26.10.2009 | 17:10
Þjóðarsátt - vantar forystu eins og Einar Odd Kristjánsson
Varfærinn og traustvekjandi seðlabankastjóri er ætlar að halda fast á peningastjórninni og er það vel; stendur fast á almannahag og lætur ekki draga það fjármagn sem til er út úr landinu með ósvífnum hætti.
Vonandi stenst seðlabanakstjórinn þrýstingin frá þeim ''Samfylkingarfóstbræðrum'' Vilhjálmi Egilssyni framkvstj. SA og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Þeir koma reglulega fram í fjölmiðlum með ógnandi hætti ef stýrivextir verða ekki lækkaðir en ekki fylgir rökstuðningur um þjóðarhag; þeir ''fóstbræður'' þyrftu að hverfa af sjónarsviðinu sem forystumenn fyrirtækja og vinnandi fólks.
Það var munur þegar Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri gekk fram fyrir skjöldu og náði samstöðu með festu og góðum vilja; þar var enginn hroki eins og hjá fyrrnefndum ''fóstbræðrum''. Hans framlag um þjóðarsátt er til fyrirmyndar og ógleymanleg þjóðinni.
![]() |
Tímabært að hefja afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook
26.10.2009 | 04:03
Markaður fiskafurða Íslands í hættu á evrusvæðinu?
Íslenskur sjávarútvegur er ein mikilvægasta grunnstoðin í þjóðarbúskapnum og mun verða áfram um langa framtíð. Hvernig verða markaðsaðstæður fyrir fiskafurðir ef Ísland gengur í ESB? Ekki er útséð um að samdráttur verði á evrusvæðinu, þá yrði samdráttur í neyslu þar; gætir orðið erfiðara að selja fisk á háu verði ekki síst hágæðafiskafurðir. Hver verður samkeppnisstaðan gagnvart Norðmönnum, þeir fyrir utan ESB með sinn eigin gjaldmiðil - en Ísland orðið evruland? Hætt er við að frændsemi Norðmann vegi ekki þungt þegar komið er út í viðskipti með fiskafurðir þar sem þeir eru einn stærsti keppinautur þjóðarinnar í sölu fiskafurða.
Innganga Íslands í ESB er varhugaverð ekki síst á tímum samdráttar og fjármálakreppu er engan vegin er séð fyrir að ljúki á næstunni. ESB -ríkjunum er vel ljósir þeir hagsmunir til framtíðar, að innlima Island vegna auðugra náttúruauðlinda til að tryggja sína eigin afkomu.
Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið með frelsi í viðskiptum með alþjóðlegum tengslum.
Tilvera Íslands sem sjálfstætt örríki, efnahagslega og menningarlega, er afar ótrygg ef Samfylkingin heldur áfram pólitískum völdum í landinu. Ekki bætir stöðuna þjónkun og undirlægjuháttur forseta ASÍ við Samfylkinguna og inngöngu í ESB; grasrótabarátta verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunir hennar er ekki sjáanlegir á þeim bæ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook
25.10.2009 | 00:19
''Stabat mater dolorosa''
Enginn veit hvaðan þessi sálmur kemur, enginn veit hver hefur sungið hann fyrst. Ef til vill bróðir Jacopone de Todi úr reglu heilags Frans frá Assisí eða heilagur Bónaventúra, kardínáli og kirkjufræðari eða Innocens III. páfi, allra páfa áhrifamestur á miðöldum? Enginn veit með vissu hver orti kvæðið "Stabat mater dolorosa" sem lýsir harmkvælum Maríu meyjar. En eitt er víst að þetta kvæði hljómaði fyrst á 13. öld og hefur verið sungið síðan í aldanna rás og mun vera sungið eins lengi og þeir menn lifa á þessari jörð sem hugleiða harmkvæli Maríu meyjar með lotningu. Má vera að það sé gott að skáldið er óþekktur maður af því að manni finnst að hvorki munkur, kardínáli né páfi hafi ort þetta kvæði heldur stigi það beint úr harmþrungnu mannshjarta sem leitar huggunar með því að íhuga þjáningar Maríu meyjar, "mater dolorosa".
Mörg tónskáld hafa fært þetta kvæði í búning ógleymanlegrar tónlistar. "Stabat mater" var síðasta verk Palestrina. Jósef Haydn gleymdi sorg sinni með því að hugleiða þetta kvæði. Það hljómaði að nýju í verkum Rossinis og Dvoraks. En samt finnst manni að Stabat mater hafi fengið sína bestu túlkun í gregorssöng. Hér er ekkert annað að finna en grátbeiðni harmþrunginnar mannssálar sem leita hælis hjá móður okkar allra.
Hér fylgir kvæði eða sekventía, svokölluð "Stabat mater dolorosa" í íslenskri þýðingu
(sjá messubók frá 1957).
Stóð að krossi sefa sárum
sorgum bitin, drifin tárum,
móðir þar sem mögur hékk;
og um hennar hyggju skarða,
harmi lostna, böli marða,
eggjabrandur bitur gekk.
Ó, hve hrelld og hrygg til dauða
himna drottins var hin auða
einkasonar móðir mær,
sem réð fanga sorg og stranga
sút, er hanga kvöld við langa
sinn leit mæra soninn skær.
Hverir gráta menn ei mundu
móður Krists á þeirri stundu
ef að horfðu hrelling á?
Hver svo hjartað herða mætti
hans að eigi lundu grætti
góðrar móður sorg að sjá?
Fyrir þjóðar sinnar syndir
sá hún Jesú dreyra lindir,
kross á gálga hengdan hann;
varð að líta sinn hinn sæta
soninn kvölum einan mæta,
meðan lífið láta vann.
Eia móðir, mér að finna
meginsorga byrði þinna
kenndu, lindin kærleikans!
Svo mér brenni hugur og hjarta
helst að elska son þinn bjarta
að ég feti fótspor hans.
Heilög móðir, mér, hin besta,
mundu kvöl í hjarta festa
Kristí, sem á krossi dó!
Sonar þíns er sár í hildi
sjálfur fyrir mig ganga vildi,
veit mér hlut í þjáning þó!
Lát mig gráta með þér, mæta
míns og Jesú krossins gæta,
meðan fjör í æðum er:
því að engin mér skal mærri
mæðubót, né huggun stærri,
en að tárast þar með þér.
Allra skírust mærin meyja
mig ei láttu einan þreyja,
en þér harma æ við hlið;
lát mig kenna Drottins dauða,
dýr, og finna hlutann nauða,
hans og bölið berjast við.
Lát mig hörðum höggum særa,
hans að krossi glaðan færa,
fyrir sakir sonar þín!
Vek mér eld og ást í huga,
að mér megi traust þitt duga
þegar dómadagur skín!
Lát mig kvölum krossinn verja,
Kristí dauða fyrir mig erja,
að ég njóti náðar hans!
Svo þegar lík mitt liggur í moldu
ljóss mín hljóti önd á foldu
hæsta gleði himna ranns!
Amen.
Afritað af síðu Kaþólsku kirkjunnar, góða helgi.
24.10.2009 | 13:30
Forsetinn hætti með reisn - siðferðilegur stuðningur við þjóðina
Vonandi sýnir Ólafur Ragnar Grímsson þjóðinni þá virðingu að láta af störfum sem forseti lýðveldisins síðasta lagi í áramótaávarpi sínu. Með því tekur hann stöðu sem beinn og óbeinn stuðningur í verki, við ný gildi í viðskiptum og innviðum samfélagsins; það sé þjóðinni metnaðarmál að uppeldisleg og menningarleg verðmæti verði okkur kappsmál í framtíðinni; en ekki peningagræðgi og ábyrgðarleysi í lánaviðskiptum.
Afsögn hans yrðu sterk skilaboð til að þeirra sem báru mesta ábyrgð í bankahruninu; þeir komi fram og axli ábyrgð.
Afsögnin gerir forsetanum það kleift að hætta með reisn og sýna þjóðinni um leið siðferðilegan stuðning á erfiðum tímum.
![]() |
Forsetinn birtir bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2009 | 04:01
Börn njóti siðferðisréttar í samfélaginu
Eftirfarandi blaðagrein birtist í Mbl 22. okt og samin vegna máls sr. Gunnars Björnssonar og tilfærslu Biskups þjóðkirkjunnar að færa sr Gunnar til í starfi innan kirkjunnar:
Eins og vænta mátti hefur úrskurður Biskups þjóðkirkjunnar vakið harðar umræður, að færa séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi til í starfi samkvæmt starfsreglum kirkjunnar. Gunnar kærði ásökun um kynferðisáreiti gegn fermingarbörnum sínum til Héraðsdóms/Hæstaréttar en var sýknaður. Samt sem áður leiddi rannsókn málsins í ljós, að hann strauk og kyssti fermingarbörn/unglingsstúlkur undir lögaldri;um það snýst málið.
Með fyrrnefndri framkomu særði hann siðferðiskennd þessara barna er getur ekki flokkast undir sálusorgun. Frekar vanvirðingu við börn á viðkvæmum aldri er getur skilið eftir sig ör í hugum þeirra um langa framtíð; jafnvel ævilangt ef ekki er leitað hjálpar strax þegar brotin eiga sér stað. Er ekki mál til komið að taka börn trúanleg í slíkum aðstæðum?
Rétt er að hyggja að fortíðinni um mál sem hafa komið upp hjá kirkjunni og í samfélaginu þar sem fullorðnar konur/karlar hafa greint frá sárri reynslu sinni vegna kynferðislegrar áreitni á barnsaldri, að ekki sé minnst á Breiðuvíkurdrengina eða stúlkurnar á meðferðarheimilinu Bjargi Seltjarnarnesi.
Með allri virðingu fyrir Hæstarétti þá virðist það tæpast á hans valdi að dæma hvað er siðferðisbrot nema þegar um svo gróft líkamlegt brot er að ræða, að sannanlegt er áþreifanlegum hætti.
Dómsvaldið stendur ef til vill á svo gömlum merg að það nái tæpast yfir víðfeðman rétt í nútímasamfélagi þar sem réttur barna og kvenna er mun meiri en áður var
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:07 | Slóð | Facebook
23.10.2009 | 15:35
Jóhann risi - eftirminnilegur
Er minnisstætt frá barnsaldri þegar Jóhann Svarfdælingur kallaður risi manna í milli, litlu minni en Tyrkinn er nú ferðast um heiminn, kom í Alþýðuskólann að Eiðum á ferð sinni um landið. Jóhann risi hafði kvikmynd meðferðis en ég man ekki um hvað hún fjallaði. Allir flykktust til að sjá risann enda stórviðburður í þá daga auk þess höfðu fæstir séð bíómynd áður.
Í mínu barnsminni var ímyndin svo sterk um stærð risans, hann hlyti að ná upp í loft í samkomusalnum/leikfimisalnum og yrði það mikið sjónarspil. En svo varð nú ekki, fannst mér lítið til koma um stærð hans. En þegar hann gekk gegnum dyrnar á samkomusalnum þá skynjaði ég stærð hans þótt ímyndunarafl mitt hefði orðið fyrir vonbrigðum. Risinn var skemmtilegur spjalllaði og gaf okkur börnunum sælgæti sem þá fékkst ekki nema um jól í mesta lagi. Heimsókn Jóhanns risa er ennþá skemmtileg og sérstök í barnsminni mínu.
![]() |
Risi í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 11:20
Árni Páll og ''þursaflokkurinn''
Ef hægt er að minnast á þursaflokk þá er það Samfylkingin er virðist vera sérhagsmunaflokkur elítu sem hugsar um eigin hag fyrst fremst til að halda þeim völdum til framtíðar með ESB-inngöngu sem endapunkt í valdakerfi þeirra. Athyglisvert er að innan herbúða ESB er mikið álit á fiskveiðistjórnarkerfinu og komið yfirlýsingar þar af lútandi, kerfið er til fyrirmyndar að þeirra mati.
Öll mannanna verk hafa ágalla er með opnum huga og rökhugsun má alltaf bæta um betur einnig í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja; en virðist ekki grundvallaratrið hvorki hjá Árna Páli eða vera afgerandi stefnumörkun hjá flokki hans - heldur upphrópanir og skítkast til að skýla eigin málefnaskorti og ábyrgðarleysi í núverandi stjórnasamstarf, í skjóli undir pilsum Jóhönnu Sigurðardóttur; bíða átekta að geta skotið sér undan ábyrgð áfram allt síðan fyrir hrunið sem þeir bera ábyrgð á með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.
Að sjávarútvegfyrirtæki séu rekin með núverandi fyrirkomulagi er grunvallaratriði fyrir þjóðarbúið um alla framtíð. Þjóðnýting og drottnun menntamanna/fræðimanna í krafti menntunar sinnar án tengsla við fyrirræki í sjávarútvegi, án gagnrýnar umræðu er hættuleg þróun. Gott dæmi eru veiðiheimildir ýsustofnsins er kemur í veg fyrir veiðar á þorsveiðiheimildum þótt reynsla sjómanna vítt og breitt á miðunum sýni að nóg virðist af þorski; lítil áhætta að endurskoða úthlutunina um eins árs skeið. Ákvörðun fræðimanna í fiskveiðastjórnun verður sífellt tortryggilegri með fyrrnefndum ákvörðunum og þarfnast gagnrýni og endurskoðunar sem allra fyrst.
![]() |
LÍÚ lýsir ráðherra með lagi Þursaflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 23:08
''Skaftáreldagos stjórnarandstöðunnar''
Skynsamlegt að fara að ráðum AGS fyrst um sinn, aðgátar er þörf í peningastefnunnni. Ekki síður er nauðsynlegt að fá aðhald utanlands frá; stjórnmálamenn, stjórnkerfið og fjármálakerfi njóta lítils trausts til að hafa það taumhaldið er þjóðin þarf sárt á að halda nú um stundir. Kann að vera seinni tíma ákvörðun að semja við AGS um minna lán eða lánalínur á næsta ári.
Stjórnarandstaðan er ekki trúverðug í framgöngu sinni virðist helst vilja gera skuldavanda þjóðarinnar að pólitísku bitbeini; er ekki mun verða til annars en sundra þjóðinni og veikja þann vilja sem flestir hafa til að afkoma þjóðarbúsins verði betri.
Framganga Sjálfstæðisflokksins er vítaverð, virðist vera að standa fyrir illdeilum og sundrungu um Icesavemálið. Ungi formaður þeirra Bjarni Benediktsson virðist vera, ''að hlaupa af sér hornin'' eins unglingur á gelgjuskeiði í mesta erfiðleikatímabili þjóðarinnar síðan Skaftáreldar dundu yfir, 1783. Sama er að segja um formann Framsóknar.
það litla traust sem eftir stendur hjá stjórnmálamönnum virðist þrátt fyrir allt vera hjá Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra; hann reynir af fremsta megin að halda sem best um stjórnartaumana þótt ef til vill blási um hann einnig í eigin flokki. Hann heldur ótrauður áfram eins og kom fram í málflutningi hans á Alþingi í dag. En hvað stendur hann lengi af sér þann eld og brennistein er stjórnarandstaðan spúir yfir hann og þjóðina í þessu nýju pólitíska''Skaftáreldgosi þeirra'',er nú geisar af fullum þunga?
Sameinuð stöndum við sundruð föllum við.
![]() |
Vill varkárni í vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2009 kl. 02:39 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 13:16
ASÍ - og Samfylkingin- ótrúverðug hagspá?
Tenging ASÍ við Samfylkinguna er ótrúverðug svo ekki sé meira sagt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 11:17
ASÍ og Samfylkingin- ótrúverðug hagspá?
Eins og ASÍ sé deild i Samfylkingunni þar sem óbreyttir félagsmenn hafa lítið að segja um stefnuna. Ábyrgðarleysi af ASÍ að slá ryki í augu almennings með ótímabærri spá um að nú sé senn bein braut framundan.
Tenging ASÍ við Samfylkinguna er ótrúverðug svo ekki sé meira sagt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 02:51
Egill í Slilfrinu - heilög kýr?
Er Egill i silfrinu (RÚV) heilög kýr sem ekki má gagnrýna þótt umræðuþættir hans séu oftar en ekki góðir samt ekki alltaf. Leiðigjarnt að hafa sömu álitsgjafana í Kiljunni eins og ekki séu til aðrir bókmenntafræðingar, verða þeir ef til vill að vera hliðhollir Samfylkingunni? Oft er hægt að spyrja sig fyrir þáttinn, verður Páll Baldvin í geðvonskukasti í kvöld'', hefur allt á hornum sér? Verður hægt að skilja Kollu fyrir hraðmælgi og flissi? Stundum er og ástandið eins og í sápuóperu, Páll Baldvin með allt á hornum sér um skoðanir Kolbrúnar Hún kærir sig kollótta, hnippir í Pál og flissar íbyggin, Palli skánar í skapinu, stjórnandinn himinlifandi alsæll yfir álitsgjöfunum sínum. Mætti ekki með allri virðingu fyrir Páli og Kollu fá fleiri álitsgjafa í þáttinn til að auglýsa nýjustu bækurnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 01:32
Arðbærri fiskveiðar - fiskveiðirannsóknir þurfa gagnrýni.
Veiðiheimildir til heimabyggða hafa oftar en ekki orðið meira og minna og óarðbær rekstur jafnvel með pólitískri íhlutun. Ekki lausn fyrir sjávarbyggðir að fiskvinnslufyrirtæki fái veiðiheimildir til útleigu eða til að hefja útgerð.
Hagkvæmast er að smábátasjómenn veiði fiskinn við strendur landsins; veiðar og vinnsla verði algjörlega aðskilin. Útgerðafyrirtæki er rekin voru á árum áður í samkrulli við sveitarfélög reyndist mjög illa urðu gjaldþrota jafnvel oftar en einu sinni og nýjar kennitölur litu dagsins ljós, skuldir afskrifaðar í stórum stíl. Það er ekki rekstur er getur gengið lengur, krefjast verður betri rekstrar til að ná hagkvæmni í fiskvinnslu.
Ef til vill þarf að auka veiðiskyldu allverulega reyna að hafa meira jafnvægi innan fisktegunda þannig að of lítill ýsakvóti stöðvi þorskveiðar eins og nú viðgengst í fiskveiðakerfinu. Engin áhætta viðrist vera að auka heimildir á þorski og ýsu nú um stundir miðað við reynslu sjómanna úti á miðunum. Þar á ráðherra að nýta vald sitt, auka heimildir öllum til hagsbóta. Rannsóknir á fiskistofnum eru undir stjórn of fárra vísindamanna nánast gagnrýnislaust er vilja ekki heldur nýta reynslu veiðanna sjálfra svo nokkru nemur.
æ
![]() |
Kvóti verði tengdur byggðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook
21.10.2009 | 05:19
Verða öll kynferðisáreiti leyst með lagabókstafnum?
Starfsreglur þjóðkirkjunnar ættu að vera fyllilega nægilegar að útkljá kynferðisáreiti.Fyrrnefndar reglur voru settar til að útkljá agabrot/siðferðisbrot er upp kunna að koma innan kirkjunnar, voru samþykktar af kirkjuþingi á sínum tíma. Sönnunarbyrði þolenda kynferðisáreitis getur verið afar erfið virðist þurfa vera með áþreifanlegum hætti, til að löggjafarvaldið/dómsvald geti dæmt um sekt (eða sakleysi) þótt kynferðisáreiti innan kirkjunnar hafi átt sér stað. Sérstaklega er málið vandasamt þar sem um börn er að ræða.
Fyrrnefndar reglur kirkjunnar ásamt þar til skipuðu fagráði samkvæmt 2.gr geta fyllilega leyst agabrot er upp koma innan kirkjunnar; er ef til betur til þess fallið en dómsvald/löggjafarvald eftir lagabókstafnum einum og sér? Dómsvaldið stendur ef til vill á svo gömlum merg að það getur tæpast dæmt kynferðisáreiti í nútímasamfélagi þar sem réttur barna er mun meiri en áður var?
Undirrituð birtir hér fyrstu og aðra grein er hún afritaði af síðu þjóðkirkjunnar:
Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar
nr. 739/1998
1. gr. Með hugtakinu kynferðisbrot í reglum þessum er átt við kynferðislegt ofbeldi annars vegar og kynferðislega áreitni hins vegar.
Kynferðislegt ofbeldi er misnotkun á annarri manneskju þar sem gerandinn beitir eða hótar að beita ofbeldi eða þvingar þolanda á annan hátt kynferðislega. Þessi misnotkun getur verið allt frá káfi, þukli og klúru orðbragði upp í fullframið nauðgunarbrot í skilningi refsilaga.
Kynferðisleg áreitni er óvelkomin kynferðisleg hegðun sem skapar auðmýkjandi eða fjandsamlegar aðstæður til vinnu, náms eða félagslegrar samvinnu hvort sem áreitnin er líkamleg, orðbundin eða myndræn. Kynferðisleg áreitni felur í sér samskipti sem einkennast af misnotkun á valdi, styrkleika eða stöðu þar sem kynferði þolandans er í brennidepli. Það sem greinir slíka framkomu frá daðri, vinahótum og vinsamlegri stríðni er að hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og ekki á jafnréttisgrundvelli.
[2. gr. Kirkjuráð útnefnir fagráð um meðferð kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur einstaklingum og þremur til vara, er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Einn ráðsmanna skal vera lögfræðingur, annar skal vera guðfræðingur og sá þriðji skal vera læknir, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur, eða hafa sambærilega menntun. Varamenn hvers ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði. Ráðsmenn skipa einn úr sínum hópi til þess að vera formaður fagráðsins.] 1)
1) Starfsr. 769/2002, 1. gr.
![]() |
ÆSKÞ styður ákvörðun biskups |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook
20.10.2009 | 12:54
Endurreisn og samfélagssáttmáli.
Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara hefur komið vel fram einlægum vilja sínum til að sækja þá til ábyrgðar er valdið efnahagshruninu með ósvífinni bankastarfsemi. Það hefur ekki aðeins valdið efnahagslegu hruni heldur rofið þann samfélagssáttmála er siðmenntaðar þjóðir hafa sett sér. Skynsamlegt af Evu Joly að koma fram í sviðssljós fjölmiðla, gera grein fyrir starfi sínu og verkefnum það er áreiðanlega almenningi mikils virði að hafa vitund um, að þeir verði dregnir til ábyrgðar, er hafa stundað fjármálsvik þar sem þjóðarbúið/samfélagið var sett í hættu beint og óbeint.
Þá fyrst verður hægt að byggja upp mannvænt samfélag með nýjum samfélagssáttmála er almenningi verður umhugað um að haldinn verði um langa framtíð.
![]() |
Eva Joly nýtur mikils trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 06:24
Gráðugt skrímsli - eirir engu
Alvarlegur samfélagsvandi þegar siðlausir fjármálabraskarar/fjármálafyrirtæki höfðu svo gott sem lagt undir sig hinn vestræna heim. ESB og EFTA-löndin hafa ekki farið varhluta og það í samfélögum þar sem réttlæti og jöfnuður á að ríkja samkvæmt stefnu ESB. Ekki verður fyrir séð að takist að ráða bót á fjármálaglæpum í nánustu framtíð svo yfirgripsmiklir eru þeir á alþjóðlegum mælikvarða.
Litla Ísland er stórveldi í fjármálasvikunum en ætti samt að geta lagt grunninn að heilbrigðara fjármálakerfi og jafnframt geta lagt sitt af mörkum til að greina fjármálavik erlendis svo yfirgripsmikil eru umsvif ''útrásarvíkinganna''; - ef kunningjasamfélagið, spilltir stjórnmálamenn/stjórnkerfi koma ekki í veg fyrir slíkt hér á landi, í krafti fámennis og klíkuskapar .
Stærð bankaranna, tíu sinnum stærri en efnahagskerfið hér á landi, höfðu næstum því gleypt með húð og hári, allt þjóðlíf; menningu, menntun, listir og fjölmiðlafyrirtæki . Gráðugt fjármálakerfi líkast engisprettufaraldri sem engu eirir má aldrei ná að grípa krumlunni um samfélagið aftur. Þá kemur upp einræðissamfélag þar sem samfélagssáttmáli,lög og réttur er aukaatriði.
![]() |
ESA fengið 13 kærur til sín eftir hrun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2009 kl. 05:23 | Slóð | Facebook
19.10.2009 | 20:57
Landsvirkjun upp í Icesaveskuldina?
![]() |
Fjárlagaagi verður erfiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 17:21
Stjórnarandstaðan í skotgröfum - en hvar er þjóðin?
Hvað vill stjórnarandstaðan gera og hver er raunveruleg staða Íslands? Ef farin verður dómsmálaleiðin og hún verði okkur í hag þá geta Holland og Bretland samt sem áður í krafti stærðar sinaar beitt okkur t.d viðskiptaþvingunum. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor gaf það óbeint til kynna nýlega í viðtali á RUV (Speglinum). Hvað vill formaður sjálfstæðisflokksins gera og hvaða áhættu vill hann taka fyrir hönd þjóðarinnar, hvað er ásættanlegt að ganga langt?
Undirrituð fagnaði komu nýs formanns Sjálfstæðisflokksins og bjóst við meiri endurnýjun í flokknum með tilkomu hans. Sú varð ekki raunin nýi formaðurinn hefur ekki sýnt ábyrga afstöðu í Icesavemálinu nema bara til að vera á móti; engin framabærileg lausn virðist vera á þeim bæ? Afar brýnt fyrir hinn nýja formann að afla sér meiri almennrar vinsælda ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að verða forystuflokkur á ný.
Er ekki Sigurður Kári Kristjánsson sérlegur aðstoðar maður formannsins Bjarna Benediktssonar? Virðist ekki góður stuðningur fyrir flokkinn -eða almenning í landinu. Var það ekki Sigurður Kári Kristjánsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er lagði fram fyrsta mál til Alþingis, áfengisfrumvarpið þegar það koma saman áramótin, eftir hrunið; mikilvægasta málið í fjármálafárviðrinu er lamdi þjóðina? Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna traust aftur þarf hann meiri endurnýjun stjórnmálamanna sinna en raunin varð í síðustu kosningum.
![]() |
Óviðunandi niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 14:31
Spillinguna upp á borðið?
,...ekki sjá annað en að flestir þeir lagalegu fyrirvarar ríkisábyrgðarinnar á Icesaveskulbindingar íslenska ríkisins hefðu, haldið''. - segir Össur. Undarlegur hálfkveðinn málflutningur, er á ekki rétt á sér í stóra Icesavemálinu af utanríkisráðhnerra þjóðarinnar. Meðan að ekki liggur fyrir skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis af efnahagshruninu þá er seta Samfylkingar í ríkistjórn ekki siðferðilega trúverðug, þangað til getur flokkurinn ekki notið trausts þjóðarinnar. Hver er beinn þáttur stjórnmálamanna í efnahagshruninu? Ef sekir koma í ljós verða þeir stjórnmálamenn að víkja. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkin þar verður þáttur þingmanna í hruninu ef hann er fyrir hendi að verða gerður upp með sama hætti.
Hvað með kúlulán Þorgerðar Katrínar þáverandi menntamálaráðherra - og eiginmanns hennar? - er fram kom í fjölmiðlum eftir hrunið, - ekki hefur enn komið skýring að hálfu ráðherra um málið eða það borið til baka? Sjálfstæðisflokkurinn verður að hreinsa til í sínum ranni. Það hefur Framsókn gert en hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking. Eini flokkurinn sem hefur hreinan skjöld eru Vinstri grænir en munu glutra niður fylgi sínum með undirlægjuhætti við Samfylkinguna í stórnarsamstarfinu.
![]() |
Lagalegir fyrirvarar halda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 11:02
Samfylkinguna úr stjórnarsanstarfi!
Dómsúrskurður hnekkir ekki greiðsluskyldu Íslands þótt hann falli Íslandi í hag á samningstímabilinu. Engan vegin hægt að ganga að slíku samkomulagi. Þá á Ísland að að ganga að samningaborði og semja um hvað? - óskiljanlegt klúður til að styggja ekki ''vini'' Samfylkingarinnar í ESB; öllu skal fórnað fyrir inngöngu jafnvel rétti Íslands samkvæmt dómsniðurstöðu.
Hvað tekur nú við þegar staðan virðist enn verri en áður; hvað tekur við ef Samfylkingunni tekst að komi landinu undir ESB - ekki horfur á ''félagshyggjusæluríkinu'' þar sem allir eru jafnir?
Stjórnarslit hljóta að verða næsti leikur, reynandi að Vinstri grænir sitji í minnihlutastjórn með hlutleysi núverandi stjórnarandstöðu?
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 16:01
Starfsreglur þjóðkirkjunnar eru úrslitaákvæði
Vonandi gildir ákvörðun biskupsins er hann hefur tekið samkvæmt gildandi starfsreglum kirkjunnar; að hann standist það moldviðri er nú þyrlast um kirkjuna. Það var fagnaðarefni þegar starfsreglur kirkjunnar tóku gildi til að leysa viðkvæm mál er upp kunna að koma meðal starfsmanna hennar. Sá sem fer með trúfærslu barna verður að vera hafinn yfir allan vafa að hann standist umræddar starfsreglur.
Hæstiréttur dæmir samkvæmt gildandi lögum en hefur tæplega dómsvald í siðferðisbrotum er upp kunna að koma innan kirkjunnar, þar hlýtur biskup að hafa úrslitaákvörðun samkvæmt gildandi starfsreglum þjóðkirkjunnar.
![]() |
Ákvörðun biskups gildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |