Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2010 | 10:32
Kópavogur: - góðar kosningar
Mikil og góð tíðindi að ný framboð setji mark sitt á kosningarnar í Kópavogi getur ekki orðið annað en til góðs. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins munu vera orsök fylgistaps þeirra þar sem oddvitinn Ármann Kr. Ólafsson laumaði sér inn bakdyramegin áður er hrunskýrslan kom út. Full ástæða til að færa hann úr fyrsta sæti en hins vegar Gunnar Birgisson í fyrsta sætið.
Tap Samfylkingar er vegna málefnasnauðra umræðna og hatursfullra árása á Gunnar Birgisson er nú hafa snúist upp í andhverfu sína þar sem Guðríður Arnardóttir hefur skotið sjálfa sig sig í fótinn, nær ekki eyrum kjósenda.
Sama er segja um vinstri græna þeir hafa ekkert nýtt fram að færa nema troða illsakir við fyrrverandi bæjarstjór Gunnar Birgisson.
![]() |
Meirihlutinn fallinn í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 03:02
Samfylking axli ábyrgð- burt með hrunráðherrana!
Vel má taka undir sjónarmið um eftirsjá að Steinunni Valdísi. Hún var farsæll borgarstjóri óx í starfi sínu þrátt fyrir sundurleitan hóp R-listans. Þegar Ingiibjörg Sólrún hrökklaðist úr borgarstjórnarstólnum varð Steinunn Valdís límið er hélt hópnum saman.
Má segja að hún sé fórnarlamb fjármálaveldisins er reyndi markvisst að ná tangarhaldi á samfélaginu með krumlu fjármagnsins, Steinunn Valdís varð fórnarlamb óhugnanlegra afla; fjármagnið átti að ráða öllu án gagnrýni og félagslegra umbóta þrátt fyirir góðs vilja hennar til réttlætis og framfara í borginni.
Samfylkingin getur ekki skýlt sér á bak við Steinunni Valdísi og látið sem ekkert sé; þeir ráðherrar er nú sitja í ríkistjórn og voru til staðar er bankarnir sprungu framan í almenning með lífskjara skerðingu og skuldsetningu inn í langa framtíð eiga að segja af sér; burt með Jóhönnu, burt með Össur Skarphéðinsson, burt með Kristján Möller.
![]() |
Eftirsjá af Steinunni Valdísi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:25 | Slóð | Facebook
27.5.2010 | 18:01
Skilaboð til "pólitískra styrkþega" úr öllum flokkum
Nú hitnar undir Guðlaugi Þór Þórðarsyni er hlaut hæstu styrkina/féboðin og jafnvel fleiri "minni spámenn"innan Sjálfstæðisflokksins t.d Ármanni Kr. Ólafssyni oddvita í Kópavogi. Steinunn Valdís sýnir gott fordæmi og sendir sterk skilaboð til allra styrkþega Baugs og hrunbankanna að segja af sér
Endurnýjun í liðí þingmanna og stjórnkerfinu þarf að fara fram annars verður engin sátt í samfélaginu.
Steinunn Valdís stóð sig vel sem borgarstjóri í Reykjavík, sýndi hugrekki er hún hækkaði lægstu launin í borginni þegar samingar náðust ekki.
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
27.5.2010 | 02:13
Dýr þjónusta
Þurfti að láta mæla blóðþrýsting varð hissa á verðmuninum. Kostaðir kr. 200 í apótekinu en kr. 800 hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslu. Viðtal við lækni kostaði kr 800, mæling blóðþrýstings innifalinn auk þess að greina vandann og skrifa lyfseðil.
Hvers vegna eru hjúkrunarfræðingar svona mikið dýrari en læknir; varla frambærilegt á ríkistofnum í heilbrigðiskerfinu?
Eldri borgari er ég þekki og hefur ekkert nema tryggingar frá tryggingastofnum greiddi kr 800 fyrir viðtalið við lækni, fékk síðan tæki til að hafa yfir nótt og skila síðan, það kostaði kr. 600. Umrædd kona þarf að velta hverri krónu um mánaðarmót til að ná endum saman;lyf, húsleigu,hita,rafmagni,hreinlætisvörum og fæði. Hún verður alltaf að ákveða hvað hún má veita sér í mat og drykk.
Hvernig er heilbrigðiskerfið orðið, plokkar krónur hér og þar af þeim er minnst eiga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
26.5.2010 | 06:17
Kópavogur: kosningar
Undafarið kjörtímabil höfðu Kópavogsbúar góða yfirsýn yfir velferð og hag bæjarins undir leiðsögn Sigurðar Geirdal; farsælum leiðtoga er lést fyrir aldur fram. Mikil eftirsjá í Sigurði heitnum Geirdal sem bæjarstjóra og samstarfi þeirra Gunnars Birgissonar er var farsælt og mannvænt.
Gunnar Birgisson tók þá við bæjarstjórnarkyndlinum, hélt áfram á sömu braut og Sigurður þrátt fyrir hatursfullar og málefnasnauðar árásir forystu Samfylkingar er lagði sjaldan eða aldrei lagði nokkuð til er betur mætti fari um hag bæjarbúa nema leggja sundskatt á eldri borgara.
Markmið Samfylkingar virðist vera að ná völdum hvað sem það kostar með persónulegum árásum á Gunnar Birgisson, dóttur hans og fyrirtækis hennar Frjálsrar Miðlunar. Hún ráðin var ráðin af Sigurði heitnum Geirdal bæjarstjóra til starfa með hagstæðum samningum fyrir bæinn.
Verkhluta Frjálsar Miðlunar var unnið samkvæmt samningum en hvers vegna lauk ekki afmælisskýrslunni um Kópavogsbæ? Var hún ekki í höndum flokksbróður Guðríðar oddvita Samfylkingar og aldrei skrifuð?
Hverjir greiddu atkvæði gegn lægsta tilboði í sambærilegt verk hjá Kópavogsbæ? Guðríður Arnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúar, tilboðið var hagstætt en ekki heppilegt vegna þess að fyrirtæki dóttir Gunnars Birgissonar átti tilboðið.
Oddviti Sjálfstæðismanna Ármann Kr. Ólafsson "renndi sér bakdyramegin inn í prófkjörið" rétt áður en Rannsóknarskýrslan kom út; telja má víst að hann hefði ekki orðið oddviti ef hún hefði komið út áður.Ekki verður horft framhjá lánum og styrkjum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Ármanns Kr. Ólafssonar, er fékk 265 millj. lán og styrk 1.050.000 millj. (Rannsóknarskýrsla nr.8.bls165-167).
Ekki ásættanlegt að oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verði forystumaður flokksins; hann er einn af "styrkþegum/lántakendum" hrunbankanna eðli málsins samkvæmt er rétt að strika Ármann Kr. Ólafsson út af lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.
Bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson í Kópavogi, jafnframt formaður bæjarráðs boðar lækkun á launum bæjarfulltrúa eftir kosningar en hvers vegna voru þau ekki lækkuð um leið og sundskatturinn var dreginn upp úr vösum eldri borgara!?
Gleðilegt að ný framboð hafa komið fram, ljós í myrkrinu, um gagnrýna og málefnalega umræðu.; vonandi tekst þeim að setja mark sitt á komandi kosningar þótt tíminn sé naumur.
![]() |
Kópavogsbúar um kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook
25.5.2010 | 07:59
Bloggvinur Morgunblaðsins?
Er bloggvinur Morgunblaðsins ætlaði að lesa þar Staksteina í morgun en komst ekki inn á lykilorði mínu. Mbl. hefur lokað fyrir bloggvini sína nema þeir gerist áskrifendur blaðsins; kostar þá kr 3.890 pr. mán. að vera bloggvinur.
Er það ekki nokkuð langt gengið að við bloggarar Mbl þurfum að greiða fyrir vináttuna? Hingað til hefur verið hægt að lesa Staksteina og forystugreinar sem bloggvinur.
Kaupi yfirleitt alltaf Morgunblaðið en ekki hægt stundum vegna ferðalaga þá er það keypt í lausasölu þegar kostur er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook
24.5.2010 | 05:32
Kópavogur: Fjórflokkarnir gráðug valdaklíka
Kópavogspósturinn (20.maí) birtir með áberandi hætti að bæjarráð hafi samþykkt samhljóða að draga til baka styttingu opnunartíma sundlauganna vegna mikillar óánægju bæjarbúa; nú eru það atkvæðin er þarf að halda utan um fram yfir kosningar.
Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson, jafnframt formaður bæjarráðs boðar lækkun á launum bæjarfulltrúa eftir kosningar en hvers vegna voru þau ekki lækkuð um leið og sundskatturinn var dreginn upp úr vösum eldri borgara!?
Er það ekki óeðlilegt að formaður bæjarráðs sé jafnframt íþróttarvallarstjóri, sitji báðu megin við borðið. Greinilega hafa fjórflokkarnir tekið í sínar hendur ákvörðunarvald og framkvæmda vald, sauðsvartur almúginn skal kyngja því sem að honum er rétt.
Önnur frétt í sama blaði greinir frá boði Blika þar sem fjórflokkarnir þreyttu íþróttakeppni , allir unnu jafnmikið. Hvers vegna var nýju framboðunum ekki boðið að vera með? Ekki vænlegt að þeir fái áberandi auglýsingu; betra að þegja þá í hel.
Yfirgangur fjórflokksins lofar ekki góðu næsta kjörtímabil þar sem ákvarðanir munu verða teknar á Exelskjölum án tillits til vilja bæjarbúa ; - samfélagsleg gildi og siðgæði fjarlægur draumur.
Gleðilegt að ný framboð hafa komið fram, ljós í myrkrinu, um gagnrýna og málefnalega umræðu.; vonandi tekst þeim að setja mark sitt á komandi kosningar þótt tíminn sé naumur.
Pólitísk völd í bæjarstjórn Kópavogs eru samansúrruð valdaklíka minni og meirihluta þar sem hagsmunir bæjarbúa skipta litlu máli heldur klíkustarfsemi og eiginhagsmunapot.
Mikil eftirsjá í Sigurði heitnum Geirdal sem bæjarstjóra og samstarfi þeirra Gunnars Birgissonar er var farsælt og mannvænt. Nú sitja við völd gráðugir valdhafar ; lítið reynt að skilgreina þarfir hagsmuna alls almennings.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook
22.5.2010 | 21:15
Hvítasunnusálmur: Sigubjörn Einarsson biskup
Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar og hátíð heilags anda. Þá töluðu postularnir tungum framandi þjóða er heilagur andi kom yfir þá á hinni fyrstu hvítasunnuhátíð: þá gaf Kristur þeim boðið að fara út um allan heim, skíra og predika, orð Drottins.
Sálmur 724:
Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna,
heilaga lindin alls, sem birtu færir
hann, sem hvern geisla alheims á og nærir,
eilífur faðir ljóssins skín á þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.
Ljóma þú, jörð, þér lýsir hvítasunna,
lífgjöf þín, Kristur, risinn upp frá dauðum,
opnar sinn himin heimi vonarsnauðum,
heilagur andi streymir yfir þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.
Geisla þú, sál, mót sól þíns lífs og fagna,
sjá, það er vor á jörð, sem Drottinn gefur,
vittu það, barn, og vakna þú, sem sefur,
vitjar þín andi Guðs og skín um þig,
andar nú sinni elsku inn í þig.
Lýstu mér, sólin hvíta, heita, bjarta,
heilagi andi Guðs og Krists, hans sonar,
uppspretta ljóss og friðar, lífsins vonar,
ljúk mér upp, kom þú, streym þú yfir mig,
anda nú þinni elsku inn í mig.
Sigurbjörn Einarsson biskup, sálur nr. 724
22.5.2010 | 16:06
Ármann Kr. Ólafsson úr fyrsta sæti.
Niðurlæging fjórflokkanna er augljós sama hvað Gnarr fær marga fulltrúa; í Kópavogi virðist enginn nýju flokkanna hafa sambærilega stöðu. Sjáfstæðisklokkurinn situr uppi með oddvita hér í Kópavogi er ekki telur neitt athugavert við 250millj. lán, telur sig ekki þurfa að tilgreina nánar hver lánaði og hvers vegna. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að strika hann út í kosningunum næsta laugardag.
![]() |
Vopnlausir stjórnmálaflokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undarlega samsettir ríkistjórnarflokkar, Samfylkingin hundflöt fyrir erlendu valdi fórnar þjóðhátíðardeginum með ánægju; "fyrir dásmemdina í Brussel" hinsvegar Vinstri grænir er ekki geta hugsað sér erlent fjármagn með eðlilegum samningum.
Allt stendur fast í atvinnumálum ekkert í sjónmáli; nema Árni Páll boðar herferð í vasa öryrkja og eldriborgara, hins vegar Vinstri grænir með meiri skatta og ennþá meiri skatta.
Hversu lengi þolir þjóðin andfélagslega ríkistjórn.
![]() |
Varpi ekki skugga á 17. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook