Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aftur tengsl þjóðarinnar við páfagarð

HaloAfar athyglisverð og skemmtileg frétt að sendiherra frá Íslandi sé fulltrúi þjóðarinnar gagnvart páfagarði. Samskipti við Páfagarð geta orðið okkur til góðs á margan hátt eins og fyrr. Kristin trú og menning hér á landi stendur á kaþólskri rót eins og kunnugt er. Hvað varðar framtíðina er sameining lúterskra og kaþólskra undir  höfuð kirkjunnar,  Jesús Krist, það sem koma skal. Lútersk trú varð til vegna klofnings í kaþólskri trú, vegna spillingar kristinna manna,  en boðskapur Krists er alltaf sá  sami, stendur óhaggaður hvað sem yfir dynur. 

Sátt og samheldni kristinna manna í nafni boðskaps Krists getur bjargað heiminum frá glötun.


mbl.is Afhenti páfa trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í gamla farinu - ekkert nýtt framundan?

Þá hefur farið fram “rússnesk kosning” hjá Framsókn eins og venja er til. Fyrst látin boð  út ganga að Valgerður gefi náðarsamlegast kost á sér sem varaformaður. Síðan kosin með tilheyrandi rússnesku fyrirkomulagi. Finnur Ingólfsson gefur út í Viðskiptablaðinu um helgina að Evran og ESB séu framtíðin. Fyrir þeim tveimur fyrrnefndu í Framsókn virðist fiskurinn og aðrar auðlindir ekki einu sinni umtalsverðar. Gefur tilefni til að draga í efa að þeim finnist auðlindirnar eitthvað sem þjóðin á að varðveita fyrir komandi kynslóðir? 

Björn Ingi (með 7%-fylgið) í Reykjavík.síðan kosinn formaður landsbyggðanefndar fyrir flokkinn. Allt klappað og klárt fyrir útnefningu næsta kandidats í “rússneska kosningu”  Guðni að vísu formaður ennþá en áreiðanlega ekki lengi. Undarlegt, má leiða líkur að hann hefði komist að í Reykjavík norður vegna eindreginnar stefnu sinnar í landbúnaðamálum og  andstöðu við ESB. Bjarni Harðar og efstu konurnar á Suðurlandi hefðu náð góðum árangri án Guðna. Þegar Guðni skyldi við sem ráðherra vildi  mikill meirihluti þjóðarinnar fylgja ríkjandi landbúnaðarstefnu. 

 

Að framansögðu þá eru ekki miklar breytingar framunda hjá Framsókn í náinni framtíð, sama einstefnan í forystunni eins og  alltaf hefur verið; ekkert grasrótarlýræði eða jákvæð gagnrýnin  umræða um framtíð  flokksins að því er virðist samkvæmt útgefnum  fréttatilkynningum.

 


Hraðakstur - uppeldisvandamál- agaleysi?

Ofsaakstur þar og ofsaakstur hér þar sem lögreglan hefur afskipti eru daglegar fréttir. Af hinu góða að fréttir berist um hraðakstur öðrum til viðvörunar, þar sem menn stefna lífi sínu og samborgaranna í hættu. Hins vegar vekur það upp spurningar hvers vegna eru menn svona innstilltir, að aka með ofsahraða, geta ekki virti lög, vantar ábyrga siðferðilega vitund fyrir öðrum í samfélaginu? Oft er  um drykkjuskap að ræða, oftast eru það ungir karlmenn sem eru haldnir þeirri ástríðu að fá einhvers konar útrás fyrir frelsi.

Hvar á að leita orsakanna, í uppeldinu þar með talin grunnskólagangan? Er agaleysið í uppeldinu orsakavaldur? Foreldrar hafa ekki tíma til uppeldis vegna vinnu? Skólana vantar öðruvísi stefnumörkun í skólunum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á samskipti, að taka siðferðilega afstöðu með samræðum og persónulegum samskiptum við börnin? Bókleg og verkleg fög eru vissulega mikilvæg en ef mannleg samskipti eru ekki innrætt með nægilegum siðferðilegum gildum, vantar þann grunn sem framtíð samfélagsins byggir ætíð á? Sigli börnin í gegnum grunnskóla án mannlegra gilda með afskiptaleysi/stefnuleysi stjórnvalda þar sem skólinn er meira "köld geymsla" fyrir börnin þegar almennri kennslu hefur verið sinnt þ.e. bóklegum? Þáttur íþróttafélaga barna er einnig vissulega áhrifamikill og hvernig íþróttaandanum er komið á framfæri þar?

Ekki vantar menntað fólk, sálfræðingar og félagsfræðingar eru vissulega til staðar en frekar til að leysa sértæk tilfelli, sem upp koma, eru ekki nógu stór almennur þáttur í skólastefnunni að því er viðrist. Ekki hefur mátt viðurkenna guðfræðimenntað fólk sem fastan  þátt í skólauppeldinu þótt boðskapur Krists sé frambærilegur, óháð því hverrar trúar menn eru, kristin gildi gætu bætt verulega  uppeldisþáttinn án þess að um innrætingu væri að ræða. Alls ekki nauðsynlegt að kirkjan kæmi þar að með beinum hætti. Að þegja umrætt vandamál í hel án umræðu og aðgerða að hálfu skóla, stjórnvalda og foreldra  er að fresta hæfilegum aga í uppeldi komandi kynslóða áfram?

 


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin vilja leiðsögn páfans - boðkap Krists

Gleðilegt að Bandaríkjaforseti skuli gera sér ferð til að hlusta á páfann i Róm. Ekki er að efa að boðskapur páfans til forsetans geti haft áhrif á einn valdamesta mann heims, í ríki hernaðarveldisins. Trúarleg leiðsögn fremsta trúarleiðtoga kristinna manna mun eflaust gefa forsetanum góð ráð í nafni kærleiksboðskapar Krists. Ekki vanþörf á þar sem hernaður og stríð mesti bölvaldur mannkyns er ekki á undanhaldi. Sama hvar litast er um heiminum. Hefði verið vel til fallið að fulltrúar hinna átta mestu iðnríkja heims hefði allir gegnið á fund páfans sameinginlega. Ef til vill kemur sú staða einhverntíma upp.

Við búum í heimi þar sem vísindi og tækni hafa þróast víðs vegar um heim með undraverðum harða, valdið byltingu í  lífsháttum fólks En vísindin mega ekki  samt ekki snúast upp í andhverfu sína eins og fram hefur komið í fréttum þar sem nútíma tækni er notuð til að eyða kvenfóstrum í Indlandi og Kína. Þar er viðmiðunin orðin sú að verðmætara sé áð eignast stúlkur en drengi.

Slík þjóðfélög er komin í miklar ógöngur þar sem hin mannlegu gildi eru alls ekki í heiðri höfð. Þar bera læknar og vísindamenn mikla siðferðileg ábyrgð, hvort þeir vilja nota tæknina í siðlausum fóstureyðingum milljóna ófæddra stúlkubarna.Kristin trú og siðferðileg viðmið sprottin af boðskap Krists eru besta viðmiðunin sem völ er á til að bjarga heiminum frá mannvonsku þar sem lífið sjálft er einskis virði nema það þjóni veraldlegum hagsmunum samfélagsins. 

Vestræn samfélög leggja of mikið í hernað, ekki nógu mikið til vanþróaðra ríkja heimsins. Þörf er á enn markvissari þróunaraðstoð en nú er. Enn eru vestræn ríki ekki gjörsneidd gildum kristinnar trúar. Þrátt fyrir allt er mannúð og hjálpsemi enn til staðar í vestrænum heimi sprottinn af kristnum kærleika. Mannúð, mildi og hjálpsemi þarf að verð enn stærri þáttur í ríkjum heims. Ekki er hægt að segja, að nýafstaðin fundur átta stærstu iðnríkja heims hafi náð tilætluðum árangri um bættan hag fátækra þjóða.

Vel til fundið af Bandaríkjaforseta að setja þátt kristinna gilda inn á svið heimsins með því að hlusta á boðskap páfans. vonandi upphaf þess að Bandaríkin leggi meir áherslu á betri heim með  mannúð og mildi í samskiptum við fátækar þjóðir í framtíðinni.


mbl.is Bush í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystugrein blaðsins sniðgengur áfengisvandann!?

 Kolbrún Bergþórsdóttir slær því fram í forystugrein blaðsins í dag að, “langstærsti hluti þjóðarinnar kunni að fara með áfengi”. Orkar tvímælis að forystugein blaðsins afgreiði áfengisneyslu með fullyrðingu án þess að lita á málið í víðara samhengi.Staðreyndin er hins vegar sú að tíu prósent (30.000. manns) Íslendinga eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Með tilheyrandi fjölskyldu -og heimilishörmungum eru u.þ.b. helmingur íslendinga sem þekkir vandann persónulega. Erlendis er áfengisvandi meiri en hér á landi, tugir milljóna manns verða áfengisfíkn að bráð ásamt samfélagslegum skaða. Kolbrún nefnir  aðeins að söluáfengisráðgjafar séu á hverju strái til að ráðleggja fólki hvaða vín sé við hæfi í drykkju hverju sinni. Þar með er  vandi áfengisneyslu leystur að mati Kolrúnar. Forystugreinin virðist ekki vera skrifuð með þjóðfélagslega velferð í huga heldur fremur til stuðnings vínsölu? Hvað varðar áfengislög þá má taka undir, að þau þurfi endurskoðunar við, en ekki til að auka frelsis áfengissölu. Heldur  til að endurskoða lögin þannig að ekki verði fram hjá þeim litið. Auglýsingar í fjölmiðlum hafa mikil áhrif samkvæmt rannsóknum. Lífstílsauglýsingar hafa afgerandi mótun  á fólk ekki síst börn og unglinga. Hafa verið bannaðar víða erlendis einnig á stórum vínframleiðslulöndum í Suður-Evrópu. ESB hefur markvisst tekið upp stefnu gegn ofneyslu áfengis innan sinna vébanda.   Ef til vill voru Íslendingar á undan sinni samtíð með stranga áfengisstefnu sem gæti orðið almennari víða um lönd innan tíðar. Hægt að fullvissa Kolbrúnu um, að ef hlegið hefur verið að okkur vegna strangra áfengislaga, þá er ábyrgum leiðtogum Evrópu ekki hlátur í huga þegar hörmungar áfengisneyslu  koma sífellt fram í auknum mæli. Ekkert þjóðfélag fær staðist án þess að lög og reglur séu til staðar. Ekki síst þegar um söluvöru er að ræða sem veldur fólki skaða. Reykingar hafa mjög verið takmarkaðar með lögum vegna þess að þær valda miklum þjóðfélagslegum skaða. Áfengi er ekki síður skaðlegt heilsu manna. Um sölu þess og auglýsingar verður að setja enn strangari lög en nú eru í gildi.     

 Tilvitnanir:  Eftirfarandi tilvitnanir eru teknar úr  grein í Mbl. eftir Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara á Akureyri  og lýsir vel áfengisvanda unga fólksins í hnotskurn hér á landi:Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þessum 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a. á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörgum ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar”.

“Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði

Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.”

Aukið eftirlit hér á landi - með starfsmönnum barna!

Undirrituð kynnti sér rannsóknir í Svíþjóð fyrir nokkrum árum um áreitni starfsmanna þar með börn . Sýndu þær að starfsmenn sem sækja á börn kynferðislega er staðreynd. Kom einnig  í ljós að eldri börn áreittu yngri börn kynferðislega. Voru það oft (ekki alltaf) unglingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sjálfir á heimilum sínum. Þá kom einnig fram að slíkt ofbeldi var kunnugt hjá þjálfurum  íþróttafélaga. Ætla má að hér á landi séu svipaðar aðstæður í þessum málum.

Hvað fortíðina varðar hér á landi hefur  fram komið á ýmsum meðferðarheimilum að börn urðu fyrir ofbeldi af starfsmönnum þar. Um nútíðina í umræddum málum fara af minni frásagnir.  Þó aðeins komið fram annað slagið. Man eftir manni hjá KFUM sem var staðin að verki og greint var frá í fjölmiðlum.

Í ljósi þessarar fréttar er rétt að setja strangari reglur hér á landi en nú er, þegar starfsmenn eru ráðnir til umsjár barna og unglinga.

Ekki síst vegna þeirra starfsmanna sem vinna með börn, eru framúrskarandi starfsfólk, er þarft að herða reglur um ráðningu fólks. Þeir einstaklingar sem eru starfsmenn með börn og eru ofbeldismenn setja slæma ímynd á aðra starfsmenn sem ekki má líðast.

 


mbl.is Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KSÍ veitir “séra Jóni” vín!

Máltækið, að ekki er sama bara Jón og séra Jón á vel við um vínveitingu KSÍ á landsleik Íslands s.l. laugardag. Ekki var leyfð áfengisneysla eða vínsala nema handa þeim sem sátu í heiðursstúku. Hvernig getur KSÍ leyft sér slíka framkomu að veita útvöldum vín en banna það síðan handa öðrum. Erlendis er ofneysla áfengra drykkja vandamál á kappleikjum. Sem betur fer hefur víndrykkja ekki verið hér á landi þegar landsleikir við erlendar þjóðir hafa farið fram. Óviðunandi er svona framkoma hér á landi, í fyrsta lagi að veita sérstökum heiðursgestum, í öðru lagi að reyna að innleiða óbeint veitingu víns með þessari ósiðlegu vínveitingu á umræddum landsleik.  Vonandi verður alveg tekið fyrir vínneyslu handa “séra Jóni”. Hann getur látið sér nægja að drekka vín í annan tíma en á landsleikjum. Vægast sagt skortur á nægilegri siðgæðisvitund  hjá KSÍ og slæm fyrirmynd fyrir ungafólki!

Líffæragjöf - siðferðileg spurning um framkvæmd!?

Fram kemur í blaðinu í dag samkvæmt tillögu Ágústar Ólafs Samfylkingunni að væntanlegir líffæragjafar skrái vilja sinn í ökuskírteini sín. Segir það gefast vel í Bandaríkjunum.Siðferðilegar spurningar hljóta að vakna áður en leyft verður að setja viljayfirlýsingu fólks í ökuskírteini. Hægt hefur verið að lesa um á netinu, að í Kína hafi  dauðadæmdir fangar  orðið  líffæragjafar eftir dauða sinn. Jafnvel að fólki hafi verið rænt af götunni þar af glæpamönnum sem þeir síðan selja til líffæraflutnings.

Með skráningu líffæragjafar í ökuskírteini er auðvitað  hægt með skjótum hætti að vita, ef sá sem ferst í umferðarslysi er líffæragjafi eða ekki.Tæplega verður horft fram hjá þeim möguleika að glæpamenn geti ekki sett á svið “umferðarslys” til að ná í líffæri til sölu? 

Hægt  að fallast á nauðsyn þess við staðfestingu læknis um að viðkomandi sé látinn,  hvort hinn látni hafi viljað gefa lífæri sín, þegar slys hefur borið að höndum. Þó er hætta á að ósvífnir glæpamenn geti nýtt sér það með einhverjum hætti eins og fram hefur komið. Með nútímatækni er framkvæmanlegt  að koma umræddri viljayfirlýsingu fyrir án þess að hún sé í ökuskírteini  fólks?  Ef til vill er hægt  með tölvutækni, að læknir geti séð slíka viljayfirlýsingu, með því að setja dánarstaðfestingu viðkomandi inn í tölvu sjúkrahússins með litlum fyrirvara, sjái þá hvort viðkomandi hafi gefið líffæri sín. 

Að framansögðu kallar viljayfirlýsing líffæragjafar á siðferðileg umræðu þar sem  tryggð  er að fullnægjandi virðing verði borin fyrir lífinu. 


Hin eina sanna afreksmanneskja.

 Innilegar samúðarkveðjur til nánustu og okkar allra sem fyldust með Ástu Lovísu VilhjálmsdótturHalo. Barátta hennar og dugnaður er eitthvað sem snertir mann, vekur til umhugsunar um gildi lífsins, þar sem efnisleg gildi verða léttvæg og einskis virði. Hún lifði lífinu með gleði hvað sem yfir kom í trú, von og kærleika. Okkur í bloggheimum var hún vegvísir í erfiðleikum sem gott verður  að minnast þegar á reynir. Hún kenndi okkur, að þrátt fyrir þjáninguna, er hægt að brosa í gegnum tárin.

Guð blessi minningu hennar.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, ekki ráðherra – Ágúst Ólafur er karlmaður?

Sitt sýnist hverjum um val ráðherra í nýrri ríkisstjórn og hefur Ingibjörg Sólrún frekar notið sannmælis um val ráðherra. En í hennar hennar ráðherravali varð Ágúst Ólafur ekki  ráðherra vegna þess að hann var karl þótt hann væri í fremstu forystu Samfylkingar. Undarlegt val þar sem um er að ræða varaformanninn. Auk þess hefur Ágúst Ólafur verið sérstakur talsmaður barna sem forgagnsverkefni. Að mati undirritaðrar hefur Ágúst Ólafur verið í sérflokki síns flokks hvað varða málefnalegar umræður í stjórnarandstöðu. Aldrei verið með óþarfa skæting heldur fylgt málum eftir með festu og röklegri stefnu í umfjöllun sinni um barvænt og réttlátt samfélag fyrir alla. Telja má að hann njóti meiri vinsælda langt úr fyrir sinn flokk meira en núverandi forysta í ríkistjórn, þau Ingibjörg og Össur.

Þrátt fyrir jafnt val karla og kvenna í ríkisstjórn  endurspeglar valið tæplega þá jafnarastefnu sem ætti að einkenna Samfylkinguna. Ágúst Ólafur er í sérflokki hvað varðar þau mál sem hann hefur sett fram og eru mál beggja kynja. Hann hefur gengið fram fyrir skjöldu málefnum fjölskyldunnar sem er ekki áberandi meðal karla í stjórnmálum.  Má ætla að hann hefði orðið glæsilegur fulltrúi sem ráðherra beggja kynja í umræddum málum, náð góðum árangri þess vegna. Haft sterka stöðu í jafnréttismálum sem ráðherra endurspeglað bæði kyn í stefnu fokksins sem verður að teljast sjaldgæft í íslenskum stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur hefðu saman verið  glæsilegir fulltúrar í ríkistjórn til árangurrs  betra velferðarsamfélags  hér á landi. Það er sú stefna sem hlýtur að vera markmið jafnaðarmanna en hefur að mati undirritaðra ekki verið nógu áberandi í stefnu Ingibjargar Sólrúnar og Össurar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband