Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2019 | 13:25
Fjórði sunnudagur í Aðventu
Lítið barn kom kom inn í herbergi, Með tárin á augunum sagði það: "Mér finnst ekki gaman þegar slökkt er á ykkur".
Þá svaraði fjóðra kertið: "Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von". Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið á vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu,trúarkertinu og friðarkertinu. Að því loknu sagði barnið við sjálft sig: "Nú geta jólin komið í alvöru".
Fyrir 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri um aðventukertin fjögur sem kallast "Na tenner vi det forste lys"
Lilja Sólveig Kristjánsdóttir þýddi ljóðið, VIÐ KVEIKJUM EINU KERTI KERTI Á:
Við kveikjum einu kerti á .
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól jötu lá
og Jesúbarnið er.
Við kveikju tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá,
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.
(Vísindavefurinn)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook
21.12.2019 | 14:56
Trump og Pútín - menn ársins?
Seint munu öll kurl komast til grafar í árásum og réttarhöldum Demókrata gegn Donald Trump,forseta USA. Nú er öllu til tjaldað - allir lögfræðingar á fullu til að sanna mál sitt.
Demókratar töpuðu með skömm í síðustu forsetakosningum vegna þess þeir sættu sig ekki við ósigur - geta ekki viðurkennt að þeir séu ekki hinir útvöldu en
"dramb er falli næst" - hroki bætir ekki úr skák og heiftin í "félagshyggjufólkinu" (góða fólkinu).
Trump verður sennilega forseti - megi honum vel farnast á nýja árinu.
Gaman yrði að vera í USA kosninganóttina og fagna með Donald Trump ef hann vinnur.
Pútín hóf herferð til stuðnings Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2019 | 16:37
BÁSENDAVEÐRIÐ 1799.
Válynd veður eiga sér langa sögu hér á landi; útdráttur úr einu versta veðri er sögur greina frá:
"Fárviðri gekk yfir Suðvestanvert landið 9. janúar 1799 er talið vera eitt hið allharðasta hér á landi sem sögur greina frá.
Mikið tjón varð austan frá Stokkseyri, á Suðurnesjum og allt vestur á Snæfellsnes, en hámarki náði þessi eyðingarmáttur við verslunar- og útróðrarstaðinn Básenda sem eyddist gersamlega.
Í þessu veðri lagðist af kaupstaðurinn að Básendum á vestanverðu Miðnesi í Stafneslandi, nokkur veginn mitt á milli Sandgerðis og Hafna. Básendar voru gamalgróinn verslunarstaður.
Mikið útræði var á Básenda og kaupmenn sóttust eftir fiskinum sem fluttur var á markað á meginlandi Evrópu.
Verslunarmörk Básenda og og Keflavíkur voru lengst af óglögg, enda voru hafnirnar oft leigðar saman.
Á meðan þessar hafnir tilheyrðu hvor sínu kaupsvæði tókust Básendamenn-Keflavíkurkaupmenn lengi vel á um nokkra bæi í Útskálasókn, sem verslað höfðu sitt á hvað.
"Fylgdi því vedri regn mikit,þrumur og leiptranir",segir Jón Espólín. Fór veðrið saman við stærstan straum og olli tjóni á allri strandlengjunni frá Þjórsá og vestur á Breiðafjörð... Á Eyrarbakka braut sjórinn malarkambinn framan við kaupstaðinn.
"Eftir það átti sjórinn greiða leið yfir plássið og braut vörugeymsluhús og barst varningurinn langt upp á land. Þrjú kot tóku af með öllu og skemmdust,fjöldi skipa brotnaði og hestar sem gengið höfðu í fjörunni fórust í hópum.
"Fiskigarðar og túngarðar eyðilögðust víða á Suðurnesjum, tún spilltust og fjöldi báta eyðilagðist.
Kirkjan á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd skekktist af grunninum og brotnuðu níu bátar og eitt fjögra manna far, Kirkjan að Nesi við Seltjörn gekk af grunninum, 18 skip og róðrabátur brotnuðu.
Ef rétt er hefur sjávarstaða verið þrem metrum hærri en á venjulegu stórstraumsflóð.
Mestallur þaksteinn fauk af suður hluta Dómkirkjunnar í Reykjavík og rúður úr gluggum.
Býlið Breið eyðilagðist, bjargaðist fólkið út um gat á þekjunni. Nokkra vikna gömul dóttir hjónanna lá í vöggu og var tekið það ráð að binda vögguna upp í sperru til varnar sjónum. Fjöldi skipa og báta eyðilagðist og í Borgarfjarðarsýslu sunnan Hvítár var talið 36 skip hefðu brotnað í veðrinu.
Mesta flóð sem jafnað var saman við þetta veður(Básendaveðrið) var hið svonefnda Háeyrarflóð í janúar 1653, en það mun hafa valdið langtum minna tjóni".
"20 mars 1999 Menningarblað/Lesbók
"Verslunar- og útióðarstaðurinn Básendar eyddist í veðrinu 9.janúar,1799. Ennþá standa minjar um tóftir og hleðslur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook
19.12.2019 | 15:07
Aðventa - væntum komu frelsarans.
Pétur mikli Rússakeisari yfirgaf hásæti sitt og vann sem óbreyttur trésmiður, dvaldi þrjú ár með fátækum mönnuum; til að geta verið þjóð sinni betri leiðtogi.
Framtak Rússakeisara var vissulega göfugt en aðeins lítil eftirlíking af fórn Jesú Krists.
Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu allt sitt líf-í sorg - í gleði. Þekkti einsemd og fátækt ; allt mannanna böl.
Var ofsóttur sakir skoðana sinna. Að lokum niðurlægður og deyddur á Krossi eins og tíðkaðist með sakamenn á þessum tíma.
Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, þrátt fyrir allt er sigurinn hans; hann niðurlægði sig fyrir alla menn þeim til hjálpar með sigri sínum.
Aðventan er undanfari jólanna til að skilja boðskap Krists betur; geta tekið á móti honum í sjálfri jólahátíðinni.
Flestir keppastvið að hreingera heimili sín gefa börnum sínum, vinum og ættingjum eitthvað góðgæti.
Það er tjáning til að skapa hlýlega samveru um jólin;allt á að vera hreint og fágað þegar Kristur kemur.
Með því að hjálpa naumstöddum, fátækum og einstæðingum er að taka af öllu hjarta á móti Kristi með hreinum huga og feta fótspor hans; það er hinn innri undirbúningur jólanna og skapar hina sönnu jólagleði.
_ Ekki má gleyma, að Kristur með sigri sínum hjálpaði öllum mönnum til að sigra hið góða - vera boðberar hans í lífi og starfi með kærleika sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook
19.12.2019 | 01:12
God is always with you Mister Trump.
iFyrir mér er Donald Trump og Boris Johnson um margt líkir ekki bara hárið heldur þeirra staða sem þjóðarleiðtogar báðir vinna þeir af einlægni fyrir þjóð sína.
Fyrir mér eru áðurnefndir leiðtogar mikilvægustu stjórnmálamennirnir komandi áratug Trump ber aldurinn vel og ekki nærri því elsti stjórnmálamaðurinn sem ríkt hefur leiðtogi.ith
Trump vill að fólk biðji fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook
18.12.2019 | 23:21
Ólöglegur innflutningur, - ógn við besta heilbrigðisástand í heimi?-
Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarðar, Matfugl, eigenda- og ræktendafélag landnámahænsna og Bændasamtök Íslands hafa sent Matvælastofnun bréf þar sem áhyggjum er lýst vegna hættunnar af alvarlegum alifuglasjúkdómum berist til landsins.
Tilefnið er nýlegt mál í Þykkvabæ þegar upp komst um þegar ólöglegan innflutning á frjóeggjum, kalkúna og stuttu áður kom upp skæður veirusjúkdómur í kjúklingabúi sem rakinn er til smitefnis erlendis frá.
Er hvatt til þess að hart sé tekið á ólöglegum innflutningi.
(Fréttablaðið 18.des19)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2019 kl. 00:10 | Slóð | Facebook
18.12.2019 | 02:34
Hross gengið úti frá ómunatíð
Hross hafa gengið úti síðan land byggðist.Þau voru
flutningsæðin fyrir þjóðina fram á 20.öld; hrossin þurftu endurnýjun og höfðu best lífsskilyrði í Húnavatnssýslum og Skagafirði, voru flest þar á útgangi.
Veður eru válynd og stundum hart í haga en alltaf lífði stofnunin af harðindi og hagleysi fram á þennan dag.
Lög og reglugerðir eiga ekki að geta breytt framangreindum aðstæðum; hrossin eru best geymd í náttúrunni þrátt fyrir kuldakast sem koma óhjákvæmilega í harðbýlu landi.
Hins vegar er rafmagnsleysið alvarlegt mál við nútímaaðstæður með 100 200 kýr í fjósi.Oftrú á tæknina að ekkert geti gerst er út í hött.
En nú blasir kaldur raunveruleikann við og vonandi verður hann tekinn til greina fljótt og vel.
Tölur yfir dauð hross ekki hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2019 | 17:24
Kynslóðaskipti í stjórnmálum.
Allt bendir til að kynslóðaskipti séu afgerandi hjá Bretum. En er það ekki staðreyndin í Evrópu og hjá okkur á Íslandi?
Eldra fólkinu fjölgar, ungu kynslóðinni fækkar hlutfallslega meira. Ungt fólk menntar sig mikið án þess að eiga börn jafnvel nokkrar háskólagráður. Þá er t.d menntun lækna mjög löng.
Eldra fólkið hefur það betra en áður gerðist og lifir lengur. Reikna má með þessari þróun hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Eftir því sem eldra fólkinu fjölgar hefur það afgerandi áhrif á stjórnmálin. Held að það sé ekki svo slæmt að öllu leyti þá jafnast hagsmunir milli kynslóða en eldri kynslóðin hefur átt í vök að verjast með lífskjör sín í langan tíma.
Þeir sem hafa barist fyrir okkur hér á landi eru að mestu leyti velaunaðir eftirlaunaþegar sem ekki eiga hagsmuna að gæta sjálfir?
Ef til vill jafnar þetta kynslóðabil sig eitthvað en eins og við vitum hefur verið flutt inn mikið af erlendu fólki til Evrópu (Tyrkir)til að vinna þau verk sem við viljum helst ekki gera sjálf.
En það fylgir böggull skammrifi ekki eru allir ánægðir með erlent fólk í sínu landi - og virðist vera orðið slæmt ástand í Svíþjóð.
Áfram afgerandi kynslóðabil í breskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook
17.12.2019 | 15:43
VILJI FÓLKSINS -GRÆNÁÆTLUN
Um alla Evrópu ÓSKA bæði ungir sem aldnir eftir aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta fólk er þegar farið að breyta lífstíl sínum: þau hjóla t.d. og taka strætó, nota taubleyjur og svo framvegis.
Sum fyrirtæki hafna einnóta plasti og kynna Sjálfbærar lausnir inn markað. Í Reykjavík tekur unga fólkið vikulega þátt i mótmælum
"Föstudagar fyrir framtíðina".
Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftlagsmálum og ákveðið að taka sameiginlegu markmiði ESB um að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins.
Níu af hverjum tíu í loftslagsmálum vilja afgerandi aðgerðir í loftlagsmálum. Börnin okkar treysta á okkur.
Evrópubúar vilja að ESB þeirra bregðist við heima fyrir og sé leiðandi á alþjóðavísu.Þessa dagana safnast fulltrúar heimsins saman í Madrid fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna; til að ræða sameiginlegar aðgerðir til að bregðast við hlýnun jarðar
Hin evrópska Grænáætlun er svar Evrópu við ákalli fólksins. Hún er samin af Evrópu fyrir Evrópubúa, og er framlag Evrópu til betri heims.
Allir Evrópubúar geta tekið þátt í umbreytingunni....
(Fréttablaðið: Ursula von der Leyen. forseti framkvæmdarstjórar ESB)
16.12.2019 | 22:07
MANNSHEILINN ER BESTA VERKJALYFIÐ
"Ástæða þess að sársauki eða verkur verður svo óbærilegur sem oft er raunin, er sú að tilfinningataugar líkamans virkja ekki aðeins grunnsársaukastöðvar heilans - þær sem greina staðsetninguna og sársaukastigið.
Heilaskannanir Tors Wager 2017 leiddu ljós tvær viðbótarbrautir er virkjast í tengslum við hugarástandið og hafa afgerandi áhrif á upplifun sársaukans ásamt viðbrögðum okkar við honum.
Öfugt við grunnsársaukataugabrautina sem sýnir virkni í beinum tengslum við aukinn líkamlegan sársauka, eru hinar taugabrautirnar tvær ekki í beinu sambandi við taugar líkamans.
Önnur þessara taugabrauta magnar upp sársaukatilfinninguna án tillits til styrks þeirra boða sem um heilann berast frá skyntaugunum.
Með tilliti til þeirrar þekkingar sem þegar er fyrir hendi á þessum heilastöðvum álitur Wager að hlutverk þeirra sé að beina athyglinni að sársaukanum og sjá til þess við bregðumst við honum.
Hin taugabrautin dregur úr sársaukatilfinningunni og kenning Wagers er sú að það gerist með því að draga úr meðvitaðri umhugsun um sársaukann"....
(Lifandi vísindi nr. 11 2019) Áfram góða Aðventu