Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Til gamans spáð í spilin - eitt lauf og þjóðin eignast Glitnir"

"Eitt lauf" og þar með eru spilin vakin hjá Seðlabankanum - þurfti ekki meira til að eignast Glitnir. En sögnin er ekki búin: Björgólfur lokar sögninni bara með þremur gröndum til að kaupa Glitnir. En eftir er að spila úr; eins og allir vita þá eru góðir "briddsspilarar"  í Seðlabankastjórninni - það verða alslemm - og Davíð og Geir eignast Landsbankann líka. Hef verið að hugsa um að taka upp viðskipti við Glitnir en bíð aðeins með þau viðskipti?

 

"Þá er Kaupþing eftir - líklega kaupa Dórit og Ólafur hann í félagi við nokkra fakíra?"

 


mbl.is Geta treyst styrk Glitnis áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Á enn að reka Seðlabankastjórnina?"

Mikil tíðindi og líklega ekki séð fyrir hvað verður næst. Vonandi hafa háskólagegnir hagfræðingar aðrar tillögur í pokahorninu í fjölmiðlum fyrir almenning  en að reka Seðlabankastjórnina? Svona alvarlega stöðu verður að ræða með ábyrgum hætti; en ekki persónugera vandmálið með skítkasti í Davíð Oddsona, seðlabankastjóra sem áreiðanlega er að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Vonandi næst víðtæk pólitísk sátt með aðgerðum Seðlabankans.
mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmuleg umræða um löggæslumál?

Þá hefur Ríkislögreglustjóri svarað gagnrýni Jóhanns Benediktssonar en vantar ekki aðalmálið að peninga vantar til að koma á þessu margumtalaða nýja skipulagi; er virðist snúast um það  ef það kemst á, að nærþjónusta lögrelunnnar þ.e. almenn löggæsla verði minni sökum fjárskorts samkvæmt yfirlýsingum sýslumannsins í Keflavík. Dómsmálaráðherra hefur harmað brottför Jóhanns sýslumanns enda virðast allir sammála um hæfni hans í starfi ekki síst við fíkniefnaeftirlit (er það nærþjónusta?) og hann náð þar betri árangri enn  nokkur annar.

Það er hörmulegt hvernig umræða um stjórnun og fyrirkomulag innan lögreglunnar hefur færst út í fjölmiðla með þeim hætti að trúverðugleiki um framkvæmt og skipulag innan allrar löggæslunnar  hefur hlotið mikinn skaða þ.m.t. dómmálaráðherrann sjálfur, því miður, þar sem umrætt skipulag er ekki einu sinni komið í gegnum þingið eftir þeim fréttum sem undirrituð hefur séð.

Er ekki mál að linni, almennningur í landinu  hefur enga  hagsmuni af að missa góðan lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli; - nema þá þeir sem flytja inn ólögleg fíkniefni og tæplega var það nú meiningin?


mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að reka Seðlabankastjórnina!?

Shocking Hvernig getum við almenningur búið við  yfirlýsingar frá hagfræðispekingi, að stjórn seðlabankans eigi að fara frá þvert ofan í yfirlýsingar ráðgjafa ríkistjórnarinnar, Tryggva Þórs Herbertssonar? Hvorki Seðlabankinn eða Ríkisstjórnin geta sætt sig við þessi orð sem marglesin eru í fréttum á öllum útvarpsstöðvum í dag! Tæplega stjórnvöldum (-eða almenningi) í hag að grafið sé undan túrverðlugeika efnahagslífsins og stjórnvalda án þess að skýringar komi fram. Hvaðahagsmunir eru í húfi að að bera fram framagreindan brottrekstur á seðlabankastjórninni - eru það hagsmunir almennings í landinu - eða eru það hagsmunir bankanna sem grafa undan gegni krónunnar sér í hag í hvert skipti sem ársfjórðungsuppgjör er hjá þeim. Ef svo er - þá hvers vegna? Nú reynir á ráðgjafa Ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að koma með skýr skiljanleg svör til að halda trúverðugleika sínum. 

mbl.is Ólafur Ísleifsson: Setja á stjórn Seðlabankans af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnung móðir hetja dagsin - frétt vikunnar

Frétt vikunnar er án efa  sjónvarpsviðtal (Stod2) við unga móður er varð ófrísk sextán ára.  Af  hreinskilin lýsti unglingurinn hvernig hún gekk í gegnum ótímabæra þungun er henni fannst fjarri veruleika þeirrar framtíðar sem hún hafði hugsaða sér rétt komin upp úr tíunda bekk grunnskóla. Barnunga  móðirin sýndi  ábyrgðartilfinningu og hugrekki að taka þá ákvörðun að eignast barnið þrátt  fyrir ungan aldur.

Þarna sáum við ungu móður er  hafði tekist að ganga í gegnum þroska  til að sjá um barnið sitt sjálf - með hjálp ömmu og afa. Móðirin fær  ekki einu sinni full mæðralaun vegna þess að kerfið gerir ekki ráð fyrir að börn eigi börn. Undarlegt að kerfið geti ekki  metið aðstæður og greitt ungu móðurinn mannsæmandi mæðralaun til að auðvelda henni aðstæður sínar fyrstu mánuðina.

 

Áður fyrr voru úrræðin  fyrir stúlkur í sporum þessarar barnungu móður, að þær voru einangraðar og börnin tekin af þeim í fóstur er var mjög sársaukafullt; að líkindum valdið   unglingum tilfinningalegum sársauka er sett hefur varanlegt ör á sálarlíf þeirra. Þá voru   peningar  til að hálfu hins opinbera.

Ekki nægileg félagsleg framþróun  virðist hafa  orðið í framagreindum málum að koma til móts við aðstæður móður á barnsaldri - eða fjölskyldur þeirra.

 

Kirkjan ætti  að ganga hér fram fyrir skjöldu reyna að virkja félagsleg yfirvöld til kristilegra/mannúðlegrar aðgerða, að koma til móts við unglinga á barnsaldri er þurfa að sjá fyrir barni – og fjölskyldur þeirra.

 

Er ekki til stofnun Kirkjunnar er kallast Fjölskylduþjónusta?

 

 


"Gróa á Leiti komin í loftið?"

"Gróa á Leiti" lifir góðu lífi en þegar hún er komin í loftið eins hjá Útvarpi Sögu, má segja að hún sé  þá farin að skjóta yfir markið. Þar kom fram í morgun í símaþætti Arnþrúðar Karlsdóttir að Jóhanni Benediktssyni sýslumanni hefði verið sagt upp vegna þess hann neitaði að handjárna Jón Ásgeir Jóhannesson Baugseiganda. Ekki frambærilegt af útvarpsstöð að  láta slíkt slúður viðgangast. Undirrituð er ekki sérstakur vinur  Ríkislögreglustjóra (- eða Baugs) en það er alvarleg ásökun að bera slíkt fram án þess að fótur sé fyrir fréttinni svo ekki sé meira sagt.

Íslenskur landbúnaður- fæðuöryggi

Gleðilegt hvað kornrækt gengur vel hér á landi. Vonandi verður áframhald á framleiðslunni. Samt mun kornræktunin verða háð veðráttu hér á landi en gefur bjartsýni í framtíðinni með áframhaldandi tilraunum með kornrækt sem kann að gefa tegundir sem hæfa veðráttunni. Landbúnaður er sú grein sem þarf að huga vel að til hún megi verða arðbær og  skapa fjölbreytni í framleiðslu; - og fæðuöryggi í landinu sjálfu. Óræktað land á lálendi hér á landi  er  ónýtt auðlind sem okkur ber að nýta með skynsemi eins og aðrar auðlindir.

mbl.is Metuppskera korns í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum - eða blákaldur veruleiki

 Eftir að hafa hlustaða á forstjóra Glitnis í silfri Egils (RUV) vaknar sú spurning hvort umræðan um efnahagsmál hér á landi er lýðskrum eða skynsamleg umræða um staðreyndir í hagstjórn efnahagslífsins? Forstjórinn taldi nauðsynlegt að ná jafnvægi í gengismálum og að nú  væru merki um bata í jafnvægi útflutnings og innflutnings Þá hefur forsætisráðherra bent réttilega á nýtingu auðlinda til að viðhalda góðum lífskjörum og blómlegu atvinnulífi. Framangreind sjónarmið eru forsenda fyrir jafnvægi í gengi krónunnar og um leið jafnvægi í þjóðarbúskapnum. -  Davíð Oddson seðlabankastjóri virðist hafa rétt fyrir sér um að fyrirtæki og almenningur verði að taki til í eigin ranni;  haga viðskiptum sínum í samræmi við efnahagslegna veruleika - annað er lýðskrum.

Forsendur til að bjarga fjármálum okkar með skiptingu gjaldeyris yfir í Evru er ekki handan við hornið heldur ákvörðun þegar og ef við náum jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Sorglegt hvernig umræða umhverfisinna er sett fram í fjölmiðlum í auðlindamálum okkar. Helst má ekki nota orkuna til hagkvæmra framleiðslu í svokölluðum álverum til útflutnings en engar tillögur um hvað betra á að koma í staðin. Umræðan gegn nýtingu auðlinda minnir einna helst á mótmæli lagningar símans hér á landi eða baráttan gegn togaraútgerðinni til að koma fiskinum í verðmæti fyrir þjóðarbúið á sínum tíma.

 

Það er blákaldur veruleiki eða öllu heldur fagnaðraefni að við eigum ríkulegar auðlindir er við eigum að nota okkur til hagsbóta í framtíðinni. Þann veruleika mega óábyrgir umhverfisverndarsinnar og blaðamenn/stjórnmálamenn ekki fá að úthrópa sem "eyðileggingu" á umhverfinu án þess að vera með nein frambærileg rök eða úrræði hvernig við eigum að byggja upp atvinnu og góð lífskjör í landinu.

 


Ekkert áfall fyrir kristna trú - eða þjóðkirkjuna.

Út frá kristinni hugsun er það ekkert áfall eða úrslitadómur fyrir þjóðkirkjuna þótt einn sóknarprestur hennar hafi orðið sekur um ósæmilegt athæfi. Þjóðkirkjan og starfsmenn hennar erum við sjálf sem í henni erum með brigðum okkar og brestum og ekki hægt að útiloka svona atvik fyrirfram. Mikill harmleikur er orðinn en við  verðum samt að horfa fram á veginn í trú, von og kærleika þrátt fyrir umrætt atvik; að kristin trú er þrátt fyrir allt sá besti vegur sem við getum farið - og reynt að feta fótspor Krists með kærleika og umburðarlyndi.

 

Engin úrræði geta orðið nema þegar afbrotið er uppvíst og viðkomandi tekur út sinn dóm ef rétt reynist. Engin ástæða að tengja atvikið starfi þjóðkirkjunnar eins og Stefán Friðriksson heldur fram eða ala á óþarfa tortryggni í garð kirkjunnar að ástæðulausu.

 

 


mbl.is Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkan glymur - Frjálslynda flokknum?

Vond uppákoma í Frjálslynda flokknum. Ef Jón Magnússon verður þingflokksformaður spáir undirrituð óhjákvæmilega  endalokum flokksins í bráð og lengd. Klukkan glymur vonandi  Jóni Magnússyni og félögum en ekki Guðjóni A.Kristjánssyni.


mbl.is Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband