byggist á veiðum fyrst og fremst. Byggðakvóti mun ekki breyta þeirri staðreynd að fiskurinn er takamarkaður. Þess vegna er frjálst framsal skásti kosturinn og ef til vill línu - og handfæraveiðar leyfðar í auknum mæli.

Að bátar geti leigt kvótann sín í milli eftir því sem hagkvæmast er hverju sinni  vegna gæfta og hvernig veiðist á hverjum stað er hagræðing i greininni. Þá spilar inn í mannlegi þátturinn, sumir eru útsjónarsamir og duglegir en aðrir fara sér hægar. Þessi möguleiki í kvótaleigu gerir því veiðarnar oft hagkvæmari, þeir sem ekki er góðir í rekstri ná ekki eins miklum árangri og jafnvel hætta. Við því er ekkert að gera. Félagsleg hjálparstarfsemi á ekki við nema til hjálpa mönnum að fá sér annað verk að vinna.

Ekki óeðlilegt að kvótinn sé verðmætur og er best kominn í eigu þeirra sem hann veiða og reka útgerðina úti á landsbyggðinni.

Undirrituð þekkir af eigin reynslu hvað erfitt er að reka smábátaútgerð þar sem kvótinn er ekki nægilegur til að reka slíka útgerð með hagkvæmni. Þessi þróun hefur þó valdið því að margar svokallaðar trillur hafa stækkað, keypt kvóta og reksturinn orðið betri. 

Heimsmarkaðsverð á fiskafurðum  er einnig mikill áhrifavaldur og hvernig það þróast ört. Nú er hagstæðara að flytja fiskinn út ferskan bæði vegna beinnar neyslu og frekari vinnslu. Þessi þróun hefur gert litlum fiskvinnslum ómögulegt að vinna fiskinn í litlum sjávarplássum. Þar er ekki önnur lausn en  sameining meðal lítilla byggðarlaga í fiskvinnslu verði veruleiki ef það er raunverulega hagkvæmt

Nýtt kvótakerfi breytir vart umræddum aðstæðum hvort sem er um stórar eða smáar útgerðir að ræða.

 

 

 

 

 

 

 

f


mbl.is Vandinn í sjávarútvegi eitt helsta úrlausnarefnið nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsaakstur - mótorhjóla við Rauðavatn

Enn og aftur þökk sé lögreglunni fyrir árvekni sína  til verndar okkur borgurunum. Hert eftirlit mun hafa áhrif þegar frammí sækir og auka samfélagslega vitund samborgaranna um vandann sem skilar sér vonandi í betra uppeldi. 

Ungir "mótorhjólakappar" eru áhyggjuefni. En nú  má gera mótorhjól hjól þeirra sem brjóta gróflega umferðalög upptæk.  Undirrituð var á gangi upp við Rauðavatn fyrir nokkrum dögum. Vissi ekki fyrr til en að unglingslegur "mótarhjólakappi" kom með ofsahraða eftir göngustígnum inni í kjarrinu. Hrökklaðist út í móa og þóttist heppinn. Hjólakappinn hægði ekki á sér en þaut í rykskýi með ofsahraða. Held að ekki hafi verið númer á hjólinu allavega ekki að framan.

Bannað er að vera á mótorhjóli upp við Rauðavatn en því miður ekki virt sem skyldi. Sjálfsagt erfitt um vik fyrir lögregluna að veira aðhald þar uppfrá.

Þessir ökufantar eru á öllum tímum og ekki síður um miðjan dag.

 


mbl.is Margir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiklistarhátíðin - Róbert og Herdís heiðursverðlaun.

Skemmtileg tilnefning og vel við hæfi að veita Róbert og Herdísi heiðursverðlaun á Grímuhátíðinni í gær. Minnistætt þegar Róbert lék fiðlarann á þakinu. Undirrituð fór tvisvar á sýninguna. Þá voru ekki eins mörg tækifæri að  til að sjá söngleiki. Eigum á að skipa mörgu fjölhæfu fólki í leik og söng, viðburðir margir. Leiklist og söngur hafa orðið fastur liður allt árið í einhverri myndi bæði á sviði og í tengslum við ferðamennsku í landinu, sem er kærkomin nýung á listasviðinu.

Það sem miður mátti segja um umrædda Grímuhátíð var auglýsing Baugs Group í tíma og ótíma, um stuðning sinn við hátíðna. Ekki við hæfi að Baugur Group auglýsti með svo áberandi hætti, alveg nægilegt að segja frá stuðningnum einu sinni. Tilgangurinn helgar ekki meðalið þ.e. listina heldur var Baugur að nota tækifærið  til að sýna fjármálaveldi sitt, "að Baugur ætti allan heiðurinn", með stuðningi sínum.

Hins vegar var það upphrópun okkar ágætu leikkonu Herdísar Þorvaldsdóttur, "látum ekki búpeninginn eyða landinu undan okkur." Allir vita að Herdís er mikill gróðurverndarsinni og hefur sett það fram með eftirminnilegum hætti.

Átti einfaldlegar ekki við að setja búpening inn á svið hátíðarinnar. Íslenskur landbúnaður  er ekki gróðurvandamál eins og víða erlendis nema ef til villa ofbeit hesta sem er á undanhaldi. Líta þarf til gróðurverndar og landverndar í stærra samhengi; í þéttbýli/mengun, í sveitum landsins og víðerni öræfanna.

 Leiklistin blómgast nú með ferðamennsku í tengslum við sveitirnar, samofin menning sem sómi er að. Þar mætast landið, leiklistin og landbúnaðurinn.

Að framansögðu þakkar undirrituð  þeim Róberti og Herdísi fyrir ógleymanlegt framlag sitt í leiklist og söng á liðnum árum.


mbl.is Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson heiðruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúlkurnar okkar - áfram stelpur!

GrinSkemmtilegur landsleikur framundan við Frakka. Stúlkurnar okkar munu án efa standa sig með sóma og vonandi vinna þær leikinn. Langt síðan að svona spennandi leikur hefur farið fram ekki síðan karlar unnu Frakka fyrir nokkrum árum hér heima. Nú munu stúlkurnar okkar vekja meiri athygli en ella vegna deyfðar íslenska karlalandsliðsins undanfarið. Karlarnir fá samkeppni í athygli sem er af hinu góða, hefur hvetjandi áhrif í íþróttinni. Undanfarna síðustu landsleiki hefur karlana vantað hinn sanna baráttuanda - eins og þeir séu haldnir leikleiða. Það var ömurlegt að sjá sjálfan "kónginn" Eið Smára sparka boltanum í markið að ástæðulausu í landsleiknum um daginn, hlaut að vita að hann fengi leikbann?  Ekki íþróttamannsleg framkoma ef hann hefur gert það til að verða ekki með gegn Svíum?

Áfram stelpur mínar, bjargið nú  heiðri okkar og vinnið - eða fallið með sæmd!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kónginn


mbl.is Byrjunarlið Íslendinga gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stod2 stendur ekki við áskriftarsamninga?

Ákvað að gerast áskrifandi Stöðvar2 fyrir ári síðan, tók svokallaðan m12- árspakka með mánaðargjaldi að uppæð 4.745 pr. mán. með boðgreiðslum á kreditkorti mínu. Samkvæmt  kreditkorti  mínu hækkaði umsamið mánaðargjaldið í mars um 130 kr., næsta mánuð um kr. 645, lokagreiðslan varð síðan 120 kr hærri en umsamið verð. Hringdi margsinnis til að spyrja um ástæður hækkunar, fékk þau svör að hækkun væri leyfileg þrátt fyrir gerða samninga. Þá var ekki annað að gera en að fara niður í Skaftahlíð og segja upp áskriftinni.

Fjórum sinnum var stöðinni lokað vegna vangreiðslu á tímabilinu, að sögn upplýsingadeildar Stövar2 . Samkvæmt kreditkorti mínu voru alltaf teknar út greiðslur mánaðarlega. Það sem meira var að MasterCard greiddi umyrðalaust hækkun á gjöldunum þótt samkvæmt samningi við Stöd2 skyldu greiðslur vera þær sömu allt árið, sem þeir höfðu  einnig undir höndum.

Samkvæmt áskriftarskilmálum 365 er eftirfarnandi grein: "365 áskilur sér rétt til að breyta áskrifaraskilmálum. Breytinganna verða kynntar áskrifendum skriflega með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara. Kynna skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifenda til að segja samningi upp". Ekkert bréf barst um breytingar. Eins og fram hefur komið þá greiddi MasterCard umyrðalaust hækkunina án þess að hafa til þess nokkra heimild.

Vildi segja frá þessari reynslu minni öðrum til umhugsunar. Stod2 fjölgar ekki til frambúðar áskrifendum eða eykur viðskiptavild sína með svona vikskiptaháttum. Langar að mörgu leyti til að hafa Stöd2 því oft eru þar ágætir þættir og fréttir; en framangreind óábyrg þjónusta gefur ekki tilefni til þess.

Að sjálfsögðu ætla ég einnig að segja MasterCard upp. Er sár út i fyrirtækið sem ég hef skipt við til margra ára og alltaf staðið í skilum. 

 


Áfengið samt skaðvaldurinn og undirrótin

Gott mál að taka einnig þá sem aka undir áhrifum eiturlyfja, ekki vanþörf á. Samt er áfengið versti skaðvaldurinn í umferðinni, á heimilum með tilheyrandi heimilisharmleikjum. Það er þakkarvert af lögreglunni að hún lætur birta fréttir af aðgerðum sínum vegna  þeirra sem eru hættulegir í umferðinni af völdum  fíkniefna þ.m.t áfengi, gera vandann sýnilegan.

Talsvert hefur borið á því í Noregi að fréttir af eiturlyfjum eru aðallega í sviðsljósi fjölmiðla frekar en  áfengisneysla. Ekki þar fyrir að eiturlyf eru hryllilegur skaðvaldur, valda fyrr eða síðar dauða flestra þeirra sem ánetjast. Eiturlyfjaneysla og sala er vissulega harður heimur þar sem lífið er einskis metið af ólöglegum "sölumönnum dauðans". Engu að síður er áfengið margfalt meira vandamál miklu stærri hluta (3/4)  neytenda en eiturlyfin, oftast undirrót neyslu harðari efna. Erfiðara um vik að eiga við vandamál áfengis, vegna löglegrar sölu þess.    Auglýsendur áfengis gera allt til að gera áfengi jákvætt gagnvat almenningi. Nánast trúarathöfn við sem flest tækifæri. Aldrei má slaka á takmörkun á auglýsingum áfengis.


mbl.is Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur tengsl þjóðarinnar við páfagarð

HaloAfar athyglisverð og skemmtileg frétt að sendiherra frá Íslandi sé fulltrúi þjóðarinnar gagnvart páfagarði. Samskipti við Páfagarð geta orðið okkur til góðs á margan hátt eins og fyrr. Kristin trú og menning hér á landi stendur á kaþólskri rót eins og kunnugt er. Hvað varðar framtíðina er sameining lúterskra og kaþólskra undir  höfuð kirkjunnar,  Jesús Krist, það sem koma skal. Lútersk trú varð til vegna klofnings í kaþólskri trú, vegna spillingar kristinna manna,  en boðskapur Krists er alltaf sá  sami, stendur óhaggaður hvað sem yfir dynur. 

Sátt og samheldni kristinna manna í nafni boðskaps Krists getur bjargað heiminum frá glötun.


mbl.is Afhenti páfa trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í gamla farinu - ekkert nýtt framundan?

Þá hefur farið fram “rússnesk kosning” hjá Framsókn eins og venja er til. Fyrst látin boð  út ganga að Valgerður gefi náðarsamlegast kost á sér sem varaformaður. Síðan kosin með tilheyrandi rússnesku fyrirkomulagi. Finnur Ingólfsson gefur út í Viðskiptablaðinu um helgina að Evran og ESB séu framtíðin. Fyrir þeim tveimur fyrrnefndu í Framsókn virðist fiskurinn og aðrar auðlindir ekki einu sinni umtalsverðar. Gefur tilefni til að draga í efa að þeim finnist auðlindirnar eitthvað sem þjóðin á að varðveita fyrir komandi kynslóðir? 

Björn Ingi (með 7%-fylgið) í Reykjavík.síðan kosinn formaður landsbyggðanefndar fyrir flokkinn. Allt klappað og klárt fyrir útnefningu næsta kandidats í “rússneska kosningu”  Guðni að vísu formaður ennþá en áreiðanlega ekki lengi. Undarlegt, má leiða líkur að hann hefði komist að í Reykjavík norður vegna eindreginnar stefnu sinnar í landbúnaðamálum og  andstöðu við ESB. Bjarni Harðar og efstu konurnar á Suðurlandi hefðu náð góðum árangri án Guðna. Þegar Guðni skyldi við sem ráðherra vildi  mikill meirihluti þjóðarinnar fylgja ríkjandi landbúnaðarstefnu. 

 

Að framansögðu þá eru ekki miklar breytingar framunda hjá Framsókn í náinni framtíð, sama einstefnan í forystunni eins og  alltaf hefur verið; ekkert grasrótarlýræði eða jákvæð gagnrýnin  umræða um framtíð  flokksins að því er virðist samkvæmt útgefnum  fréttatilkynningum.

 


Hraðakstur - uppeldisvandamál- agaleysi?

Ofsaakstur þar og ofsaakstur hér þar sem lögreglan hefur afskipti eru daglegar fréttir. Af hinu góða að fréttir berist um hraðakstur öðrum til viðvörunar, þar sem menn stefna lífi sínu og samborgaranna í hættu. Hins vegar vekur það upp spurningar hvers vegna eru menn svona innstilltir, að aka með ofsahraða, geta ekki virti lög, vantar ábyrga siðferðilega vitund fyrir öðrum í samfélaginu? Oft er  um drykkjuskap að ræða, oftast eru það ungir karlmenn sem eru haldnir þeirri ástríðu að fá einhvers konar útrás fyrir frelsi.

Hvar á að leita orsakanna, í uppeldinu þar með talin grunnskólagangan? Er agaleysið í uppeldinu orsakavaldur? Foreldrar hafa ekki tíma til uppeldis vegna vinnu? Skólana vantar öðruvísi stefnumörkun í skólunum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á samskipti, að taka siðferðilega afstöðu með samræðum og persónulegum samskiptum við börnin? Bókleg og verkleg fög eru vissulega mikilvæg en ef mannleg samskipti eru ekki innrætt með nægilegum siðferðilegum gildum, vantar þann grunn sem framtíð samfélagsins byggir ætíð á? Sigli börnin í gegnum grunnskóla án mannlegra gilda með afskiptaleysi/stefnuleysi stjórnvalda þar sem skólinn er meira "köld geymsla" fyrir börnin þegar almennri kennslu hefur verið sinnt þ.e. bóklegum? Þáttur íþróttafélaga barna er einnig vissulega áhrifamikill og hvernig íþróttaandanum er komið á framfæri þar?

Ekki vantar menntað fólk, sálfræðingar og félagsfræðingar eru vissulega til staðar en frekar til að leysa sértæk tilfelli, sem upp koma, eru ekki nógu stór almennur þáttur í skólastefnunni að því er viðrist. Ekki hefur mátt viðurkenna guðfræðimenntað fólk sem fastan  þátt í skólauppeldinu þótt boðskapur Krists sé frambærilegur, óháð því hverrar trúar menn eru, kristin gildi gætu bætt verulega  uppeldisþáttinn án þess að um innrætingu væri að ræða. Alls ekki nauðsynlegt að kirkjan kæmi þar að með beinum hætti. Að þegja umrætt vandamál í hel án umræðu og aðgerða að hálfu skóla, stjórnvalda og foreldra  er að fresta hæfilegum aga í uppeldi komandi kynslóða áfram?

 


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin vilja leiðsögn páfans - boðkap Krists

Gleðilegt að Bandaríkjaforseti skuli gera sér ferð til að hlusta á páfann i Róm. Ekki er að efa að boðskapur páfans til forsetans geti haft áhrif á einn valdamesta mann heims, í ríki hernaðarveldisins. Trúarleg leiðsögn fremsta trúarleiðtoga kristinna manna mun eflaust gefa forsetanum góð ráð í nafni kærleiksboðskapar Krists. Ekki vanþörf á þar sem hernaður og stríð mesti bölvaldur mannkyns er ekki á undanhaldi. Sama hvar litast er um heiminum. Hefði verið vel til fallið að fulltrúar hinna átta mestu iðnríkja heims hefði allir gegnið á fund páfans sameinginlega. Ef til vill kemur sú staða einhverntíma upp.

Við búum í heimi þar sem vísindi og tækni hafa þróast víðs vegar um heim með undraverðum harða, valdið byltingu í  lífsháttum fólks En vísindin mega ekki  samt ekki snúast upp í andhverfu sína eins og fram hefur komið í fréttum þar sem nútíma tækni er notuð til að eyða kvenfóstrum í Indlandi og Kína. Þar er viðmiðunin orðin sú að verðmætara sé áð eignast stúlkur en drengi.

Slík þjóðfélög er komin í miklar ógöngur þar sem hin mannlegu gildi eru alls ekki í heiðri höfð. Þar bera læknar og vísindamenn mikla siðferðileg ábyrgð, hvort þeir vilja nota tæknina í siðlausum fóstureyðingum milljóna ófæddra stúlkubarna.Kristin trú og siðferðileg viðmið sprottin af boðskap Krists eru besta viðmiðunin sem völ er á til að bjarga heiminum frá mannvonsku þar sem lífið sjálft er einskis virði nema það þjóni veraldlegum hagsmunum samfélagsins. 

Vestræn samfélög leggja of mikið í hernað, ekki nógu mikið til vanþróaðra ríkja heimsins. Þörf er á enn markvissari þróunaraðstoð en nú er. Enn eru vestræn ríki ekki gjörsneidd gildum kristinnar trúar. Þrátt fyrir allt er mannúð og hjálpsemi enn til staðar í vestrænum heimi sprottinn af kristnum kærleika. Mannúð, mildi og hjálpsemi þarf að verð enn stærri þáttur í ríkjum heims. Ekki er hægt að segja, að nýafstaðin fundur átta stærstu iðnríkja heims hafi náð tilætluðum árangri um bættan hag fátækra þjóða.

Vel til fundið af Bandaríkjaforseta að setja þátt kristinna gilda inn á svið heimsins með því að hlusta á boðskap páfans. vonandi upphaf þess að Bandaríkin leggi meir áherslu á betri heim með  mannúð og mildi í samskiptum við fátækar þjóðir í framtíðinni.


mbl.is Bush í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystugrein blaðsins sniðgengur áfengisvandann!?

 Kolbrún Bergþórsdóttir slær því fram í forystugrein blaðsins í dag að, “langstærsti hluti þjóðarinnar kunni að fara með áfengi”. Orkar tvímælis að forystugein blaðsins afgreiði áfengisneyslu með fullyrðingu án þess að lita á málið í víðara samhengi.Staðreyndin er hins vegar sú að tíu prósent (30.000. manns) Íslendinga eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Með tilheyrandi fjölskyldu -og heimilishörmungum eru u.þ.b. helmingur íslendinga sem þekkir vandann persónulega. Erlendis er áfengisvandi meiri en hér á landi, tugir milljóna manns verða áfengisfíkn að bráð ásamt samfélagslegum skaða. Kolbrún nefnir  aðeins að söluáfengisráðgjafar séu á hverju strái til að ráðleggja fólki hvaða vín sé við hæfi í drykkju hverju sinni. Þar með er  vandi áfengisneyslu leystur að mati Kolrúnar. Forystugreinin virðist ekki vera skrifuð með þjóðfélagslega velferð í huga heldur fremur til stuðnings vínsölu? Hvað varðar áfengislög þá má taka undir, að þau þurfi endurskoðunar við, en ekki til að auka frelsis áfengissölu. Heldur  til að endurskoða lögin þannig að ekki verði fram hjá þeim litið. Auglýsingar í fjölmiðlum hafa mikil áhrif samkvæmt rannsóknum. Lífstílsauglýsingar hafa afgerandi mótun  á fólk ekki síst börn og unglinga. Hafa verið bannaðar víða erlendis einnig á stórum vínframleiðslulöndum í Suður-Evrópu. ESB hefur markvisst tekið upp stefnu gegn ofneyslu áfengis innan sinna vébanda.   Ef til vill voru Íslendingar á undan sinni samtíð með stranga áfengisstefnu sem gæti orðið almennari víða um lönd innan tíðar. Hægt að fullvissa Kolbrúnu um, að ef hlegið hefur verið að okkur vegna strangra áfengislaga, þá er ábyrgum leiðtogum Evrópu ekki hlátur í huga þegar hörmungar áfengisneyslu  koma sífellt fram í auknum mæli. Ekkert þjóðfélag fær staðist án þess að lög og reglur séu til staðar. Ekki síst þegar um söluvöru er að ræða sem veldur fólki skaða. Reykingar hafa mjög verið takmarkaðar með lögum vegna þess að þær valda miklum þjóðfélagslegum skaða. Áfengi er ekki síður skaðlegt heilsu manna. Um sölu þess og auglýsingar verður að setja enn strangari lög en nú eru í gildi.     

 Tilvitnanir:  Eftirfarandi tilvitnanir eru teknar úr  grein í Mbl. eftir Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara á Akureyri  og lýsir vel áfengisvanda unga fólksins í hnotskurn hér á landi:Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þessum 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a. á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörgum ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar”.

“Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði

Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.”

Aukið eftirlit hér á landi - með starfsmönnum barna!

Undirrituð kynnti sér rannsóknir í Svíþjóð fyrir nokkrum árum um áreitni starfsmanna þar með börn . Sýndu þær að starfsmenn sem sækja á börn kynferðislega er staðreynd. Kom einnig  í ljós að eldri börn áreittu yngri börn kynferðislega. Voru það oft (ekki alltaf) unglingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sjálfir á heimilum sínum. Þá kom einnig fram að slíkt ofbeldi var kunnugt hjá þjálfurum  íþróttafélaga. Ætla má að hér á landi séu svipaðar aðstæður í þessum málum.

Hvað fortíðina varðar hér á landi hefur  fram komið á ýmsum meðferðarheimilum að börn urðu fyrir ofbeldi af starfsmönnum þar. Um nútíðina í umræddum málum fara af minni frásagnir.  Þó aðeins komið fram annað slagið. Man eftir manni hjá KFUM sem var staðin að verki og greint var frá í fjölmiðlum.

Í ljósi þessarar fréttar er rétt að setja strangari reglur hér á landi en nú er, þegar starfsmenn eru ráðnir til umsjár barna og unglinga.

Ekki síst vegna þeirra starfsmanna sem vinna með börn, eru framúrskarandi starfsfólk, er þarft að herða reglur um ráðningu fólks. Þeir einstaklingar sem eru starfsmenn með börn og eru ofbeldismenn setja slæma ímynd á aðra starfsmenn sem ekki má líðast.

 


mbl.is Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KSÍ veitir “séra Jóni” vín!

Máltækið, að ekki er sama bara Jón og séra Jón á vel við um vínveitingu KSÍ á landsleik Íslands s.l. laugardag. Ekki var leyfð áfengisneysla eða vínsala nema handa þeim sem sátu í heiðursstúku. Hvernig getur KSÍ leyft sér slíka framkomu að veita útvöldum vín en banna það síðan handa öðrum. Erlendis er ofneysla áfengra drykkja vandamál á kappleikjum. Sem betur fer hefur víndrykkja ekki verið hér á landi þegar landsleikir við erlendar þjóðir hafa farið fram. Óviðunandi er svona framkoma hér á landi, í fyrsta lagi að veita sérstökum heiðursgestum, í öðru lagi að reyna að innleiða óbeint veitingu víns með þessari ósiðlegu vínveitingu á umræddum landsleik.  Vonandi verður alveg tekið fyrir vínneyslu handa “séra Jóni”. Hann getur látið sér nægja að drekka vín í annan tíma en á landsleikjum. Vægast sagt skortur á nægilegri siðgæðisvitund  hjá KSÍ og slæm fyrirmynd fyrir ungafólki!

Líffæragjöf - siðferðileg spurning um framkvæmd!?

Fram kemur í blaðinu í dag samkvæmt tillögu Ágústar Ólafs Samfylkingunni að væntanlegir líffæragjafar skrái vilja sinn í ökuskírteini sín. Segir það gefast vel í Bandaríkjunum.Siðferðilegar spurningar hljóta að vakna áður en leyft verður að setja viljayfirlýsingu fólks í ökuskírteini. Hægt hefur verið að lesa um á netinu, að í Kína hafi  dauðadæmdir fangar  orðið  líffæragjafar eftir dauða sinn. Jafnvel að fólki hafi verið rænt af götunni þar af glæpamönnum sem þeir síðan selja til líffæraflutnings.

Með skráningu líffæragjafar í ökuskírteini er auðvitað  hægt með skjótum hætti að vita, ef sá sem ferst í umferðarslysi er líffæragjafi eða ekki.Tæplega verður horft fram hjá þeim möguleika að glæpamenn geti ekki sett á svið “umferðarslys” til að ná í líffæri til sölu? 

Hægt  að fallast á nauðsyn þess við staðfestingu læknis um að viðkomandi sé látinn,  hvort hinn látni hafi viljað gefa lífæri sín, þegar slys hefur borið að höndum. Þó er hætta á að ósvífnir glæpamenn geti nýtt sér það með einhverjum hætti eins og fram hefur komið. Með nútímatækni er framkvæmanlegt  að koma umræddri viljayfirlýsingu fyrir án þess að hún sé í ökuskírteini  fólks?  Ef til vill er hægt  með tölvutækni, að læknir geti séð slíka viljayfirlýsingu, með því að setja dánarstaðfestingu viðkomandi inn í tölvu sjúkrahússins með litlum fyrirvara, sjái þá hvort viðkomandi hafi gefið líffæri sín. 

Að framansögðu kallar viljayfirlýsing líffæragjafar á siðferðileg umræðu þar sem  tryggð  er að fullnægjandi virðing verði borin fyrir lífinu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband