Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.5.2007 | 22:49
RUV ekki hlutlaust í Kastljósi - reyndi stjórnarmyndun?
Tæplega verður sagt að hlutleysis hafi verið gætt hjá RUV í Kastljósinu í kvöld. Tveir álitsgjafar Kolbrún Bergþórsdóttir og Ólafur T. Guðnason voru fengin til að álits hvaða ríkisstjórn þau teldu við hæfi. Að þeirra mati höfðu allir flokkar nokkuð til síns ágætis nema Framsókn, sem ekki var til nokkurs nýt. Lagt var til stjórnarmyndun Geirs og Vinstri grænna eða Samfylkingar. Frjálslyndir ekki nefndir á nafn. Undirrituð telur að framangreindir aðilar geti haft hvaða skoðun sem er á mönnum og málefnum. Hins vegar orkar það tvímælis að Kastljós gæti ekki hlutleysis hvað varðar álitsgjafa um stjórnarmyndun. Hvers vegna var engin álitsgjafi sem varði stjórnina eða gæti sagt eitthvað jákvætt um Framsókn og Frjálslynda?
Getur ritstjóri í Kastljósi sýnt slíka hlutdrægni óátalið eftir geðþótta sínum? Fyrst gegn Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðheraa og fjölskyldu hennar; og nú reynt með skýrum hætti að hafa áhrif á stjórnarmyndun? Hverra hagsmuna er ritstjóri í Kastljósi að gæta?16.5.2007 | 08:17
Núverandi stjórnarsamstarf - velferð og betri hagstjórn
Markmið stjórnarandstöðunnar var að fella ríkistjórnina er ekki tókst. Stefna Samfylkingarinnar um innflutning lanbúnaðaðarafurða og inngöngu í ESB með auðlindir þjóðarinnar sem skiptimynt er ekki traustvekjandi. Rökrétt niðurstaða kosninganna varð því fylgistap Samfylkingar þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.
Vinstri grænir eru ekki traustvekjandi hvað varðar varnarmál, draga í efa norrænt samstarf þar að lútandi. Þeir ætla að afnema nýsett lög RUV, hafa ekki raunhæfar tillögur um atvinnumál sem er þó undirstaða þess að velferð og velmegun geti verið raunveruleg.
Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag um að þjóðin vilji Samfylkingu í stjórn með Sjálfstæðisflokknum er ekki trúverðug frekar en aðra skoðanakannanir. Þær geta ekki verðið ráðandi afl í stjórnarmyndun.
Hvers vegna ætti núverandi stjórn ekki að halda áfram? Hún hefur skilað góðu þjóðarbúi. Er líklegust til að gera átak í velferðarmálum og betri kjör fyrir öryrkja og eldri borgara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook
15.5.2007 | 13:29
Leggur Framsókn árar í bát?!
Aldrei hefur þótt stórmannlegt að leggja árar í bát þótt í móti blási. Jafnvel þótt brotsjór geti átt sér stað er haldið áfram. Ef Framsókn heldur ekki áfram í stjórn með atvinnuuppbyggingu og velferðarmál er engin framtíð eftir. Einungis stríðandi öfl innann flokksins halda áfram eins og verið hefur í óeiningu, flokknum til mikils tjóns eða það endar pólitíska tilveru hans eftir stuttan tíma.
Kemur í ljós hvað verður en undanhald er sama og endalok. Vonandi tekst Jóni Sigurðssyni að sigla áfram þótt vindar blási í móti.
![]() |
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 08:02
Ráðherrar utan þings hluta kjörtímabils.
Ef núverandi stjórnarsamstarf heldur áfram geta ráðherrar Framsóknar allt eins verið utan þings. Gæti orðið ávinningur þegar til lengri tíma er litið. Tæplegar getur Jónína Bjartmarz þó sest í ráðherrastól vegna kæru sinnar til blaðamannfélagsin sem ekki er útkjáð. Þá hefur Sig Friðleifsdóttir verið mjög umdeild í starfi sínu sem ráðherra þótt hún hafi náð kjördæmakosningu. Gæti verið góð lausn að hún sæti utanstjórnar tímabundið. Konur verða að axla ábyrgð líka, geta ekki falið sig á bak við kynferði sitt.
Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra er góður kostur í ráðherrastól sem samstaða og sátt gæti náðst um. Páll Magnússon, ritari bæjarstjóra í Kópavogi kæmi einning vel til greina.
![]() |
Ekki farið að ræða verkaskiptingu í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 04:12
Jón Kristjánsson aftur í ráðherrastól!
Nú er tækifæri til að jafna leikinn með því að Jón Kristjánsson fyrrv. ráðherra setjist aftur í ráðherrastól. Hann stóð sig mjög vel enda mikill málafylgjumaður. Kemur málum sínum fram hávaðlaust, er ekki umdeildur í fjölmiðlunum, vinsæll, vinsamlegur og hógvær í framkomu. Alltaf tilbúinn að taka gagrýni á málefnalegan hátt.
Undirrituð leggur til að Jón Kristjánsson verði ráðherra hálft kjörtímabilið þá taki Bjarni Harðarson þingmaður við sem þá hefur fengið þjálfun sem þingmaður.
Undirrituð fær ekki séð að svona stór kjördæmi eins og nú geti gengið upp. Þá verða flokkarnir að koma sér upp kosningareglum, sérstaklega í landfræðilega stórum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn hefur ennþá meira fylgi úti á landi. Nauðsynlegt að dreifa þingmönnum um kjördæmin vegna mismunandi hagsmuna byggðarlaga. Félagshyggjuflokkur eins og Framsókn ætti ekki að vera í vandræðum með slík mál.
Vonandi vinnur Jónína Bjartmarz kæru sína til blaðamannafélagsins vegna árása á tengdadóttur hennar.
Það yrði aðhald fyrir fjölmiðla til að stilla reiði sinni í hóf gagnvart einstökum þingmönnum og flokkum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook
15.5.2007 | 03:24
Krían fyrir mynd kvenna?
Svampur þó þetta er vond athugasemd. Krían er ekki leiðindafugl og verðskuldar ekki að vera skotin. Ef þú ferð nógu oft í gönguferð til að sjá hana og hitta þá hættir hún að áreita þig. "Gargið" hennar hljómar sem fegursti söngur í mínum eyrum. Þessi mesti fluggarpur heims á skilið virðingu fyrir afburða hæfileika sína. Engin flugvél eða flugmaður stenst samanburð við hana í flugtækni. Annars lætur krían sér á sama standa um okkar álit. Hún ver sitt svæði og í æðarvarpi gefur hún aðvörun þegar rebbi er á ferðinni.
Gæti annars verið ágæt fyrirmynd fyrir okkur konur í lífinu þó ekki væri nema til að vara sig á "rebba."
![]() |
Krían komin á Nesið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook
14.5.2007 | 17:12
Lögreglan í góðum málum
Lögreglan hefur markvisst tekið menn ölvaða undir stýri undanfarið. Fáir dagar síðan hún tók fjögur hundruð manns á Hringbrautinni. Góðra gjalda vert að fá tvíakgreina /fjölakgreina vegi. Eitt sér dugir það ekki ef ekið er á ofsahraða, sem er hættulegt bæði öðrum og þeim sem aka. Að valda öðrum slysum og örkuml vegna hraðaaksturs; er nær því að geta verið valdur/völd að slysi af ásetningi. Það er vel að löggjafinn hefur nú hert viðurlög við hraðaakstri sem lögreglan fylgir fast eftir með markvissum aðgerðum og á hún þakkir skyldar fyrir vel unnin störf.
![]() |
Fjórtán ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 07:17
Ekki önnur staða - en frekara stjórnarsamstarf.
Nú eftir kosningarnar er tæplega önnur staða í spilunum fyrir Framsókn en núverandi stjórnarsamstarf.
Kosningarnar snerust um að koma stjórninni frá sem var aðal kosningamál stjórnarandstöðunnar. Má segja að fjölmiðlar hafi lagt þeim lið ljóst og leynt. Heiftarleg árás á Jónínu Bjartmarz og frekar neikvæðari skoðanakannanir voru áberandi á Stöd2 stjórnarandstöðunnar í hag. Þá voru skrif Fréttablaðs og blaðsins frekar á bandi stjórnarandstöðu.
Engu að síður þarf Framsókn að taka til í eigin ranni í stefnu sinni. Einhliða stefna í Evrópumálum um inngöngu Íslands er óviðunandi. Þótt Jón Sigurðsson hafi lýst yfir að ekki yrðu neinar breytingar í átti til inngöngu aðeins nú fyrir kosningar er það ekki trúverðugt þegar litið er til baka í stefnu flokksins. Ráðandi öfl í flokknum hafa þar tögl og haldir nú sem fyrr.
Þessi staða hefur hefur óefað fært Vinstri grænum mikið fylgi í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð góðri málamiðlum milli flokksmann sinna í ESB-málum meðan Framsókn hefur beinlínis flæmt þá sem ekki eru Evrópusinnar úr flokknum. Undarleg framkoma í ljósi þess að Framsókn vill telja sig þjóðlegan félagshyggjuflokk. Samt virðist engin málamiðlun ríkja eða sátt innan flokksins í þeim málum.
Hvort sem Framsókn verður í áframhaldandi stjórnarsamstarfi eða ekki þá mun hann eiga framtíð sína undir því að mismunandi skoðanir fái að njóta sín innan flokksins.Flokkurinn hefur reynt að staðsetja sig í borgarsamfélaginu en mistekist. Vinstri grænum hefur tekist það betur á kostnað Framsóknar vegna einstrengslegra framkvæmdar í stefnu Framsóknar.
Hvort sem Framsóknarflokkurinn verður áfram í stjórn eða ekki stendur hann á þeim tímamótum hvort hann lifir áfram í stjórnmálum. Verði umbótasinnaður þjóðlegur félagshyggjuflokkur? Framsóknarflokkurinn er betur settur í núverandi í stjórnarsamstarfi ef hann hyggur á áframhaldandi lífdaga. Samstarf í vinstri stjórn mun endanlega flýta fyrir endalokum flokksins í stjórnmálum og yrði það sorgleg niðurstaða
![]() |
Líklegast að stjórnin sitji áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook
13.5.2007 | 17:21
Skilaboðð þjóðarinnar - ekki vinstri stjórn.
Skilaboð þjóðarinnar eru skýr þrátt fyrir lítinn meirihluta. - ekki vinstri stjórn. Þótt Framsókn hafi tapað ber henni skylda til að axla ábyrgð og halda áfram stjórnarsamstarfinu ef svo ber undir.
Framsókn hefur orðið fyrir póltískum ofsóknum illskeyttra andstæðinga. Við því er ekkert að gera nema halda áfram. Viðbætt samstarf við frjálslyndra hefði getað komið til greina en innkoma Kristins H. Gunnarssonar nær útilokar þann möguleika þar sem hann var mjög erfiður í samstarfi við Framsókn á síðasta kjörtímabili.
Ef Framsókn ætlar að lifa af sem stjórnmálaflokkur verður hún að taka áhættuna og halda áfram stjórnarsamstarfi.
![]() |
Geir og Jón funda í kjölfar kosninganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2007 | 05:14
Ríkistjórnin - heldur meirihluta?
Kosningar í dag byggja ekki eingöngu á föstu fylgi, tákn nýrra tíma þar sem fjölmiðlar gegna stóru hlutverki. Þeir hafa staðið sig nokkuð vel og skilað boðskap stjórnmálamanna trúverðuglega. Þótt vel megi stundum heyra og sjá að Stöd2 er miðill Samfylkingar/stjórnarandstöðunnar. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar eru misvísandi hjá þessum tveimur fjölmiðlarisum (RUV) hér á landi. Kemur í ljós eftir kosningar hversu trúverðugar skoðanakannanir hafa verið yfirleitt. Skoðanakannanir eru frekar til bóta ef eitthvað er. Ekki skoðanamyndandi í eina átt frekar en aðra og er það vel. Ef til vill hafa þær valdið skörpum skilum á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem að mati undirritaðrar hafa kallað fram málefnalega umræðu en samt ekki hatramma.
Fram hefur komið hjá Vinstri grænum að banna eigi stór loforð ráðherra til framfara fyrir kosningar. Hvað rök eru fyrir því að ekki megi leggja línurnar til góðra verka áður en látið er af störfum? Aldrei getur neinn ráðherra náð öllu fram sem hann vill. Með því að sýna vilja sinn í þeim málum sem ekki hafa náðst fram gefur hann komandi ríkistjórn og embættismannavaldinu tóninn sem er skynsamlegt. Síðan er það hlutverk komandi stjórnarandstöðu hver sem hún er og fjölmiðla að halda vöku sinni.
Að framansögðu að er það ekki lýðræðislegt fyrirkomulag að ætla að banna ráðherrum með lögum stefnumörkun fram í tímann; er í rauninni höft á frjálsa hugsun.
Undirrituð gengur nú í fyrsta sinn til kosninga með það í huga hvaða ríkistjórn hún telur líklegasta umbóta í velferðarmálum og atvinnuálum.
Ef margir eru sama sinnis þá getur það kallað fram á meiri samstöðu á vinstri væng stjórnmálanna í framtíðinni en nú er.
![]() |
Hafa kannanir áhrif á kjósendur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook