15.11.2009 | 16:03
Verslunin Kostur - lágvöruverslun kaupauki í kreppunni?
Almannahagsmunir krefjast þess að matvöruverslanir séu sem ódýrastar, til þess þarf nýtt hugarfar, að svo megi verða? Þegar Sambandið og Samvinnufélögin voru upp á sitt besta (áður en græðgin náði þar yfirhöndinni), voru matvörur/heimilsvörur er þarf til frumþarfa mannlífsins ódýrari en tíðkaðist hjá þáverandi kaupmannastétt.
þegar Mikligarður Holtagörðum var stofnsettur af Sambandinu var hægt að fá keypta fína kuldaskó/klæðnað handa fjölskyldunni á ódýrara verði en áður hafði þekkst. Svoleiðis vörur fengust áður aðeins í tískubúllum niður á Laugavegi, á uppsprengdu verði, er venjuleg fjölskylda með meðaltekjur gat ekki leyft sér.
Hagkaup kom með sína ódýru póstverslun, sloppa á allra húsmæður landsins og nælonskyrtur á húsbóndann; ekki eins góðar vörur eins og Sambandið gat skaffað. En það hallaði undan fæti og þá kom Bónus og ræður nú, á hvaða verði fyrrnefndar vörur eru seldar
Nú kemur nýja lágvöruverslunin Kostur, vonandi tekst þeim að veita verðuga samkeppni á markaðnum, gaman að sjá hverju fram vindur, verður það nýtt upphaf í Samkeppni á nauðþurftum landsmann? Tekst þeim að selja matvöru á sem lægstu verði, svo eitthvað sé eftir hjá fjölskyldum, til kaupa á öðrum vörum og auka þar með tækifæri verslunarinnar á fleiri sviðum; um það snerist stefna Samvinnuverslunarinnar í upphafi.
![]() |
Mikill áhugi á Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook
15.11.2009 | 08:29
Að taka ekki afstöðu
'' Við skulum viðurkenna það eins og það er, að sú lausn að taka ekki afstöðu fellur okkur öllum allvel í geð. Hún er svo einföld. Menn eru ekki með neinar vangaveltur, gefa sig augnablikinu á vald, skeyta engu um framtíðina, njóta lífsins. Og hversvegna ekki? Af hverju ættum við svo sem að spyrja? Spurningar eru leiðinlegar. Hversvegan skyldum við fara að áfellast einhvern fyrir það, þótt hann til dæmis reyni að flýja lífið í nautn eiturlyfja? Eða þótt hann reyni að klófesta það sem tiltækt er - það sem honum býðst hérna og núna? Og þó finnum við að þetta er engin alvörulausn á vandanum, engin lausn sem leitað verður til heila mannsævi. Hún gefur nefnilega engin svör við spurningunum, heldur ýtir öllum vandamálum til hliðar, þar sem þau geta legið og gleymst''.
Franski rithöfundurinn St. Exupéry lýsir þessari manngerð á eftirfarandi hátt: '' Gamli embættisgaur, þú hefur klastrað saman þínum einkafriði ag farið að eins og termítarnir, lokað öllum opum sem ljósið skein áður gegnum inn á þig og þú gast litið út um til ljóssins. Þú hefur vafið utan um þig borgaralegu öryggi þínu, venjum þínum, kæfandi siðum smábæjarlífs þíns. Þú vilt ekki láta vandaspurningar íþyngja þér. Þú hefur verið önnum kafinn við að gleyma því að þú sért maður. Þú spyrð engra spurninga sem þú getur ekki fengið svör við. Nei, þú ert lítill, vandaður samborgari. Enginn reyndi að hrífa þig með sér, meðan enn var tími til. Nú er leirinn sem þú varst myndaður úr, þurr orðinn og harður...'
Vegurinn, sannleikurinn og lífið, 25. Torfi Ólafsson þýddi.
Útgefandi: Kaþólsk kirkjan á Íslandi, 1981
Góða helgi
14.11.2009 | 11:03
Verslunin Kostur - fall er fararheill
Fall er fararheill ekki mjög til baga þótt opnun verslunarinnar Kosts seinki aðeins, stígandi lukka er best. Vonandi veitir Kostur samkeppni á matvörumarkaði, geti með tíð og tíma brotið niður það samráðsverðlag er nú ríkir, nánast hefur matvörumarkaðnum verið lokað þar sem Bónus ræður för; býður ''lægsta verðið'' með geðþóttaákvörðun er ekki getur viðgengist til lengdar.
Eftir einhverju er að slægjast til að græða á matvöruverslun rúmlega sex hundruð manns hafa lýst sig reiðubúna til að kaupa Haga áreiðanlega til að leika sama leikinn og verið hefur; hefta alla samkeppni til að græða sem mest.
![]() |
Opnun Kosts seinkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook
13.11.2009 | 18:17
Barnaverndaryfirvöld – ást og umhyggja til barna aukaatriði?
Þegar Halldór Kiljan Laxness tók á móti Nóbelsverðlaunum í bókmenntun minntist hann ömmu sinnar með þakklæti. Þá bjuggu tvær kynslóðir saman á heimilum, kom í hlut ömmunnar/ afans að gæta barnanna, hafa ofan fyrir þeim með sögum, ævintýrum og ljóðum, kenna þeim að lesa og draga til stafs hugga þau ef á bjátaði. Þá voru heimilin alhliða vinnslustöð um allt er þurfti til heimilis bæði fæði og klæði, hlutverk ömmunnar/afans var mikilvægt. Ef foreldranna missti við voru börnin tekin í fóstur af afanum og ömmunni ef þau voru til staðar; þótti sjálfsagt enda betur sett þar en að verða niðursetningar án umhyggju og kærleika.
Þessa viku hafa verið í brennidepli framkvæmd/ aðför barnaverndaryfirvalda að börnum sem eru í skjóli afa síns og ömmu, hinu tilvikinu ömmunni. Ekkert hefur komið fram að fyrrnefnt fólk sé ekki fullkomlega fært um að annast þessi börn.
Barnaverndaryfirvöld hafa ekki gefið út skýringar á þessari dæmalausu aðför, bera við að málin séu viðkvæm og um þau ríki þagnarskylda. Málin eru vafalaust viðkvæm en barnaverndaryfirvöld geta samt sem áður gefið skýringu hvers vegna börnin mega ekki verið hjá ömmu, afa og í tengslum við stórfjölskylduna.
Sá grunur vaknar að örli á fordómum á fullorðnu fólki, það hafi ekki reynslu og menntum til að ala upp börn, börnin séu betur sett hjá vandalausum foreldrum. Ástúð og kærleikur er börn fá hjá sínum nánustu virðist aukaatriði; - málið er sannarlega viðkvæmt ekki síst fyrir viðkomandi börn.
Umfjöllum fjölmiðla og netsíðum hefur orðíð til þess að barnaverndaryfirvöld hafa endurskoðað afstöðu sína; Félagsmálaráðuneytið tók af skarið og gaf út tilmæli að börnin skyldu vera hjá ömmu sinni; - vonandi til langframa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook
13.11.2009 | 12:44
Þorsteinn - leikur tveimur skjöldum?
Vissulega er ástæða til að taka undir með Sturlu Böðvarssyni hvers vegna Þorsteinn Pálsson situr í hraðlest Samfylkingar að kom þjóðinni til Brussel sem fyrst. Hann hefur um árabil verið ritstjóri Fréttablaðsins, sem helsti stuðningsmaður inngöngu í ESB; af hverju gengur Þorsteinn Pálsson ekki hreint til verks og gengur í Samfylkinguna.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið að ganga í ESB; þess vegna leikur Þorsteinn Pálsson tveimur skjöldum ef litið er til fortíðar hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins og ráðherra um árabil.
Þorsteinn Pálsson getur tæplega verið trúverðugur samningsaðili í samninganefnd um aðild að ESB af fyrrnefndum ástæðum.
kljliuvggtyfc
![]() |
Þorsteinn skuldar skýringar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook
13.11.2009 | 10:16
Hvers vegna - minni fiskafli?
![]() |
Minni fiskafli í október en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 18:07
''Forsetinn - undir pilsfaldi Kolbrúnar''
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur nú komið Ólafi Ragnari, forseta til varnar vegna geðvonskuskrifa fólks, sett hann undir pilsfald sinn (mbl ídag 18). Ekki amalegt fyrir forsetann að hafa slíkt skjól í miðopnu Mbl. Virðist hafa farið framhjá Kolbrúnu að forsetinn hefur kallað yfir sig gagnrýni og reiði (ekki geðvonsku eins og Kolbrún telur) vegna stefnu sinnar sem forseti.
Forsetaembættið hafði þá vitund í þjóðarsálinni að vera sameiningartákn. Forsetar á undan Ólafi Ragnari náðu fljótt almennum vinsældum, urðu sameiningartákn þjóðarinnar, þótt þeir hefðu ekki fengið meirihluta atkvæða, núverandi forseti er undantekning; hefur fengið það hlutskipti að verða ásteytingarsteinn þjóðarinnar að eigin vali. Skoðanakönnun gerð uppi í Bifröst, sennilega af hans samherjum eða vinum, breytir þar engu um?
Þegar mest reið á fyrir rúmu ári gat forsetinn ekki talað til þjóðarinnar, það hefði aðeins valdið deilum og sundrungu á erfiðum tíma; vegna þess hann var aðdáandi útrásarvíkinganna/braskaranna og lét það óspart í ljós, hérlendis og erlendis.
Eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu þá hefur forsetinn útgönguleið til að endurheimta virðingu þjóðarinnar; hann á að stíga til hliðar og iðrast vegna þess að hann gerði mistök , þá fær hann fyrirgefningu og hættir með reisn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.11.2009 kl. 10:27 | Slóð | Facebook
12.11.2009 | 05:52
Hærri skattar óumflýjanlegir - hvaða önnur leið er fær?
Tíu prósent lækkun launa er ekki mikil lækkun miðað við marga starfsmenn á lægstu launum, 150.000 þús. pr. mán þar af af 25000 kr lækkun (16,6%) hjá mörgum starfsmönnum sveitarfélaga. Allir sjá að lítið er hægt að spara við sig með kr 125 þús pr. mán varla nóg fyrir frumþörfum. Sanngjörn leið að leggja á skatt í þrepum að vel athuguðu máli, ekkert að taka af fjögra/fimm manna fjölskyldu þar sem báðir aðilar eru á lágum töxtum. Þeir sem hærri laun hafa geta frekar sparað við sig það sem ekki telst nauðsynlegt; ef til vill munað sem láglaunafólk getur aldrei veitt sér.
Ekki er sanngjarnt að ganga frekar í vasa eldri borgar en ríkið hefur þegar gert meira segja skert lífeyrarsjóð þeirra sem er stjórnarskrárvarin eign og ætti að skila umsvifalaust til baka; ástandið í þjóðfélaginu verður enn verra í nánustu framtíð ef ríkisvaldið kemst upp með að leggja niður áunnin samfélagsgildi, að eldri borgarar skuli njóta sæmilegs viðurværis á efri árum eftir langan vinnudag.
Þeir sem sitja við stjórnvölinn verða að ganga á undan með að vilja greiða af hærri launum eins og ástandið er í þjóðfélaginu, Mikill fjárlagahalli er á ríkisútgjöldum er stjórnmálamenn verða að taka á annars verður að fá utanþingsstjórn, hvaða leið önnur er fær?
![]() |
Allt að 900 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:04 | Slóð | Facebook
11.11.2009 | 12:40
Útvarp saga - veður reyk í kvótamálum?
Sigurður Tómasson útskýrði fyrir viðmælanda sínum á Útvarp Sögu (kl 10-11) ósanngjarna fjárfestingu í landbúnaði á þessa leið: Hversvegna ætti að hlífa bændum er offjárfesta í rekstri sínum frekar en verktaktökum er verða að taka afleiðingum ef áætlun stenst ekki?
Mikill munur er hér á, með lögum framleiðslu í landbúnaði (ekki öllum greinum) - og sjávarútvegsfyrirtækjum var framleiðslan skert , aðeins mátti framleiða ákveðið magn, veiða ákveðið magn. Aðgerðirnar áttu að skila hagkvæmari rekstri og meiri arði fyrir þjóðarbúið, rökstutt með almannahagsmuni fyrir augum en atvinnuréttindi fyrrnefndra fyrirtækja sniðgengin; atvinnuréttindi eru samt vernduð samkvæmt stjórnarskrá.
Ríkið verðlagði með lögum óveiddan fisk í sjó , takmarkaða framleiðslu bænda, engu að síður verða sjávarútvegsfyrirtækin að byggja rekstur sinn á veiðum og bændur á framleiðslu í hefðbundnum landbúnaði; hver er að stela frá hverjum, ríkið með lögum eða sjómenn og bændur sem reyna að framleiða á sem hagkvæmastan hátt eins og til var ætlast?
Hér er ekki við bændur og sjómenn að sakast þeir eru að hagræða í rekstri og tæknivæða framleiðsluna. Hrunið kom illa við þá eins og aðra er höfðu tekið myntkörfulán er þeir tóku vegna hvatningar frá bönkumum, um myntkörfulán með lægri vexti en áður hafði þekkst; afleiðingarnar eru öllum ljósar, bankakerfið hrundi og gengið féll.
Verktakinn býður í ákveðið verk og er í samkeppni við önnur fyrirtæki, lægsta tilboði er tekið, ekki er um kvótakerfi að ræða heldur ákveðið verk er hægt er að verðleggja á hverjum tíma.
Erfiðara er fyrir bændur og útgerðarmenn að meta raunverulegan kostnað vegna þess að það sem má framleiða er takmarkað, alveg sama hvort kostnaður hækkar eða lækkar; ekki tekið tillit til rekstrakostnaðar á hverjum tíma.
Hins vegar mætti vel athuga hvort útboð verktakafyrirtækja hafi alltaf leitt til viðunandi vinnubragða og hvað mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota áður en umsömdu verki var lokið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook
11.11.2009 | 04:48
''Málar skrattann á vegginn''?
Stundum er eins og Lilja Mósesdóttir þingmaður ''máli skrattann á vegginn''þótt hún virðist málefnaleg, staðan í samfélaginu er vissulega alvarleg. Kreppa og atvinnuleysi er í þeim löndum er fólk leitar oftast til; hvert á að flytja úr öskunni í eldinn? Þá ofmetur Lilja skuldastöðu þjóðarinnar, dregur ekki frá skuldir einkaaðila er aldrei koma til með að greiðast af þjóðinni.
Svona málflutningur af hagfræðimenntuðum þingmanni er tæpast frambærilegur?
![]() |
Viðurkenna lífskjararýrnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2009 | 04:29
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur - óviðundandi framkoma gagnvart barni!?
Ekki ástæða að rengja frásögn Daggar Pálsdóttur, lögmanns í Kastljósi í gær. Þar kom fram að ekki væri lagaleg stoð til að setja drenginn með hraði í fóstur frá ömmu sinni meðan hann biði eftir dómsúrskurði um forræði, samt væri erfitt um vik lagalega, að hefta hendur barnaverndarnefndar. Félagsráðgjafi er drengurinn hafði aldrei séð kom til að tilkynna honum fóstrið nánast fyrirvaralaust. Framkoma Barnaverndarnefndar Reykjavíkur telst ómannúðleg og siðlaus; auk þess sem framkvæmdastjórinn neitaði að gefa upplýsingar eða koma í viðtal.
Málið er viðkvæmt en bara það eitt og sér að senda ókunnan aðila að tilkynna dregnum brottförina nánast fyrirvaralaust er hörkuleg og siðslaus; ekki stofnun er virðir tilfinningar barns og hvaða áhrif slík framkoma getur haft á sálarlíf þess í framtíðinni?
Eftir því sem fyrrnefndur lögmaður lýsti málinu orka þau lög tvímælis er ná yfir gerðir barnaverndar ef hún er ósnertanleg og hafin yfir gagnrýni?
Fordæming Breiðvíkursamtakanna er góðra gjalda verð, styrkir stöðu drengsins um að vilja vera hjá ömmu sinni meðan óvissa ríkir í málinu, um forræði yfir honum hvað sem lagakrókum líður.
![]() |
Fordæma aðgerðir barnaverndarnefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 20:30
Formaðurinn á Alþingi í dag - lýðskrum!?
Upphlaup Bjarna Benediktssonar um skattamál á Alþingi í dag telst fremur lýðskrum, að koma af stað ósamstöðu og illdeilum í samfélaginu. Ekki verður gegnið lengra en orðið er ofan í vasa eldri borgar og þeirra eldri borgara er lifa af eigin vaxtatekjum. Hvar var formaður Sjálfstæðisflokksins þegar kjör eldri borgara voru skert, hvað var formaðurinn þegar laun ófaglærðs fólks í þjónustustörfum var skert?
Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafa skert mánaðarlaun leiksskólastarfsfólks um 25.000 af tekjum innan við 150.000 mánaðarlaun, fyriræki hafa skert laun sinna, stytt vinnutíma, og fengið atvinnuleysisbætur út á það. Engin ástæða fyrir háskólamenntað fólk að kveinka sér það verða allir að taka á sig byrðar.
Afstaða fyrrnefnds formanns virðist greinilega fremur lýðskrum og auglýsing heldur en ábyrg afstaða á erfiðum tímum í samfélaginu.
Vonandi kemur formaðurinn frekar með sanngjarnar útfærslur á föstudaginn um hvernig á að skipta tekjukökunni án þess byrja alltaf á þeim lægst launuðu, eldri borgurum og öryrkjum.
![]() |
Rætt um skattamál á þingi á föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook
10.11.2009 | 17:30
Tekjuskattsþrepin - ásættanleg?
Samkvæmt fréttum og mínum skilining eru þær tekjur sem umfram eru, skattlagðar hærra. Ef viðkomandi hefur 250.000 þús. mánaðarlaun þá er skattsþrep óbreytt en sá sem hefur umfram t.d. 350.000 þús., hann greiðir hærri skattsrósentu af 100. 000 þús. Sá sem hefur 800.000 þús. greiðir 8% af 100.000 þús. en ekki af allri upphæðinni.
Ekki ósanngjörn tekjuskattshækkun, hvernig á að halda samfélaginu uppi og þeim skuldum er á því hvíla?;skatthækkanir eru óumflýjanlegar, fyrrnefnd leið er því vel ásættanleg.
![]() |
Mikil hækkun skatta í pípunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook
10.11.2009 | 13:55
KSÍ - tapar ærunni í strippbúllu í Sviss?
Fjármálstjóri KSÍ varð fyrir þeirri freistingu að fara inn á strippbúllu í rauða hverfinu í Zurich, er hann var það í erindum knattspyrnusambandsins, ''hugsanlega'' sofnað hann - og á meðan voru straujaðar kr. 8.000.000 út af korti KSÍ er hann notaði í ferðinni. Er fyrst að koma fram dagsljósið nú en gerðist árið 2005, stjórn KSÍ fjallaði um málið þá , viðkomandi fékk áminningu slapp með skrekkinn, ekki fylgdi fréttinni hvort hann hefði orðið að borga striplbúllugjaldið til baka.(Kastljós í gær)
Stjórnin getur tæpast setið áfram hvorki siðferðilega eða vegna fjárhæðarinnar, hér var á ferðinni fjármálastjóri KSÍ, er ætlast má til að geti gætt fjármuna, komið sæmilega fram í starfi fyrir hönd KSÍ. Hér var ekki á ferðinni fótboltaunglingur á táningsaldri er kunni ekki fótum sínum forráð og plataður upp úr skónum.
Ekki verður annað séð en viðkomandi fjármálastjóri og stjórnin verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn hið snarasta.
9.11.2009 | 16:11
Vanmáttug ríkisstjórn - utnaþingsstjórn?
Fréttablaðið (14) gerir að umtalsefni og tekur undir með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um veikt stjórnkerfi, en næstu misseri mun reyna mjög á hvernig tekst til við landsstjórnina. Enginn vafi að ríkisstjórnin stendur veikt, vafasamt hún standast það álag sem framundan er. Það sem er styrkur núverandi stjórnar eru ópólitískir dóms- og viðskiptaráðherrar , það sem veikir ríkisstjórnina verulega eru þeir ráðherrar Samfylkingar er í henni sitja frá fyrri ríkistjórn þegar hrunið varð. Undantekning er þó Kristján Möller , hann hefur staðið sig vel sem samgönguráðherra og náð nokkuð góðri sátt um niðurskurð á næsta ári; undantekningin sannar regluna, Jóhanna og Össur eiga að víkja.
Ef ekki þá er raunhæfur kostur að mynda utanþingsstjórn eins og Davíð Oddsson lagði raunar til eftir efnahagshrunið. Hvorki Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur hafa nógu reynslumikla foringja , að glíma við svo stór verkefni er nú eru framundan í stjórnkerfinu.
Þörf er á ríkisstjórn/þjóðstjórn sem er hafin yfir pólitískt þras og nýtur trausts þjóðarinnar meðan verstu erfiðleikarnir ganga yfir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook
9.11.2009 | 04:50
Forsetinn - ''nýju fötin keisarans''
Get ómögulega tekið mark á þessari skoðanakönnun sem Stöð2 gerir, tæplega marktæk, gerð í Bifröst þar sem helstu stuðningsmenn hans og ESB virðast ráða ríkjum. Vond skilaboð út í heim að helsti ''aðdáandi og klappstýra útrásarinnar'' hafi fylgi þjóðarinnar; þá er hún siðblind og ekki viðbjargandi út úr efnahagsvandanum.
Hér er forsetinn klæddur sínum nýjustu klæðum, ''nýju fötunum keisarans''.
![]() |
Þriðjungur vill forsetann frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:07 | Slóð | Facebook
9.11.2009 | 04:38
Þóra B. Helgadóttir - fyrirmyndar íþróttakona.
Hamingjuóskir til Þóru B. Helgasóttur, við getum verið stolt af henni. Fer sjaldan að horfa á fótbolta en hef séð til Þóru hér í Kópavogi. Það sem ég dáist mest að í fari hennar, að ekkert raskar yfirvegun hennar þótt hún fái á sig mark; sækir í sig veðrið verður ennþá betri, einkennandi fyrir sanna baráttukonu í íþróttum.
![]() |
Þóra valin leikmaður ársins í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 17:16
ESBaðild - kjör almennings munu ekki batna!!
Innganga Íslands og auðlindir eru góður konfektsmoli handa ESB, lífskjör almennings munu ekki batna við inngöngu , versna enn frekar. Skattar í Þýskalandi verða ekki lækkaðir þótt Angela Merkel hafi lofað því, seðlabankinn þýski neitar og ræður ferðinni vegna þess að fjárlagahalli landframleiðslu er langt undir leyfilegum mörkum samkvæmt ESB. Sama er í Frakklandi þar er fjárlagahalli meiri en í Þýskalandi. Slæm staða fyrrnefndara RISASTÓRU RÍKJA munu draga úr efnahag litlu sambandsríkjanna þeirra hagsmunir eru óhjákvæmileg settir hjá; fjármálaveldið ræður för til að mala stórþjóðunum gull.
Ísland varðveitir best almannahagsmuni að vera utan ESB, framleiða og selja eigin framleiðslu hvar sem er í heiminum. Ef þjóðin nær að rísa upp úr efnahafsvandanum á hún bjarta framtíð; skilyrðið er að ábyrgir viðskiptahættir komi með nýju fólki í sviðsljós viðskipta bæði erlendis og hérlendis
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook
8.11.2009 | 15:45
Burt með klúðurhæsni og braskara!
Góðir sprettir í Silfri Egils (RÚVí dag), viðtal við Guðmund Ólafsson, lektor HÍ þar sem hann gerði góða grein fyrir skuldastöðu þjóðarinnar taldi þær viðráðanlegar þegar frádregnar væru skuldir einkaaðila er hefðu tekið erlendi lán en væru ekki á ábyrgð íslenska ríkisins. Þá dró hann fram að rekstrarlega stöðu Hagar/Baugur ekki illa en það væru skuldsetningin vegna eignarhluta í ýmsum fyrirtækjum tengdum Baugi/krosseignatengdum fyrirtækjum væri vandinn, þess vegna er matvöruverslunin yfirskuldsett.
Fyrrverandi einkabankar brugðust með óábyrgri og siðlausri lánastarfsemi handa Baugi; (-og Björgólfi) eiga ekki að fá eignarhaldið á nýjan leik, þá bregðast skilanefndir bankanna og nýju bankarnir; óviðunandi staða ef ekki verður teknir upp viðskiptahættir með nýjum formerkjum með ábyrgum og siðlegum hætti
Tek undir með Guðmundi Ólafssyni lektor ''burt með klúðurhæsni'' - og braskara úr matvöruversluninni/viðskiptalífinu um alla framtíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook
8.11.2009 | 07:43
''Verður Ingibjörg Sólrún góður diplómat''
![]() |
Ingibjörg Sólrún til Vínar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2009 kl. 16:31 | Slóð | Facebook