Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.11.2010 | 08:23
Með M.s Goðafossi - "Kolkrabbinn kemur í ljós"
Goðafoss 15. dagur erum í slipp ennþá: Þrátt fyrir að Eimskipafélagið væri stofnað með almannaheill að leiðaljósi hafði samþjöppun eignar orðið veruleg 1991, þá áttu 15 til 20 aðilar um 40% af hlutafénu. Svonefndur "Kolkrabbi" í burðarliðnum (græðgi, hroki, og ósvífni), sölsaði undir sig smærri fyrirtæki eða rústir þeirra er urðu gjaldþrota. Morgunblaði hóf hörð viðbrögð. Þar bar hæst Matthías Johannessen, skáld, ritstjóra Mbl., ritsnjallasta penna blaðamanna fyrr og síðar:
Ekki er úr vegi að taka mið af þessari frásögn og láta hana hafa áhrif á hugmyndir sínar um það að opna borgaralegt lýðræði sem við viljum lifa í og breytt getur arðsvon og ávöxtun í þá hvatningu sem hverjum manni nauðsynleg. það er hið sameiginlega átak einstaklingsins sem er grundvöllur allrar velmegunar.
Allar framkvæmdir eru undir því komnar. Það eru þær sem eru svo forsenda þess auðs sem eflir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, velferð og samhjálp. Það er þetta mannúðarþjóðfélag sem við erum að reisa úr von og draumum. Það er engin rómantík. Það er engin fortíð. Það er í senn blákaldur veruleiki og áskorun um æ betra þjóðfélag, ekki handa fáum útvöldum, ekki handa fáum ríkum; heldur allri þjóðinni; fólki af öllum stéttum.
Enn er svo einnig nóg svigrúm fyrir þá sem skara fram úr án þess þeir þurfi að breyta hugsjónaeldi heillar þjóðar í heimilisarin fyrir sig og samstarfsmenn sína.(Reykjavíkurbréf Mbl, 17.mars 1990.)
Reykjavíkurbréf Mattíasar sagði allt er segja þurfti; en ætti að vera leiðarljós í dag við endurreisn fyrirtækja og heimila;og efnahagslíf þjóðarinnar í heild þar sem mannúð og velferð allra er leiðarljósið.
Þeir sem skara fram úr og vilja skapa verðmæti verða að hafa siðferðileg gildi að leiðarljósi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook
10.11.2010 | 13:47
Með M.s Goðafossi - "Brunnu hlutabréfin"?
Meðan beðið er í slipp í Danmörku eftir eldsvoðann í Goðafossi má velta fyrir sér hvað varð um Eimskipafélagið, það var stofnaða 17. janúar 1914. Hluthafar voru fjórtán þúsund einstaklingar ríkir og fátækir; en hver og einn mátti aðeins fara með örlítið atkvæðamagn á aðalfundi en sú takmörkun var afnumin síðar.
Undirrituð man eftir sem barn að afi og amma áttu hlutabréf er voru geymd á virðulegum stað í skattholinu. "Eimskipafélagið er óskabarn þjóðarinnar gerir okkur efnahagslega sjálfstæð höfum ekki haft eigin siglingar til og frá landinu í mörg hundruð ár", sagði amma.
Faðir minn eignaðist bréfin síðar og keypti undirrituð þau af dánarbúi hans (1996), gat ekki hugsað sér að þau lentu út úr fjölskyldunni. Ekki var upphæðin stór kr. 70 þús. á nafnvirði heldur ímyndin úr barnæsku, að Eimskipafélagið skipti máli sem almannahagsmunir.
Síðan kom einkavæðingin til sögunnar Landsbankinn keypti Eimskip, undirrituð fékk sent bréf um að nú væri hún hluthafi í Landsbankanum - með innilegum hamingjuóskum.
Hún hafði aldrei hugsað sér að selja umrædd bréf en hafði ekkert um það að segja.
Eftir hrunið kom tilkynning um að hlutabréfin væru að upphæð kr 0 - engar hamingjuóskir fylgdu í það skiptið.
Eimskipafélagið; óskabarn þjóðarinnar og almannahagsmunir voru þurrkauð út.
Framhald
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2010 kl. 02:15 | Slóð | Facebook
9.11.2010 | 15:46
Velferðarstjórnin slær af eldri borgara?
Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur veður nú um landsbyggðina með niðurskurðarsveðjuna að vopni, heggur ótt og títt gamalmenni og sjúklinga. Aldraðir fluttir sem fé til slátrunar yfir fjallvegi fjarri heimilum sínum í hagræðingarskyni. Hjónum stíað sundur og nánustu ættingjum gert ómögulegt að heimsækja ástvini sína nema endrum og eins.
Er ekki nóg vegið að hag eldri borgara, lífeyrissjóðir og ellilaun hafa verið skert. Ef þetta fólk á sparifé í banka þá er lagt á 18/20% fjármagnstekjuskattur og ellilaunin skert enn betur. Auk þess ef eldra fólk eftir ráðdeild og sparnaði á skuldlausa eign þá er lagður á auðlegðarskattur sem telja má lögvarinn þjófnað. Svo auðvelt að fara ofan i vasa eldri borgar bara setja ný og ný lög eftir því sem hentar.
Minnir svolítið á stefnu Adólfs Hitler á nasistatímabilinu í Þýskalandi:- eða Nicolae Ceausescu einræðisherra í Rúmneíu á sínum tíma.
Ekki eru neinar lausnir í atvinnulífi í sjónmáli hvað þá að veiða meiri fisk er telja mætti óhætt, nóg er að aflahæfu fólki er vantar vinnu.
Þrátt fyrir kreppuna er ekki trúverðugt að bera fyrir sig skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að þess vegna sé ekkert framundan.
Núverandi ríkistjórn stefnir að einni lausn, að ríkisvæða sem mest og setja sitt fólk við stjórnvölinn í nafni réttlætis og jöfnunar.
Hvar er jafnaðarstefnan í reynd ekki kemur hún fram í meðferð aldraðra og sjúkra?
Hvar er það gildismat er þróaðist á síðustu öld að sýna öldruðu fólki umhyggju; fái að halda reisn sinni sem fjárráða manneskjur og geta notið sparnaðar síns fyrir sig sjálft og fjölskyldur sínar?
Ríkistjórnin á að fara frá sem allra fyrst, utanþingsstjórn er skásta lausnin fyrst um sinn
![]() |
634 gætu misst störf sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2010 kl. 08:52 | Slóð | Facebook
8.11.2010 | 14:59
Með M.s. Goðafossi - eldur um borð.
Bauðst sigling með Goðafossi til Norðurlanda og Hollands. Lagt var af stað frá Reykjavík (28.okt.) út sundin blá í björtu og fallegu veðri. Um 30 mílur frá Reyðarfirði skall á aftaka veður,12 vindstig, 12-16 m. ölduhæð, er mikill eldur kom upp í kyndilhúsi skipsins, áhöfnin brást skjótt við, hóf slökkvistörf við hættulegar aðstæður. Tókst að ráða niðurlögum eldsins; skipti mínútum/sekúndum að ekki yrði við neitt ráðið.
Áhöfnin var í mikilli hættu við slökkvistörfin vegna eldsins, brotsjór reið yfir skipið; litlu munaði að þrír færu útbyrðis, einn hékk aðeins á annarri hendi við borðstokkin, kraftaverk að hann komst lífs af.
Engin orð fá lýst hugrekki og áræði áhafnarinnar er tókst að forða stórslysi.
Í Færeyjum var fengin nauðsynlegur slökkvibúnaður/súrefnistæki síðan haldið til Rotterdam en talið var óhætt að halda áfram til Lindö í Danmörku þar sem skipið er nú í slipp til að verða sjófært. Ferðinni haldið áfram, líklega komum við heim 23. nóv. ef allt gengur að óskum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2010 kl. 16:11 | Slóð | Facebook
28.6.2010 | 16:58
Hjúskapur karls og konu þurrkaður út með lögum?
Fyrsta grein nýju hjúskaparlaganna hljóðar svo: Í stað orðanna karls og konu í 1. gr. laganna kemur: "tveggja einstaklinga". Hvers vegna var nauðsynlegt að þurrka út orðin karl og kona?; mátti þá ekki koma þar á eftir eða tveggja einstaklinga af sama kyni.
Nú geta karl og kona ekki orðið hjón samkvæmt lögum er hefur trúarlega tilvísun í Guðs orð.Eru réttindi samkynhneigðra meiri og betri með því að þurrka framangreind orð út; hvað gengur Alþingi til að þurrka út þann skilning er hjónaband hefur til hingað staðið fyrir? ;hvers vegna gengur þjóðkirkjan á skjön við Guðs orð með samþykkt sinni;? er það alveg víst að kirkjuþing samþykki skerðingu trúarlegs skilnings/tivísunar á giftingu karls og konu til að þóknast óréttlátum kröfum samkynhneigðra?
Ef til vill eru lögin mannréttindabrot gagnvart karli og konu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook
27.6.2010 | 12:10
Er Jesús Kristur ekki höfuð kristinnar kirkju?
Allir geta látið þung orð falla og Biskup Íslands hafði hugrekki að biðjast afssökunar á orðum sínum. Um hvað snýst afsökunarbeiðnin? Eru það óheppileg orð er hefðu mátt vera mildari eða er hann að biðjast afsökunar á að telja hugtakið "sígilt hjónaband verði afnumið" með þá væntanlegum lögum"? Var "sígilt hjónaband" ekki afnumið hér á landi með umræddum lögum?
Guðrún Karlsdóttir, sóknarprestur í Grafarvogi lét þau orð falla í fjölmiðlum á s.l. prestastefnu að kirkjan yrði að fylgja eftir nútímasamfélagi um rétt samkynhneigðra ?, þannig skyldi undirrituð orð hennar.
Er ekki Jesús Kristur höfuð kirkjunnar; eigum við ekki að reyna að feta fótspor hans veikum mætti? Er meiningin að snúa hugtakinu við og Kristur fylgi okkur; eftir því hvernig vindurinn blæs?
Kærleikurinn er vissulega eitt æðsta boðorð kristinnar trúar; en þarf ekki endilega að falla að skilningi einstaklinga eða samfélags eftir hentistefnu eða tíðaranda.
![]() |
Biskup Íslands biður samkynhneigða afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook
27.6.2010 | 05:03
Sjálfstæðisflokkurinn: Lýðræðisleg umræða og siðbót
Ragnheiður Ríkharðsdóttir getur haft sínar skoðanir um Evrópusambandið en nú liggur afstaða landsfundar fyrir, hvort flokkurinn sundrast vegna hennar eru ekki rök fyrir, ef Evrópusinnar geta ekki sætt sig við niðurstöðuna geta þeir gengið í Samfylkinguna þar er öruggur meirihluti fyrir aðild. Baráttan gegn ESB mun halda áfram innan (og utan) flokksins, línurnar munu skerpast, oft kemur logn á eftir storminum, Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki klofna vegna lýðræðislegra umræðna og afstöðu hvorki í ESB-aðild eða öðrum málum.
Gæti hinsvegar klofnað ef ekki verður tekið á spillingarmálum og siðferðileg umræða hafi meira vægi en verið hefur innan flokksins.
Lýðræðisleg umræða virðist ekki henta Ragnheiði Ríkharðsdóttur eins og glögglega kom í ljós á landsfundinum, að vilja ekki taka umræðu og afstöðu á óhóflegum styrkjum í framboðum flokksmanna .
Ragnheiði Ríkharðsdóttur ekki til framdráttar eða fylgismönnum hennar að vilja ganga fram með yfirgangi til að ná fram stefnu sinni þótt mikill meirihluti fundarmanna sé ósammála.
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook
26.6.2010 | 17:14
Fundarstjóri landsfundar vildi ekki umræðu um mútugreiðslur
Álitshnekkir fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem fundarstjóra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ætla að ákveða ein og sjálf að ekki væri meirihluti fyrir umræðu tillögu um háa styrki/mútur frambjóðenda flokksins. Hvað gengur fundarstjóra til að leyfa sér slíka framkomu skiptir siðferði Sjálfstæðisflokkinn engu máli?
Gott að meirihluti fundarmann tóku "fundastjórann í siðfræðikennslu" fóru fram á umræðu og samþykkti tillöguna.
Þeir er háa styrki hafa hlotið verða að stíga til hliðar; geta með góðu móti nýtt krafta sína á öðrum vettvangi.
![]() |
Forystumenn íhugi stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 09:08
Hver er stefna Péturs sem formanns Sjáfstæðisflokksins!?
Góð tíðindi getur verið mælikvarði á fylgi núverandi formanns; hver eru stefnumál Pétus Blöndala ætlar Pétur Blöndal að bregðast við óhóflegum styrkjum/mútum er þingmenn hafa fengið. Hingað til hefur hann talað vítt og breitt í fjölmiðlum, mikinn fagurgala til handa almenningi, en hvaða stefna mun koma fram í framboðsræðu hans til formannskjörs?
![]() |
Pétur vill formanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook
26.6.2010 | 07:42
Boltinn áfram spennandi?
Hingað til hefur verið afar skemmtilegt að horfa á heimsmeistarakeppnina þrátt fyrir litla þekkingu og takmarkaðan áhuga á íþróttinni. Vona að Argentínumenn verði heimsmeistarar eru leikglaðir og skemmtilegir. Verst ef nú taka við lítt spennandi leikir er enda með jafntefli; liggur við að dugi að horfa á bráðabana í lok leikjanna.
![]() |
Brasilíumenn líklegastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |