Leitaði griða í guðshúsi.

Eðlan sýnist vera hið skynsamasta dýr, leitaði sér griða til bjargar lífi sínu eins og tíðkaðis áður fyrr er menn flúðu undan ofsóknum eða í stríði. Vonandi fær hún að halda lífi  varla  lánlegt að deyða dýrið eftir hafa verið undir verndarvæng í guðshúsi.Halo


mbl.is Eðla spókaði sig í guðshúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjóri Kópavogs: - Siðlaus bílanotkun

Afstaða bæjarstjórans í Kópavogi er í samræmi við tíðaranda útrásar, hroka og græðgi. Farið á svig við lög en siðgæði  fótum troðin; löglegt en siðlaust? Siðlaust af bæjarstjóra Kópavogs að nýta bíl bæjarins fyrir aðra fjölskyldumeðlimi ekki nóg með það heldur virðist notkun fjölskyldunnar ganga fyrir; í krafti valdsins teknir aðrir bílar bæjarins í starfi bæjarstjórans. Til að bæta gráu ofan á svart fær bæjarstjórinn blessun endurskoðenda/lögfræðinga bæjarins, ástæða væri að fylgjast með störfum þeirra ; fara þeir á svig við lög eða ekki að lögum í störfum sínum?

Trúverðugleika bæjarstjórans má draga stórlega  í efa sem æðsta yfirmann bæjarins eftir framangreindar yfirlýsingar.ShockingHalo 

Fyrri afglöp bæjarstjóra og bæjarstjórnar er vitað er um:

 Nýlega voru atvinnulausir í Kópavogi sviptir ókeypis sundferðum og bókasafni;atvinnulausum er nauðsynlegt að hafa aðgang að líkamsrækt og bókasafni til að viðhalda heilsu sinni og sjálfsmynd;virðist sama leiðin og þegar eldri borgarar í Kópavogi voru sviptir sundferðum sínum á fyrra ári;þá var keyptur dýrindis farsími handa bæjarfulltrúum fyrir kr. 40 þús er þeir nota sér að kostnaðarlausu og þótti forseta bæjarstjórnar alveg sjálfsagt; á  sama tíma var hægt að fá ágætis síma fyrir kr.18.000 er vel hefði mátt duga - eða hreinlega mátt sleppa símakaupunum. SidewaysHalo


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir fara fram á endurskoðun Hæstaréttar?

Er það leyndarmál hvaða  fyrrverandi stjórnlagaþingsmenn  fari fram á endurskoðun dóms Hæstaréttar, Gísli Tryggvason er dráttarklárinn er dregur vagninn en ekki komið í ljós hverjir sitja í honum, skyldi Þorvaldur Gylfason , prófessor sitja í vagninum hjá Gísla?

Undarlegt var að koma á kjörstað og sjá nýju kjörkassana engan veginn hægt að sjá að þeir væru innsiglaðir; að mínu mati er það eitt og sér nægileg ástæða til að ógilda kosninguna.

Dómur Hæstaréttar er endanlegur hvernig sem verður reynt að þyrla moldviðri um hann.

Kom fram í fréttum gærdagsins að Gísli væri talsmaður hópsins - eða hluta af honum?UndecidedHalo


mbl.is Jón Steinar víki sökum vanhæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumörkun og skynsamleg neysla

Hægt er að draga úr neyslu nema hjá þeim  verst settu, en þá verður að skipuleggja útgjöldin og sleppa því sem hægt er að vera án með góðu móti; ef vel gengur og eftir er af launum setja í sparnað til að eiga fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöldum. Framangreind atriði verða stjórnvöld að hafa í huga við stefnumörkum. Nú er áherslan að lækka vexti jafnvel niður í 2%  - eru það ekki röng skilaboð  þegar ætlast er til að dregið sé úr neyslu?; of mikil neysla dregur gjaldeyrir úr landi.

Stjórnun vaxta þarf að taka mið af þeim efnahagsvanda er þjóðin stendur frammi fyrir  er krefst aðhalds, sparnaðar og skynsamlegrar neyslu - í stað þess að ætla að hneppa komandi kynslóðir í skuldaklafa er þær bera enga ábyrgð  á að greiða.WhistlingHalo 


mbl.is „Erfitt og sárt fyrir þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Górilla: hamingjusöm einstæð móðir.

Skemmtileg frétt um fjallagórilluna í Rúanda er eignaðist tvíbura; vonandi kemur mynd af þessari nýstárlegu einstæðu móður  tæplega mun hana skorta athygli; gott að gleyma Icesave eitt augnablik og fagna með górillunni og sonum hennar.Smile Halo
mbl.is Górilla eignaðist tvíbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils: - ''nýtt forsætisráðherraefni lítur dagsins ljós''?

''Forætisráðherraefni'' kom fram í sviðsljósið ídag, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi fréttamaður Baugsmiðla; hugsar hátt ekkert minna en forsætisráðherra. Þeir félagar Sigmundur Ernir og Tryggvi Þór hafa kynnt sig reglulega á INN-sjónvarpinu en komu fram í Silfri Egils í dag, líklega til að leggja lokahönd á nýja stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar; síðan kom álitsgjafi Samfylkingar fram í fréttum stövar2 nú í kvöld og lagði  áherslu  ''óbeint'' á tilvonandi samtarf fyrrnefndra flokka.

Einna helst mætti líkja uppistandinu við SpaugstofuþáttLoLHalo.

 

 

 

 


Tryggva Þór Herbertsson: - skortir traust og trúverðugleika?

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hagfræðiprófessor, fræðimaður við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðar maður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Þór Herbertsson er samdi margfræga skýrslu ásamt  Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla?   Báðir höfundarnir tóku  tóku þátt í fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum bankanna á erlendri grundu til að fylgja  boðskap skýrslunnar eftir...  Aðeins jákvæðu þættirnir voru dregnir fram að mati Geirs Zoega, forseta hagfræðideildar HÍ og hafi skýrslan sennilega þau áhrif að íslensku bankarnir áttu greiðari aðgang að fjármagni erlendis, stækkuðu enn frekar og glataðist mikilvægur tími til að taka á vandanum(fyrir hrun). (Rannsóknarskýrslan8.h. bls.214.)

Tryggvi Þór Herbertsson viðist enn vera einn helsti álitsgjafi Sjálfstæðisflokksins, sat á fremsta bekk á fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í gær og hefur haldið fyrirlestra fyrir flokkinn.

Tryggvi Þór Herbertsson er  siðferðilega skyldugur að draga sig út úr sviðsljósi stjórnmálanna; ekki boðlegt af RÚV að bjóða upp á hann sem helsta álitsgjafa Sjálfstæðisflokksins.

Tryggvi Þór Herbertsson er velmenntaður maður og allir vegir færir í öðrum störfum; en hann hefur skaðað trúverðugleika sinn sem þingmaður og álitsgjafi fyrir stjórnmálamenn.ShockingHalo

 

 

 

 

 


mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur ómarktækur?

Þessi ákvörðun formanns Sjáfstæðisflokksins er óðs manns æði, hann ók of hratt  lenti utan vegar en telur sig samt hafa ekið í góðum gír; hvers vegna var ekki kallaður saman skyndifundur í flokknum,  til þess var nægur tími; ná ótvíræðri samstöðu á breiðum grundvelli.

Engin veit nákvæmlega hver upphæð Icesaveskuldarinnar verður a.m.k. tvöhundruð milljarðar í erlnedum gjaldeyri segir Sigríður Ásthildur Andersen, hérðaðsdómslögmaður í Mbl 4.feb,17. En það er talið vera um 14% af landframleiðslu.

Að ganga gegn landsfundarsamþykkt er alvarlegt mál ekki nægileg rök að nú séu allt aðrar forsendur. Erfitt fyrir formanninn þegar til  framtíðar er litið að verja slikan yfirgang; auk þess hefur Ixesaveskuldin ekki lagastoð.SidewaysHalo

 


mbl.is Ekki gegn ályktun landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi: Réttarfar og siðferði fótum troðið!?

Dómsmálið á hendur Geir H. Haarde  hófst með  pólitískri kosningu í þinginu þar sem Samfylkingin  hvítþvoði aðild sína að efnahagshruninu; engu að síður voru Jóhanna,forsætisráðherrann og Össur, utanríkisráðherra  aðilar að stjórnarsamstarfinu þegar ofviðrið skall yfir þjóðina; hneppti hana í ófyrirsjáanlegar skuldir og verri lífskjör til framtíðar.

Þegar Landsdómur kallar Geir fyrrverandi forsætisráðherra fyrir  mun koma í ljós kattarþvottur Samfylkingar í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Má segja að Vinstri grænir hafi fylgt fast á eftir að sakfella Geir einan aðeins til að geta verið attaníossar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Má telja að aldrei hafi eins fjandsamleg ríkistjórn setið í landinu gagnvart þjóðinni; skattpíning meiri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  nokkru sinni krafðist.

Geir Haarde hélt fast um stjórnvölinn; var einn af þungaviktarmönnum þegar bankarnir féllu og óreiðubankarnir skyldir eftir; bjargaði því sem bjargað varð.

Þótt Geir H. Haarde hafi verið verkstjórinn í umræddri ríkisstjórn er  það  álit  undirritaðrar að hann beri ekki sökina einn; ekki gott fordæmisgildi  þegar til framtíðar er litið. PoliceHalo


mbl.is Réttarfarslegt hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundurinn í Valhöll: skiptar skoðanir - og ''lófaklapp''

Bjarni átti ''klappliðið'' í salnum en þeir er báru fram fyrirspurnir voru allflestir á móti Icesave-skuldinni og fengu margir gott klapp. Sérstaklega fékk formaðurinn oft aðfinnslur fyrir að ganga á móti samþykkt síðasta landsfundar; ekki nógu góð rök að álíta aðrar forsendur nú heldur en þá. Ekki er hægt að halda fram að Bjarni hafi notið  trausts á landsvísu á fundinum, gæti þó breyst ef verður samþykkt að leggja málið undir dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu; má segja að það yrði rökleg niðurstaða, þjóðin felldi Icesavesamningana síðast.

 


mbl.is Lófaklapp í lok ræðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían: Matteusarguðspjall

 Laun: 40Sá sem tekur við yður tekur við mér og sá sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig. 41Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun og sá sem tekur við réttlátum manni, vegna þess að hann er réttlátur, mun fá laun réttláts manns. 42Og hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum.“

 

 Í Nasaret:53Þegar Jesús hafði lokið þessum dæmisögum hélt hann þaðan. 54Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: „Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin? 55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? 56Og eru ekki systur hans allar hjá okkur? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?“ 57Og þeir höfnuðu honum hneykslaðir.
En Jesús sagði við þá: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og með heimamönnum.“ 38Og hann gerði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.    Góða helgi HappyHalo

 

 


Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins - taki pokann!

Búast má við að hitni í kolunum á fundinum í Valhöll á morgun, Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður sagði í viðtali á Stöð2, að  Davíð Oddsson, ritstjóri Mbl. verða að sætta sig við að vera ekki lengur formaður Sjálfstæðisflokksins og taldi hann stjórna uppistandinu gegn greiðslu Icesave-skuldarinnar.

Tryggvi Þór Herbertsson,þingmaður og ''hlutlaus'' fræðimaður'' við Háskóla Íslands ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Herbertsson er fór til Bandaríkjanna ásamt þáverandi forsæitsráðherra skömmu fyrir bankahrunið; til að ''fegra'' ástandið í íslenskum bankmálum?

 

 Tæplega verður litið framhjá skýrslu prófessoranna Tryggva Herbertssonar (þáverandi forstöðumanns háskólans)og Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla, rækilega merkt framgreindum fræðimönnum við  Columbíaháskóla og Háskóla Íslands. Rannsóknarskýrslan bls 214: ... ..."Tryggvi kveðst býsna stoltur af skýrslunni, en viðurkennir þó að hún hafi ekki byggst á neinni greiningu á stöðu bankanna umfram það sem er að finna í opinberum gögnum".... ...Báðir höfundarnir tóku  tóku þátt í fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum bankanna á erlendri grundu til að fylgja  boðskap skýrslunnar eftir..."Rannsóknarskýrslan bls214.

Takið vel eftir áliti Geirs Zoega, prófessors HÍ:

Aðeins jákvæðu þættirnir voru dregnir fram að mati Geirs Zoega, forseta hagfræðideildar og hafi skýrslan sennilega þau áhrif að íslensku bankarnir áttu greiðari aðgang að fjármagni erlendis, stækkuðu enn frekar og glataðist mikilvægur tími til að taka á vandanum(fyrir hrun). Rannsóknarskýrslan bls.214.

Tryggvi Þór Herbertsson virðist vera einn af talsmönnum flokksins út við (sjálfskipaður?), á hauka í horni innan RÚV og Stövar2; þá er hann reglulega með þætti í INN- sjónvarpin;allt er reynt að gera Tryggva trúverðugan og ómissandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn; Tryggvi stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn heldur að hann sjáist ekki.

Tryggvi Þór Herbertsson ætti að taka pokann sinn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins; snúa sér að fræðistörfum; með breyttum formerkjum frá því hann samdi Mishkins-skýrsluna  frægu og fyrrnefndu.AngryHalo

 


Þjóðin - engin ríkisábyrgð vegna óreiðumanna!

Andstaðan er skiljanleg í ljósi aðstæðna, þjóðin felldi Icesave-samninginn síðast, málsókn á hendur útrásarvíkingum er settu efnahag þjóðarinnar í rúst gengur of hægt enginn verið sakfelldur, sífellt þrengir meira að öllum almenningi; líka þeim er hafa  engin myntkörfulán; skattapólitíkin er kolröng má nefna bensínskattinn, umhverfisskattinn er vel mátti bíða. Kaup  sífellt  lækkað, skattfrádráttur ekki lækkaður; svo á þjóðin að greiða skuldir óreiðumanna er valdir voru að bankahruninu; þjóðin getur ekki tekið á sig ríkisábyrgð, víxil á barnabörn okkar/ komandi kynslóðir.

Þrengingar almennings eru nú mjög nálægt hættumörkum, hvers vegna ætti að auka  áhættuna enn frekar með því að greiða Isesave-skuldina; sem er samkvæmt lögum ekki skylda okkar. ShockingHalo

 


mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ICSAVE - SAMNINGINN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI

Ekki verður séð að áhættan aukist þótt þjóðin hafni Icesave-samningnum ,blikur  eru á lofti í  gjaldeyrismálum, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Stærstu ríki heims eru varfærin, fara sér hægt í gjaldeyrisbreytingum. Ef krónan lækkar þá er komið risastórt ''myntkörfulán'' er gæti orðið erfitt að greiða.

Hefur almenningur ekki nóg með sín myntkörfulán ?; fólk á láum launum sem hefur venjuleg húsnæðislán er á mörkum þess að ná endum saman um hver mánaðarmót nú um stundir; fyrst og fremst vegna   óréttlátrar skattastefnu ríkisstjórnarinnar.

Vafalaust munu fleiri segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en bíða átekta. Styrmir fyrrverandi ritstjóri Mbl. hefur rétt fyrir sér, rökrétt er að þjóðin fái að taka endanlega afstöðu; þeirri niðurstöðu verður að hlíta '' það er lýðræðisleg krafa''.


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatursherferð Samfylkingar

Hverju orði sannara Samfylkingin lætur sverfa til stáls við sjávarútvegsfyrirtækin í landinu, komin allt að því dagskipun um hvernig þingmenn skuli haga málflutningi sínum. Tekist hefur að koma óorði á atvinnugreinina með fúkyrðum og slagorðum, orðið  ''sægreifarnir'' hefur náð einna lengst með hjálp lýðskrumara vítt og breitt um þjóðfélagið. Nærtækt dæmi er Útvarp Saga er dag eftir dag hamrar á meinfýsnum áróðri þar sem ýtt er með öllum ráðum undir slíkan málflutning í þættinum ''línan er laus'';síðan kemur Eiríkur Stefánsson reglulega með fúkyrðaflaum í pistlum sínum.

Sorglegt að Vinstri grænir skuli óbeint styðja þennan skefjalausa órökstudda áróður með núverandi stjórnarsamstarfi; Steingrímur J. Sigfússon virðist láta sér léttu rúmi liggja órökstuddan áróður um mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar; engar raunhæfar tillögur um það sem betur mætti fara eru uppi á borði stjórnarheimilisins; nægilegt að sitja í ríkisstjórn og láta fara vel um sig.AngryHalo 

 


mbl.is Gagnrýnir þingmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Helgi Hallgrímsson

Óska mínum gamla kennara Helga Hallgrímssyni innilega til hamingju með bókamenntaverðlaunin(einnig Gerði Kristnýju).Hann er vel að þeim kominn hefur með þolinmæði og þrautseigju unnið að verkinu í marga áratugi. Nú getur almenningur týnt sveppi án hræðslu við að þeir séu eitraðir bara að kaupa Sveppabókina og setja sig inn í fræðin.Happy Halo
mbl.is Blóðhófnir og Sveppabókin fá verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ræður ekki við efnahagsvandann

Tæplega annar kostur í efnahagsvandanum er að AGS haldi um taumana lengur en ákveðið hefur verið. Ríkistjórnarflokkarnir eru ekki trúverðugir vegna ósamkomulags innbyrðis, klögumálin gagna á víxl þar á bæ undur hótunum  forsætisráðherrans. Stjórnarandstaðan er máttlítil;  í heildi njóta stjórnmál ekki trausts meðal almennings. 

Hætt við að peningastjórnin/efnahagsvandinn  fari úr böndum og verðbólga aukist verulega ef AGS hverfur á braut.

Þar við bætist óróleiki á vinnumarkaðnum er ekki sér fyrir endann á, deilur ríkistjórnarinnar við LÍÚ þar sem  Jóhanna/ Samfylkingin öll er í  stríði við atvinnuveginn; er stendur undir stórum hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar; atvinnuvegi sem er  beint og óbeint tengdur við fjölmörg fyrirtæki á öllu landinu er byggja afkonu sína á þjónustu við hann. En það er ekki aðalmálið, markmiðið er að ríkisreka sjávarúrveginn í framtíðinni; þjóðnýting er stefnan til að geta deilt og drottnað í pólitískum tilgangi.

Ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessa mikilvægu þátta, eyða óvissunni um afkomu sjávarútvegsins; í stað þess hrópa ókvæðisorð með stríðshanskann á tilbúinn til höggs.

Nokkuð ljóst að þessi ríkistjórn nær litlum eða engum árangri í samningum við sjávarútveginn - eða á vinnumarkaði; við þurfum utanþingsstjórn.ShockingHalo


mbl.is Már: AGS hugsanlega áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi og gripdeildir - í boði R-listans sáluga!?

Þegar R-listinn sálugi tók við borginni fyrir margt löngu  þótti ekki viðundandi opnunartímar og fjöldi vínveitingastaða í miðbænum. Það vantaði meira frelsi fyrir unga fólkið að njóta sín fram undir morgun í það minnsta- jafnvel framundir hádegi.

 Nú er ''frelsið''sem R-listinn innleiddi orðið að skelfilegri martröð,  ofbeldishópar vaða uppi með ránum og gripdeildum; enginn þorir að vera ferli síðdegis þegar nær dregur helginni.BanditHalo

 

 

 


mbl.is Tekið á ofbeldishópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingismenn reyni að endurheimta - virðingu og traust!

Álit almennings á Alþingi er ekki mikið að vonum eftir efnahagshrunið nú er tækifærið að snúa þróuninni við og ljúka málinu með reisn; þingmenn allir sem einn láti kosningar fara fram í annað sinn. Endurskoði lögin um framkvæmd kosninganna og  störf  væntanlegs þings; mætti kjósa í sömu kjördæmum og til Alþingis þannig að öll þjóðin í landinu geti haft áhrif í raun.

Að mati undirritaðrar er einn stærsti ágalli stjórnlagaþingskosninganna að hægt er að rekja kjörseðla alvarlegastur og að Reykjavíkursvæðið hafði yfirburði um hvernig kosningaúrslit fóru.

Takist þingmönnum ekki framangreint hlutvert mun álit og traust  þingsins enn  minnka stórlega; kemur sennilega  fram hjá almenningi í næstu alþingiskosningum og til yrði nýr ''Gnarristaflokkur''.

Lagaprófessorarnir sýndu fram á þótt Alþingi geti samkvæmt stjórnarskrá skipað þá 25 þingmenn er hlutu kosningu, óheppilega, en verra  yrði að skipa þá er flest atkvæði fengu eins og Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálaprófessor lagði til í Fréttablaðinu, löglegt en siðlaust;  dóm Hæstaréttar  ber að virða annað er ekki boðlegt í réttarríki.WounderingHalo


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaprófessor - þræðir hárfínt framhjá lögum?

 Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálaprófessor virðist vera umhugaða um að stjórnlagaþingið verði haldið hann segir í Fréttablaðinu (28.01, bls18): ''Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það  við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taka sæti á nýju stjórnlagaþingi''.

 Er ekki prófessorinn að viðra þá hugmynd að  Þorvaldi Gylfasyni, prófessor (og pólitískur greinaskrifari Samfylkingar í Fréttablaðinu) verði falin forystan í stjórnarskrármálinu?

Gunnar Helgi gengur svo langt í rökstuðningi sínum að  í Alþingiskosningunum eftir setningu laga um stjórnlagaþing  hafi 85,1% kjósenda kosið  í apríl 2009;  í raun hafi almenningur þá einnig verið að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á á hlutverki stjórnlagaþings.

Hann rökstyður álitið  frekar að  samkvæmt stjórnarskránni  geti aðeins Alþingi breytt stjórnaskránni tvisvar með þingkosningum á milli. En þar sem meirihluti Alþingis hafi samþykkti lög um að kosningar um að stjórnlagaþing skyldi framkvæma, ekki hafi  komið fram stórvægilegir gallar á umræddri kosningunni;  því sé frambærilegt að Alþingi kjósi aftur einungis þá einstaklinga er fengu stærstu atkvæðahluta til áframhaldandi þingsetu án þess að nýjar kosningar fari fram.

Undirrituð telur álit Gunnars Helga Kristinssonar með pólitískum undirtón  þræði hárfínt fram hjá lögum ;  löglegt en siðlaus.

Skásta lausnin er að kosið verið aftur til stjórnlagaþings, lögin einfölduð  er samþykkt voru á Alþingi um framkvæmd þingsins. Hægt að skilja  á mannamáli hvernig atkvæðamagn hafði á kjör þingmanna innbyrðis, að frambjóðendum verði fækkað verulega, að Reykjavíkursvæðið í krafti atkvæðamagns ráði ekki alfarið kosningunni.

Engin samtaða var innan þingsins um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings þótt telja megi að allflestir þingmenn hafi viljað endurskoðun stjórnarskárinnar. Undir yfirborðinu krauma pólitísk sjónarmið enda fumvarp um stjórnlagaþingið runnið undan rifjum Samfylkingar og ráðgjafa hennar. 

Alþingi verður að ná samstöðu um nýja framkvæmd kosninga til stjórlagaþings sem allra fyrst; óhjákvæmilegt að endurtaka kosninguna þótt kostnaðrsamt sé.FrownHalo


mbl.is Ekki fráleitt að skipa þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband