Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.12.2019 | 18:40
Hamfaraveður í Silfrinu
Góðar umræður í Silfrinu í morgun um hamfaraveðrið. Öll viðleitni að finna syndahaf og kenna honum um allt sem aflaga fór datt niður dauð.
Samverkandi þættir spiluðu saman:Fjarskiptaleiðir,Rás1 datt út hér og þar, farsímakerfið, rafmagnslínur og tengiskápar fóru úr sambandi.Óveðrið snerti alla landsmenn meira og minna.
Verst fór Norðurland vestra út úr tjóni og Norðurland eystra og Austurlandi allt til Hornafjarðar.
Niðurstaða umræðunnar að engum einum er um að kenna en brýnt væri að samþætta vandamálinu.
Formanni Samfylkingar tókst ekki að gera málin pólitísk;
Sigurður Ingi sló á putta formanns Samfylkingarinnar, umræðan varð ekki pólísk sem betur fór.
15.12.2019 | 15:48
Prestkosningar eru gott fyrirkomulag
Oft er sagt "maður kemur í manns stað" ekki vil ég fara út þá sálma.
Prestkosning sóknarbarna munu skera úr um hver verður kosinn ekki er hægt að ráða niðurstöðunni sama hvað jafnréttislög segjs það eru leikmenn sem ráða svo kemur í ljós hvort maður kemur í manns stað held það bara þau eru öll Guðs þjónar.
Níu sækja um prestsembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2019 | 21:39
Aðventa lll-- Frelsarinn kemur
Aðventukerti III minnir fjárhirðana á Betlehemsvöllum er fyrstir fengu
boðskapinn um fæðingu Frelsarans.
Afhentan hefur áhrif í lífi okkar. Við viljum hafa allt hreint í kringum okkur það er hinn ytri búningur Aðventunnar.
Hinn innri boðskapur er að Frelsarinn mun fæðast eins og spáð hafði verið.Hann færir mannkyni öllu boðskapinn um trú, von og kærleiks til allra manna.
Hinn innri kærleikur leggur okkur þær skyldur á herðar ; að öll skulum við boða kærleika Krists til allra manna, fyrir umhverfi okkar, náttúrunni, ber okkur að vernda í blíðu og striðu.
Aðventu vinir mínir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2019 kl. 04:39 | Slóð | Facebook
14.12.2019 | 01:40
Er landsbyggðin "afdalabyggð" þegar hamfarir ganga yfir landið?
Hamfaraveður,slys og tjón á verðmætum hafa yfirgnæft allt samfélagið um allt landið, mismunandi mikið en snerti alla. Kaldur veikleikinn varð annar en haldið var.
Óveðrið vakti okkur landsbyggðafólk upp við vondan draum. Við bjuggu ekki við það öryggi þegar hættu bar að höndum eins og nauðsynlegt hefði verið..
Almannavarnir stóðu ekki undir því hlutverki er þeim var ætlað. RÚV féll út hér og þar,tjón vegna rafmagnsbilunar var ofviða þeim ríkisstofnunum sem um það sjá,farsímakerfið slitnaði, vegakerfið meira og minna í molum ; allt grunnkerfið stóðst ekki álagið í óveðrinu.
Kastljósið tók málið til meðferðar, fátt varð um svör en vandinn þó viðurkenndur og að gagngerðar breytingar væri þörf.
Það er mikill munur á Reykjavíkursvæðinu þar sem fjöldann býr og okkur úti á landsbyggðinni. Þar eru völdin sem ráða hvert fjármagnið fer og greinilega umtalsverður mismunur.
Oftar en ekki tönglast talnasèrfræðingar og aðrir málsmetandi spekúlantar á, að við höfum fleiri þingmenn hlutfallslega en stóreykjavíkursvæðið.
Veruleikinn blasir við; erum afskipti úti á landsbyggðinni jafnvel eru almannavarnir í mikilli óreiðu ef stærri samfarir yrðu; eldgos og jarðskjálftar?
Ef við ætlum að lifa af erfiða tíma verðum við að vera ein þjóð í einu landi vonandi breytist það annars lifum við ekki af sem þjóð í harðbýlu landi.
Skammarlegt, forfeður okkar í gegnum aldirnar yfirstigu hamfarir,hungur, plágur í mönnum og skepnum og þraukuðu Þorrann og Góuna og komust lífs. af.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook
12.12.2019 | 14:11
"Æðsta ósk Sjálfstæðisflokksins að skaða RÚV"?
Stefán Ólafsson,prófessor HÍ notar yfirskrift yfir grein sína í DV: Æðsta ósk Sjálfstæðismanna að skaða RÚV".Eftirfarandi blogg er svar mitt við greininni:
RUV var hápunktur alls í afþreyingu þegar ég var barn allir elskaðu útvarpið mikið mál þegar batteríið kláraðist langt að fara í hleðslu en svo eignuðumst við annað batterí; enginn missti af neinu.
Nú er öldin önnur RUV er tröllvaxið fyrirtæki gnæfir yfir alla fjölmiðla í landinu. Útvarpið Rás 1 flytur sömu hundleiðinlegu þættina alla virka daga þrisvar eða fjórum sinnum á sólarhring .
Góðir partar á sunnudagsmorgnum og laugardagsmorgun- útvarpssaga er aldrei lesin nema til að ungir höfundar kynni sig sem er þörf á; en góð bókmenntaverk heyra sögunni til.
Kveikur er hlutdrægur fréttaþáttur. Nú tröllríður Samherjamálið samfélaginu - af hverju má ekki kanna loftslagskvóta braskið með hreint íslenskt loft hjá Landsvirkjun og Orkustofnun til erlendra fyrirtækja.
Þá er nauðsynlegt að kanna Krakkafréttir ; þær eru fluttar án þess að gæta hlutleysis ekki gott fyrir börn sem eru að þroskast. Þá eru fluttar daglega ísmeygilega fréttir af Donald Trump forseta USA; aldrei neitt jákvætt það er "sagt er" eða heyrst "hefur" stíll Gróu frá Leiti.("Efstaleiti")
Nauðsynlegt er að RUV dragi saman og skipuleggi sig upp á nýtt
Nær engir átt að RUV fái fleiri milljarða frá almenningi án aðhalds. Má segja að RUV standi óbeint í vegi fyrir framleiðslu íslensk efnis í máli og myndum vegna þess þeir hafa fjármagnið.
Skiptir miklu máli að ráða góðan útvarpsstjóra á borð við Þórarinn Eldjárn, rithöfund og lista mann sem er samgróinn íslenskri þjóð og menningu.
Út í hött að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig komið er fyrir RUV er orðið ofurríkisvætt fyrirtæki lítur aðeins eigin þóknanlegri ákvörðun; vonandi leggur HÍ þeim gott til.
Rétt að taka fram að uppistaða efnis í sjónvarpinu eru gamlir margendurteknir sjónvarpsþættir; ekki fer fjármagnað til "spillis" hjá RUV ?
Núna þessa stundina er bókmennta þáttur stundum góður með pörtum en en fer að vanta endurnýjun - Gott að Kolbrún og Páll tækju sér "smápásu".
"Í Guðs friði" eins og fyrsti útvarpsstjórinn sagði alltaf eftir lok síns máls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2019 kl. 12:11 | Slóð | Facebook
11.12.2019 | 23:26
Tíu manns geta mjólkað hundrað kýr á dag
Vondar fréttir með blessaðar kýrnar - ekki þola þær lengur svona ástand. Það má segja um tæknina þegar rafmagnið fer að "alltaf fylgir bögull skammrifi.
Var dugnaðarforkur í mjöltum og treysti mér til að mjólka tíu kýr á dag svona í fyrstu; get verið með ef þið safnið liði ýmsir hæfileikar leynast víða; bara sagt í gamni en ég get samt mjólkað tíu á dag.
10x10 eru hundrað kýr; allt er mögulegt í neyð.
Orðið mjög leiðinlegt ástand og erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2019 | 17:39
Eitt skelfilegasta veður í manna minnum á Halamiðum árið, 1925.
Halaveður kallast illviðri sem varð á Halamiðum út af Vesfjörðum 7-8. febrúar 1925. Veðrið brast á mjög snögglega, um hádegið umhverfðist sjórinn í einu vettvangi og varð ekki við neitt ráðið Tveir togarar fórust, Leifur heppni og Fieldmarshall Robertson en þeir voru skammt frá hvor öðrum og þau skip sem næst voru misstu fljótlega sjónar af þeim. Leifur heppni var með talsverðan afla en ekki er vitað um hitt skipið.
Óveðrið stóð yfir hálfan annan sólarhring. Á Leifi heppna voru 33 allt íslenskir menn er fórust allir. Með Fieermarshall Robertson voru 29 íslendingar auk þess voru voru þar á skipinu 6 Englendingar.
Samtals fórust 68 menn með "manni og mús".
Eitt skelfilegasta veður í manna minnum. (Wikapekia)
Mælirinn fór líklega í sjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2019 | 09:47
Mikill snjór á Skagaströnd.
Minnir mig á veturinn á Skagaströnd 19891990, sem ég var við kennslu þar.Kyngdi niður snjó meira og minna allan veturinn. Bíllinn minn fór undir 4m skafl kom ekki í ljós fyrr en um vorið.Fyrsti hláku blotinn kom 26.apríl. þá kom asahláka og snjórinn hvarf fljótt.
4-5 metra skaflar á tveimur klukkustundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2019 | 17:57
Kvótabrask Landsvirkjunar/Orkustofnunar með loftlagshlýnun!
Flestir fjölmiðlar og pennar standa nú á öndinni út af braski Samherja í Namibíu; ekki minni nauðsyn, að veita braski Landsvirkjunar/Orkustofnunar athygli á loflagskvóta.
"MEÐ AFLÁTSBRÉFUM FRÁ ÍSLANDI GETA FYRIRTÆKI FENGIÐ UMHVERFISVOTTANIR SEM NÝTA MÁ SEM RÖK FYRIR HÆKKUN VÖRUVERÐS.
VIÐSKIPTAVÖNDLAR MEÐ KOLEFNISKVÓTA BÚNIR TIL Í NAFNI LOFTLAGSHLÝNUNAR!
Stöðugt minni hluta raforku er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum; sá hluti var aðeins 11% á árinu 2018.Þá er 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum,olíu og gasi vegna sölu upprunavottorða úr landi.
Æpandi þversagnir eru í þessum tölum því á sama tíma segir Orkustofnun raforku á Íslandi sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja sem nota "óhreina orku" til að framleiða sína voru.
Í staðin verða íslensku orkufyrirtækin skrá á sig mengun sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna.
Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né raunverulegur innflutningur á C02 OG KJARNORKUÚRGANGI TIL ÍSLANDS.
í kynningu Landsvirkjunar á hreinleikavottorðum hefur erlendum kaupendum verið bent á að þeir geti síðan notað vottorðin til að fá ýmiskonar umhverfisvottanir og selt sína vöru í skjóli þeirra á hærra verði en ella...(Bændablaðið 5.des, nr.552)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook
9.12.2019 | 22:08
Óveður í aðsigi!
Allra veðra von á þessum árstíma rauð spá er ógnvekjandi ekki síst fyrir sjófarendur.Trausti Jónsson, veðurfræðingur greinir ítarlega frá Halaveðrinu 1925 i bloggi sínu Mbl (lesa).
Gott að fá viðvaranir engin spurning;en komi margar rauðar viðvararani er ekki standast; hættir fólk að trúa veðurskeytum en förum varlega þetta er í fyrsta skiptið sem rauð viðvörun er gefin út.
Verður kolvitlaust veður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |