Makríldeilan - samstaða til vesturs

Mikilvægt að Grænland, Ísland og Færeyjar standi saman gegn ESB þótt þessi ríki séu smá hafa þau ríkulegar auðlindir sem ESB horfir til með gráðugum augum. Frekari samstaða með Kandada, USA og Skotlandi mun styrkja samstöðuna - engin ástæða að skríða fyrir "búrókratinu" í Brussel.

 


mbl.is Fordæma refsiaðgerðir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV - pólitískur hagsmunastormur í vatnsglasi

Vel  skipulögð aðför að menntamálaráðherra  Steingrímur hóf sóknina á Alþingi nefndi ekki niðurskurð „velferðarsjónarinnar sálugu “- minnir um milljarð. Síðan komu saman listamenn af öllum tegundum   í Háskólabíó til að „bjarga þjóðinni frá "menningarlausu RÚV“; voru/eru  að verja eigin hagsmuni virðast hafa misst spón úr askinum.

Þjóðin greiðir 83% af rekstri Hörpu;  óviðundandi staða, varast berað  RÚV geti vaxið með sama hætti orðið "menningarskrýmsli" í nafni þjóðarinnar er malar óheft peninga handa listamönnum

Nú er fléttað saman beinum hagsmunum og vinstri pólitík enda Steingrímur í essinu sínu skók hnefana  ótt og títt af mikilli andtakt;  en verður aldrei nema pólitískur stormur í vatnsglasi  ef  Illugi menntamálaráðherra stendur sig sem hann gerir.

Fleyg orð Ingibjargar Sólrúnar eru  við hæfi er féllu á fundi í Háskólabíó í hita leiksins; "Þið eruð ekki þjóðin"WounderingHalo


mbl.is Fordæma atlögu að Ríkisútvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný nálgun um jólabækurnar

Skemmtileg umfjöllun um bækur  hjá Morgunblaðinu þar er ekki eru endilega teknar bækur sem eru efstar á sölulista í augnablikinu. Ný nálgun til mótvægis við umfjöllun um nýjar bækur sem fjallað er um í Silfri Egils; þar  eru ummæli   „ritdómara“ í bókmenntaþættinum Kilju ( RÚV) markvisst notuð  til að auka sölu bóka  er fá umfjöllun þar.

 


mbl.is Litið framhjá metsölulistunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmuleg skotárás

Skammarlegt að ásaka lögregluna um hugsanleg mistök í þessu hörmulega máli- maður sem er á svo alvarlegu stigi að skjóta af byssu er stórhættulegur umhverfi sínu. Eins og fréttir greina frá  stöðu málsins er það lögreglan sem verður að verja samfélagið; hefur kunnáttu til þess. Að kalla fram einhver  félags – geðteymi  að tala um fyrir manninum er tæplega möguleg lausn á þessu stigi til þess eru aðstæður  of hættulegar.

Sjálfsagt er fyrir alla framangreinda aðila að skoða málið frá upphafi til enda ekki síður fyrir félags-geðteymi að taka á málum manna í hörmulegur ástandi vegna eiturlyfja- og geðvandamála;  að þeir verði ekki viti sínu fjær; valdi sér og samfélaginu skaða.


mbl.is „Lögreglan gerði allt sem hún gat“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókmenntir og auglýsingar

Vel má vera Agli Helgasyni sammála um að gengið hafi verið framhjá Þórunni Erlu Valdimarsdóttur (Fréttabl. í dag) við tilnefningu íslensku bókmenntaverðlaunanna; ekki af því hún er kona heldur vegna þess hún hefur fyrir skipað sér í raðir góðra rithöfunda. Má nefna Upp á Sigurhæðir, ævisögu Mattíasar Jochumssonar, skálds/sálmaskálds skrifuð af henni; ljóðabók Þorsteins frá Hamri hefði einn komið sterklega til greina.

Útnefning bókmenntaverðlaunanna á að endurspegla bókmennti okkar á breiðum grundvelli en ekki að vera „markmið til auglýsingar“ á viðkomandi bókum.

Annars  er undirrituð hætt að kaupa bækur sem Kolbrún Bergþórsdóttir mælir með nema kanna nánar efnið,  sölumarkmið/ auglýsingar virðist vera markmið  Silfur Egils að töluverðu leyti; viðmælendur notaðir í auglýsingum með „frösum“ eftir þá.

Þó eru viðtöl Egils við rithöfunda mun betri þar sem bókmenntir eru meira áberandi en auglýsingar.Woundering


Eru bókmenntir - fyrir sérstaka markhópa?

Eru bókmenntir orðnar fyrir sérstakan háskólamenntaðan  markhóp  þar sem glæpasögur eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þekki marga er keyptu Illska  (nú tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðseftir Eirík Örn Norðdahl)  en hafa lagt hana frá sér hálflesna . Bókin er þung hefur heimspekilegt ívaf – en þráður  sögunnar nær ekki að tengja saman spennu og hið heimspekilega -bókin verður þess vegna lítt skiljanleg fólki – nema að hafa  þekkingu á heimspekilegum nótum.

 Eiginlega er Angóraflísin eftir Sjón hliðstætt vandamál en fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Öðruvísi var áður fyrr er sögur höfunda  rokseldust almenningi  um leið og bækur þeirra komu út – má nefna Kiljan, Guðrúnu frá Lundi og Davíð Stefánsson svo dæmi séu nefnd.

Bækurnar um Ísfólkið seljast ár eftir ár en þykja víst ekki „merkilegur pappír“ –  eru ekki margverðlaunaðar – en  góð afþreying samt sem áður, fyrir almenning.

Vonandi eiga bókmenntir okkar eftir að auðgast aftur af efni  um mannlífið í víðum skilningi – en snúast ekki eingöngu um glæpi. Woundering


Situr vel launað fólk á baki fátæku fjölskyldufólki?

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur telur sig hafa þá sjálfsmynd að vera í millistétt ásamt fólki "upp til hópa". (Fréttabl. 25.11.13.) Ef til vill er erfiðara, að skilgreina millistétt í okkar fámenna unga lýðveldi en hjá milljóna þjóðum sem í mörg hundruð ár hafa skipað sér í ótal stéttir?

Guðmundur Andri virðist skilgreina millistétt eftir tekjum langskólamenntaðs fólks en ekki störfum sem "ómenntaður" almenningur vinnur, minnist ekki á iðnmenntun, menntun sjómanna eða menntun lögreglufólks /slökkviliðs svo eitthvað sé nefnt. Hann segir," sumir sjómenn eru á forstjóralaunum", veit hann hvernig sjómenn vinna, veit hann hvað stór hluti af vinnulaunum þeirra er vegna langs vinnutíma, veit hann hvað þeir vinna marga mánuði á ári? Er Guðmundur Andri búinn að gleyma að háskólamenntað fólk fær stóran hluta menntunar sinnar í háskólum hér á landi sem ríkið heldur uppi, er hann búinn að gleyma að Nóbelskáldið okkar hafði ekki langskólamenntun en varð ágætlega bjargálna.

Síðan kemur gamla tuggan um verndun hagsmuna útvegsmanna og bænda á kostnað almennings engin skýring  hvers vegna? Eru sjávarútvegsfyrirtæki og bændur ekki fyrst og fremst fyrirtæki sem skaffa gjaldeyrir og atvinnu? Það er ef til vill ekki þjóðhagslegt? Flestar þjóðir er telja sig sjálfstæðar vernda atvinnu í eigin landi sérstaklega landbúnað á öllum sviðum.

Engin trygging er fyrir ódýrari matvælum þótt innflutningur yrði frjáls, engin leið inn í ESB næsta áratug eða lengur vegna efnahagsástands hér á landi. Hvort ESB verður þá á leið - eða orðið nýtt efnahagsbandalag með Bandaríkjunum/Brasilíu/ Kanada gæti orðið raunveruleiki?

Ef skilgreina á millistétt eftir tekjum má nefna barnafjölskyldur þar sem bæði hjón hafa um 200 til 400 þús. tekjur pr. mán. samanlagt tólf tíma á dag og aðra hverja helgi til ná endum saman. Fyrir efnahagshrunið höfðu umræddar fjölskyldur kaupgetu til að greiða afborganir lána. Eftir hrun eiga þessar fjölskyldur fyrir brýnustu þörfum flestar greiða þó ennþá af lánum sínum. Barnafjölskyldur með umræddar tekjur geta ekki greitt tannviðgerðir/tannréttingar, íþróttir, tónlist eða annað nauðsynlegt fyrir börnin sín er ríkið greiðir ekki.

Er það réttmætt/siðlegt að háskólagengið fólk/listamenn með mun hærri laun setjist á bak fátækrar alþýðu og heimti enn hærri laun sem ekki er unnt að veita, á að halda áfram að níðast á fátæku barnafólki þótt það sé ekki háskólamenntað?

Framangreint fólk ætti að spyrja sig, "getum við lifað á þeim tekjum sem við höfum, látið nægja hóflega launahækkun"? - Ætti það ekki að spyrja sig í leiðinni, "hvað getum við gert til að fátækar fjölskyldur geti séð fyrir börnum sínum með sómasamlegum lífsmáta"?

 

Grein í Mbl. 30. nóv  s.l.: SIgríður Laufey Einarsdóttir.

Þjóðarsátt um framhaldið -

Getur tæplega orðið annað en almenn ánægja með tillögur ríkisstjórnarinnar – ef þeim Bjarna og Sigmundi tekst að ná góðum þingmeirihluta um nauðsynlegar lagasetningar. Réttlætismál að almenningur í landinu fáið leiðréttingu lána sinna að ákveðnu marki;  vonandi ná þeir samstarfi við stór hagsmunasamtök,  launþegasamtökin og lífeyrissjóði – mikilvægt að svolölluð þjóðarsátt náist þá, kemst hægt og hægt festa í efnahagsmálin til langs tíma. Smile


mbl.is Bjarni: Viðbrögð í samfélaginu jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventan - undirbúningur jólanna

Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu allt sitt líf – í  sorg – í gleði. Þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl. Var ofsóttur sakir skoðana sinna.

Að lokum niðurlægður og deyddur á krossi eins tíðkaðist meðal sakamanna á þessum tíma. Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, sigurinn er hans þrátt fyrir allt. Hann niðurlægði sig fyrir alla menn til að hjálpa þeim með sigri sínum.

Aðventan er undanfari jólanna til að skilja boðskap Krists betur og  geta tekið á móti honum á sjálfri jólahátíðinni. Flestir keppast við að hreingera heimili sín og gefa gjafir,  börnum, vinum og ættingjum.  Það er tjáning  hið ytra til að skapa  hlýlega samveru   um jólin, allt á að vera  hreint þegar Kristur kemur.  

 Með því að hjálpa nauðstöddum, fátækum og einstæðingum er markmiðið að taka af öllu hjarta móti Kristi með hreinum huga og feta fótspor hans. Það er hinn innri undirbúningur jólanna og skapar hina sönnu jólagleði.

 Ekki má gleyma, að Kristur með sigri sínum hjálpar öllum mönnum til að sigra hið góða,   vera  boðberar hans í lífi og starfi með verkum sínum. Halo


Uppsögn starfsmann RÚV - kattarþvottur í rekstrinum?

Var ekki uppsögn starfsmanna RÚV  til þess fallin eða úthugsuð til að skapa samúð meðal almennings á þeim forsendum að þeir væru „heimilisvinir“ hlustenda;  gera málið að pólitísktu bitbeini; kattarþvottur útvarpsstjóra til að komast hjá endurskipulagningu reksturs RÚV?

 Hvernig eru markhópar hlustenda RÚV valdir;  eru þeir á öllum aldri, var eldra fólk spurt á hvað það vildi  hlusta?

Háskóli Íslands mikilvægasta mennta – og menningarstofnum þjóðarinnar fær tíu milljarðar framlag frá ríkinu en RÚV fær fimm milljarða. Ekki þarf  reiknimeistara  til að sjá að hægt er að reka RÚV  fyrir miklu minna fjármagni  –til að standa undir lögbundnum skyldum.

Engin vafi að  þörf er á breytingum á rekstri ríkisútvarpsins  athuga  hvað er raunhæft að fella niður;  svo dæmi séu nefnd er ekki óþarfi að vera með kvikmyndaþátt í útvarpinu þegar hann er í sjónvarpinu- hvað horfa margir á  lélegu íslensku myndirnar er hafa veri sýndar í sjónvarpinu undanfarið – er verið að styrkja kvikmyndagerð með þessum hætti; kvikmyndagerð er sjálfsögð en þær verða að hafa  áhorf.

RÚV getur ekki verið óbeinn/beinn styrktaraðili fyrir listamenn – þeir verða að sýna ágæti sitt hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Útvarpsstjóri ber ábyrgð á rekstri RÚV – honum var vorkunn, árás Helga Seljan eftir starfsmannafundinn en komið sterkari  út með skapstillingu.

 Ef til vill skynsamlegt að ráða nýjan útvarpsstjóra er getur stillt skap sitt sig í erfiðum aðstæðum er nú fara í hönd?

 

 


mbl.is Klaufalegar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning þjóðarinnar ekki í hættu - þótt RÚV dragi saman

Kórsöngur stuðningsmann RÚV glumdi við nú í fréttatíma kl. 14 í dag, björgum RÚV; gott að geta komið mótmælum/stuðningi   við starfsmenn á framfæri með skjótum hætti – en er það alltaf svo? Ekki farið hátt í fréttum þegar skúringakonum, fiskverkunarfólki og starfsmönnum Landspítala var sagt upp í tíð „vinstri velferðastjórnarinnar“- en það er annað mál.

Þjóðin er ekki í neinni menningarkreppu þótt RÚV dragi saman – gæti meira segja orðið til góðs. Vonandi minnkar beinn/óbein stuðningur fjölmiðilsins við pólitískar ákvarðanir –eins t.d. og  stuðning við ESB-

Umræða um sjávarútveg og fiskveiðar þarf að breytast - að þjóðinni sem heild sé ljóst hvað gjaldeyristekjur hans eru mikilvægar þjóðarbúinu - mætti rifja upp hvað sjávarútvegurinn var mikilvægur þegar bankarnir/efnahagskerfið féllu. Smile

 


mbl.is Hundruð mótmæltu niðurskurði RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögsækja hlutabréfa- svikarana!

Ljót saga um svikamillu eignarhaldsfélaga að lána út á væntingar í verðmætasköpun fyrirtækja er aldrei var annað er blekking til að fá fólk til hlutabréfakaupa; hver er ábyrgð bankanna er versluðu með bréfin?

Í Bandaríkjunum stendur yfir lögsókn á þeim forsendum að beitt hafi verið blekkingum- þurfa þeir er skópu umrædda froðu hér á landi ekki að sæta ábyrgð?Shocking

 


mbl.is Kröfur vegna peninga sem „voru aldrei til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun lífeyrisaldurs - raunhæfur kostur

Hækkun lífeyrisaldurs er skásti kostur til að draga úr útgjöldum lífeyrissjóða  gera lífeyristöku sveigjanlegri; með auknum lífaldri eru skuldbindingar lífeyrissjóða ekki nægilegar. Lækkun réttinda er ekki vænleg,  skerðing lífbyrssjóða síðustu fimm árin hafa valdið of mikilli kjaraskerðingu. Eðlilegt er að nýtu reynslu og þekkingu lengur með sveigjalegum starfslokum.

„Velferðarstjórnin sáluga“ ýtti framangreindum málum á undan sér gerði ekkert – nema seilast beint í vasa eldri borgara með launalækkun og skattlagningu bæði á eignum og sparifé.

Ekki vænlegt að fara leið sósíaldemókrata í Svíþjóð er settu  Svía á ríkisframlag sem „fyrirfram“ ellilífeyrisþega“ eða "veika" með óheyrilegri skuldasöfnun.

Ekki verður hjá því komist að taka á málum lífeyrissjóða; vonandi með skynsamlegum hætti – versti kosturinn er að lækka núverandi lífskjör  meira en orðið er.Woundering


mbl.is Hækka þarf lífeyrisaldur um 2-4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mt25. 31-46"... allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér"

Sorgleg saga lítils drengs er sviptur  æsku sinni með ofbeldi – logið í foreldra hans af kennara hans við skóla kirkjunnar – lagður í einelti í sumarbúðum Kaþólsku  kirkjunnar. Veraldlegir fjármunir bæta ekki slíka meðferð – einlæg afsökunarbeiðni biskups Kaþólsku kirkjunnar er það eina rétta – boðuð sé guðsþjónusta/iðrunarstund þar sem við leikmenn kirkjunnar erum öll með.

Kaþólska kirkjan boðar okkur að ganga ekki til altaris – fyrr en við höfum fyrirgefið misgjörðarmanni í hjarta okkar –  oft erfitt og sársaukafullt ferli.

Nú er komið að kirkjunni sjálfri að viðurkenna mistök innan safnaðarins vegna ofbeldis  barna í hennar umsjá – sem allra fyrst. Halo


mbl.is „Eins og verið sé að hrækja á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærra launað fólk - situr á baki fátækra barnafjölskyldna?

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur  telur sig hafa þá sjálfsmynd að vera í millistétt ásamt fólki „upp til hópa“. (Fréttabl. 25.11 bls. 13) Ef til vill er erfiðara,  að skilgreina millistétt í okkar fámenna unga lýðveldi en hjá milljóna þjóðum sem í mörg hundruð ár hafa skipað sér í stéttir?

Guðmundur Andri virðist skilgreina millistétt eftir tekjum langskólamenntaðs fólks en ekki störfum sem sauðsvartur almenningu vinnur- minnist ekki á iðnmenntun, menntun sjómanna eða menntun lögreglufólks /slökkviliðs svo eitthvað sé nefnt. Hann segir,“ sumir sjómenn eru á forstjóralaunum“ en veit hann hvernig sjómenn vinna –veit hann hvað stór hluti af vinnulaunum þeirra er vegna langs vinnutíma – veit hann hvað þeir vinna marga mánuði á ári? Er hann búinn að gleyma að háskólamenntað fólk fær stóran hluta menntunar í háskólum hér á landi sem ríkið heldur uppi – er hann búinn að gleyma að Nóbelskáldið okkar hafði ekki langskólamenntun – en varð ágætlega bjargálna.

Síðan kemur gamla tuggan um verndun hagsmuna útvegsmanna og bænda – á kostnað almennings engin skýring hvers vegna- en eru sjávarútvegsfyrirtæki og bændur ekki fyrst og fremst fyrirtæki sem skaffa atvinnu og gjaldeyrir – en það er ef til vill ekki þjóðhagslegt? – Allar þjóðir er telja sig sjálfstæðar vernda atvinnu í eigin landi sérstakleg landbúnað á öllum sviðum.

 Engin trygging er fyrir ódýrari matvælum þótt innflutningur yrði frjáls – engin leið inn í ESB næsta áratug eða lengur – hvort ESB verður þá á leið- eða i orðið nýtt efnahagsbandalag með Bandaríkjunum/Brasilíu, Kanada,  gæti verið inni í myndinni?

Ef skilgreina á millistétt eftir tekjum þá eru það fjölskyldur almennt þar sem bæði hjón hafa ef til vill 200 til 400 þús. í tekjur samanlagt – tóku lán fyrir hrun sem þau höfðu kaupgetu til að greiða. Eftir hrun hafa þessa fjölskyldur í mesta lagi matinn ofan í sig flestar greiða af lánum sínum - barnafjölskyldur með umræddar tekjur geta ekki greitt tannviðgerðir/tannréttingar, íþróttir, tónlist eða annað  nauðsynlegt fyrir börnin sín er ríkið greiðir ekki.

 

Er það réttmætt/siðlegt að háskólagengið fólk/listamenn setjist  á bak  fátækrar  alþýðu og heimti hærri laun sem ekki er unnt að veita – á að halda áfram að níðast á fátæku barnafólki þótt það sé ekki háskólamenntað?

Framangreint fólk ætti að spyrja sig getum við lifað á þeim tekjum sem við höfum látið nægja hóflega launahækkun – ættu það ekki að spyrja sig  í leiðinni,  hvað getum við gert til að fátækar fjölskyldur geti séð fyrir börnum sínum með sómasamlegum hætti?


Ætla Katrín og Bjarni að feta í fótspor Reinfeldts? (Í fullu gildi 2020)

Fróðlegt viðtal við Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er í mbl  24.11, hann segir,“ Þegar Sósíaldemókratar voru við völd 2002-2006 hafði 300.000 Svíum verið breytt í „fyrirfram ellilífeyrisþega“. Það þýðir að meira en 140 manns var parkerað daglega á framfærslu hins opinbera. Þrátt fyrir að hjólin gengu í efnahagslífinu voru mælt í heilsársstörfum  690.000 Svíar annaðhvort skráðir atvinnulausir eða veikir“.

Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra í átta ár, hvað gerði hann til koma í veg fyrir frekari kreppu þar? Hann fjármagnaðir ekki banka með skatttekjum lét eigendur bankanna axla sína ábyrgð – hann lækkaði skatta fólks með lágar tekjur og meðaltekjur og hækkaði skattleysismörk- hann betrumbætti sjúkratryggingakerfið – umbæturnar hafa skapað eftirspurn eftir atvinnu og skapað hvetjandi skilyrði fyrir eigið vinnuframlag- munurinn á Svíþjóð og öðrum með miklar skuldir á ríkissjóð er að Reinfeldt lét ekki skattgreiðendur standa undir reikningnum.

Er Reinfeldt fyrirmynd núverandi stjórnar hér til að reyna að sjá til þess að fólk með lágar tekjur sérstaklega barnafjölskyldur fái leiðréttingu?

Fjölskyldufólk sem hefur  200- 300 þúsund saman á mánuði, vinnur  12 tíma á dag , auk þess aðra hverja helgi til að ná endum saman, fólk sem hefur staðið í skilum við húsnæðislán er kaupgeta þeirra réði við fyrir hrun; en ekki í dag, fjölskyldufólk sem ekki getur haft börn sín í íþróttum, tónlist, ekki greitt fyrir tannlæknakostnað/tannréttingar eða fyrir öðrum sjálfsögðum þörfum sem ekki er greitt af ríki og skóla, þessi millistétt gat ekki notað 110% leiðina - enda ekki þeim ætluð -aðeins þeim sem "velferðarstjórnin sáluga" ætlaði að láta kjósa sig en það brást eins og kunnugt er.

 ÁFRAM  BJARNI OG SIGMUNDUR MEIRI RAUNVERULEG JAFNARI LÍFSKJÖR - NIÐUR MEÐ „JAFNAÐAR KAPÍTALISMA“ SAMFYLKINGAR/JAFNAÐARMANNA Á ÍSLANDI!AngryHalo (birt áður 2011)


Maríukvæði (Halldór Kiljan Laxness)

 Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.

Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.

Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.

 

 

 

 


Tengsl Íslands vestur um haf

Fróðlegt málþing um tengsl Íslands vestur um haf  í viðskiptum og stjórnmálum var í Valhöll í dag er skipta  miklu máli,  teygja viðskiptin sig frá Kanada suður til Brasilíu og fara vaxandi. Hæst ber flugið vestur til Bandaríkjanna til margra annarra staða; flugið er tengt við Evrópuflug hér, margir ferðast um Keflavík beint til Evrópu og fer stórum vaxandi, einnig skapast sóknarfæri  ferðamannaiðnaði.

Frí verslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna mun skipta miklu máli  nauðsynlegt að fylgjast vel með og lenda ekki út á kantinum í þeim viðskiptum. Þá munu margra áratuga vináttutengsl Íslands við Bandaríkin hafa mikið að segja – geta veitt okkur stuðning og nauðsynlegt að rækta þau betur en gert var í tíð „velferðarstjórnarinnar" sálugu sem smánaði bandaríska sendiherrann er hann var stöðvaður á leið til Bessastaða í opinbera móttöku – einsdæmi í samskiptum vestrænna ríkja.

Nú reynir á hvað EES-ríkin munu gera – tekst þeim að vera með án þess að ganga í ESB? Joyful


John F. Kennedy Bandaríkjaforseti - mikilmenni í mannkynssögunni

John F Kennedy  Bandaríkjaforseti er meira en goðsögn hann vann ötullega að jafnrétta svartra og hvítra að þeir fengu að ganga í háskóla og til jafns við hvíta – sýndi baráttu Martins Lúthers King stuðning í kynþáttabaráttunni en hann  hlaut sömu örlög og Kennedy og var myrtur fimm árum síðar.

 John F Kennedy Bandaríkjaforseti var fulltrúi  ungu kynslóðarinnar er trúði og vonaði á frelsi, mannhelgi, kynþáttajafnrétti og alheimsfrið þrátt fyrir algleymi kalda stríðsins og kjarnorkuvá; hann var  forsetinn sem kom í veg fyrir styrjöld milli Bandaríkjanna og Rússa um Kúpu er ógnað heimsfriðnum - mun ef til afdrifaríkasta  ákvörðunin á forsetaferlinum er halda mun nafni hans á lofti sem forseta friðar og sátta.

 


mbl.is „Ég var því miður aðeins of seinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES - samningi breytt í fríverlsunarsamning.

Athyglisverð grein eftir Hjörleif Guttormsson í Mbl. í dag bls. 35 þar sem hann fjallar um EES-samninginn og hann þurfi endurskoðunar við sem fyrst. Hann varaði  við á sínum tíma yfirtöku fjórfrelsi innan markaðar ESB ekki síst frjálsrar fjármagnshreyfingar. En eins og kunnugt er hefur færibandaafgreiðsla Alþingis á tilskipunum ESB lengi verið ljóður á störfum þingsins Með því væri fórnað þeim stjórntækjum í efnahagsstarfsemi er þjóðir hafa lengi stuðst við.

Ennfremur skrifar Hjörleifur: „ Eftir efnahagshrunið 2008 benti þáverandi forsætisráðherra, Geir H Haarde, ítrekað á að EES-samningurinn og þá sérstaklega tilskipun nr. 94/197EB hefði valdið því að ekki hefði verið unnt að  koma böndum á  útþenslu íslensku bankanna. Nefnd tilskipun um innstæðutryggingakerfi var innleidd hér þegar árið 1996 og reglur hennar teknar í lög nr. 98/1999 sem voru í gildi við fall bankanna í október 2008“.

 Enn er glímt við afleiðingarnar, þar á meðal  innstæður  erlendra  kröfuhafa hérlendis, snjóhengjan svonefnda. Vel má taka undir orð Hjörleifs þar sem hann segir að Evrópusinnar hafi alla tíð litið á EES- samningin sem vogarstöng til að koma Íslandi inn í ESB, orðrétt segir hann,“Þess í stað standi augljós rök til þess að hefja endurskoðun samningsins með það fyrir augum að styrkja fullveldi þjóðarinnar og treysta lýðréttindi alþýðu“

Það er mergurinn málsins umræddur samningu er brot á stjórnarskrá, heftir sjálfstæði okkar til að stjórna efnahagsmálum- og atvinnumálum. Hjörleifur hefur rétt fyrir sér að best færi á því að fá samningnum breytt í gagnkvæman fríverslunarsamning Íslands og Evrópusambandsins.  

Góð lausn/undirbúningur þegar og ef Bandaríkin og ESB gera viðskiptasamning sín í milli.Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband