Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnvöld og Seðlabanki - misvísandi skilaboð

Á hinu svokallaða þensluskeiði (fyrir hrun) hækkaði Seðlabankinn reglulega vaxtastig ætlað til að draga úr fjármagni í umferð; samhliða unnu stjórnvöld gegn stefnu Seðlabankans með hækkun íbúðarlána, vaxtabóta er hvatti  til skuldsetningar, skattalækkana, aðhald útlána bankanna nánast stjórnlaust  – er ekki uppskriftin  frá Bandaríkjunum?

Allir þekkja afleiðingarnar fólk skuldsetti sig óhóflega með íbúðarkaupum,  bílakaupum og neyslu; -langt umfram kaupgetu.

Nú eftir hrunið hlýtur  fyrsta úrræði vera að draga úr neyslu og leggja áherslu á  greiðslu skulda og jafnvel að spara aftur.

Samt vonast stjórnvöld til að stýrivextir hraðlækki sem fyrst er dregur úr vilja til sparnaðar en eru það ekki röng  skilboð til þjóðar sem skuldar eins og raun ber vitni?WounderingHalo

Eiga stýrivextir ekki að miða við raunverulegar aðstæður í þjóðfélaginu til aðhalds , sparnaðar og skynsamlegra neyslu?

Hvernig má það vera að Stjórnvöld og Seðlabanki eru ekki  samstíga í aðgerðum sínum?


Obama - ótrauður áfram

Ekki öll nótt úti fyrir Obama forseta USA, ætlar að halda sínu striki í heilbrigðisumbótum, sem líklega verður eitt erfiðast mál í forsetatíð hans.  Sótt verður að honum frá óheftri græðgi  einkavæðingar er hefur vaðíð allt of lengi upp í Bandaríkjunum; meira segja eru bankarnir farnir að greiða aftur háa bónusa til  þeirra er geta platað sem mest hlutabréfaeigendur/sparifjáreigendur  og rakað saman fé á kostnað þeirra.

Ríkisvæðing er nauðsynleg  að einhverju leiti í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna  þó ekki væri nema til að veita einkageiranum aðhald. 

Allt er best í hófi vonandi tekst Óbama forseta að finna gullna meðalveginn; en hann verður vandrataður þótt hann finnist.CoolHalo


mbl.is Obama heldur sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vænlegt að sniðganga stjórnarskrána

Annað ekki í stöðunni en að kjósa er skýrt í stjórnarskránni auk þess erfitt að útskýra fyrir umheiminum ef stjórnin drægi  Icesavelögin  til baka. Sem betur fer hefur málið vakið heimsathygli tæplega boðlegt að reyna að snúa út úr stjórnarskránni með "lögfræðilegu blotti".

 Vandinn við stjórnarskrána er að hún hefur ekki fengið  þann virðingarsess  er henni ber  reynt að sneiða fram hjá henni eða taka alls ekki mark henni yfirleitt. Er ekki kominn tími til að venja sig við þá tilhugsun að stjórnarskráin er öryggisventill lýðræðisins þegar allt um þrýtur?

 

 

 

 


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgissonn bæjarstjóri í Kópavogi

Vona að Gunnar Birgisson leiði listann í Kópavogi  það er okkur Kópavogsbúum fyrir bestu. Hann hefur mikla yfirsýn  félagslega og fjármálalega. Athyglisvert að hann segir hingað og ekki lengra, eldri borgarar í Kópavogi skulu njóta virðingar og þakklætis fyrri vel unnin störf og fá frítt í sund frá 67 ára aldri eins og verið hefur.

Afstaða er hefur ekkert með að gera hvernig bærinn er fjárhagslega staddur. Eldri borgarar eru vel að því komnir að bæta lífi við árin með hollri hreyfingu sér til lífsfyllingar og heilsubótar; getur að auki sparað velferðarkerfinu umtalsverðar fjárhæðir í samfélagslegri  umönnun.

Núverandi bæjarstjórn til skammar að sameina sig um sundgjald fyrir eldri borgara;prinsippmál að samfélagsleg gildi/virðing til handa eldri borgurum skuli í heiðri höfð, það eru rétt siðferðileg skilaboð út í samfélagið ekki síst til ungu kynslóðarinnar. 

 Hefði verið sanngjarnt að halda starfsmannahátíð þar sem tilkostnaður hefði verið dreginn saman frá því er áður var;allir þekkja söguna um naglasúpuna er varð að dýrindis máltíð viðkomandi til mikillar gleði eftir að hafa yfirstigið nískuna er kom í veg fyrir að gleðjast saman. CoolHalo

 


mbl.is Ármann stefnir á fyrsta sætið í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjóri ráðinn utan við Rúv

Ekkert út á Þórhall að setja en samt er gott að endurnýja ritstjóra Kastljóss held hann sé sjálfur orðinn leiður er eitthvað svo "vélrænn". Besti kostur að fá ritstjóra utan við Rúv er kemur ferskur með nýjar hugmyndir.

Með allri virðingu fyrir Sigmari þá er hann svolítið eins og "heimaríkur hundur" er minnisstætt viðtalið við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra rétt eftir hrunið þar sem hann tók hagsmuni hlutabréfaeigenda fyrst og fremst sem mál í brennipunkti.

Þannig upplifði ég viðtalið tæplega hlutlaus fréttamaður á ferð?

 

 


mbl.is „Ömurlegt“ að sjá á eftir Þórhalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafís nú - ekki vísbending um hafísár?

Samkvæmt munnmælum er hafís snemma árs ekki vísbending um hafísár. Hafís er kom um  miðjan vetur var sagt:"sjaldan er mein að miðsvetrarís". Árið 1980 var mikill ís fyrir norðan og austan. Þá var einmunatíð fram að jólum. Aðfangadag jóla var að mig minnir 10 eða 15 frost og eftir það linnulaus kuldi langt fram í júní.

Átti þá heima á Fljótsdalshéraði man eftir að við fjölskyldan ókum um Lagarfljót og gott reiðfæri var allan veturinn, lítið um vakir á fljótinu er þótti óvanalegt,  hörkufrost var alla daga en stillt veður. Vorið varð erfitt sauðfjárbændum og heyleysi víða, gróður kom seint.

Hjálmar maðurinn minn á Bakkafirði sagði mér seinna að grásleppunetin hefðu verið  föst í hafísnum margar vikur en þó  nokkuð góð veiði eftir að hafísinn hörfaði.

 


mbl.is Hafís 8,5 sjómílur frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætt saman - um ekkert

Ekki rismikill fundur þriðji fundurinn um "hvernig eigum við að tala saman og um hvað"; stjórnmálaforingjarnir eru kjaftstopp eftir að forsetinn hafnaði undirskrift Icesavelaganna. Sigmundur og Barni viðrast þó komnir upp úr skotgröfunum þó fyrr hefði verið en eru ekki með neitt bitastætt til forystu, "aumingja strákagreyin".

Ekki hægt að sjá annað en að utanþingsstjórn verði mynduð eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna er vonandi verður. Jóhanna gæti rofið þing og heimtað kosningar en tæplega er það vænlegt þar sem telja má afar líklegt að þjóðin hafni Icesavelögunum.

Staðan er ótrygg í stjórn landsins og er það slæmt ekki er við aðra að sakast en núverandi ríkisstjórn.ErrmHalo

 


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld hafa valdið kvótaleigu

Hvað gerðist þegar sjávarútvegsráðherra leyfði strandveiðar með handfærum? Minnsta gerð smábáta er búið var að leggja og afskrá voru settir á sjó, verð þeirra margfaldaðist: bátur er kostaði tvær milljónir fór upp í fjórar milljónir til fimm milljónir. Gamlir bátar er voru úreldir þegar herferð stjórnvalda hófst gagnvart smábátaútgerð voru dregnir fram og gátu nú orðið verðmæt eign. Hvers vegna hækkuðu bátarnir í verði? Vegna þess að þeir höfðu fengið veiðiheimild sem seint mun standa undir rekstri og arðsemi er fremur sportveiði er ekki á heima í atvinnurekstri. 

þá er leikurinn kominn á byrjunarreit og úrelding hefst að nýju: Stjórnun smábáta er komin í hring, þegar veiðar smábáta voru skertar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar stóðu  veiðiheimildir ekki undir rekstrarkostnaði og  launum fyrir einn mann. Smábátaeigendur urðu gjaldþrota aðrir kusu smánarlegan úreldingarstyrk og hættu; enn aðrir leigðu þann hluta veiðiheimilda er leyfilegt var en það var hagkvæmara vegna rekstrarkostnaðar.

Stjórnvöld hafa skapað óeðlilega  rekstrarskilyrði með framagreindu fikti við smábátakerfið að betra sé að leigja kvótann enn veiða. 

Mistök að endurvekja framgreinda strandveiðabáta er hættu í fyrri skerðingunni  hækka heldur veiðiheimildi þeirra er lifðu af fyrri skerðingarnar en það eru vel útbúnir bátar með háan rekstrarkostnað en of litlar veiðiheimildir.


mbl.is Forsendur brostnar og fyrning óvægin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegur: réttlátt auðlindagjald með vitrænni umræðu.

Umræða um endurskoðun sjávarútvegsins er sjaldan eða aldrei með vitrænum hætti heldur skítkast eða pólitískur áróður um "gjafakvóta" hvað sem það nú merkir. Háværar raddir setja sig ekki úr færi að naga og nagga reksturinn; meira að segja prófessorar í Háskóla Íslands, í krafti menntunar sinnar og stöðu, sjá þeir ofsjónum yfir tekjum sjómanna og sjómannaafslátt þeirra.

 

Sjávarútvegur gerði þjóðinni mögulegt að komast upp úr eymd og fátækt  verða eitt best menntaða velferðarríki veraldar; eftir efnahagshrunið heldur hann áfram að vera ein styrkasta stoðin í gjaldeyrisþörf þjóðarinnar.Ríkið verðlagði með lögum óveiddan fisk  í sjó , engu að síður verða sjávarútvegsfyrirtækin að byggja rekstur sinn á veiðum ; hver er að stela frá hverjum, ríkið með lögum eða  sjávarútvegsfyrirtæki  er reyna að framleiða á sem hagkvæmastan hátt eins og til var ætlast?  

Hér er ekki við útgerðarmenn/sjómenn að sakast þeir eru að hagræða í rekstri og tæknivæða framleiðsluna. Hrunið kom illa við þá eins og aðra er höfðu tekið  myntkörfulán  vegna hvatningar frá bönkunum um myntkörfulán með lægri vexti en áður hafði þekkst; afleiðingarnar eru öllum ljósar, bankakerfið hrundi og gengið féll.

Mál er að linni ofsóknum og óhróðri um íslenskan sjávarútveg, að prófessorar upp í háskóla sjái sóma sinn; standi fremur fyrir  uppbyggilegri rökrænni umræðu.

Veiðar og markaðsmál sjávarútvegs eru óvissu háð, tekjur eru  misjafnar en fastur rekstrarkostnaður minnkar ekki í samræmi við aðstæður. Auðlindagjald ætti að hækka eftir þeim aðstæðum þegar hefur verið tekið tillit  til rekstrarkostnaðar.

Réttlát umræða um auðlindagjald er leið til að sátt náist um sjávarútveg  það er allra hagur, þjóðar og útgerðar. Þar bera fjölmiðlar mikla ábyrgð hvað varðar röklegar umræður byggðar á staðreyndum þar sem hagsmunaðilar ræðast við á faglegum grundvelli um það sem málið snýst.

Réttlátt er að greiða auðlindagjald eftir réttum forsendum,  framsal veiðiheimilda verði endurskoðar er taki mið af aðstæðum í veiðum; ef kvóti er uppurinn í einni tegund fisks er kemur í veg fyrir veiðar á  fiski er ekki hefur náðst samkvæmt veiði heimild.


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...Nú hljómar dýrðardagur nýr..."

 Ó, Drottinn, ljós og lífið mitt,
ég lofa, og mikla nafnið þitt,
þig lofi allt, sem anda hrærir,
og allt, sem blessar þú og nærir.
Nú ljómar dýrðardagur nýr,
en dimman nætur burtu flýr.

Það allt, sem lifir, lífgar þú
með ljósi þínu, faðir, nú,
og endurnærður elsku þinni
ég ennþá rís úr hvílu minni
og minnist þess, að miskunn þín
í morgunsólar geislum skín.

Þitt blessað ljós nú minnir mig
á mína skyldu' að elska þig,
sem það af náð mér lýsa lætur,
svo leggi' á flótta dimman nætur.
Þín dýrleg sól því segir mér:
Æ, sjá, hve góður Drottinn er.

Þitt blessað ljós, sem lýsir mér,
til ljóssins iðju kallar hér.
Æ, lát mig allt í ljósi vinna,
í ljósi sannleiks orða þinna,
í ljósi þínu ljósið sjá
og ljóssins barna hnossi ná.

Sb. 1871 - Páll Jónsson, 455. Góða helgiHappyHalo

  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband