Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.1.2009 | 17:11
Sjónarsviptir
Sjónarsviptir af Birni Bjarnasyni úr stjórnmálum þótt hann hafi hugsað sér að hætta, þá er vandi að finna rétta tímann á óvissutímum eins og nú. Samt er nauðsynleg fyrir flokkinn að fá nýja menn til að takast á við óvissa framtíð í efnahag þjóðarinnar.
Bjarni Benediktsson er líklegt formannsefni framtíðarinnar. Að mati undirritaðrar er engin núverandi fulltrúi sjálfstæðismanna í ríkisstjórn æskilegur sem formaður. Þarf að vera karl/kona sem hvorki verður tengdur málefnalega eða persónulega við fall og brask einkabankanna.
Rétt er að hugsa framtíð stjórnmálanna upp á nýtt út frá orðum Páls Skúlasonar heimspekings í Kastljósinu fyrir skömmu: " Landráð að gáleysi er landráð".
![]() |
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook
23.12.2008 | 16:20
Þorláksmessa:
Gott með skötunni: Þorlákur Þórhallsson var kjörinn biskup í Skálholti árið 1178 í kaþólskum sið. Fór utan ári síðan til vígslu. Eftirfarandi umsögn er úr vígslu hans: Biskup hæfir að sé, sagði hann, lastvar og lærður vel, dramblaus og drykkjumaður lítill, örlátur, skýr og skapgóður, góðgjarn og gestrisinn, réttlátur og ráðvandur, hreinlífur og hagráður, ávítasamur við órækna, og má sjá að það að það er heilags manns að vera með þeim hætti." (Árni Björnsson: Saga daganna) Má segja að umsögn erkibiskups hafi gegnið eftir.
Eftir vígslu varð Þorlákur stjórnsamur um mál kirkjunnar og skírlífi manna. Ástsæll af alþýðum manna vegna mildi sinnar við hana. Fljótlega efir andlát Þorláks urðu teikn um kraftaverk ef á hann var heitið. Leyfði þá Páll biskup í Skálholti að að heitið væri á Þorlák. Andlátsdagur Þorláks 23. desember var lögleiddur sem Þorláksmessa árið 1199.
Samkvæmt kaþólskri trú er Þorlákur helgi verndardýrlingur Íslands og fyrstur hérlendra manna sem tekinn var í töl dýrlinga þó ekki væri því lýst af Rómarbiskupi fyrr 14. janúar 1984, er Jóhannes Páll páfi II lýsti heilagan Þorlák Verndardýrling Íslands.
Tekið af heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar:
Þorláks helga, sem er verndardýrlingur Íslands, er minnst tvo daga ársins hér á Íslandi. Í 20. júlí, er hátíð upptöku heilags dóms hans og 23. desember er andlátsdagur hans.
Þorlákur fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann hlaut góða menntun í Odda á Rangárvöllum, en þangað fluttist hann. Hann virðist hafa tekið prestvígslu, áður en hann náði tvítugsaldri.
Biskupsembættið reyndist Þorláki ekki auðvelt. Yfirleitt voru prestarnir illa undir embætti sitt búnir. Þorlákur reyndi að bæta þar um.
Margir af hinum fyrri biskupum og prestum voru kvæntir, og prestar virðast hafa talið eðlilegt að taka sér konu. Þorlákur kvæntist aldrei.
Hann lagði mikla stund á bænagerðir og föstur. Á hverjum morgni las hann Maríutíðir og bað fyrir biskupsdæmi sínu.
Eftir 15 vetur á biskupsstóli hyggst Þorlákur hverfa aftur í klaustur sitt. Ekkert varð þó úr þeirri fyrirætlun, því að um það leyti tók hann þá sótt sem leiddi hann til dauða. Eftir hann dó (1193) var hárið hans skorið og varðveitt sem helgur dómur!
Fjórum vetrum eftir andláts Þorláks vitjaði hann í draumi prests eins fyrir norðan og mælti svo fyrir um, að líkami sinn skyldi tekinn úr jörðu og með áheitum prófað, hvort því fylgdi einhver heilagleiki. Presturinn sagði Brandi biskupi á Hólum draum sinn, og fleiri bættust við, sem höfðu orðið fyrir svipaðri reynslu.
Heimildir eru um varðveislu Þorláksskríns í Skálholti allt til loka 18. aldar. Þá var kirkjan rifin 1802 og voru seldir á uppboði ýmsir kirkjugripir meðal annars Þorláksskrín.
Þorlákur var fyrsti Íslendingurinn, sem var tekinn í tölu dýrlinga, þó að því væri ekki lýst yfir í Róm. En hinn 14. janúar 1984 lýsti hinn heilagi faðir, Jóhannes Páll páfi, Þorlák verndardýrling Íslands.
Sú venja að leita til og heiðra þá sem helgir teljast á himnum hefur lifað með kristnum mönnum frá upphafi. Er það ríkur þáttur í helgihaldi kaþólsku kirkjunnar svo og austurkirkjunnar. Þorlákur er nú á himnum, og við ættum að leita liðsinnis hans.
Við getum einnig látið fordæmi hans verða okkur til gagns. Hann var dæmi um mann, sem gerði sér far um að lifa í samræmi við kenningar Krists og náði langt í þeirri viðleitni.
Þorlákur helgi, bið fyrir oss.
16.12.2008 | 12:48
Kattarþvottur?
Ótrúverðugt að fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs sé háttsettur í bókhaldi hjá Nýja Landsbankanum í ljósi bankahrunins þegar mikið vantraust ríkir meðal almennings. Ekki líta betur úr hlutabréfakaup bankastjórans hjá Nýja Glitni: hún var svo heppinn að kaup upp á u.þ.b. tvö hundruð milljónir voru ógild eða "gleymdust". Ekki trúverðugur bankastjóri - vissi ekki að kaupin sem hún gerði fóru aldrei fram?
Eru ekki til frambærilegir viðskiptalærðir stjórnendur sem eru óháðir bankahruninu og útrásinni, skiptir engu máli að nýju bankarnir hafi traust almennings?
![]() |
Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook
14.12.2008 | 08:19
Aðventa: Maríukvæði
Nóbelskáldið Halldór Kiljan tók katólska trú, hann var gott ljóðskáld þótt óbundið mál hafi verið hans megin verk. Maríukvæði er eitt af kvæðum skáldsins er ekki var í bókum hans - og þeirra frægast. Atli Heimir Sveinsson samdi lag við kvæðið og er það vel þekkt:
Maríukvæði
Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.
Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.
Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2019 kl. 02:50 | Slóð | Facebook
12.12.2008 | 18:13
Hvaða farvegi?
Erfitt að halda umræðu um ESB-aðild í röklegum farvegi þegar ritstjórn Morgunblaðs og Fréttablaðs stjórna umræðunni þar sem raddir þeirra sem eru fremur á móti aðild eru lítt sjáanlegar. Undantekning er Mbl í dag þar sem blogg Hauks J. Guðmundssonar var á miðopnu en það er samt sem áður tilhneiging til að "þegja andstöðuna í hel" hjá blaðinu.
Morgunblaðið er ekki hlutlaust meðan stuðningur að aðild er nánast einráður. Vonandi koma nýir aðilar að blaðinu er geta gefið meiri breidd í umræðunni. Skiljanlegra með Fréttablaðið þar sem eigendur þess og Samfylkingin ráða þar ríkjum og eru á móti aðild; þar af leiðandi er Fréttablaðið ekki hlutlaust blað þjónar eigendum sínum fyrst og fremst.
Undirrituð saknar Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra sárlega; meðan hann var þá mátti sjá og skynja yfirsýn yfir blómlegt atvinnulíf í eigin landi. Sannarlega þörf á röklegum farvegi í umræðunni um aðild ESB en verður tæplega með núverandi eigendum blaðsins.
![]() |
Evrópunefndin ekki einhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2008 kl. 04:58 | Slóð | Facebook
11.12.2008 | 17:59
Kornið fyllir mælirinn -
Reiði almennings vegna erfiðs efnahags þjóðarinnar í Grikklandi breyttist í styrjaldarástand þegar fimmtán ára drengur varð fyrir voðaskoti lögreglunnar og lést í mómælaaðgerðum. Enn er ástandið erfitt og gæti leitt til þess að almenningur verði að fá kosningu til að friður náist.
Mótmæli hér á landi hafa sem betur fer verið nokkuð friðsamleg en ekkert má út af bera til að alvarlegt ástand gæti skapast.
Sumir bloggarar hafa dæmt þessi mótmæli hér á landi harkalega og viljað láta hart mæta hörðu. En er ekki unga fólkið sem er að mótmæla toppurinn á ísjakanum, öll þjóðin er særð og reið yfir að fáir einstaklingar hafi skuldsett þjóðina um langa framtíð með græðgi og ófyrirleitni?
Undirrituð er ekki að mæla með harkalegum mótmælum en það leiðir að sjálfu sér að undiralda reiði og sært stolt er fyrir hendi hjá almenningi. Upplýsingar um bankahrunið og skipulagningu nýju bankanna verða að koma reglulega fram eins og kostur er; ef ekki þá verður þjóðin að fá að kjósa nýja stjórn.
Óráðlegt að kynda undir reiði fólks með ósanngjörnum skrifum það er réttur í lýræðisríki að mótmæla.
![]() |
Götubardagar boðaðir í Aþenu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook
11.12.2008 | 13:08
ESB - úlfur í sauðargæru
Meiri áhugi fyrir hjá Olli Rehn að koma þjóðinni í ESB en að hjálpa henni á neyðarstundu; ESB neyddi þjóðina til að greiða meira en lög EES og ESB segja til um hvað varðar Icesavereikningana í Bretlandi. Gildandi reglur voru þess eðlis að hagsmunir ESB skiptu meira máli; lögmáið er "einn fyrir alla" sama hvaða lög eða reglur gilda."Félagslegur stuðningur í reynd hjá sambandinu".
Ekki trúverðugu stuðningur við smáríki enda meiningin að geta komist yfir fiskimiðin/auðlindirnar fyrr en seinna. Allir vita að Rómarsáttmálinn gildir en ekki samningur við hverja þjóð fyrir sig ef reglur skarast.
![]() |
ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook
8.12.2008 | 00:51
Össur stingur höfðinu í sandinn
Össur stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn heldur að hann sjáist ekki. Hvernig dettur heilvita manni í hug auk þess ráðherra að gera sig að athlægi frammi fyrir alþjóð og segist enga ábyrgð bera á seðlabankanum eða seðlabankastjóra í stjórnarsamstarfinu, er Samfylkingin í stjórn eða ekki?
Hvað er Össur að reyna að fela með því að skjóta sér undan ábyrgð í stjórnarsamstarfinu en vilja samt halda því áfram? Það vekur upp tortryggni og spurningar. Eru einhver vina- eða hagsmunatengsl í bankahruninu er gætu tengst Samfylkingu pólitískt; sem þarf að sópa undir teppið?
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook
7.12.2008 | 08:00
Íslenskur landbúnaður - hollur
Alvarleg sýking svínakjöts á Írlandi vekur til umhugsunar um hvað nauðsynlegt er að eiga ósýkta fæðu í eigin landi. Hér hafa enn ekki orðið stóráföll á sýktum landbúnaðrafurðum. Búum við hollar afurðir framleiddar í hreinu umhverfi er verður vonandi enn um langa framtíð. Meðan nægileg framleiðsla kjöts er til er óþarfi að flytja inn hrátt kjöt er mun óhjákvæmilega valda meiri hættu á sýktum matvælum.
Við erfiðar efnahagsaðstæður eflir það sjálfstraust þjóðarinnar að geta búið að eigin matvælum sem allra mest; þjóðaröryggi að hafa öflugan landbúnað.
![]() |
Eitur í írsku svínakjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 21:13
Aðventa: Ave María
María Guðsmóður á sterk ítök í þjóðarsálinni um það bera skáld og lagasmiðir vitni er hafa samið ljóð og lög um hana. Indriði Einarsson orti ljóðið Ave María við lag Sigvalda Kaldalóns ein af fegurstu söngperlum okkar. Gott að íhuga aðventuna með fallegu ljóði um móður hins Kristna heims:
Þú blíða drottning bjartari en sólin.
þú biður fyrir lifendum og dauðum.
Hríf um eilífð oss frá heljar nauðum.
Ave María Ave María. Ave María.
Gef þeim himnesk jólin.
Bið þinn son að vernda oss frá villu.
í veröld eru margir stigar hálir.
Um eilífð vernda allar látnar sálir.
Ave María. Ave María. Ave María.
Frelsa þær frá illu.
Góða helgi: