13.11.2016 | 06:24
Bæn Frans frá Asisi
Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!
Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,
þar sem er misgerð, fyrirgefning,
þar sem er efi, trú,
þar sem er örvænting, von,
þar sem er myrkur, ljósi,
þar sem er hrygð, gleði.
Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.
Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.
Ekki að vera elskaður, en að elska.
Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.
Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.
Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.
Frans frá Assisi.
Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] : Góðan sunnudag kæru vinir.
12.11.2016 | 02:22
"Ómenningarþáttur" Gísla Marteins á RÚV?
Þátturinn með Gísla Marteini á RÚV Í kvöld hófst með stórkynningu á gifsfæti/meiðslum hans þar sem hann lék yfirborðskenndan miskunnsama samverjan með bros á vör geri aðrir betur.Valinkunnir viðmælendur komu fram, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir (Lækna-Tómas) og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikari.
Fyrsta mál á dagskrá var Donald Trump, verðandi forseti USA. Afhroð Samfylkingar féll í skuggann hjá borgarstjóranum hann yfirkominn af vanlíðan yfir sigri Trumps; ýtti frekar undir hatursáróður gegn honum, sama hjá Tómasi, skurðlækni hafði hann mikla vanlíðan yfir sigri Trumps, gagnrýni/skítabrandara Ólafíu Hrannar, leikara eru ekki hafandi eftir .
Framagreint fólk hefði mátt gæta orða sinnar betur frammi fyrir alþjóð; reynt að bera vopn á klæðin. Trump hefur látið stór orð falla enga síður hefur hann lofað að bæta atvinnulíf þjóðar sinnar ekki er vanþörf á, frú Clinton eyddi miklu meiri fjármunum í kosningabaráttu sína en Trump hafði auk þess stóru fjölmiðlana að baki sér; lýðræðið lætur ekki að sér hæða niðurstaðan er óumdeild.
Borgarstjórinn og Tómas, skurðlæknir hafa orðið fyrir óvæginni gangrýni þó með meiri rökum en hér átti sér stað, Dagur B fyrir lélega stjórn í fjármálum og niðurskurði í leikskólum, skurðlæknirinn fyrir aðild sína að svokallaðri barkaígræðslu aðgerð. Ætlast hefði mátt til meiri hógværðar af þeirra hálfu; þeir hefðu sýn lýðræðislegum forsetakosningum virðingu í það minnsta.
Ekki annað hægt en að minnast á fréttaþátt Atla Fannars þar sem samskipti þeirra Bjarna Ben. Sjálfstæðisflokki og Katrínar Jakobsdóttur Vinstri grænum í stjórnarmyndunarviðræðum var lýst með klúrum hætti er hefði mátt sleppa. Þá lýsti hann yfir að ekki væri í landinu starfhæf stjórn sem eru ósannindi allt er í réttum og löglegum farvegi við tilraunum til stjórnarmyndunar ef það tekst ekki verður forsetinn ekki í vandræðum að skipa utanþingsstjórn.
Er svona framkoma í samræmi við stefnu RÚV; er það virkilega svo að lýðræðislega kosningu beri ekki að virða með réttmætri gagnrýni með rökum? Er það stefnan að gott frægt fólk í sviðsljósinu gefi álit sitt með sleggjudómum um menn og málefni þjóðinni til uppbyggingar og sjálfsvitundar, soglegt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook
11.11.2016 | 17:54
Viðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn
,Nú hefur Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins tekist að hefja viðræður um stjórnarmyndun, engin óskastaða Björt framtíð og Viðreisn, en ef til vill það skásta af þeim kostum sem eru í stöðunni. Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið, enn reynir á hæfni Bjarna hvað honum tekst; skref í rétta átt að hefja viðræður, varla verður það úrslitakostur að þjóðin fái ekki að að kjósa um hvort hún vill ganga ESB eða ekki það er lýðræðisleg framkvæmd.
Katrín virðist ekki hafa nægileg tök í sínum flokki til að geta gegnið til samninga við Sjálfstæðisflokkinn þar virðast standa í veginum ungliðarnir og ESB sinnar; ekki gæfulegt lið, vonandi tekst Katrínu formanni að hemja sitt lið.
Fimm flokka stjórn tæplega vænleg fyrir Vinstri græna og enn síður fyrir þjóðina. Ekki sá kostur sem gæti skapað traust og sátt í samfélaginu.
Gangi Bjarna Benediktssyni, formmanni sem allra best í komandi viðræðnum, styð hann af heilum hug.
![]() |
Formlegar viðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2016 | 14:21
RÚV "kyndir eldinn"?
Kom fram í fréttum RUV í hádeginu hörð mótmæli væru gegn verðandi forseta Donald Trump í New-York , Cigago o.fl. borgum, upphrópanir: ekki minn forseti. Veit ekki hvað RÚV gerði mikið úr fréttinni en fann hana ekki inn á Mbl.is.
Stóru i fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum bera mikla ábyrgð með harkalegri umfjöllun sinni gegn verðandi forseta en hafa stutt frú Clinton ótæpilega. Virðist vera svipaðar aðferðir og hjá ESB að þeirra skoðanir eru þær einu réttu; leynt og ljóst kynt undir múgæsingu gegn öðrum frambjóðendum, pólitíski Rétttrúnaðurinn er það eina rétta aðrar skoðanir koma ekki fram eða eru slegnar niður.
Ekki laust við að að fjölmiðlar hér hafi beitt svipuðum aðferðum, síðast man undirrituð eftir framkomu RUV við Davíð Oddson í forsetakosningunum í júní sl.
Æpandi fólk: ekki minn forseti bera ekki merki um að lýðræðisleg úrslit forsetakosninganna í USA beri að virða gagnstætt ræðu frú Clinton eftir ósigurinn, hélt framúrskandi ræðu þar sem lýðræðið var henni henni efst í huga og þjóðin ætti að sameina sig um sinn verðandi forseta.
(Rétt í þessu kl. 14 hélt fréttamaður RÚV áfram að tönglast á umræddri frétt, þeirra ær og kýr að kynda undir pólitískan ófrið.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook
9.11.2016 | 17:53
Donald Trump næsti forseti Bandaríkjanna.
Stórviðburður sem seint gleymist að upplifa kosningabaráttu forsetakosninganna í USA s.l. nótt RÚV á þakkir skildar fyrir að fyrir að sjónvarpa viðburðinum. Jafn og þétt alla nóttina seig Trump fram úr frú Clinton er endaði með óumdeildum sigri hans þvert á allar skoðanakannanir.
Hálærðir stærðfræðingar og álitsgjafar voru aumkunarverði í beinni útsendingu til allrar heimsbyggðarinnar. Fjölmiðlaflóran varð kjaftstopp hafði haldið að hennar aðkoma að kosningabaráttunni tryggði frú Clinton sigur; sem betur fer hefur almenningur ennþá sjálfstæði til að taka eigin ákvarðanir.
Yfirlýsingar Trumps voru sumar hverjar ógnvænlegar fyrir kosningar en minna fór fyrir því hvað frú Clinton hélt fram um hann enda voru fjölmiðlar hér hallir undir hana.
Ræða Trumps eftir sigurinn var hógvær og í sáttatón veðrandi forseta til sóma.
Eftir ósigurinn kom frú Clinton fram og sagði orðrétt: Við verðum að viðurkenna þessa niðurstöðu... Donald Trump mun verða næsti forseti okkar, og hann á inni hjá okkur að við tökum honum með opnum hug og gefum honum tækifæri til að leiða þjóðina.
Þá sagði hún að til viðbótar því að virða kosningarnar, þurfum við að verja sameiginleg gildi um enga mismunun, réttarríki og jafnrétti gagnvart lögunum.
Frú Clinton hefur lagt sitt að mörkum að rétta Trump sáttahönd til sameiningar þjóð sinni; aðeins á færi mikilhæfra stjórnmálamanna er kunna sitt fag þrátt fyrir ósigur, lýðræðislegar niðurstöður kosninganna er það sem gildir í hennar huga.
![]() |
Sársaukafullt og verður það lengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2016 | 20:02
Ný lög: skerðing á lífeyri eldri borgara.
Nýjustu kjarabæturnar samkvæmt lögum : Frítekjumark eldri borgara verður lækkað úr 100 þús. niður í 25000 kr. um næstu áramót. Dæmi: Lífeyrisþeginn ræður sig í hlutastarf eftir áramót í 100þús kr. pr.mán. Þar af verða 75 þús. kr. yfir frítekjumarki. Það veldur lækkun ellilífeyris um 33.750, skattur af 100 þús. kallinum verður 37 þús. eftir standa 29.750 í vinnulaun eldri borgarans; en ríkið hirðir 70.250 af 100þús. kallinum.
Eldri borgarar þurfa að greiða fyrir heimilishald fæði og klæði, hreinlætisvörur og fl. Greiða af lánum, fasteignagjöld, hita og rafmagn, og háan meðalakostnað; flestir að eiga eigin bíl til að komast leiðar sinnar og þykir sjálfsagt nema ekki fyrir eldri borgara.
Að gera sér dagamun fara í leikhús er ekki inni í myndinni hvað þá utanlandsferð sér til upplyftingar.
Hvenær fást fram raunverulegar kjarabætur fyrir eldri borgara?
(Tölulegar upplýsingar eru teknar úr ágætri grein í Mbl. 7. nóv. höf. Arnór G. Ragnarsson.)
8.11.2016 | 10:10
Trump - frú Clinton - eða Tom Kaine?
Hvor er betri brúnn eða rauður? Bæði frú Clinton og Trump hafa vafasaman feril, hann fyrir brask og ósvífnar yfirlýsingar, hún fyrir pólitíska kerfisspillingu og ótrúverðugan netpóst sem gæti leitt til málaferla á hendur hennar og hún yrði að víkja sem forseti Bandaríkjanna?
Skárri kosturinn er að frú Clinton næði að sigra þá yrði Tim Kaine varaforsetaefni tilvalinn forseti.Vel kynntur í Virginíu sem öldungadeildarþingmaður og borgarstjóri; er kaþólskur og talar spænsku sem innfæddur og aflað sér fylgis meðal framsækinna stuðningsmanna.
Góð niðurstaða ef Tim Kaine yrði forseti Bandaríkjanna.
![]() |
Tvísýnt um úrslit kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2016 | 15:40
Hryðjuverk: "Öxin og jörðin geyma þá best"
Jón Arason (1484- 7. Nóvember 1550) var síðasti kaþólski biskupinn yfir Íslandi fyrir siðaskipti tekinn af lífi ásamt tveimur sonum sínum í Skálholti Umsvifamikill athafnamaður, flutti til Hóla fyrstu prentsmiðjuna á Íslandi. Jón biskup var skáldmæltur talinn höfundur kvæðanna Ljóma Niðurstingsvísna og Krossavísna einnig er til veraldlegur skálskapur eftir hann einkum lausavísur.
Biskuparnir kaþólsku Jón og Ögmundur í Skálholti risu upp móti hinum lúterska sið bæði var hann gagnstæður sannfæringu þeirra og hagsmunum. Jón Arason safnaði liði réðist á Suðurland og tók lúterska biskupinn Martein höndum. Sunnlendingar náðu yfirhöndinni fönguðu Jón biskup ásamt tveimur sonum hans, enginn þorði að geyma þá feðga af ótta við komu norðanmanna og voru þeir hálshöggnir í Skálholti 7,. Nóvember 1550, að ráði Einars prests er sagði öxin og jörðin geyma þá best.
Í hefndarskyni næsta vor drápu norðanmenn tuttugu Dani en þar með lauk allri mótstöðu gangvart lúterskum sið hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook
7.11.2016 | 01:53
Ný rikisttjórn í fæðingu?
Nú reynir á hæfni og útsjónarsemi Bjarna Bendiiktsonar að semja þannig að hann ætti tromp í hendi þegar til samstarfs kæmi. Hann hefur vaxið og þroskast allan sinn feril hingað til; allar líkur á að Bjarni nái ríkisstjórn saman. Ekki álitlegt ef hann þyrfti að skila umboði sínu og þjóðin sæi aftur úræðalausa vinstrivelferðarstjórn þar sem reynt nyrðri að losa sig við stjórnarskrána, setja sjávarútveg og landbúnað á hvolf rekstrarlega og semja um ESB-aðild.
Hvort tekst að mynda ríkisstjórn með Vinstrigrænum er undir því komið hvort Katrín hafi bein í nefinu, að halda Svandísi/Svafari og Steingrími í skefjum.
Ari Trausti stendur vonandi með Katrínu og yrði ráðherra kandídat.
![]() |
Bjarni og Guðni ræddust við í síma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2016 | 02:13
"Kirkjan sofnað á verðinum"
Spurningar vakna hefur biskupinn rétt fyrir sé? Er kirkjan orðin kerfi er starfar á eigin vegum með uppfræðslu barna í takmörkuðum tengslum við mannlífið í landinu? Undirrituð minnist sinnar uppfræðslu í barnaskóla þar lásu börnin dæmisögur Nýja testamentisins og valda kafla úr Gamla testamentinu borðorðin tíu og sköpunarsagan eru minnisstæð.
Nú spretta upp allskyns hópar í trúmálum/siðfræði er vilja rödd kristinnar trúar burt úr skólum landsins þó stefna fræðsluyfirvalda og stjórnarskrár séu augljósar í áherslum kristinnar trúar. Það sem vantar er með hvaða hætti uppfræðsla kristinnar trúar færi fram í skólum landsins; ekki er óeðlilegt að sérstakir tímar í Biblíusögum færu fram með skiljanlegum dæmisögum Jesú úr Biblíunni fyrir börn eins og áður er nefnt.
Börn af öðru þjóðerni og trú ætti ekki að skylda til kristinnar uppfræðslu ef þess er óskað af aðstandendum en breytir ekki þeim skyldum sem skólar ættu hafa gagnvart kristinni uppfræðslu.
![]() |
Kirkjan sofnaði á verðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2015 | 11:37
Hvað eru Zúistar?
Nú stendur til að loka fjölda moskum í Frakklandi samkvæmt múslimum sjálfum er telja stóran hluta þeirra vera falskar trúarstofnanir en ali á hatri og fordómum bæði í garð múslima og franskra borgara. Jafnvel þeim sé stjórnað af þjófum og eigulyfjasölum er klæði sig í trúarlegan búning.
Hér á landi gætu allt eins þrifist álíka samtök. Nú er í gangi mikil herferð gegn kirkjunni er fær mikinn hljómgrunn og athygli fjölmiðla.
Að framansögðu er ástæða til að spyrja hvaða samtök eru svokallaðir Zúistar er hafa það að markmiði að fá endurgreidd sóknargjöld er þeir fá sem trúfélag?
![]() |
Zúistar: Ádeila á kerfið eða svik? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook
2.12.2015 | 09:06
Kristján Möller "úlfur í sauðargæru"?
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar talaði fullur vandlætingar á Bylgjunni í morgun um hvað kjör eldri borgara og öryrkja hækkuðu minna en hjá öllum öðrum í viðtali við fulltúra Framsóknar. Allt gleymt hvernig vinstrivelferðarstjórnin lækkaði kjör umrædds fólks, ekki nóg með það heldur rændi hún eignum eldri borgara með auðlindaskatti . Sama stjórn ætlað einnig að láta þjóðina greiða Icesave-skuldina með vöxtum upp á 300 milljarða. Kristján nefndi ekki heldur að Samfylkingin sat í hrunstjórninni þar sem hann sat sem ráðherra og átti sinn þátt í efnahagshruninu. Að framansögðu dettur tæplega nokkrum manni í hug að trúa málflutningi Kristjáns eða flokki hans í velferðarmálum.
Hins vegar verða eldri borgarar að fá hækkanir á borð við aðra í samfélaginu verður erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að standa ekki við kosningaloforð um kjör eins og aðrir þjóðfélagsþegnar hafa fengið eftir yfirlýsingar sínar fyrir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook
30.11.2015 | 19:58
Hryðjuverk í París 1942
Tók á leigu mynd um útrýmingu Gyðinga í París 1942, eftir Bandarisk-Franska konu, byggða á sannsögulegum atburði. Átakanleg mynd, fjölskyldur með lítil börn voru send til Auschwicz í Þýskalandi og tekin af lífi í gasklefum alls sjötíu og fimm þúsund Gyðingar.
Lítil stúlka kemst undan upp í sveit þar sem góðhjartað fólk verður henni til bjargar síðar flyst hún til Bandaríkjanna og stofnar fjölskyldu .
Nýafstaðin hryðjuverk í París vekja til umhugsunar um hvort nú aftur séu á ferðinni ofstækisfullt fólk að koma af stað hatri; er leitt gæti af sér hræðilegt blóðbað þar sem saklausu fólki er fórnað rétt eins og í seinna stríði.
(Myndin heitir Sara´s Key)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook
28.11.2015 | 20:58
Fyrsti sunnudagur í Aðventu
Fyrsti sunnudagur í Aðventu er á morgun þá er kveikt á spádómskertinu sem táknar spádóm Biblíurnar um komu Krists.
Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu í sorg í gleði. Þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl.
Var ofsóttur sakir trú sinnar, að lokum niðurlægður og deyddur á krossi eins og tíðkaðist meðal sakamanna á þeim tíma.
Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, sigurinn er hans þrátt fyrir allt. Hann niðurlægði sig fyrir alla menn til að hjálpa þeim með sigri sínum í dauðanum og upprisunni.
Lítil stund við kertaljós er mikilvæg í kyrrð - látum fallegar hugsanir líða um hugann ; Aðventan er góður undirbúningur undir jólahátíðina .
Eigið góða Aðventu
27.11.2015 | 11:22
Harmleikur - nauðgun sýknuð?
Móðir stúlkunnar er kærði fimm karlmenn fyrir nauðgun var í viðtali á 365 í gærkveldi; þar talaði skynsöm reið móðir - sagði frá málinu eins og dóttir hennar greindi frá. Kom fram að upplifun stúlkunnar væri að henni hefði verið nauðgað ekki falleg sagan um myndbandið frá atburðinum sem hún varð að horfa á en hafði lítið að segja í málsmeðferðinni.
Piltarnir voru sýknaðir samkvæmt laganna bókstaf eftir stendur reiði almennings dómur götunnar hefur verið kveðinn upp og má telja verri fyrir piltana en að játa brot sitt og iðrast gerða sinna eins og móðirin lagði til.
Réttvísin situr eftir með ásökun almennings fyrir getuleysi í dómsmálum kynferðisbrota getur ekki komið refsingu yfir svo alvarlegan glæp sem nauðgun er?
Tek undir með móðurinni: Piltunum er vorkunn að sitja uppi án sakfellingar því miður verður það þeim erfitt líf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook
26.11.2015 | 14:32
Schengen - upplýsingar takmarkaðar-
Takmörkun persónufrelsis er vissulega fórn á mannréttindum en öryggisleysi vegna ótta við hryðjuverk við heimili og fjölskyldur er staðreynd. Verra ef tekið yrði upp fyrirkomulagið í ríki fyrrverandi Sovét-kommúnista þar sem fólk var handtekið án dóms og laga eftir vísbendingum frá skósveinum kerfisins.
Engu að síður er lögregluvaldi takmörk sett og verður að teljast tímabundið neyðarúrræði.
Gagnagrunnur Schengen er nú talin gagnslaus að hindra för glæpamanna/ hryðjuverkamanna er hafa ESB-vegabréf eða gallalaus fölsuð skilríki; meðan svo er grípa þjóðir innan þess til eigin varna.
Hvernig ætlar ESB a bregðast við umræddri hryðjuverkaógn; ekki verður við unað af ríkjum Evrópu að búa við Schengen- landamæri þar sem því næst allir komast í gegnum fyrirhafnalaust?
![]() |
Víðtæk völd til lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2015 | 23:06
Samfylkingin: Ísland í ESB?
Nú fann hinndeyjandi formaður Árni Páll Árnason Samfylkingunni gulrót sem dugir honum og flokknum til endurreisnar, ESB- aðild verður kosningamálið 2017; umsóknin frá velferðarstjórninni verður notuð sem gilt plagg þó ekki hafið þurft þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vinstri velferðarstjórnin, fyrrverandi þarf aðeins að komast til valda á ný að koma landi og þjóð undir erlent vald.
Þrátt fyrir útúrsnúning sendiherra ESB um áframhaldandi gildi aðildarsamningsins má fastlega gera ráð fyrir mótstöðu landsmanna með forsetann í fararbroddi.
Núverandi ríkisstjórn verður að taka af skarið og afturkalla umrædda umsókn og kefjast staðfestingar frá ESB; það mun festa núverandi ríkistjórn enn frekar í sessi ef hún klúðrar ekki málinu með loðnu orðalagi
![]() |
ESB verður kosningamál 2017 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook
24.11.2015 | 11:15
Dómstóll götunnar - sívirk umræða?
Í lýðræðissamfélögum hljóta að kom fram mismunandi skoðanir áháð lögræðulegu áliti með löggjafann að baki sér; mannanna verk eru og verða aldrei fullkomin þó lög teljist.
Samfélagið reynir með menntun að gera einstaklinga sjálfstæða í hugsun og ófeimna að tjá sig. Siðfræði er viðurkennd fræðigrein og heldur fram boðskap með rökumstuddum samræðum og skoðunum um samfélagsmál er á rætur sínar í kristin gildi.
Hið umdeilda nauðgunarmál fellur undir siðfræðilega umræðu í fullum rétti; þar sem vettvangur almennings er til að tjá sig hvernig sem dómstólar dæma.
Frá siðfræðilegu sjónarmiði er það rangt að fimm karlmenn noti sér kynferðislega sextán ára stúlku hvort sem hún er drukkin eða ekki.
Þeir sem telja sig hafna yfir siðferðileg sjónarmið og kristileg gildi kalla álit almennings "dómstól götunnar með tilheyrandi lítilsvirðingu".
Dómstóll götunnar er ekki síður mikilvægur en dómstóll löggjafarvaldsins og vísbending um að siðfræðileg vitund er til staðar og á að vera sívirk í umræðunni; það er mergurinn málsins?
![]() |
Mál Bigga löggu til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2015 kl. 20:14 | Slóð | Facebook
23.11.2015 | 16:09
Flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni.
Tæplega hægt að telja ummæli Heiðu Kristínar Helgadóttur, Bjartri framtíð skynsamleg á Alþingi í dag telur hún að Reykvíkingar þurfi flugvallarsvæði til byggingar íbúða sér til sparnaðar vegna vinnu.
Hver er kominn til að tryggja nægilega vinna í 101 og næsta nágrenni til frambúðar?
Flugvöllurinn verður áfram í næstu framtíð þar sem hann er og óþarfi að ræða það meira. Borgin mun að öllum líkindum fara í skaðabótamál við ríkið en mun engu breyta flugvöllurinn er ekki að fara Vatnsmýrinni.
23.11.2015 | 15:09
Borarstjóri fari að lögum?
Ólöf Nordal tók röggsama og skynsamleg ákvörðun Reykjavík er höfuðborg þjóðarinnar og verður að fara að lögum. Ráðherrann hefur yfirumsjón með flugmálum og ber ábyrgð á stefnumörkun í samgöngum.
Ekki einkahagsmunamál meirihluta borgarstjórnar að deila og drottna með hvort landsmenn búi við sæmilegt flugöryggi og tengsl við höfuðborgina hvað varðar - aðgengi að sjúkrahúsi og ýmis konar álvörðunartöku í stjórnsýslu sem því næst öll fer fram í Reykjavík.
![]() |
Ráðherra hafnar kröfu borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |