Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.11.2019 | 20:58
Mengunarþáttur RÚV.
Ekki minnst einu orði í þætti RUV um loftslagsmál hvað færu mörg kolefnisspor í iðnaðinn við að framleiða hvarfakúta í hvern einasta bíl. Hvernig gengur að eyða rafhlöðunum sem til falla og allar annan búnað sem framleiddur er til mengunarvarna?
Umræðan var ekki hugsuð frá sem flestum sjónarhornum - Magnús, veðurstofustjóri fékk óblíðar móttökur- og Erna, blaðamaður; urðu að yfirgefa vettvanginn á undan öðrum. Hvers vegna má ekki hafa aðrar skoðanir en fréttamenn?
Stúlkan í rauða kjólnum var yfirspennt, greinilega orðin forrituð af þeim fréttum sem hún heyrir. Svo fjarri lagi að mengun væri vandamál hennar kynslóðar; hvað með netverslun unglinga, fatakaup,síma og hvað sem unglingum dettur í hug að kaupa; hvað verða til mörg kolefnisspor í þeim bransa.
Það skynsamlegasta sem ég heyrði var póstur frá 8 til 10ára dreng er spurði; hvort heimsendir væri nánd, fólkinu vafðist tunga um tönn og lítið um svör.
19.11.2019 | 15:21
Fisveiðar og hlutabréf?
Við þekkjum flest hversu fallegar hugsjónir og hugmyndir,smáar og stórar; skynsamlega ígrundaðar hafa aldrei náð markmiði sínu; snúist upp andhverfu sína.
Þúsund ára ríkið þýska varð að "skipulagðri morðvél" er eyddi svo til allri Evrópu og víðar í heiminum - ekki reyndist sósíalisminn neitt betri.
Þá má nefna blóðuga uppreisn þýskra bænda gegn ofríki og kúgun er áttu sér stað kjölfar baráttu Marteins Lúters gegn spillingu og arðráni kaþólsku kirkjunnar- áreiðanlega hafði Lúther ekki hugsað sér að þau átök gætu átt sér stað.
Ekki hefur fundist fullkomin leið að stjórna fiskveiðum í sjónum sem er þó lífnauðsynlegt til að viðhalda fæðuöryggi um langa framtíð.
Hér á landi er hugmynd Sigurðar Nordal talin góð lausn þ.e. að fisveiðiheimildir verði leigðar íslenskum fyrirtækjum tímabundið. En það eru mörg ljón í veginum, sjávarfang er misjafnt; tími mikillar veiði og minni veiðia verður erfitt viðfangs ef leigja á kvótann tímabundið.
Hvernig ætla menn að tengja rekstur, tækniframfarir, veiðar og markað þannig að hagnaður verði breytilegur eftir aðstæðum?
Vandamálið er ekki bara hér heldur alþjóðlegt þar sem fiskur er veiddur. Aldrei finnum við fullkomna leið á stjórn fiskveiða hvort sem fyrirtækin eru smá eða stór.
En úr því sem komið er er hugsanlega hlutabréfamarkaður illskásta leiðin, að fyrirtæki verði skyldug til að skrá sig á hlutabréfamarkað. Ef til vill verður að vera einhverjar hömlur á stærð fyrirtækjanna en að þau endurspegli raunverulegar veiðar?
Umræðan sem skekur nú þjóðfélagið vegna Samherja mun ekki skila neinum árangri nema ríkisstjórnin hafi kjark og samstöðu til að leysa máið eins og best verður á kosið.
Að vinnsla, veiðar, rekstrarkostnaður og markaðsmál verði ávallt tengdur fiskveiðikvótanum áður en arðgreiðslur eiga sér stað.
Engin gallalaus leið er til en ef til vill vill gætum við haft gagn af sjá kaupmanninn í Feneyjum (mynd);
þegar málin verða krufin til mergjar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook
17.11.2019 | 01:37
"Hærra minn Guð til þín"
Sálmurinn "Hærra minn Guð til þín" er fallegur trúarsálmur vinsæll sálmur sunginn í hinum vestræna heim við ýmis tækifæri.
Hér á landi er hann sungin við jarðarfarir og ef til vill eitthvað valinn af fermingarbörnum.
Sálmurinn er eftir kven-ljóðskáldið Söru Adams (1805-1848),lést í blóma lífsins, var ensk að uppruna.
Sara var Unitarian þ.e. Guð sé einn aðili andstætt við þrennninguna,faðir sonur og heilagur andi.
Sr Mattías Jochumson þýddi sálminn - var hallur undir unitarisma - íslensku kirkjunni til mikils ama og vildi hún svipta sr. Mattías kjól og kalli - en hann hélt samt stöðu sinni vegna mikillar aþýðuhylli sem sálmaskáld - og prestur.
Þegar farþegaskipið Titanic fórst í Atlandshafi, 1912, spilaði og söng hljómsveit skipsins "Hærra minn Guð til þín" meðan skipið sökk og fóru með því niður.
Eigið góðan sunnudag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook
15.11.2019 | 17:45
Flugvöllur til framtíðar?
Leifur Magnússon,verkfræðingur skrifar athyglisverða grein í mbl í dag um flugvallarmálið; en borgarstjórinn telur að Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki sem varaflugvöllur og mikið liggi við að hefjast handa í Hvassahrauni en málið er að það yrði herfilegt frumhlaup:
"Mikill undirbúningur mælingar og greiningar- og hönnunarvinna eru nauðsynleg áður en hægt er að lýsa því yfir að flugvöllur sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni svo ekki sé talað um stærri mannvirki séu raunhæfur kostur.
Þá hafa fyrri athuganir á flugskilyrðum í nágrenni við Hvassahraun bent til þess að skilyrði til flugs á þessu svæði væru til muna lakari en á Reykjavíkurflugvelli .
Því er nauðsynlegt að gera ítarlega úttekt á veðurfarslegum aðstæðum, skipulagi og hönnun flugbrauta og loftrýmis og skipulagningu bygginga áður en ákveðið væri að hefjast handa."
Mikilla hagsmuna er að gæta hvernig flugsamgöngur verða út á landsbyggðinni og fyrir þjóðina alla hvernig til tekst. Borgarstjórinn fer með fleipur um málið; styðst ekki við neina röksemdir - vonandi les hann grein Lofts Magnússonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook
14.11.2019 | 21:32
Hlutabréf falla hjá Eimskip
Vonandi að ekki verði "Dominófall"á hlutabréfum. Ekki öll von úti að Björgólfur Jóhannsson nái skynsamlegum tökum á "fjölmiðlafárinu" er nú geysar.
Björgólfu er akkúrat rétti maðurinn; gangi honum vel í erfiðu hlutverki.
Bréf Eimskips halda áfram að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook
14.11.2019 | 21:08
Illgresiseyðir minni skaðvaldur
Illgresiseyðar er sú tegund sem er mest notuð hér á landi og allflestir innihalda þeir virka efnið glýfosfat. Notkun efnisins er notuð í einka- og almenningsgörðum, grænum svæðum, á vegum sveitarfélaga, íþróttavöllum og sumarbústaðalöndum.
Efnið er mikið notað á ógrónum svæðum þar sem ekki er ætlast til að gróður sé til staðar, við vegi, innkeyrslur og á stígum.
Helstu notendur er almenningur, fyriræki og sveitarfélög og opinberar stofnanir.
Tekið skal fram að notkun á glýfosfati er lítil sem engin í framleiðslu á matvælum og fóðri hér á landi.
(Bændablaðið bls 8)
14.11.2019 | 13:17
Er fréttastofa RÚV á "nornaveiðum"
Björólfur Jóhannsson verður tímabundið forstjóri Samherja en Festi sem hann stjórnaði er móðurfélag, N1, Krónunnar; Elko og fleiri félaga skráðra í kauphöllinni.
Björgólfur hefur fjölbreyttan feril í fjármálaheiminum og hefur unnið fyrir Samherja. Árið 1993 var hann framkvæmdastjóri þróunar- og nýsköpunar hjá Samherja,1999 varð hann forstjóri Síldarvinnslunnar til Iceland Seafood árið 2006, árið 2008 hjá Icelandair; hefur einnig gegnt embætti Samtaka Atvinnulífsins.
Björgólfur er því vel í stakk búinn að taka við Samherja í þessari furðulegu árás á eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins.
Þróunaraðstoð Íslands hefur beinst í ríkum mæli að Namebíu, að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð en jafnframt viðskiptatækifæri fyrir Fyrirtæki/Samherja sem ekki er óeðlilegt.
Er RÚV á "nornaveiðum" í árásum sínum um spillingu Samherja í Namebíu ásamt Stundinni og WikiLaeks?
Björgólfur hættir í stjórn Festar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2019 kl. 16:20 | Slóð | Facebook
14.11.2019 | 12:34
Ofsóknir á Trump, forseta USA.
Ofsóknir Demókrata á Donald Trump eru nú í hámarki, hann er þriðji forsetinn sem reynt er að koma frá völdum. Hinir eru Andrew Johnson 1868 og Bill Clinton 1998 en þeir sátu sem fastast.
Pólitískt geta þessi "sýndaréttarhöld" skaðað bæði Demókrata og Rekbúblikkana; en ekki eftir miklu að slægjast fyrir Kratana.
Demókrötum gengur illa að finna frambjóðandi og er talið að frú Clinton ætli sér sé að fara fram á móti Trump, það gæti orðið skemmtileg viðureign.
Valið í Demókrataflokknum til forseta er fjölbreytt en ekki taldir að hafa pólitískan sjarma þeirra John F Kennedy, Bill Clinton og Barack Obama.
Opinberar vitnaleiðslur hefjast í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook
14.11.2019 | 11:20
Hernaðaruppbyggingar á Norðurslóðum.
Kínverjar fjárfesta háar upphæðir erlendis og er svæðið á norðurslóðum þeim hugleikið;telja þeir að svæðið vera efnahagslega og hernaðarlegan vettvang í framtíðinni.
Vitað er að Kínverjar standa á bak við fjármögnun við hafnaruppbyggingu í Finnafirði; þar sem skip frá Kína hafa mikinn áhuga á að hafa ítök í siglingaleiðinni þaðan í framtíðinni.
Kínverjar hafa reynt að fjárfesta í þremur flugvöllum á Grænlendi en Danir hafa stöðvað það; auðlindir á Norðurskautinu eru miklar í sjaldgæfum málmum.
Hafísinn heldur áfram að minnka en þá verður siglingaleiðin arðbær á Norðurslóðum í framtíðinni.
Hernaðaruppbygging Rússa á Norðurslóðum áratugum saman, ógna vestrænni samvinnu.Þeir hafa bætt við tveimur herdeildum sem þjálfaðar eru sérstaklega í heimskautahernaði og eru nærri nærri Murmansk; Rússneskar sprengjuflugvélar rjúfa landhelgi NATO-ríkja reglulega.
Við verðum að vera meðvituð um áhuga Rússa og Kínverja á Norðurslóðum; ekki er efamál að við hljótum að að fylgja vestrænni samvinnu í framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook
12.11.2019 | 13:05
Hvenær verður ný eða gömul stjórnarskrá marktæk?
Fróðlegt væri að fá að sjá samninginn.Öll bréf sem ég hef fengið frá Sjúkrastofnun um mín mál; er ekkert tekið mark á, þó þau séu ljóslega stjórnarskrárbrot.
Fróðlegustu löfræðispekingar okkar hafa ekki talið að hægt sé að nota stjórnarskrána - "hún passi ekki við nútímann"
Verður ekki sama hvað stjórnarskrá við fáum verður hún toguð og teygð af lögfræðingum og snúið út úr með "löfræðilegum" útúrsnúningi?"
Líklega er góð hugmynd hjá Sigmundi að rannsaka einstök mál hjá ríkisstofnunm.
Verða dregnir til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook