Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

30% af Íslandi " þjóðgarður"?

Nú er umhverfisráðherra í "herferð" um landið að hefja nýtt "landnám" fyrir ríkið? Að vernda landið vilja allir en að vernda getur hljóðað afstætt.

Ísland var skógi vaxið fyrir landnám.Fólkið er tók hér land varð að lifa á landinu til að komast af; þess vegna eyddist skóglendið og til varð þjóðflokkurinn Íslendingar.

"Þjóðin lifði og skógurinn dó" er fræg grein eftir Þórarinn Þórarinsson frv. skólstjóra að Eiðum; er  segir frá þeirri hörðu báráttu að komast af í ísaköldu landi.

Að vernda landið er að nota það skynsamlega:beita á það sauðfé og öllum búpeningi – í hófi.

Gekk í Heiðmörk í mörg ár;  öslaði í mosann upp undir hné -— landið  gróðurvana.

Íllgresið lifði

góðu lífi; hefði þurft  að beita fé í Heiðmórk í hófi eftir að vorað hefur vel; gróðurinn yrði þéttari og fjölbreyttari. Auk þess yrði augnayndi að nokkrum ám loðnum og lemdum.

.

Nú er þjóðin aflögufær og getur skilað skóglendinu til landsins.

Beitum skynseminni — "sjáum skóginn fyrir trjánum".

 

 

 

 

 

 

 


MINNING, MAGNI BJÖRNSSON

Við fjölskyldan fluttum vorið 1975 að Fjárræktarbúinu Hestií Borgarfirði, þegar Jón varð þar tilraunastjóri. Fyrsta verkefnið var að ráða þrjá fjármenn til þriggja fjárhúsa.

Yngsti fjármaðurinn kom austan af Fljótsdalshéraði aðeins 19 ára gamall. Það var Magni Björnsson. Hann kom um um haustið, fékk að hafa hestinn sinn með sér er hann hafði fengið hjá Pétri á Egilsstöðum en verið hjá honum um veturinn.

Magni var varð fjármaður í svokölluðum Austurhúsum, fjárhúsin voru frá gamla tímanum. þar var haft vothey í þessum húsum þurfti að moka upp úr gryfjunni og vikta á garðana vegna fóðurtilrauna.

Magni var hægur og fylginn sér kvartaði aldrei leysti hlutverk sitt sem  fjármaður með ágætum þrátt fyrir óboðlega vinnuaðstöðu

Hann var prúður í samskiptum, góður heimilismaður, varð vel til vina við syni mína innan við fermingu. Minnast þeir Magna með gleði og söknuði.

Um vorið héldu honum engin bönd hann vildi austur.

Síðan hittumst við Magni mörgum áratugum seinna. Hann var bílstjóri fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra á Héraði.Naut þjónustu hans stundum og rifjuðum við oft upp árið á Hesti.

Hann sami samviskusami drengurinn og ég þekkti hann. Magna er sárt sakanað af hinum fötluðu enda var hann ástsæll í starfi.

Að leiðarlokum þakka ég Magna trygga vináttu og góð samskipti - hann var kallaður langt fyrir aldur fram.

Guð blessi minningu hans.

Innilegar samúðarkveðjur til

eiginkonu, Þóru Friðriksdóttur,

móður og systra.

 

Sigríður Laufey Einarsdóttir.

 

 

 

 

 

 


JON VALUR, SÁ ER VINUR ER Í RAUN REYNIST .

Kynntist Jóni Val er ég kom í kaþólsku kirkjunnar,þekkti fáa en Jón Valur bauð mig glaður velkomna;það skipti máli að fá hlýar móttökur; hann var alltaf svo svo vingjarnlegur.

Jón Valur var vel menntaðir og fjölfróður um flesta hluti,einlægur trúmaður og báru skrif hans merki um að þar fór maður er vildi hafa það sem sannara reyndist.

Hann var skarpur og rökfastur penni, skrifaði fallegt skorinort mál.

Sakna Jóns sem góðs vinar.

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.

 

Sigríður Laufey Einarsdóttir

 


mbl.is Andlát: Jón Valur Jensson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SILFRIÐ Á RÚV Í MORGUN?!

Silfrið var á dagskrá í morgun og átti að vera "umræða í víðu samhengi".Gekk brösuglega enda varla hægt annað en minnast átakanna milli Íran OG USA  enginn veit hvernig enda.

Þorbjörg Vigfúsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi tók forystuna virtist telja sig þekkja málið vel?

Heyrði ekki betur en samkvæmt umræðunni teldi Þorbjörg, Dónald Trump, forseta USA ruglaðan, ófæran og vanvita til  að gegna forsetaembættinu í bráð og lengd

Ekki komu nein frambærileg rök gegn forsetanum?

Tel framangreinda umræðu til skammar í þætti RUV.

Vonandi kemur Egill fram með umræðu á hærra og plani-— næsta sunnudag!?


ÁRAMÓT — UNGA KYNSLÓÐIN AUSTURVELLI –

Árið 2020 er gengið í garð með allar okkar vonir og heit að verða betri manneskjur. Áramótaskaupið frábærlega sett fram, beitt stundum en óhjákvæmilegt, RUV á þakkir skildar fyrir góðan þátt.

Eins og vænta mátti báru umhverfismálin á góma;við eldri fengum okkar skerf og unga kynslóðin sinn skerf.

Beini orðum mínum til unga fólksins er kemur vikulega saman á Austurvelli:

Þið eruð framtíðin og berið ábyrgð á framtíðinni ekki síður en við eldri kynslóðin á leiðinni út.

Hvað ætlið þið að hafa fyrir áramótaheit?

Þegar ég var barn fengum við kerti og spil ef hægt var; ein bók á mann þótti stórgjöf.

Hvernig væri að þið lítið í eigin barm og minnkið einkaneysluna um 70%?

Erfitt markmið þið fáið fjármálakerfið og verslanir á móti ykkur.Hvað með það látum það koma í ljós" veit að mín kynslóð stendur heilshugar með ykkur"

GLEÐILEGT ÁR.

 

 

 

Ekq

 


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS GLÆSILEG FYRIRMYND.

Júlíus Jóhann Karl Jóhannsson fékk verskuldaðan heiður sem Íþróttamaður ársins;innilega til hamingju. Þátturinn í sjónvarpinu var í alla staði vel upp settur, fjölbreytni íþróttagreina aldrei verið meiri.

- En gripurinn sem veittur er í verðlaun er fyrir mér eldhúskollur á hvolfi - skil ekki listina og heiðurinn, bikarinn fyrir minn smekk eru glæsilegri verðlaun.

Auðvitað er það íþróttamaðurinn sem skiptir máli;en verðlaunagripurinn fyrrnefndi sem slíkur, er tæplega eftirsóknarverður.


mbl.is Eiginlega ólýsanleg tilfinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR

Ræddum um jólagjafir yfir kaffinu í morgun, hvað við fengum í jólagjöf sem börn, man að Björn bróðir  minn  fékk bókina "TÍU LITLIR "NEGRASTRÁKAR", var mikil uppáhaldsbók hjá okkur öllum.

Negrastrákarnir voru lesnir aftur og aftur alveg upp til agna. Við dáðum þessa drengi og fannst þeir hugrakkir og bráðskemmtilegir.

Aldrei var rætt um litarhátt og okkur fannst þeir venjulegir strákar í barnsminninu.

Allt í einu er bókin hrópuðu upp í fjölmiðlum er talin fordómafull fyrir börn.

Óskiljanleg bókmenntafræði eða sálfræði.

Orðið "niggari" þótti fordómagult orðskrýpi;Las bókina "SVERTINGJADRENGUR"' heimsfræg bók eftir Richard Wright; þar er orðið niggari notað í lítilsvirðandi og fordómafullan hátt. Þvert  á móti eru orðin "SVRTINGJADRENGUR"sem er titill bókarinnar og orðið negri ekki notað með niðrandi hætti.

Svo spretta alls konar fræðingar upp og tala niður "TÍU LITLA NEGRASTRÁKA" óhæfa til lestrar fyrir börn. Búa til fordóma sem við systkinin höfðum aldrei heyrt sem börn.

"Miklar sköpunargáfur" hljóta þessir vaktmenn að hafa  í réttindabaráttu fyrir svart fólk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Aðfanfdagskveld - ljósið í myrkrinu

fimm_adventukerti_031209Nú styttist í hátíðina senn verður heilagt kl.sex eins og sagt er. Allt hljóðnar og kyrrð færist yfir.

Þá koma minningarnar upp í hugann hjá mörgum; mér verður hugsað til  bernskujóla minna í sveit, er svo heppin  að eiga minningar sem gott er að hverfa til.Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur til þess tíma þegar ekki var rafmagn.

Þeim tíma fylgdi oft myrkfælni er ég fór ekki varhluta að. Þorði ekki um hús að ganga eftir að myrkva tók nema hafa ljós í hendi.

Eitt kveld var undantekning,það var aðfangadagskveld,  þá var ég örugg; fannst að ekkert illt gæti verið á sveimi meðan Jesúbarnið yrði gestur.

Jólaundirbúningurinn fór fram á heimilinu, allur valkostur, hreingerning er alltaf fylgdi mikil stemming.Mitt hlutverk var var að fægja lampana og þótti mikið vandaverk.

Á mannmörgu heimili  var ekki gefið allir ættu til skiptanna í rúmið. Það kom ekki að sök því hinn svokallaði fátækraþerrir kom alltad á Þorláksmessu til að þurrka þvottinn.Undirbúningi lauk þegar hangikjötið var soðið á Þorláksmessu.

Kl. sex settust allir hreinir og prúbúnir að jólaborðinu þar sem bæði rjúpur og hangikjöt voru á boðstólnum.

Ekki voru jólagjafir margbrotnat,kerti og spil fastir liðir, ein bók á mann ef hægt var og þótti mikil stórgjöf.

Tilhlökkunin var samt engu minni en nú; við áttum sannarlega gleðileg jól. (Áður birt 2006)


AF HVERJU ERU AÐVENTUKERTIN STUNDUM FIMM?

 

Aðventukransinn sem við þekkjum hefur fjögur kerti. Sums staðar eru kertin fimm. Það merkir ekki að Aðventan sé lengri - Fimmta kertið er tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. (Vísindavefurinn)

fimm_adventukerti_031209

 

 

 

 

 

 

 


HLUTVERK UNGU KYNSLÓÐARINNA Í LOFTSLAGSVÁ.

Hamfarir nægja ekki til þess að gripið sé til pólitískra aðgerða spyr Grétar Thungberg, loftlagssinni og manneskja ársins á Facebooksíðu sinni. 

Skógareldar,eldgos,fárviðri og jarðskjálftar hafa geysað löngu fyrir tíma mannskepnunnar hér á plánetunni;heimildir  um hamfarir ná ekki langi í tíma jarðsögu eða tíma og rúmi í geimnum.

Síðan maðurinn kom til sögunnar hefur hann litið á sig sem herra jarðanir. Fleygt fram í margskonar tækni oo gengið ótæpilega á auðlindir jarðar ef svo heldur áfram mun mannskepnan  tortíma sjálfri sér og tilveru plánetinu.

Brýnt er að draga verulega úr hvers konar neyslu og óhófi. 

Fyrst og fremst ber ungu kynslóðunm að breyta um lífsstíl og stefna inn í samfélag þar sem við látum okkur nægja að lifa af því "sem landið gefur",ekkert fram yfir það.

Hósamt líf er hlutverk ungu kynslóðarinnar, að breyta sér sjálfum og hafna óhóflega efnislegum gæðum.

Hlutverk unga fólksins er mest afgerandi þátturinn þvert á landamæri þjóða.

Ef ekki þá verður þungt fyrir fæti að breyta jarðarbúum til hófsamari lífsháttum.

 

 

 

 


mbl.is „Hvernig er það mögulegt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband