30.6.2008 | 07:45
Kennari misnotar vald sitt
Börn geta reiðst hvert við annað en eru oftast skjót til sátta. Kennarinn hefði átt átt að reyna sátt milli barnanna. Að neyða drenginn til að bjóða einhverjum bekkjarfélaga er ekki ásættanleg niðurstaða og réttur drengsins brotinn til að ráða hverjir koma inn á heimili hans. Ef drengurinn vildi ekki bjóða framangreindum félögum sínum er réttur hans tvímælalaus að mati undirritaðrar.
Framangreint vandamál er til staðar hér á landi en kennarar ekki gengið svona langt svo vitað sé. Ef halda á "bekkjarpartý" þá hljóta þau að vera innan skólans í bekknum hjá börnunum þar sem kennarinn er "veislustjórinn" og allir sem einn með. Ef til vill ættu kennarar að brjóta upp kennslu þegar einhver á afmæli í bekknum, að sjálfsögðu barnið sem heiðursgestur. Gæti sjáfkrafa orðið kennsla í samskiptum og lífsleikni; börnin orðið meðvitaðri um virðingu og vináttu hvers til annars. Gera börnunum grein fyrir þegar allir eru með þá er "bekkjarpartý"hvort sem er í skólanum eða heima. Kennarar eru komnir út fyrir verkssvið sitt ef þeir ætla að stjórna afmæli nemenda sinna inni á heimilum þeirra.
![]() |
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2008 kl. 13:16 | Slóð | Facebook
29.6.2008 | 22:58
Frábær fótboltakeppni – Þakkir til RÚV
Þjóðverjar voru auðvitað frábærir líka en vantaði leikgleðina og þennan leikandi takt sem Spánverjar höfðu allan leikinn. Áttu ekkert svar þegar skyndisóknir þeirra urðu aldrei neinn veruleiki, sem mér finnst vera þeirra aðferð, til að vinna leiki fremur en samspil til að skora mörk
Fyrsta skipti sem ég horfði á keppni á heimsmælikvarða var fyrir tólf árum. Fótbrotnaði og fór að horfa í leiðindum. Síðan þá hef ég ekki sleppt úr svona keppni og lært að meta fótbolta félagslega mikilvægan í samfélaginu. Það sem hefur breyst síðan fyrir tólf árum er hvað fótboltinn er orðinn meira agaður og brot ekki gróf, verða oftast í hita leiksins án ásetnings.
Þá á RÚV miklar þakkir fyrir sýninguna og þættina fyrir hverja keppni er var í alla staði til fyrirmyndar.

Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.6.2008 kl. 06:48 | Slóð | Facebook
29.6.2008 | 04:00
Mbl - vinsælasta bloggið?
Hef nýlega uppgötvað takkann vinsælast þar sem okkur bloggurum er raðað eftir hvað þeir hafa mikla lesningu. Ekki vel að mér í tölvutækni en kann að telja 1,2,3 o.s.frv eða Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn o.frv. Hef nú fylgst með teljaranum tvær eða þrjár vikur. Er ekki óánægð með lesningu á mínu bloggi en alltaf hafa nokkrir verið fyrir ofan mig sem hafa lægri tölu í lesningu t.d. er skák.is allaf með sömu töluna í lesningu, (255 lesendur nr. 21, af 50) alveg sama þótt einhverjir hafi hærri tölu í lesningu.
Þegar þetta er ritað þá eru tveir skráðir ofar (af 50) en þeim ber, er með minna móti, oftar en ekki hafa verið fleiri. Geri ráð fyrir að teljaraforritið sé forritað eftir raðtölum en virðist hafa þann eiginleika stundum, að Þríbjörn komi á undan Tvíbirni og síðastur komi Einbjörn o.s.frv. tæplega gerir forritið samt mun á Jóni og Séra Jóni.Annars er ég ánægð með mitt blogg þar sem það er lokað - og hef ekki tíma til að blogga að staðaldri. Vinsælir bloggar geta líka farið eftir hvað skrifað er um og hversu vel þeir hitta í mark. Sumir bloggarar eru þekktir fyrir, hafa andlit úr fjölmiðlum í þjóðfélaginu og þar fyrir utan eru pólitíkusar.
Mér fyndist að Mbl. ætti að gefa skýringu á þessum undarlega teljara í blogginu og láta yfirfara forritið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook
28.6.2008 | 22:07
Brýtur RÚV gegn börnum - með áfengisauglýsingum?
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kvarta við RÚV undan birtingu áfengisauglýsinga; að brotið sé gegn rétti barna til að vera laus við áfengisáróður(24stundir dag). Ánægjulegt að foreldrar sýni slíkt framtak til varnar í uppeldi barna sinna. Ekkert er eins mikilvægt í uppeldi en að verja þau fyrir áreiti fjölmiðla á unga aldri gegn áfengisauglýsinga og óhollum mat er sífellt dynur á þeim - jafnvel rétt fyrir barnatíma í sjónvarpi. Börn sem verða meðvituð um hvað er óhollt hvað er rétt og rangt verða sjálfstæð í hugsum ekki síst ef það kemur frá foreldrunum. Gott vegarnesti fyrir börnin þegar þau þurfa að takast á við lífið á unglings -og fullorðinsárum.
Telja foreldrasamtökin jafnvel að RÚV brjóti lög með framangreindum áróðri. Ámælisvert af ríkisjónvarpinu að auglýsa áfengi fyrir almenning; en telur sig samt sem áður hlutlausan fjölmiðil með forystu í menningu og fræðslu. Væri ekki nær að RÚV hefði viðtal við foreldrasamtökin í kastljósi; til að vekja athygli á samtökunum og baráttumáli þeirra að ekki sé brotið á börnum þeirra með áfengisauglýsingum gegn landslögum?
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2008 kl. 17:41 | Slóð | Facebook
28.6.2008 | 07:59
Hrein orka - eða kolabrennsla
![]() |
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2008 | 17:35
Virkjanir til hagsbóta - fyrir "Fagra Ísland"
Gott væri fyrir Björgu Evu og hennar kynslóð að íhuga hvers vegna eimmitt hennar kynslóð býr við allsnægtir og góða menntun. Er það ekki vegna virkjunarframkvæmda síðustu aldar og verðmætra fiskimiða? Hér syðra hefur borgarsamfélagið fengið mikinn meiri hluta af þjóðartekjunum en landsbyggðin setið hakanum. Það er eðlilegt að framkvæmdir verði á Húsavík til að fólk þar geti notið sömu lífskjara/menntunar og kynslóð Bjargar Evu þótt það kosti fórnir í náttúrunni.
Þá skrifar Björg Eva um fólkið á Þjórsárbökkum, telur að samúð umhverfisráðherra sé því gagnslítil og segir orðrétt. Sú samúð kemur að litlum notum, þegar grá jökullónin fara að flæða um gróin tún og fagrar byggðir Suðurlands, svo hægt verði að stækka álverið í Straumsvík. Málið er tæplega svona einfalt. Óhjákvæmilegt er að eitthvað land fari undir vatn þegar virkjaðar eru auðlindir framtíðinni til hagsbótar hvort sem það er áliðnaður eða netþjónabú. Auk þess hefur afgerandi meirihluti íbúa við Þjórsá samþykkt þessar aðgerðir við Þjórsá; væntanlega vegna þess að menn skilja þörfina til að byggja upp Fagra Ísland áfram til betri lífskjara. Samkvæmt grein Bjargar Evu má hins vegar fremur skilja að að byggðir Suðurlands séu í meira og minna að fara í kaf.
Umræðan getur ekki snúist um að virkja ekki háhitasvæði eða vatnsaflsvirkjanir; það er undirstaða lífsafkomu komandi kynslóða eins og verið hefur. Kynslóðir 21aldar munu þurfa á þeim að halda til að geta búið í velferðarsamfélagi áfram. Rétt eins og núverandi kynslóð og kynslóðir síðustu aldar nutu framfara og velsældar vegna umræddra auðlinda.
Hins vegar ætti umræðan um friðuð svæði að fara fram jafnfram ákvarðanatöku um frekari virkjanir Þá verða til fleiri svæði líkt og Vatnajökulsþjóðgarðurinn. "Fagra Ísland" framtíðarinnar er að nýta auðlindir landsins en jafnframt vinna að friðun ákveðinna svæða. Um það ætti umræðan fremur að snúast með rökum og sanngirni þjóðinni til hagsbóta en ekki stefnu Samfylkingarinnar í náttúrvernd sem nær eingöngu er á tilfinningalegum nótum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2008 kl. 12:13 | Slóð | Facebook
27.6.2008 | 08:15
Skoðanakönnun - ekki marktæk!?
Til hvers er verið að gera skoðanakönnun um hvort fólk vilji frekar Dag B. Eggertsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur? Hún hefur ekki hafið störf sem borgarstjóri og á eftir að sýna hvað í henni býr? Ekki raunhæft að bera þau Hönnu Birnu og Dag B. Eggertsson saman á þessu stigi. Könnunin sýnir tæplega marktæka niðurstöðu.
Sama má segja um fylgiskönnunina. Hefur ekki raunhæft gildi miðað við þann óróleika sem hefur verið í borgarstjórn. Þar á Samfylkingin ekki minni þátt þótt henni virðist hafa tekist í bili að fegra ásýnd sína. Ef til vill er framagreind skoðanakönnun liður í markvissri (falskri) ímynd sem Samfylkingin er að skapa sér?
![]() |
Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2008 | 16:27
Össur hugrakkur - tekur rétta ákvörðun
Viðurkenni hér og nú að mér hefur þótt lítið koma til Össurar Skarphéðinssonar sem stjórnmálamanns, fundist hann hafa gaman af að baða sig í fjölmiðlum um allt og ekkert. Nú bregður vjð annan tón, tók hugrakkur ákvörðum um áframhaldandi ferli í framkvæmdum á Bakka v. Húsavík. Nú þarf hann að standa af sér væntanlegt moldviðri þar um, að hann sé ekki trúr "Fagra Íslandi", stefnu síns eigin flokks.
En hvað er "Fagra Ísland" í raun; er það ekki að landsbyggðin geti haldið velli og fengið sinn skerf af náttúrauðlindum landsins? Loksins komu mótvægisaðgerðir sem eru raunhæfar og munu skapa velsæld byggðum fyrri norðan.
![]() |
Álversyfirlýsing undirrituð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 03:58 | Slóð | Facebook
26.6.2008 | 13:18
Stórframkvæmdir - Bakki við Húsavík.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra ákvað það sem er hagkvæmt/réttlátt gagnvart landsbyggðinni annars gæti Norðausturland lagst í eyði og húseignir staðið eftir verðlausar. Of mikil völd hafa skapast á á Reykjavíkursvæðinu þar er öll stjórnsýsla og flestir þingmenn - og bankarnir með fjármagnið. Virkjunarframkvæmdirnar skapa arðbær útflutningsverðmæti.
Bakki við Húsavík verður sterkt afl úti á landsbyggðinni ásamt Kárahnjúkavirkjun. Með framagreindum framkvæmdum eykst byggð til sjávar og sveita auk þess að skapa tengd þjónustustjörf; samfélag þar sem hægt er að veita betri menntun/þjónustu enn nú er.
Kominn tími til að náttúruverndarsinnar líti á náttúruvernd og mannlíf í víðari samhengi við umhverfisspjöll.
![]() |
Viljayfirlýsing framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2008 kl. 20:01 | Slóð | Facebook
26.6.2008 | 02:55
Tvö góð lið - Tyrkir betri
Eiginlega voru Tyrkir betri vegna þess þeir hafa svo mikla leikgleði eru léttir og snöggir, léku Þjóðverja sundur og saman annað slagið. Þjóðverjar voru svo sem ágætir en verða tæpast "ballerínur" í fótbolta eru þyngri en Tyrkirnir. Meira segja Rússar hafa betra yfirbragð af léttum og skemmtilegum leik.
Spái því í að stórveldi eins og Frakkland og Þýskaland eigi eftir að tapa meira í nánustu framtíð sökum þess að boltinn þeirra er einhvern vegin "kerfisleikur"; vantar leikgleði og metnaður sem á að kom innan frá. Þar spilar inn í undaralda fjármagnsins sem helgar frekar meðalið en fótboltinn sem metnaðarfullur leikur með sönnum íþróttaanda.
Vonandi verða Spánverjar eða Rússar Evrópumeistarar, þeir eru meira "alvöru fótboltalið" þar sem fjármagnið er ekki eins afgerandi í leiknum eins og hjá framangreindum þjóðum.
![]() |
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:25 | Slóð | Facebook
25.6.2008 | 23:36
Eiður Smári - alltaf á varamannabekk!?
Eiði Smára er fleira til lista lagt en spila fótbolta auk þess að vera hinn myndarlegasti maður. Er ekki mikið inn í fótboltaheiminum fyrir utan að hafa gaman af fótboltakeppni þegar bestu lið heims keppa, svo sem EM er nú stendur yfir.
Vorkenni Eiði Smára að sitja eiginlega alltaf á varamannabekknum eins og hann sé launaður áhorfandi. Hlýtur að vera erfitt að halda sér í líkamlegu og andlegu formi, geta næstum aldrei sýnt ágæti sitt. Vonandi kemst hann í annað lið; annars heldur hann ekki ímynd sinni sem afburða fótboltamaður til lengdar.
![]() |
Get ekki sagt að ég sé góður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2008 kl. 05:28 | Slóð | Facebook
25.6.2008 | 14:57
Andabringur Jónínu - innflutt matvæli í landbúnaði
Jónína Benediktsdóttir segir frá óförum sínum (Mbl í dag) gegnum tollinn með frosnar andabringur er teknar voru af henni við heimkomu til landsins. Ef til vill er langt gegnið í þessu tilfelli þar sem um frosið kjöt var að ræða. Frásögn Jónínu er aðeins ein hliðin á innflutningi landbúnaðarafurða.
Nýjasta deilan er um hrátt ófrosið innflutt kjöt er átti að fara í gegnum Alþingi en var frestað vegna mikillar andstöðu. Málið snýst einnig um hvort við eigum að reka eigin landbúnað hér á landi til framtíðar. Sýnt hefur verið fram á að hrátt kjöt geti borið smitsjúkdóma í auknum mæli inn í landið. Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í veirufræði heldur því fram með sterkum rökum að hætta gæti stafað af umræddum innflutningi.
Nú stendur heimsbyggðin frammi fyrir því að ekki eru nægileg matvæli til í náinni framtíð. Það kallar á nýja hugsun um hvort ekki eigi að tryggja fæðuöryggi hér á landi með öflugum landbúnaði sem ekki má þó vera hafinn yfir gagnrýni. Umræðan má ekki vera togsteita um innflutning eða skipulagið á framleiðslunni; þarf að vera í þeim anda að við getum staðið frammi fyrir skorti á matvælum ef við tryggjum ekki okkar eigin framleiðslu. Milliliðakostnað í landbúnaði þarf að kanna og finna hagkvæmari leiðir í þeim iðnaði. Einn liður í þeirri umræðu er að kaupendur geti keypt afurðir beint frá bóndanum í auknari mæli en nú er.
Mikið magn af innfluttum landbúnaðarafurðum á almennum markaði er ekki skynsamlegt í núverandi stöðu bæði hvað varðar smitsjúkdóma; og að innlendur landbúnaður verði ekki þurrkaður út með innflutum vörum sem engin trygging er fyrir að verði ódýrari þegar til lengri tíma er litið. Ef til vill má slaka á með tilfelli eins og Jónína greinir frá og þarfnast það nánari umræðu og hvort hér sé um of strangar aðgerðir að ræða.24.6.2008 | 11:02
Tvílemba verður hvítabjörn?
Eftir að hafa skoða myndina í Fréttablaðinu í dag af hvítabirninum er átti að vera nálægt Bjarnarvötnum gæti það verið tvílemba á beit með lömbin við hlið sér þannig að þau renni saman í "hvítabjörn" álengdar séð. Ekki samt vísindalega skoðað en miðað við þá leit sem hefur farið fram þá getur tæplega verið um bangsa að ræða í þetta sinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook
23.6.2008 | 14:30
Jónsmessa - alsnaktir undir berum himni
Lyfjagras kallaðist líka Jónsmessugras. Af öðrum má nefna hornblöðku við kvefi, maríustakk við graftarkýlum, korndún af víði á sár milli tánna, brennisóley við húðkvillum og fjanda fælu.
Mjaðurt má með góðu lagi nýta til að vita hver hefur stolið frá manni. Segir svo í Þjóðsögum Jóns Árnasonar:
Tak mjaðurt sjálfa Jónsmessunótt um miðnættið, lát í laug (þ.e munnlaug) við hreint vatn, legg urtina í vatnið. fljóti hún, þá er það kvenmaður; sökkvi hún, þá er það drengur. Skugginn sýnir þér hver maðurinn er. Það við skal hafa þennan formála: Þjófur ég stefni þér heim aftur með þennan stuld sem þú stalst frá mér með svo sterkri stefnu sem Guð sjálfur stefndi djöflinum í paradís í helvíti.
Heimild: SAGA DAGANNA ( 2000 3. útg.), Árni Björnsson bls. 160 og 168.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook
22.6.2008 | 16:44
“Göngum varlega um gleðinnar dyr”
Hægt er að missa jafnvægið þótt vín sé ekki haft um hönd meðan þessi frábæra fótboltakeppni stendur yfir. Þurfti að fá mér díselolíu á bílinn minn, var orðin sein fyrir að komast heim, að horfa á leik Hollendinga og Rússa. Flýtti mér of mikið, dældi óvart bensíni á bílinn er kostaði mig kr. 15.000. Eftir allt saman þá töpuðu Hollendingar og var það ennþá verra en að tapa kr. 15.000.
![]() |
Milljón bjórar kláraðir og 50 stuðningsmenn handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2008 | 14:08
“Gullkorn úr minningargreinum”
Minningargreinar eru skrifaðar af syrgjandi fólki sem vill heiðara minningu ástvina sinna. Tilfinningalífið er afar viðkvæmt þegar menn kveðja ástvini sína hinstu kveðju. Að skrifa um hinn látna verður oft um leið huggun fyrir alla aðstandendur sem er óendanlega mikilvægt. Undirrituð kannast ekki við neinar af framagreindum háðsglósum Jens Guðs. En ef einhver kannast við þær geta þeir valdið miklum sárindum. Veit ekki hvort það varðar við lög að taka upp úr skrifum annarra í skjóli nafnleyndar höfunda og hafi í flimtingum; alla vega má telja það siðlaust athæfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook
21.6.2008 | 06:54
Dauði hvítabjarnarins - umhverfisspjöll?
Umhverfisráðherra lýsti því yfir að framangreindar aðfarir í stöðunni hefðu verið óhjákvæmilegar. En átt að lýsa yfir jafnframt að reynsluleysi og skortur á upplýsingum hefðu valdið umræddu drápi á hvítabirninum. Þá hefði ráðherrann sýnt hugrekki og drengsskap. En í stað þess virðist ráðherrann meðvirkur í misheppnaðri aðför að birninum?
Óskiljanlegt að umhverfisráðherra hafi bannað myndavélar eftir að hættuástandi var aflýst ef rétt reynist. Var ráðherran hræddur um að birtust óþægilegar myndir? Skipa þyrfti sérstakan verkefnisstjóra sem er alltaf til staðar líkt og í náttúruhamförum við framagreindar aðstæður. Hann taki ákvörðun en ekki viðkomandi umhverfisráðherra umkringdur fólki sem ekki virðist hafa mikla hugmynd um hvernig á að bregðast við í umræddum aðstæðum. Ef breyta þarf lögum þá er það nauðsynlegt eins fljótt og við verður komið.
Dráp bjarnarins er að líkindum umhverfisspjöll í náttúrunni sem skrifast hjá umhverfisráðherra er ber ábyrgð á ákvarðanatökunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook
20.6.2008 | 10:19
Garðsláttumenning
Vélamenningin í kringum borgarsláttinn er viðamikill og veldur auðvitað loftmengun auk hljóðmengunar og eyðingu gróðurs að óþörfu. Allt er nú best i hófi. Góð hugmynd hjá Sigurði að setja geitur í garða í stað sláttar Er oft á gangi uppi við Rauðavatn þar sem ræktað hefur verið skógarkjarr. Sárt er að sjá hvað jarðvegurinn hefur litla næringu (er næringarlaus) fyrir gróðurinn og þrífst ekki nógu vel af þeim sökum. Þegar gróður er kominn vel af stað þar ætti að setja lambær hæfilega margar á réttum tíma á beit þá fengi gróðurinn smá saman áburð frá dýrunum og yrði ræktarlegri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook
19.6.2008 | 22:46
Hvítabirnirnir eru þrír á ferðalagi?
Páll Bergþórsson veðurfræðingur og vísindamaður sagði í viðtali að hvítabirnirnir kunni að vera þrír saman á ferð. Áhugavert að fá frekari skýringar frá Páli hvers vegna hann heldur það. Páll er athugull - í flestu sem viðkemur veðri og hafís o.fl.
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2008 | 16:20
Friðun hvala/ fiskistofna orkar - tvímælis?
Vonandi fylgir hugur máli um náttúrvernd hjá þinginu í USA. Mótmæli frá Bandaríkjunum og víðar hafa oftar en ekki verið í skjóli hagsmunasamtaka t.d. þeirra sem vilja ekki fisk á markaðinn vegna þess að þá verður minni sala á vörum í landbúnaði bæði kjöti og korni þar sem ekki þarf að gæta minni náttúruverndar en fiskveiðum yfirleitt þar með taldar hvalveiðar
Íslendingum hefur tekist betur upp með fiskveiðistjórnun sína en en í Ameríku - ekki betra hjá ESB þar sem stjórn fiskveiða hefur heldur ekki tekist sem skyldi. Verst hvað gagnrýni á fiskveiðistjórnun hér á landi er frekar niðurrifsstefna heldur en að hugur fylgi máli. Það sem þarf að laga í okkar fiskveiðistjórnun eru strandveiðarnar og setja strandlínu með lögum fyrir minni báta með vistvænum veiðarfærum sem fengju að veiða nógu mikið í smærri byggðarlögum er annars vegar stæði undir rekstrarkostnaði og launum í smábátaútgerð hins vegar til viðhalds atvinnulífi í minni byggðum. Auk þess ætti leggja niður byggðakvóta það myndi flýta fyrir framangreindum endurbótum.
Sorglegt að Samband smábátaeigenda hefur ekki náð að vera nógu góður málsvari fyrir framagreindar úrbætur á kvótakerfinu.
![]() |
Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook