30.9.2008 | 10:25
Starfsmenn í uppnámi hjá Íbúarlánasjóði
Lækkunin greinilega farið illa í starfsmenn. Hringdi í sjóðinn í morgun til að fá upplýsingar um uppgreiðslu lána, geðvond símadama svaraði, hafði allt á hornum sér svo ég gafst upp og hringdi í vin minn sem er vel að sér í fjármálum.
Já, það eru erfiðir tímar í fjármálum en samt er nú Íbúðarlánasjóður nokkuð öruggur allavega meðan þjóðarskútan siglir ekki í strand. En umrædd símastúlka þarf greinilega sálgæslu ekki síður en starfsmenn bankanna sem hlýtur að líða illa og hræddir um vinnu sína.
![]() |
Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook
29.9.2008 | 14:47
"Til gamans spáð í spilin - eitt lauf og þjóðin eignast Glitnir"
"Eitt lauf" og þar með eru spilin vakin hjá Seðlabankanum - þurfti ekki meira til að eignast Glitnir. En sögnin er ekki búin: Björgólfur lokar sögninni bara með þremur gröndum til að kaupa Glitnir. En eftir er að spila úr; eins og allir vita þá eru góðir "briddsspilarar" í Seðlabankastjórninni - það verða alslemm - og Davíð og Geir eignast Landsbankann líka. Hef verið að hugsa um að taka upp viðskipti við Glitnir en bíð aðeins með þau viðskipti?
"Þá er Kaupþing eftir - líklega kaupa Dórit og Ólafur hann í félagi við nokkra fakíra?"
![]() |
Geta treyst styrk Glitnis áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook
29.9.2008 | 10:40
"Á enn að reka Seðlabankastjórnina?"
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 17:11
Hörmuleg umræða um löggæslumál?
Þá hefur Ríkislögreglustjóri svarað gagnrýni Jóhanns Benediktssonar en vantar ekki aðalmálið að peninga vantar til að koma á þessu margumtalaða nýja skipulagi; er virðist snúast um það ef það kemst á, að nærþjónusta lögrelunnnar þ.e. almenn löggæsla verði minni sökum fjárskorts samkvæmt yfirlýsingum sýslumannsins í Keflavík. Dómsmálaráðherra hefur harmað brottför Jóhanns sýslumanns enda virðast allir sammála um hæfni hans í starfi ekki síst við fíkniefnaeftirlit (er það nærþjónusta?) og hann náð þar betri árangri enn nokkur annar.
Það er hörmulegt hvernig umræða um stjórnun og fyrirkomulag innan lögreglunnar hefur færst út í fjölmiðla með þeim hætti að trúverðugleiki um framkvæmt og skipulag innan allrar löggæslunnar hefur hlotið mikinn skaða þ.m.t. dómmálaráðherrann sjálfur, því miður, þar sem umrætt skipulag er ekki einu sinni komið í gegnum þingið eftir þeim fréttum sem undirrituð hefur séð.
Er ekki mál að linni, almennningur í landinu hefur enga hagsmuni af að missa góðan lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli; - nema þá þeir sem flytja inn ólögleg fíkniefni og tæplega var það nú meiningin?
![]() |
Stóryrði og hrakspár Jóhanns óvenjulegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2008 kl. 10:18 | Slóð | Facebook
26.9.2008 | 16:33
Á að reka Seðlabankastjórnina!?

![]() |
Ólafur Ísleifsson: Setja á stjórn Seðlabankans af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook
24.9.2008 | 12:26
Barnung móðir hetja dagsin - frétt vikunnar
Þarna sáum við ungu móður er hafði tekist að ganga í gegnum þroska til að sjá um barnið sitt sjálf - með hjálp ömmu og afa. Móðirin fær ekki einu sinni full mæðralaun vegna þess að kerfið gerir ekki ráð fyrir að börn eigi börn. Undarlegt að kerfið geti ekki metið aðstæður og greitt ungu móðurinn mannsæmandi mæðralaun til að auðvelda henni aðstæður sínar fyrstu mánuðina.
Áður fyrr voru úrræðin fyrir stúlkur í sporum þessarar barnungu móður, að þær voru einangraðar og börnin tekin af þeim í fóstur er var mjög sársaukafullt; að líkindum valdið unglingum tilfinningalegum sársauka er sett hefur varanlegt ör á sálarlíf þeirra. Þá voru peningar til að hálfu hins opinbera.
Ekki nægileg félagsleg framþróun virðist hafa orðið í framagreindum málum að koma til móts við aðstæður móður á barnsaldri - eða fjölskyldur þeirra.
Kirkjan ætti að ganga hér fram fyrir skjöldu reyna að virkja félagsleg yfirvöld til kristilegra/mannúðlegrar aðgerða, að koma til móts við unglinga á barnsaldri er þurfa að sjá fyrir barni og fjölskyldur þeirra.
Er ekki til stofnun Kirkjunnar er kallast Fjölskylduþjónusta?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook
22.9.2008 | 15:33
"Gróa á Leiti komin í loftið?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook
21.9.2008 | 16:29
Íslenskur landbúnaður- fæðuöryggi
![]() |
Metuppskera korns í Skagafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.9.2008 kl. 11:19 | Slóð | Facebook
21.9.2008 | 14:48
Lýðskrum - eða blákaldur veruleiki
Eftir að hafa hlustaða á forstjóra Glitnis í silfri Egils (RUV) vaknar sú spurning hvort umræðan um efnahagsmál hér á landi er lýðskrum eða skynsamleg umræða um staðreyndir í hagstjórn efnahagslífsins? Forstjórinn taldi nauðsynlegt að ná jafnvægi í gengismálum og að nú væru merki um bata í jafnvægi útflutnings og innflutnings Þá hefur forsætisráðherra bent réttilega á nýtingu auðlinda til að viðhalda góðum lífskjörum og blómlegu atvinnulífi. Framangreind sjónarmið eru forsenda fyrir jafnvægi í gengi krónunnar og um leið jafnvægi í þjóðarbúskapnum. - Davíð Oddson seðlabankastjóri virðist hafa rétt fyrir sér um að fyrirtæki og almenningur verði að taki til í eigin ranni; haga viðskiptum sínum í samræmi við efnahagslegna veruleika - annað er lýðskrum.
Forsendur til að bjarga fjármálum okkar með skiptingu gjaldeyris yfir í Evru er ekki handan við hornið heldur ákvörðun þegar og ef við náum jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Sorglegt hvernig umræða umhverfisinna er sett fram í fjölmiðlum í auðlindamálum okkar. Helst má ekki nota orkuna til hagkvæmra framleiðslu í svokölluðum álverum til útflutnings en engar tillögur um hvað betra á að koma í staðin. Umræðan gegn nýtingu auðlinda minnir einna helst á mótmæli lagningar símans hér á landi eða baráttan gegn togaraútgerðinni til að koma fiskinum í verðmæti fyrir þjóðarbúið á sínum tíma.
Það er blákaldur veruleiki eða öllu heldur fagnaðraefni að við eigum ríkulegar auðlindir er við eigum að nota okkur til hagsbóta í framtíðinni. Þann veruleika mega óábyrgir umhverfisverndarsinnar og blaðamenn/stjórnmálamenn ekki fá að úthrópa sem "eyðileggingu" á umhverfinu án þess að vera með nein frambærileg rök eða úrræði hvernig við eigum að byggja upp atvinnu og góð lífskjör í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook
18.9.2008 | 15:52
Ekkert áfall fyrir kristna trú - eða þjóðkirkjuna.
Út frá kristinni hugsun er það ekkert áfall eða úrslitadómur fyrir þjóðkirkjuna þótt einn sóknarprestur hennar hafi orðið sekur um ósæmilegt athæfi. Þjóðkirkjan og starfsmenn hennar erum við sjálf sem í henni erum með brigðum okkar og brestum og ekki hægt að útiloka svona atvik fyrirfram. Mikill harmleikur er orðinn en við verðum samt að horfa fram á veginn í trú, von og kærleika þrátt fyrir umrætt atvik; að kristin trú er þrátt fyrir allt sá besti vegur sem við getum farið - og reynt að feta fótspor Krists með kærleika og umburðarlyndi.
Engin úrræði geta orðið nema þegar afbrotið er uppvíst og viðkomandi tekur út sinn dóm ef rétt reynist. Engin ástæða að tengja atvikið starfi þjóðkirkjunnar eins og Stefán Friðriksson heldur fram eða ala á óþarfa tortryggni í garð kirkjunnar að ástæðulausu.
![]() |
Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook
18.9.2008 | 12:35
Klukkan glymur - Frjálslynda flokknum?
Vond uppákoma í Frjálslynda flokknum. Ef Jón Magnússon verður þingflokksformaður spáir undirrituð óhjákvæmilega endalokum flokksins í bráð og lengd. Klukkan glymur vonandi Jóni Magnússyni og félögum en ekki Guðjóni A.Kristjánssyni.
![]() |
Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 16:30
Herra Sigurbjörn biskup látinn
Herra Sigurbjörn Einarsson er látinn. Hann skilur eftir sig tómarúm er einn mesti andans meistari er þjóðin hefur átt sem prédikari, sálmaskáld og trúarleiðtogi. Sannur boðberi og málsvari kristins boðskapar er hann vildi að bæri uppi samfélag og sjálfsmynd þjóðarinnar um alla framtíð.
21.8.2008 | 17:40
Lákúrulegur frétt - fréttaflutningur?
Þessi lágkúrufrétt um laun Gísla Marteins í fjarveru hans nær jafnt til allra borgarfulltrúa og fjölmiðla. Getur Gísli Marteinn ekki fengið sér leyfi frá störfum með formlegum hætti án launa/eða launa þótt Ingibjörg Sólrún hafi þegið laun og mætt illa á borgastjórnarfundi í sinni fjarveru?Hvers vegna fékk Ingibjörg Sólrún ekki leyfi frá störfum í fjarveru sinni?
Eðlilegt að borgarfulltrúar geti fengið leyfi frá störfum og þá búnir að vinna vissan tíma til þess að fá laun. Að greiða varaflulltrúum laun án þess að vera kallaðir til starfa er ekki rétt stefna og þarf að endurskoða þær reglur. Hvers vegna er ekkert um þá afstöðu í fjölmiðlum?
![]() |
Gísli Marteinn fær launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2008 | 16:49
Nýr borgarstjóri - erfið staða?
Nú mun taka til starfa nýr borgarstjóri innan tíðar er eflaust hefur fullan hug á að standa sig í starfi en hvert er hið raunverulega bakland borgarstjórans? Munu borgarfulltrúar standa með Hönnu Birnu eða verður viðvarandi ástand áfram eins og þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var við völd þar sem hann hafði ekki fylgi í eigin baklandi. Líklegt má telja slakt fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni fyrst og fremst fyrir ósamstöðu fulltrúanna innbyrðist. Þótt Hanna Birna hafi pólitískan stuðning í Sjálfstæðisflokknum mun það ekki duga ef áfram heldur óeining í borgarstjórnarflokknum.
Almenningur er þreyttur á innbyrðis deilum og ótryggum borgarstjórnarmeirihluta sem ekki ræður við að stjórna borginni. Það sem er ráðandi í umræðunni í dag er hver fylgir hverjum og verður þessi meirihluti varanlegur? Ef ekki verður tekið á efnahagsmálum borgarinnar í samstarfi við starfsmenn hennar til hagsbóta fyrir almenning þá getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki búist við fylgi í næstu kosningum;jafnvel þótt núverandi borgarfulltrúum verði skipt út í næsta prófkjöri flokksins fyrir slakt gengi.
Undirrituð er á engan hátt að leggja stein í götu Hönnu Birnu sem borgarstjóra en aðeins að reyna að túlka skoðun grasrótarinnar sem ef til vill kemur fram í fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Telja má að Óskar Bergsson muni verða góður til samstarfs en dugar skammt ef ekki ríkja innbyrðis heilindi hjá samstarfsflokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2008 kl. 17:26 | Slóð | Facebook
19.8.2008 | 21:42
Flokkar í nafni náttúrverndar á undanhaldi?
Undirritaðri ritaði eftirfarandi í bloggi sínu 22.01.08 þegar Ólafur F. Magnússon gekk til liðs við sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Ef til vill verður nýr meirihluti í borginni nýtt upphaf af áhrifum Frjálslynda flokksins í stjórnmálum þar sem tekið er enn betur málum með almannaheill í huga. Nýi meirihlutinn hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif almennt á stjórnmálin ef vel til tekst.
Nú er Ólafur kominn aftur á byrjunarreit en hyggst skapa sér betra bakland í borgarmálum/stjórnmálum fyrir næstu kosningar í borgarstjórn. Óskar Bergsson hefur heldur ekki stuðning varamanns síns en vonandi gengur samt samstarfið upp; Óskar hefur a.m.k. sterkara bakland en Ólafur hafði.
Að fólk hlaupi út og suður í annan flokk eða stofni nýjan getur tæplega aflað stjórnmálaflokki fylgis og trausts til lengdar - þar sem náttúruvernd er útgangspunktur í stefnu viðkomandi flokks án þess að gera sér grein fyrir að náttúruvernd og virkjunarmál/atvinnumál verða ekki sundur slitin.
Flest viljum við vernda okkar fögru náttúru og er vel hægt án þess að nauðsynlegar framkvæmdir í virkjunarmálum séu stöðvaðar. Stundum er eins og þær stjórnmálahreyfingar/frambjóðendur sem hafa litið dagsins ljós undanfarin ár séu fremur náttúruverndariðnaður til að gera út á tilfinningar fólks þar sem framfarir í atvinnumálum er aukaatriði. Líklegt má telja að þ.h. stjórnmálahreyfingar muni ekki fá framgang í hæstu kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2008 kl. 17:00 | Slóð | Facebook
19.8.2008 | 15:51
Geir og Davíð - með rétta stefnu í efnahagsmálum
Ungur hagfræðingur Jón Steinarssoner er kom fram í fjölmiðlum í gær og dag, telur gagnrýni á ríkistjórnina um að taka ekki 500miljarða lán til bjargar bönkunum ósanngjarna. Að óumflýjanlegt sé að halda vöxtum háum og ekki megi veikja verðbólgumarkmið seðlabankans. Þegar til lengri tíma sé litið þá sé líklega besta lausnin að taka upp evruna til að kom í veg fyrir gengissveiflur.
Hagfræðingurinn telur nú betri lausn að ríkið gæfi út skuldabréf í erlendri mynt er bankarnir fengu í skiptum fyrir innlend skuldabréf. Þótt ríkisjóður taki á sig gengisáhættu með útgáfunni sé staðan í dag með þeim hætti að líklegra er að ríkið græði enda gegnið nú mjög lágt.
Að taka 500miljarða lán með árlegan vaxtakostnaði upp á 15milljarða telur hagfræðingurinn vera dulbúinn ríkisstyrk; bankarnir eigi sjálfir að bera kostnað af starfsemi sinni erlendis þótt það hefði þær afleiðingar að bankarnir flyttu erlenda starfsemi úr landi. Með því byggist samkeppnishæfni Íslands á fólkinu og skattumhverfinu stjórnkerfið sé gott og skilvirkt en byggist ekki á einhvers konar niðurgreiðslu.
Framangreint álit virðist styðja þá stefnu er Davíð Oddsson seðlabandastjóri stendur fyrir og einnig stefnu Geirs Haarde í ríkistjórninni þar sem hann hikar eðlilega við að setja 15milljarða árlega byrði á ríkisjóð/almenning til bjargar einkavæddu bönkunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook
18.8.2008 | 17:45
Sigling án fyrirhafnar

![]() |
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook
18.8.2008 | 17:24
Borgarstjórn dæmd fyrir fyrirfram.
Hvers vegna á að dæma nýjan borgarstjórnarmeirihluta áður en hann tekur til starfa?.Skoðanakönnun þar sem raunveralega 300-400 manns (Fréttablaðið) tóku þátt er til þess ætluð að tortryggja meirihlutann fyrirfram í borgarmálum; málefnin eru aukaatriði. Svo eru fegnir stjórnmálafræðingar til að leggja blessun sína yfir vísindin, síðan koma fjölmiðlar og birta niðurstöðuna með miklum fyrirgangi.
Erfitt verður fyrir borgarmeirihlutann að verjast slíkum árásum. Ef til vill verður hann að ráða sér talsmann við hlið borgastjóra til að kynna þau málefni reglulega sem borgarstjórn er að vinna fyrir borgarbúa.
Ekki er þar með sagt að borgarstjóri svari ekki fyrir ákvarðanatöku sína. En framagreind skoðanakönnum gefur til kynna að nauðsynlegt er fyrir borgarstjórn að hafa sífellt á vakt í fjölmiðlum til að verjast árásum þar sem beinlínis er verið að veikja borgarstjórn án þess að málefnin skipti máli.
17.8.2008 | 22:14
Áróður - í fréttum RÚV?
Ríkissjónvarpið tjáði landsmönnum í kvöldfréttum eftir varaformanni Orkuveitu Reykjavíkur að ekki yrði þörf fyrir Birtuvirkjun vegna þess að virkjanir á svæðinu væru sennilega fullnýttar; enda ekki þörf fyrir orku til að selja á útsöluverði til stóriðju.
Hvers konar máflutning ber ríkissjónvarpið á borð fyrir landsmenn. Er svona frétt frambærileg án þess að formaður eða framkvæmdastjóri Orkuveitunnar tjái sig jafnframt um skoðun varaformannsins sem situr í stjórn fyrir Frjálslyndra enn sem komið er þótt hún sitji ekki í borgarstjórnarmeirihluta lengur. Hér er um óbeinan áróður ríkissjónvarpsins gegn Bitruvirkjun að ræða til þess eins að slá ryki í augu landsmanna án þess að nokkur frambærileg rök fylgi fréttinni- eða um óbeinan áróður gegn núverandi meirihluta borgarstjórnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook
16.8.2008 | 15:44
Nýr borgarstjórnarmeirihluti - ný sóknarfæri til framfara
Það sem varð fyrrverandi borgarstjóra Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að falli virðist vera að lykilmenn Orkuveitunnar hafi leynt og ljóst tekið ákvarðanir án þess að stjórn hennar hafi verið upplýst nægilega vel um framtíðaráætlanir og á það við bæði um meirihluta og minnihluta stjórnarmanna. Grunur lék á að verið væri að taka áhættu með almannafé sem bæði meirihluti og minnihluti gat ekki sætt sig við. Nú virðist vera kominn ásættanleg niðurstaða um að fjárfestingasjóður verði stofnaður og frekara áhættufjármagn komi frá þeim sem vilja leggja fjármuna sína fram. Þá verða ekki neinir kaupréttarsamningar gerði sem hafa veið mjög umdeildir.
Er ekki framangreind niðurstaða dæmigerð þar sem starfsmenn fyrirtækja í almannaeigu starfa án þess að gera eigendum sínum nægilega grein fyrir hvað er raunverulega að gerast og hvort verið sé að setja viðkomandi fyrirtækið í fjárútlát sem ekki standast lög um fyrirtæki í almannaeigu?
Tjarnarkvartettinn sá sér leik á borði og nýtti sér stöðuna fengu Björn Ingi Hrafnson framsóknarmann til liðs við sig; og náðu þar með að sprengja þáverandi meirihluta án þess að nokkur niðurstaða næðist í málum Orkuveitunnar.
Pólitísku mistökin verða ekki afturtekin. Erfitt verður fyrir Hönnu Birnu að vinna aftur þær vinsældir og traust sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafði. Samt má segja að rétt stefna hafi verið tekin með núverandi meirihluta um áframhaldandi verkefni Orkuveitunnar. Ekki var skynsamlegt að slá Bitruvirkjun út af borðinu í nafni náttúruverndar sem ekki hefur við nein rök að styðjast.
Til þess að núverandi meirihluti nái aftur trausti almennings verður hann að hafa allar sínar gerðir uppi á borðinu með réttum upplýsingum frá starfsmönnum Orkuveitunnar. Láta ekki Tjarnakvartettinn með klækjum og í nafni náttaúrverndar draga úr eðlilegum framkvæmdum til áframhaldandi framfara og betri lífskjara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook